Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 9 FRETTIR Skálholts- hátíð um helgina SKÁLHOLTSHÁTÍÐ er að vanda haldin um Þorláksmessu á sumri. Hefst hún laugardaginn 20. júlí kl. 16 með tónleikum Skálholtshá- tíðarkórsins og erindi Stefáns Karlssonar um Skálholtsbækur frá miðöldum. Á þessum tónleikum verða flutt- ir kaflar úr hátíðarkantötum sem samdar voru fyrir Skálholtshátíð 1956. Kaflar úr kantötum Karls Ó. Runólfssonar og Sigurðar Þórðarsonar verða þarna fluttir í fyrsta sinn. í erindi sínu um Skálholtsbækur mun Stefán Karlsson meðal annars kynna handritsbrot það sem Árna- stofnun barst í vetur og talið er að ritað sé í Skálholti. Á samkomu um kvöldið kl. 20.30 verður kynnt það helsta sem verið er að framkvæmda í Skálholti og áfqrm um framtíðaruppbyggingu. I messu kl. 14 sunnudaginn 21. júlí syngur Skálholtshátíðakórinn undir stjórn Hilmars Arnar Agn- arssonar og séra Guðmundur Óli Olafsson prédikar. Á tónleikum kl. 16.30 mun strengjakvartett flytja verk Ha- ydns um „Sjö orð Krists á krossin- um". Leikið verður á upprunaleg hljóðfæri og er þetta í fyrsta sinn sem verkið er flutt hérlendis, segir í fréttatilkynningu. í lok þeirra tónleika mun biskup íslands flytja bæn og fararblessun. ? ? » Ætlaði að bjarga fjár- hagnum UNGUR maður hefur viðurkennt að hafa stolið myndbandstæki úr Valsheimilinu í vikunni. Hann hugðist koma því í verð til að bæta fjárhagsstöðuna. Maðurinn kom í Valsheimilið við annan mann og gerði stuttan stans. Talið er að hann hafi stung- ið tækinu í íþróttatösku sem hann hafði meðferðis. Starfsmaður Vals- heimilisins hafði orðið var við ferð- ir bifreiðar og náð númeri hennar og var talið að þar hefði þjófurinn verið á ferð. Bifreiðin fannst skömmu síðar mannlaus í miðbænum og var dregin á lögreglustöð. Maðurinn hafði samband við lögreglu vegna bílsins og viðurkenndi að hafa tek- ið tækið. Hann var búinn að láta það af hendi en tókst að ná því aftur og komst það í réttar hendur. Við yfirheyrslur kom í ljós að maðurinn var í miklum peninga- kröggum og ætlaði hann að selja tækið og bæta þannig fjárhags- stöðu sína. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur málið til meðferðar. ? ? ? Memtir hjólaþjófar handteknir LÖGREGLAN í Reykjavík flutti þrjá menn á lögreglustöð um fimm- leytið í fyrrinótt eftir að hafa stöðv- að þá á bíl við Bifreiðastöð ís- lands. Ökumaður bílsins var grun- aður um ölvun við akstur. Þá voru mennirnir grunaðir um að hafa tekið reiðhjól, sem þeir höfðu með- ferðis, ófrjálsri hendi við Bggerts- götu. FALLEG urriðaveiði úr Meðalfellsvatni. Beðið eftir rign- ingu á Vesturlandi ^SaHMfcMraw/y' l VEIÐI hefur verið góð í Langá á Mýrum og óvenju margir stórlax,- ar. Laxá í Dölum er aftur á móti orðin heldur vatnslítil og þar er takan treg. Stærsti laxinn sem veiðst hefur í Langá á Mýrum það sem af er sumri var 21,5 pund og að sögn Runólfs Ágústssonar, eins þriggja leigutaka árinnar, er mikið af stór- laxi í ánni og jöfn og góð veiði. Þó nokkrir 17, 18 og 19 punda fiskar hafa veiðst þar undanfarið og alls eru 663 laxar komnir á land, eða um 30-40 fiskar á dag. Veiðin er heldur meiri en um sama leyti í fyrra. „Laxinn er ekki í tökustuði þessa dagana. Það hefur ekki rignt lengi, en við kvörtum þó enn ekki undan vatnsleysi í ánni," segir Runólfur. Veitt er á tólf stangir í Langá og nú er þar blandaður hópur Is- ERU ÞEIR AÐ FÁ'ANN? lendinga, Bandaríkjamanna og Spánverja og mikið fjör. Þeir síð- astnefndu veiða helst á maðk, að sögn Runólfs. Við Laxá í Dölum bíða allir eft- ir rigningu, bæði laxar og veiði- menn. Kristinn Gunnarsson, leið- sögumaður, segir að veiðin sé ekki mikil sem stendur, en hins vegar sé talsvert af fiski, hann taki bara ekki fyrir vatnsleysi. Úr ánni eru komnir 166 fiskar, mest ársgamall lax. Sá stóri ligg- ur ennþá niðri í sjó, að sögn Krist- ins. Húsavíkurdagar um helgina HUSVIKINGAR gera sér daga- mun um helgina og verður ýmis- legt þar á dagskrá fyrir bæjarbúa og gesti. Meðal annars verður söguganga um bæinn, bíla- og tækjasýning á vegum björgunarsveitarinnar og slökkviliðsins og aflraunakeppni. A sunnudag verður^helgistund upp við Botnsvatn en þar var messað á hverju sumri fyrr á öldinni. Mess- að er hjá stórum steini sem nefnd- ur var „kirkjan". Þýskur stúlkna- kór syngur við athöfnina. Sunnudagurinn er jafnframt landgræðsludagur og gróðursett verður í Aðaldalshrauni vestan við flugvöllinn. Þar verður boðið upp á pylsur og leikur verður skipu- lagður fyrir börn á öllum aldri. „Náttfatapartý" Laugavegi 4, sími 55 I 4473 Gagnrýrii - DV 9.júlí Ekta fín sumar- skemmtun. Gagnrýni - Mbl ó.júlí Ég hvet sem flesta að verða ekki af þessari sumarskemmtun. Laugard. 20. júlí kl. 20. ðrfá sæti laus. Fös. 26. júlí kl, 20. ðrfá sæti laus. Fim, 1. ágúst kl. 20 / $'£&# Komdu of þú ÞORIR!!! Frumsýning föstudaginn 19. júlí, • » uppselt i 7 Lau. 27. iúh' kl. 20 Loft bsUMi Miðasala í síma 552 3000. Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 102 milljonir Vikuna 11.-17. júlí voru samtals 101.721.027 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staöur Upphæö kr. 13. júlí Háspenna, Laugavegi. 890.735 13.júlí Videomarkaðurinn, Kóp..... 134.185 15. júlí Feiti dvergurinn. 15. júlí Háspenna, Hafnarstræti. 16. júlí Kringlukráin. 125.133 202.441 188.415 Staða Gullpottsins 17. júlí, kl. 23.00 var 12.337.500 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir i 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar tll þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.