Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 13 VIÐSKIPTI Sydney. Reuter. METRO-Goldwyn-Mayer kvik- myndaverið í Hollywood hefur verið selt áströlsku sjónvarpsneti og bandarískum auðmanni fyrir 1.3 milljarða dollara. Seven Network í Ástralíu mun eiga helming hlutabréfa í kvik- myndaverinu og fær jafnmarga fulltrúa í stjórn þess og milljarða- mæringurinn Kirk Kerkorian, sem leggur til helminginn af fjármagn- inu að sögn stjórnarformanns Se- ven, Kerry Stokes. Núverandi stjórn kvikmynda- versins undir forystu Franks Manc- uso verður meðal hinna nýju eig- enda þess. í ráði er að gefa út ný hlutabréf eftir þrjú til fimm ár. Nýjar kvikmyndir eins og The Franska ríkið lætur af hlutverki sínu í Hollywood París. Reuter. MEÐ því að selja kvikmyndaverið Metro-Goldwyn-Mayer samtökum, sem njóta stuðnings bandaríska milljarðamæringsins Kirk Kerkor- ian, fyrir 1.3 milljarða Bandaríkja- dala hefur franska ríkið látið af einkennilegu hlutverki sínu sem eigandi eins frægasta kvikmynda- vers heims. Ríkisrekið eignarhaldsfyrirtæki í Frakklandi hefur samþykkt að selja kvikmyndaverið P&F Acquisition Corp, bandarísku fyrirtæki stjórn- arformanns MGM-versins, Frank Mancuso, og samstarfsaðila hans, Tracinda-fyrirtækis Kerkorians og Seven Network í Ástralíu. Franska stjórnin stofnaði eignar- haldsfyrirtækið Consortium de Réalisation (CDR) í fyrra til að selja eignir hins bágstadda ríkisbanka Crédit Lyonnais. Með því var reynt að bjarga bankanum, sem færzt hafði fram á barm gjaldþrots vegna stóraukinna umsvifa. Crédit Lyonnais hefur ekkert vilj- að segja um söluna annað en það að með henni verði „kaflaskil." CDR segir að samningurinn eigi enn eft- ir að hljóta samþykki einkavæðing- arnefndar frönsku ríkisstjórnarinn- ar og telur að það muni gerast í septemberbyrjun. Vildi tvo milljarða Auk 1.3 milljarðanna fengust 306 milljónir dollara fyrir bíókeðju MGM fyrir skömmu. Hermt er að CDR hafi gert sér vonir um að fá 2 milljarða dollara fyrir kvikmynda- verið. En sagt er að franska ríkið fái töluvert meira en hún hefði fengið ef kvikmyndaverið hefði verið selt fyrr. „Sú stefna að reyna að endur- reisa verið í stað þess að losna við það virðist hafa heppnazt," sagði heimildamaður Reuters. „Svo hefði getað farið að ekkert hefði fengizt." Positron Sterkir línuskautar • 3 kraftsmellur • 72 mm hjól • Bremsa • Heilsteyptur skór • St. 35 47 Q OQft Stgr. kr. ?.?SfU FÁLKINN Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670. Þarabakka 3, simi 567 0100. MGM-verið selt fyrir milljarð doUara Birdcage og James Bond myndin GuIIauga hafa gengið vel og hlut- deild versins á bandarískum mark- aði hefur aukizt í 7,6% í ár úr 1,7% 1993. Ekki hæsta boðið Samkvæmt upplýsingum Seven gerir MGM ráð fyrir að rekstrar- hagnaður nemi 148.7 milljónum dollara 1996 og Stokes spáir því að MGM muni skila „mjög miklum" hagnaði eftir tvö ár. News Corp fyrirtæki Ruperts Murdochs, sem á Fox kvikmynda- verið og 15% í Seven Network, mun hafa boðið einn milljarð Bandaríkja- dala í MGM. Boð það sem gengið var að var frá sameignarfyrirtæki er kallast P&F Acquisition og það var ekki með hæsta boðið. Talið er að Pol- ygram NV, sem er deild í Philips, hafi boðið betur. „Að lokum var okkar tilboð talið hagstæðast," sagði Stokes, sem hafði augastað á kvikmyndasafni MGM. Kerkorian, sem hefur átt MGM í tvígang, fyrst 1981, sagði að nú- verandi stjórn fengi að starfa óhindruð. Kerkorian seldi kvikmyndaverið ítalska fjármálamanninum, Gianc- arlo Parretti árið 1990 fyrir 1,3 milljarða dollara, sem hann fékk frá bankanum Crédit Lyonnais. Par- retti varð hins vegar gjaldþrota árið 1992 og tók þá bankinn við kvikmyndaverinu. Þegar fjárhags- vandi Crédit Lyonnais jókst, tók CDR, eignarhaldsfyrirtæki í eigu franska ríkisins, við kvikmyndaver- inu. Parretti bíður þess nú að verða framseldur frá Bandaríkjunum til Frakklands, þar sem hann verður ákærður fyrir fjársvik, þjófnað og fjárdrátt. í fyrst* síwii! í dag klukkan 13 kemur á markaðinn nýslátrað, ófrosið lambakjöt í fyrsta sinn ______og fæst það eingöngu______ í matvöruverslun Hagkaups í Kringlunni. Hér er um takmarkað magn að ræða en upp úr næstu mánaðamótum tekur gildi samningur Hagkaups og bænda. Frá þeim tíma og fram yfir miðjan desember mun Hagkaup bjóða nýslátrað og ófrosið lambakjöt í öllum verslunum sínum. ¦ H^Kímp er í ýamrbroMi | ¦ weí alU ýerskvörvt. ¦ I fvt ý*rí f§A eKkí ftrsUral!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.