Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Landsmót skáta 1996 verður sett á Ulfljótsvatni á sunnudaginn Skátar í víking „Á VÍKINGASLÓÐ" eru kjörorð landsmóts skáta sem haldið verður á Úlfyótsvatni vikuna 21.-28. júlí. Skátar um land allt eru nú að leggja síðustu hönd á undirbúning mótsins, sem sett verður á sunnu- dag. Gert er ráð fyrir að 4-5.000 manns á öllum aldri sæki lands- mótið. Von er á um 1300 skátum á aldr- inum 11-14 ára í almennar skáta- búðir, 300 eldri skátum og rúm- lega 500 erlendum skátum í drótt- skátabúðir. Starfsmenn mótsins eru um 250 talsins auk 200 hjálp- arsveitarmanna. Gert er ráð fyrir 800 gestum í fjölskyldubúðir, en þær munu hýsa eldri skáta og fjöl- skyldur þeirra auk fjölskyldna og systkina mótsgesta. Jafnframt hefur verið tekin upp sú nýbreytni að bjóða nokkrum hópum krakka sem ekki eru starfandi skátar að heimsækja mótið. Allt mun þetta lið búa í tjaldbúðum í heljarmiklu víkingaþorpi, sem ris um helgina á Úlfö'ótsvatni. * Skátar haf a undanfarið verið að setja sig inn í hugarheim vík- inganna, læra rúnir, æfa glimu Morgunblaðið/Þorkell FÉLAGAR í Ægisbúum héldu kvöldvbku í vikunni og hituðu sig upp fyrir landsmótið. og aðrar fornar íþróttir og leiki, og útbúa tjölfl og fatnað að hætti fornmanna. Á mótinu verður keppt í víkingaleikjum og einnig verður þar starfrækt svokölluð vikingasmiðja. Þar er boðið upp á fjölbreytileg verkefni, svo sem að höggva öndvegissúlur, dengja spjótsodd, spinna þráð úr ull, súta skinn og roð, rista torf og dansa vikivaka. Ennfremur verður farið í víkingaleiðangra, róið til fiskjar og gerð forkönnun á ránsferð til Vestmannaeyja. Þó að yfirbragð mótsins sé allt í víkingastíl, verður þó boðið upp á ýmis nútímaþægindi. Þar má nefna Víkingaútibú Landsbank- ans, pósthús, útvarpsstöð og móts- blað, kaffihús, sjúkraþjónustu, þvottaaðstöðu og vatnssalerni. Ályktun bæjar- ráðs Akureyrar Villandi umræða um flutning stofnana BÆJARRÁD Akureyrar samþykkti ályktun á fundi sínum í gær, í fram- haldi af umræðum um flutning rík- isstofnana út á land. Ráðið telur að sú umræða hafi að ýmsu leyti verið villandi og of mikið hafi verið gert úr þeim tímabundnu erfiðleikum sem slíkir flutningar hafa í för með sér. Bæjarráð vekur athygli á starf- semi embættis veiðistjóra sem fyrir tæpum tveimur árum var flutt frá Reykjavík til Akureyrar. Ekki verði annað séð en að allt starf við embætt- ið gangi vel og að vel fari um bæði stofnun og starfsfólk á Akureyri. Þá séu fjölmörg dæmi um flutning starf- semi fyrirtækja og starfsfólks þeirra. Ekki verði annað séð en það fólk uni hag sínum vel á nýjum stöðum. Dæmi um þetta sé flutningur á hluta starfsemi Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna til Akureyrar. Bæjarráð telur því mikilvægt að stjórnvöld haldi áfram á þeirri braut að flytja stofnanir að hluta eða öllu leyti út á land. Um sé sé að ræða réttlætismál fyrir landsbyggðina og færa megi rök fyrir því að í sumum tilfellum séu stofnanir betur settar úti á landi. Morgunblaðið/Arni ^Sæberg GEIR Magnússon forstjóri Olíufélagsins hf. og Þórólfur Árna- son framkvæmdastjóri markaðssviðs ásamt starfsmönnum Esso- stöðvarinnar við Stórahjalla, Þórarni Þórarinssyni og Gunnari Ásgeirssyni, og lengst til vinstri á myndinni er Pálmar Viggós- son rekstrarsyóri bensínstöðva Esso. Olíufélagið hf. opnar hraðbúðir Áhersla á aukið vöru- úrval til heimilisins OLÍUFÉLAGIÐ hf. kynnti í gær opnun hraðbúða, sem reknar verða í tengslum við og innan nokkurra af stærstu bensínstöðvum Esso. Hraðbúðir Esso bera undirtitilinn „Allt til alls" og eru hugsaðar fyrir fólk, sem vill gera hagkvæm innkaup til heimilisins á sem skemmstum tíma. Áhersla verður lögð á sérstök tilboð í hverri viku. Hraðbúðir Esso verða formlega opnaðar í dag, en þær verða framvegis opnar lengur en nokkrar aðrar verslanir, frá kl. 7.30 á morgnana til kl. 23.30 á kvöldin frá mánudegi til laugardags og frá kl. 9.00 til 23.30 á sunnudög- um. Þórólfur Árnason, framkvæmda- stjóri markaðssviðs, sagði að ætlun- in væri að bjóða upp á vöruframboð, sem fullnægði flestum þörfum heim- ilisins í mat, hreinlætisvörum og óðrum heimilisvörum á samkeppnis- hæfu verði. Það bæri þó ekki að skilja það svo að bensínstöðvar Esso ætluðu að taka yfir stóru matarkörf- una, „en við ætlum að vera fyrsti valkostur á eftir stórinnkaupunum og ætlum ekkert að gefa eftir í verð- lagningu og vörutilboðum. Við höf- um kannað viðbrögð viðskiptavina okkar. Yngra fólkið og þeir, sem hafa lítinn tíma aflögu, kunna mjög vel að meta þessar breytingar, sem smátt og smátt hafa verið að gerast á stærstu stöðvunum. Við teljum okkur vera mjög samkeppnishæfa í vöruverði. Olíufélagið hf.er aðili að innkaupasambandinu BÚR ásamt flestum kaupfélögunum og Nóatúni og nýtur þar með viðskiptakjara og verslunarsamninga við birgja í krafti stærðar sem í raun er lykillinn að því að geta farið út í slíkt verkefni." Að sögn Þórólfs, hefur stundum þurft að kljást við reglugerðir heil- brigðiseftirlitsins, en með því að gera verslanirnar hreinni og betri úr garði, hefur fengist leyfi fyrir því að hafa saman matvöru og olíuvöru, líkt og þróunin hefur orðið í löndun- um í kringum okkur. Bensínstöðvar væru heldur ekkert einar um það því stórmarkaðir byðu sömuleiðis alls kyns hreinsiefni, olíuvörur, sam- hliða matvöru. Stærsta verslunarkeðja landsíns Olíufélagið hf. rekur um 120 bens- ínstöðvar á landinu öllu í verslunar- rými, sem er allt frá 60 og upp í 100 fermetrar og er þar með stærsta verslunarkeðja landsins. Til að byrja með verða fimm hraðbúðir opnaðar á höfuðborgarsvæðinu, en síðan er gert ráð fyrir sama fyrirkomulagi á stærstu stoðvunum hringinn í kring- um Iandið í samráði við rekstrarað- ila þar. Þær fimm stöðvar, sem um ræðir nú, eru við Stórahjalla í Kópa- vogi, Skógarsel í Breiðholti, Lækjar- götu í Hafnarfirði, Gagnveg í Graf- arvogi og Ægisíðu í Reykjavík. Forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur segir greiðslustöðuna þrönga Vonar að ekki komi til uppsagna JÓHANNES Pálmason, forstjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir að mæta þurfi rekstrarvanda spítalans, sem nemi 200-250 milljónum krgna, með aukinni hagræðingu og mark- vissari starfsemi á þeim deildum sem séu í rekstri þannig að til sem minnstrar skerðingar komi. Hann segir stöðugt leitað leiða til að leysa vandann en sagði ótímabært að tjá sig um ákveðnar tillögur. Þær verði lagðar fyrir stjórnarfund spítalans í næstu viku og þá muni verða tekin afstaða til þeirra. Jóhannes segir greiðslustöðu spít- alans afar þrönga en fullyrðingar um að ekkert hafi verið greitt und- anfarið nema laun og að spítalinn sé kominn í greiðsluþrot, séu orðum auknar. „Við eigum í rekstrarfjár- vanda og fyrir því hafa birgjar okk- ar fundið. Við höfum mætt miklum skilningi hjá þeim og vonum að þetta sé tímabundinn vandi sem við náum að vinna okkur út úr í samvinnu við alla aðila," sagði hann. Uppsagnir til umræðu Aðspurður um það hvort úrræði eins og uppsagnir yrðu til umræðu á umræddum stjórnarfundi sagði Jóhannes að svo yrði, eins og hvað annað. „Við höfum ekki enn þurft að grípa til uppsagna þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til hagræðingar í rekstri. Þótt maður óttist að til slíks geti komið þá vonar maður að svo verði ekki. I svona stóru fyrirtæki með jafnmörgum starfsmönnum er heilmikil hreyfing á fólki og maður gerir ráð fyrir að geta fært til fólk áður en farið er í uppsagnir. Hag- ræðing, sem felst í hugsanlegri sameiningu deilda og tilfærslu, mið- ar að því að auka hagkvæmni og að geta sinnt sama sjúklingafjölda og áður. Hvort allt gengur svo eft- ir, verður tíminn að leiða í ljós." Jóhannes leggur áherslu á að Borgarspitalinn sé ekki eini spítal- inn sem á í vanda. „Við verðum hins vegar að horfa í eigin barm og hagræða enn frekar. Við höfum verið með ýmsar hugmyndir uppi og gripið til aðgerða sem þegar hafa skilað árangri upp á 150 millj- ónir króna í hagræðingu og til- færslu. Við ætlum að reyna að halda áfram á þeirri braut." Kristján Erlendsson, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði að síðustu daga hefði verið unnið mjög stíft að því að leita leiða til að leysa eða létta vanda Sjúkrahúss Reykjavíkur, bæði í framkvæmda- stjórn þess og í ráðuneytinu, og um það væri full samvinna. Hann sagði ótímabært að tjá sig um þær tillög- ur sem um hefði verið rætt. Eftirköst kæru vegna sameiningarkosninga í Fljótsdal Hreppstjóri íhugar meið- yrðamál gegn oddvita Vaðbrckku. Morgunblaðið HÁKON Aðalsteinsson formaður kjörstjórnar og hreppsstjóri í Pljóts- dalshreppi, segir að líkur séu á að farið verði í meiðyrðamál vegna ummæla Hjartar E. Kjerúlf oddvita um að kjörstjórnin hafi breytt kjör- seðlum í kosningu um sameiningu þriggja hreppa í Norður-Múlasýslu. Hákon telur að þessi ummæli séu ásakanir um að kjörstjórn Fljótsdals- hrepps hafi gert aðför að lýðræðinu. Sameiningarkosningin var kærð og úrskurðuð ógild í vikunni vegna þess að tekið var gilt atkvæði manns sem ekki reyndist vera á kjörskrá. Hákon segir þennan úrskurð eðli- legan. Varðandi vörslu kjörgagna segir hann að farið hafi verið með kjörgögnin milli talninga samkvæmt venju.-en kominn sé tími til að endur- skoða það í framtíðinni hvernig farið sé með kjörgögn að kosningum lokn- um. Hákon segist ekki ætla að áfrýja úrskurðinum og tóku félagar hans í kjörstjórn Fljótsdalshrepps undir það. Hjörtur segist ekki hafa kynnt sér úrskurðinn út í hörgul en sé í sjálfu sér ánægður með hann og nú séu málin komin á hreint. Nú sé bara að vinna málstaðnum fylgi, það er að fella sameininguna ef komi til þess að kjósa aftur. Hjóftur segist muni leggja fram . bókun í sinni sveitastjórn um að ekki verði kosið aftur. Hann segir engin rök hafa komið fram um að sameining yrðj til hagsbóta fyrir sveitafélagið nema síður væri. Hann egir ennfremur að komi í ljós að sveitarfélagið hafi hagnað af sam- einingu þá verði hann fyrsti maður til að beygja sig í auðmýkt fyrir þeim útreikningum. Anna Bryndís Tryggyadóttir, einn kærenda telur úrskurðinn eðlilegan og sama sinnis er Jón Björnsson, sveitarstjórnarmaður í Fljótsdals- hreppi, og einn kærenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.