Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Skipun nýrrar bæjarnefndar í Hafn- arfirði kærð til félagsmálaráðuneytis Meirihlutinn sak- aður um valdníðslu BÆJARFULLTRUAR Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði, þau Val- gerður Sigurðardóttir og Magnús Gunnarsson, sem sitja í minnihluta bæjarstjórnar, hafa kært til félags- málaráðuneytis ákvörðun meiri- hluta bæjarstjórnar um að sam- þykkja að setja á fót starfsnefnd, er fjalli um framkvæmdamál Hafn- arfjarðarhafnar. Nefnd þessa, sem í eiga að sitja þrír fulltrúar, tveir tilnefndir af hafnarstjórn og einn af bæjarráði, átti að skipa á fundi bæjarráðs í gær, en tilnefningunni var frestað þar sem Magnús Gunnarsson taldi sig ekki geta tekið þátt í kosning- unni fyrr en úrskurður ráðuneytis- ins um réttmæti þessarar ákvörðun- ar lægi ljós fyrir. Valgerður og Magnús voru í meirihluta bæjarstjórnar fyrir Sjálf- stæðisflokkinn við upphaf kjörtíma- biisins ásamt þeim Jóhanni Berg- þórssyni og Ellert Borgari Þorvalds- syni áður en tveir hinir síðastnefndu klufu sig út úr bæjarmálaflokki meirihlutans og mynduðu nýjan meirihluta ásamt alþýðuflokks- mönnum á síðasta ári. Hafnarstjórn er þó skipuð eins og í upphafi kjör- tímabils enda lögskipuð til fjögurra. ára í senn. Meirihluta hafnarstjórn- ar mynda tveir sjálfstæðismenn og einn alþýðubandalagsmaður og er Valgerður formaður stjórnarinnar. I minnihluta hafnarstjórnar eru tveir alþýðuflokksmenn. Á hafnar- stjórnarfundum situr jafnframt hafnarstjóri sem er Ingvar Viktors- son bæjarstjóri. Vanvirðing við störf okkar Valgerður og Magnús telja meiri- hluta bæjarstjórnar fara út fyrir valdsvið sitt með skipun nýrrar „hafnarstjórnar", sem setja eigi til 'höfuðs þeirri, sem starfandi sé, og telja þá ákvörðun vera hreina van- virðingu við störf núverandi hafnar- stjórnar. „Þetta virkar sem hrein og klár valdníðsla. Ég tel skipun sérstakrar starfsnefndar, sem fjaila á um framkvæmdamál hafnarinnar, ólögmæta þar sem þessi nefnd á greinilega að fara inn á verksvið hafnarstjórnar," sagði Valgerður í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Hún sagði núverandi hafnar- stjórn hafa unnið mjög ötullega að rekstri og uppbyggingu hafnarinn- ar og hafi hafnarstjórn staðið ein- huga að því verki. „Ég get því ekki séð neitt sem réttlætir nýja auka- nefnd um framkvæmdamál hafnar- innar. Hér er greinilega einhver valdabarátta á ferðinni. Það eru menn að sækjast eftir völdum, sem þeim ber ekki samkvæmt lögum," segir Valgerður. Ekki náðist tal af bæjarstjóra Hafnarfjarðar eða formanni bæjar- ráðs í gær. Óvissa um afdrif gömlu kirkjunnar í Reykholti Banaslys á Akureyri MAÐUR lést á Akureyri í gær þegar hann varð undir bíla- lyftu á bílaverkstæði í bænum. Að sögn lögreglu er ekki vitað hver tildrög slyssins voru. Maðurinn var fluttur á Fjórð- ungs^JuTíranúsið ár- Akureyri þar sem hann var úrskurðaður látinn. Málið er í rannsókn hjá Vinnuéftirliti og rannsóknar- deild lögreglunnar á Akureyri. Morgunblaðið/Bernhard Jóhannesson TÍMANS tönn hefur nagað gömlu kirkjuna í Reykholti. Kostnaður við flutning 15 milljónir ÓVISSA ríkir um afdrif gömlu kirkjunnar í Reykholti eftir að ný kirkja verður vígð þar 28. júlí næstkomandi. Kirkjan var reist árið 1886-87 og er orðin illa farin að sögn Geirs Waage sóknar- prests í Reykholti, enda hefur henni lítt verið haldið við seinustu sjötíu ár. Fyrir nokkru fór presturinn í Reykholti þess á leit við Bandalag starfsmanna ríkis og bæja að það tæki við kirkjunni og flytti hana á brott, og var rætt um að koma henni fyrir í Munaðarnesi í því sambandi. Ögmundur Jónasson formaður BSRB segir hins vegar þá hug- mynd hafa verið kveðna í kútinn, þar sem menn 1 elj i kostnað sam- fara flutningum, endurbótum og viðhaldi of mikinn. „Standa þarf vel að slíku verk- efni og við treystum okkur ein- faldlega ekki til þess og léðum hugmyndinni því ekki brautar- gengi," segir Ogmundur. Ujnllui- að hruni kominn „í því ástandi sem kirkjan er, er hún náttúrulega hjallur að hruni kominn. Það er ekki komið í yós hvað verður um hana og engin ákvörðun verið tekin um það ennþá. Á sínum tíma var at- hugað hvort hún myndi henta sem safnkirkja í Görðum á Akranesi, en niðurstaðan var sú að svo væri ekki. Við höi'um áhuga á að búa svo um hnútana að hægt væri að varð- veita kirkjuna og það verður best gert með því að útvega henni nýjan samastað þar sem hún yrði endurbyggð í upphaflegri gerð og þannig um búið að hún yrði notuð áfram sem kirkja. En það verður að bíða síns tíma að taka ákvörðun um hver örlög hennar verða," segir Geir. Geir segir að áætlað hafi verið að kostnaður við að flytja kirkj- una, og lágmarks frágangur, nemi um 15 milljónum króna. Hann kveður kirkjuna mjðg illa farna, enda hafi henni ekki verið haldið við með það fyrir augum að hún gegndi hlutverki sínu, síð- an 1923 þegar tekin hafi verið ákvörðun um að safna sjóði til að byggja nýja kirkju. A þeini tíma hafi kirkjan aðeins fengið lágmarks viðhald, auk þess sem búið sé að breyta henni mik- ið frá upphaflegri gerð þannig að stílfræðilega sé hún ekki sama hús og í byrjun. „Menn hafa aðeins haldið henni við til að húsið væri brúklegt í hverri tíð. Það eru ekki not fyrir hana í Reykholti, enda ekki góð reynsla af því að vera með gamla kirkju uppihangandi þegar ný kirkj'a tekur við," segir hann og kveðst ekki útiloka að kirkjan verði rifin, finnist engir kostir aðrir. Menn voni þó að svo fari ekki. Samningur um vinnu við Hvalfjarðargöng undirritaður Laun starfsmanna hækkaum3-6% VINNUVEITENDASAMBAND íslands og þrjú verkalýðsfélög inn- an Verkamannsambands íslands undirrituðu kjarasamning fyrir starfsmenn, sem starfa við gerð Hvalfjarðarganga, í gær. Snær Karlsson, sem sæti á í samninga- nefnd Dagsbrúnar, segir að samn- ingurinn feli í sér 3-6% launa- hækkun hjá starfsmönnum sem starfa við göngin. Þetta er fyrsti kjarasamningur sem gerður er um jarðgangagerð á íslandi. Hann gildir til aldamóta. Félögin þrjú eru Dagsbrún, Framsókn og Verkalýðsfélag Akraness. Um 90% starfsmanna, sem nú starfa við gerð Hvalfjarð- arganga, eru í þessum félögum. Fjögur félög iðnaðarmanna, sem tóku þátt í viðræðunum, höfnuðu því að gera samning þar sem þau töldu tilboð vinnuveitenda ófull- nægjandi. 20-30% hærritaxtar í samningnum er launatafla sem er að sögn Snæs um 20-30% hærri en launatafla í almennum kjarasamningum fólks sem vinnur sambærileg störf. Ekki er þó um að ræða 20-30% hækkun á launum Samningurinn er sá fyrsti um jarð- göng og gildir til aldamóta því að starfsmenn við jarðgöngin ffafa fengið greidd laun sem eru talsvert hærri en samningar. Snær sagði að laun flestra starfsmanna kæmu til með að hækka um 3-6% frá því sem þau væru í dag. Taxtar hækka í samræmi við almenna samninga Samningurinn gerir ráð fyrir að launataxtar hækki í samræmi við samninga, sem verkalýðsfélög- in gera á samningstímanum. Hækkanirnar eiga að koma til framkvæmda eigi síðar en tveimur vikum eftir að félögin hafa sam- þykkt samninga. Hagdeildir ASÍ og VSÍ eiga að meta launaþróun samkvæmt nánari verklagsregl- um. Verði ágreiningur milli þeirra mun Hagstofan úrskurða um launahækkanir. Snær sagði að með samningn- um væri tryggt að bæði almennar launahækkanir, sem samið verður um fram til aldamóta og það launaskrið, sem verður á samn- ingstímanum, kæmi fram í launa- töxtum verkamanna sem vinna við göngin. Snær sagði ennfremur mikil- vægt að viðurkennd væri í samn- ingnum sú starfsreynsla, sem menn hefðu aflað sér á almennum vinnumarkaði. Hún væri að fullu metin sem þýddi að flestir starfs- menn færu inn á hærri launaþrep- in í samningnum. Samningurinn gerir ráð fyrir starfsaldurshækk- unum eftir eitt ár, þrjú ár, fimm ár og tíu ár. Með samningnum fylgir yfirlýs- ing þar sem forsvarsmaður Foss- virkis hf. heitir því að starfsmenn, sem fengið hafa greitt hærra kaup en samningurinn kveður á um, haldi óbreyttum launum. Iðnaðar- menn drógu sig út úr viðræðum við VSÍ m.a. með þeim rökum að tilboð vinnuveitenda fæli í sér lækkun á launum sumra iðnaðar- manna. Samningurinn verður kynntur starfsmönnum í dag og á morgun. ¦ Járniðnaðarmenn/4 Andlát HRINGUR JÓHANNESSON EINN þekktasti mynd- listarmaður landsins, Hringur Jóhannesson, lést á miðvikudag á Landspítalanum, 63 ára að aldri. Hringur vakti öðru fremur at- hygl' fyrir að beina sjónum sinum að hvers- dagslegum hlutum frá óvenjulegu sjónarhorni. Hann var mjög tengdur átthögum sín- um í Aðaldal í S-Þing- eyjarsýslu og sótti þangað mörg yrkisefni. Um hann hefur verið sagt að hann hafi í verkum sínum íhugað fortíðina, en jafnframt þá hluti sem nútímafólk hefur í kring- um sig. Hringur kom fram sem listmálari í kringum 1960. Hann hélt um 40 einkasýningar og tók þátt í yfir 60 samsýningum á listamannsferli sín- um bæði heima og erlendis. Hann á verk á öllum helstu listasöfnum landsins, í opinberum stofnunum og á einkasöfnum. Hringur hefur myndskreytt margar bækur, blöð og tímarit og hannað minnismerki, bókamerki og auglýsingar. Hringur var fæddur í Haga í Aðaidal 21. desember 1932 og þar ólst hann upp hjá foreldrum sínum, Jónu Jakobsdóttur húsmóður og Jóhannesi Friðlaugssyni, rithöfundi og kennara. Hringur hóf nám í Myndlista- og handíðaskólanum og lauk þaðan prófi í teikningu 1952. Hann var kennari við Breiða- gerðisskóla 1960- 1962, kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík frá 1962 og Myndlista- og hand- íðaskólann 1959- 1962. Hann vann við keramikmálun o.fl. hjá Glit 1962-1966 og var listgagnrýnandi Vísis 1971-1972. Hringur tók virkan þátt í félagsstörfum fyrir listamenn; sat í stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík frá 1965, í stjórn og sýningarnefnd- um Félags íslenskra myndlister- manna um 15 ára skeið, í safnaráði Listasafns íslands 1981-1988 og I stjórn Sambands íslenskra myndlist- armanna frá 1984-1988. Hringur naut margvíslegrar við- urkenningar á listamannsferli sín- um.. Hann hlaut verðlaun fyrir námsárangur í Myndlista- og hand- íðaskólanum 1951. Hann var valinn fulltrúi íslands á sýningunni Ac- center í nordisk konst í Sveaborg í Finnlandi 1980. Hringur hlaut starfslaun listmanns 1982 og lista- mannalaun í aldarfjórðung. Eftirlifandi sambýliskona Hrings er Bryndís Halldóra Bjartmarsdóttir aðstoðarskólastjóri. Fyrri kona hans var Sigurbjörg Guðjónsdóttir og eignuðust þau fjögur börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.