Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.07.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚLÍ 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ I Iðnlánasjóður selur 28% hlut sinn í Skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi Kaupverðið nemur 20 millj. króna IÐNLÁNASJÓÐUR hefur selt um 28% hlut sinn í Skipasmíðastöðinni Þorgeiri og Ellert hf. á Akranesi. Kaupendur bréfanna voru Hörður Pálsson, Bifreiðastöð ÞÞÞ, Sveinn Arnar Knútsson og Þorgeir Jós- epsson, en þeir stóðu upphaflega að stofnun fyrirtækisins með Akranesbæ árið 1994. Bréfin eru að nafnvirði um ellefu milljónir króna og voru seld á genginu 1,8 eða fyrir um tuttugu milljónir króna. Iðnlánasjóður eignaðist hluta- bréfin þegar sjóðurinn seldi stofn- endum félagsins eignir þrotabús Þorgeirs og Ellerts hf. í mars á síðasta ári. Þrefalt hærra verð Iðnlánasjóður fékk tæplega þre- falt hærra verð en Akranesbær fékk fyrir sinn eignarhluta um síð- ustu áramót. Þá seldi bærinn bréf að nafnverði 7,7 milljónir króna á genginu 0,65 til IA Hönnunar ehf. Sala á hlut bæjarins olli deilum þar sem fimmtán aðilar á Akra- nesi höfðu skömmu áður keypt hlutabréf að nafnvirði rúmar 4 milljónir króna á genginu 1,0. Einn þeirra sendi inn stjórnsýslukæru til félagsmálaráðuneytisins á hendur bæjarráði Akraness vegna þessa máls. Hlutabréfin skráð á Opna tilboðsmarkaðnum? Þorgeir Jósepsson, fram- kvæmdastjóri Skipasmíðastöðvar- innar Þorgeirs og Ellerts hf. sagði í samtali við Morgunblaðið að rætt hefði verið um að skrá hluta- bréfin í fyrirtækinu á Opna tilboðs- markaðnum hf. og það væri til athugunar. VERÐA smíðuð fleiri skip á Akranesi? Síðasta skipið, sem hleypt var af stokkunum hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts, var smíðað 1993-94. Myndin er af raðsmíðaskipi, sem smíðað var í stöðinni árið 1985. Hugbúnaðarfyrirtækið Softis hf. með hlutafjárútboð Hlutabréfin boðin á genginu átta Verðbréfaþing íslands Metvið- skiptiá fyrri hlutaárs METVIÐSKIPTI urðu á Verðbréfaþingi íslands á fyrri hluta ársins 1995. Námu heildarviðskipti um 54,4 milljörðum og jukust um 16% frá síðari hluta fyrra árs, en um 126% frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í nýju fréttabréfi Verðbréfa- þingsins. Viðskipti í júnímánuði á þinginu voru með meira móti og var þetta þriðji mánuður- inn á árinu þar sem þau fóru yfir 10 milljarða króna. Prófanir á nýju viðskipta- og upplýsingakerfi Verð- bréfaþings hafa gengið vel að undanfömu og er því búist við því að unnt verði að taka viðskiptakerfið í notkun síðar í þessum mánuði eða í síðasta lagi um mánaðamótin júlí- ágúst. Á fundi stjómar Verð- bréfaþings nýlega var sam- þykkt að taka hlutabréf Tæknivals hf. á skrá þegar hluthafar yrðu orðnir fleiri en 200 talsins. Því marki hefur nú verið náð og verða bréfín tekin á skrá á næstu dögum. Þingvísitala lækkar Nokkuð lífleg viðskipti urðu annars með hlutabréf í viðskiptakerfí Verðbréfa- þingsins í gær og námu þau samtals tæplega 33 milljón- um króna. Verð á hlutabréf- um í nokkrum hlutafélögum lækkaði lítillega sem olli um 0,3% lækkun á þingvísi- tölunni. HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Softis hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um þrjár milljón- ir króna að nafnverði. Nemur aukningin um 5,7% af hlutafé fé- lagsins og eru hlutabréfin boðin á genginu 8. Söluverð hlutabréfanna er því samtals 24 milljónir króna. Bréfin eru ekki til sölu á almenn- um markaði en völdum hópi stofn- anafjárfesta hefur verið boðin þau til kaups. Hlutafjárútboðið stendur til 19. júlí. Nafnverð hlutafjár Softis hf. er nú tæpar 49 milljónir króna. Á aðalfundi Softis hf., sem haldinn var í maí, var samþykkt að auka hlutafé í allt að 65 milljónir króna að nafnvirði eða um rúmar 22 milljónir þannig að sú heimild er ÓVISSU gætti á evrópskum hluta- bréfamarkaði í gær af því að ugg- ur um vaxtahækkanir í Bandaríkj- unum hefur aftur gert vart við sig. Óvissa ríkir einnig í Wall Stre- et og kemur fram í verðsveiflum. Óvissan stafar af því að banda- ríska Dow Jones vísitalan lækkaði um tæplega 115 punkta á föstudag vegna upplýsinga um að dregið hefði út atvinnuleysi vestanhafs, en það eykur líkur á vaxtahækkun. Óvíst er hvert þróunin stefnir, en þegar mörkuðum var lokað í Evrópu hafði Dow vísitalan hækk- að um fjóra punkta eftir nokkrar sveiflur frá opnun í Wall Street. London var eini markaðurinn í aðeins nýtt að litlu leyti nú. Þá hefur stjórn fyrirtækisins sótt um heimild til ríkisskattstjóra til út- gáfu jöfnunarhlutabréfa um allt að 88,4 milljónir króna. Eigið fé fyrirtækisins í árslok var um 144 milljónir króna samkvæmt árs- reikningi fyrir árið 1995. Þá námu heildarskuldir tæpum 74 milljón- um og eiginfjárhlutfall var 66%. Samningar farnir að skila tekjum Síðustu viðskipti með hlutabréf í Softis hf. áttu sér stað á Opna tilboðsmarkaðnum í apríl sl. á genginu 4,5. Sigurður Björnsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir að sala bréfanna nú á geng- inu 8 sé rökrétt og það gengi sé Evrópu þar sem hækkanir tóku við af lækkunum fyrr um daginn og við lokun var verðið nánast óbreytt frá því um morguninn. Gengi dollars hafði ekki verið hærra í 30 mánuði og seldist hann á 111,20 jen í Asíu, en lækkaði síðan í innan við 111. Getum er leitt að því að banda- ríski seðlabankinn hækki vexti jafnvel í þessari viku af því að tölurnar frá föstudag um meiri atvinnu hafa endurvakið ugg um verðbólgu. Margir sérfræðingar búast við að seðlabankinn bíði þar til fundur verður haldinn í stjórn hans í ág- úst. Aðrir velta því fyrir sér hvort síst of hátt þegar haft sé í huga að fyrirtækið hafi nýverið gert samninga við bandarísku fyrir- tækin Liant Software Corporation og Acucobol Inc. um alþjóðlega dreifingu og markaðssetningu á LOUIS-hugbúnaðinum. „Þessir samningar eru nú þegar farnir að skila Softis tekjum. Við erum bjartsýnir á að þær verði farnar að standa undir rekstrarkostnaði fyrirtækisins á fyrri hluta næsta árs. Við förum því varlega í að auka hlutafé enda er tilgangur útboðsins fyrst og fremst sá að afla rekstrarfjár. Þá spilar einnig inn í að erlent tölvufyrirtæki hef- ur sýnt því áhuga að undanförnu að kaupa hlut í Softis.“ Alan Greenspan seðlabankastjóri láti til skarar skríða fyrir 18. júlí þegar hann á að bera vitni í öld- ungadeildinni. Kl. 3.30 í gær seldist dollar á 110,82 jen og 1,5269 mörk miðað við 110,88 jen og 1,5315 mörk á föstudag. Verð á þýzkum ríkisskuldabréf- um var óbreytt frá því á föstudag við lokun í gær. Þjóðveijar eru vongóðir um að áhrifa muni ekki gæta frá hræringum á bandaríska markaðnum að sinni. Verðbréfasalar í London furð- uðu sig á stöðugleika markaðar- ins, en sögðu að fjárfestar væru enn varir um sig. Sveiflur í Wall Street vekja uggíEvrópu London. Reuter. Brautar- kóngur í varðhald París. Reuter. YFIRMAÐUR frönsku ríkisjárn- brautanna, SNCF, hefur verið úr- skurðaður í gæzluvarðhald vegna ásakana um misferli þegar hann var yfirmaður olíurisans Elf-Aqu- itaine í byijun þessa áratugar. Loik Le Floch-Prigent stjórnar- formaður var handtekinn vegna rannsóknar á ásökunum um að hann hafí dregið sér fé úr sjóðum fyrirtækisins, hirt ágóða af fjár- svikum og veitt rangar upplýsingar til að hjálpa umsvifamiklum vini sínun í vefnaðarvörugeiranum. Le Floch-Prigont dafnaði vel á valdaárum sósíalista og er í hópi nokkurra forystumanna í frönsku atvinnulífi, sem hafa verið ákærðir vegna spillingar. Margir þeirra hafa verið viðriðnir ólöglega fjár- mögnun stjórnmálaflokka. Hins vegar er Le Floch-Prigent fyrsti yfirmaður opinbers fyrirtæk- is í Frakklandi sem varpað hefur verið í fangelsi. Það bendir til auk- ins áræðis rannsóknardómara, sem þrýst er á að taka vægt á kaup- sýslu- og stjórnmálamönnum. Handtakan er alvarlegt áfall fyrir SNCF af því að stutt er síðan Le Floch-Prigent lagði fram áætl- un um að bjarga ríkisjárnbrautun- um, sem eru reknar með miklu tapi. Lögfræðingur Le Floch-Prig- ents, Olivier Metzner, kvað skjól- stæðing sinn ekki ætla að segja af sér. ------» ♦ ♦----- Réttarhöld gegn Alan Bond hafin Perth, Ástralíu. Reuter. ÁSTRALSKI kaupsýslumaðurinn Alan Bond hefur neitað ákærum um fjársvik við upphaf réttarhalda í máli hans í Perth í Vestur-Ástra- líu. Bond er ákærður fyrir að hafa borið ábyrgð á því sem stjórnarfor- maður Bond Corporation á tímabil- inu maí 1988 til október 1989 að fyrirtækið hafi misst af möguleika á að kaupa málverk Edouard Ma- nets, La Promenade á töluvert lægra verði en markaðsverði. I þess stað keypti fjölskyldu- fyrirtæki Bonds, Dallhold Pty Ltd, málverkið og seldi það með veru- legum hagnaði ári síðar. ------♦ ♦ ♦----- Athugasemd frá Cha Cha VEGNA fréttar á viðskiptasíðu á laugardag um dóm í útburðarmáli Kringlunnar 4-6 hf. gegn verslun- inni Cha Cha, vill Bárður Guðfínns- son, eigandi hennar, taka eftirfar- andi fram. „Áréttað skal að fyrirtæki mín, Próf ehf. og Cha Cha skulda Kringl- unni 4-6 hf. hvorki húsaleigu né annað en skilja mátti á umræddri frétt að þau skulduðu henni stórfé. Upphæðin sem nefnd var í um- ræddri frétt, þ.e. kr. 1.924.113 var öll greidd með geymslugreiðslum, þ.e. svokallaðri deboneringu í apríl og maí á þessu ári að ráði lög- manns okkar. Þessar geymslu- greiðslur voru inntar af hendi án nokkurra kvaða af okkar hálfu og voru að auki óafturkræfar. Var forsvarsmönnum Borgarkringlunn- ar fullkunnugt um greiðslumar og í lófa lagið að sækja þær hvenær sem þeim hentaði. Ástæðan fyrir því að notuð var þessi aðferð við greiðslu var mikill og óásættanleg- ur ágreiningur sem upp var kominn á milli Kringlunnar 4-6 og fyrir- tækja minna.“ I I > > í ! i t i > I I I \ i I I t \ i i U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.