Morgunblaðið - 19.07.1996, Page 13

Morgunblaðið - 19.07.1996, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 13 Sydney. Reuter. METRO-Goldwyn-Mayer kvik- myndaverið í Hollywood hefur verið selt áströlsku sjónvarpsneti og bandarískum auðmanni fyrir 1.3 milljarða dollara. Seven Network í Ástralíu mun eiga helming hlutabréfa í kvik- myndaverinu og fær jafnmarga fulltrúa í stjórn þess og milljarða- mæringurinn Kirk Kerkorian, sem leggur til helminginn af fjármagn- inu að sögn stjómarformanns Se- ven, Kerry Stokes. Núverandi stjórn kvikmynda- versins undir forystu Franks Manc- uso verður meðal hinna nýju eig- enda þess. í ráði er að gefa út ný hlutabréf eftir þijú til fimm ár. Nýjar kvikmyndir eins og The Franska ríkið lætur af hlutverki sínu í Hollywood París. Reuter. MEÐ því að selja kvikmyndaverið Metro-Goldwyn-Mayer samtökum, sem njóta stuðnings bandaríska milljarðamæringsins Kirk Kerkor- ian, fyrir 1.3 milljarða Bandaríkja- dala hefur franska ríkið látið af einkennilegu hlutverki sínu sem eigandi eins frægasta kvikmynda- vers heims. Ríkisrekið eignarhaldsfyrirtæki í Frakklandi hefur samþykkt að selja kvikmyndaverið P&F Acquisition Corp, bandarísku fyrirtæki stjórn- arformanns MGM-versins, Frank Mancuso, og samstarfsaðila hans, Tracinda-fyrirtækis Kerkorians og Seven Network í Ástralíu. Franska stjómin stofnaði eignar- haldsfyrirtækið Consortium de Réalisation (CDR) í fyrra til að selja eignir hins bágstadda ríkisbanka Crédit Lyonnais. Með því var reynt að bjarga bankanum, sem færzt hafði fram á barm gjaldþrots vegna stóraukinna umsvifa. Crédit Lyonnais hefur ekkert vilj- að segja um söluna annað en það að með henni verði „kaflaskil.“ CDR segir að samningurinn eigi enn eft- ir að hljóta samþykki einkavæðing- arnefndar frönsku ríkisstjórnarinn- ar og telur að það muni gerast í septemberbyijun. Vildi tvo miHjarða Auk 1.3 milljarðanna fengust 306 milljónir dollara fyrir bíókeðju MGM fyrir skömmu. Hermt er að CDR hafi gert sér vonir um að fá 2 milljarða dollara fyrir kvikmynda- verið. En sagt er að franska ríkið fái töluvert meira en hún hefði fengið ef kvikmyndaverið hefði verið selt fyrr. „Sú stefna að reyna að endur- reisa verið í stað þess að losna við það virðist hafa heppnazt,“ sagði heimildamaður Reuters. „Svo hefði getað farið að ekkert hefði fengizt." 1&éj/j.WWF Pasiinm Sterkir línuskautar • 3 kraftsmellur • 72 mm hjól • Bremsa • Heilsteyptur skór • St. 35-47 Q Stgr. kr. jf ■ FÁLKIN N Suðurlandsbraut 8, sími 581 4670. Þarabakka 3, sími 567 0100. _________VIÐSKIPTI_____ MGM-verið selt fyrir milljarð doUara Birdcage og James Bond myndin Gullauga hafa gengið vel og hlut- deild versins á bandarískum mark- aði hefur aukizt í 7,6% í ár úr 1,7% 1993. Ekki hæsta boðið Samkvæmt upplýsingum Seven gerir MGM ráð fyrir að rekstrar- hagnaður nemi 148.7 milljónum dollara 1996 og Stokes spáir því að MGM muni skila „mjög miklum" hagnaði eftir tvö ár. News Corp fyrirtæki Ruperts Murdochs, sem á Fox kvikmynda- verið og 15% í Seven Network, mun hafa boðið einn milljarð Bandaríkja- dala í MGM. Boð það sem gengið var að var frá sameignarfyrirtæki er kallast P&F Acquisition og það var ekki með hæsta boðið. Talið er að Pol- ygram NV, sem er deild í Philips, hafi boðið betur. „Að lokum var okkar tilboð talið hagstæðast," sagði Stokes, sem hafði augastað á kvikmyndasafni MGM. Kerkorian, sem hefur átt MGM í tvígang, fyrst 1981, sagði að nú- verandi stjórn fengi að starfa óhindruð. Kerkorian seldi kvikmyndaverið ítalska fjármálamanninum, Gianc- arlo Parretti árið 1990 fyrir 1,3 milljarða dollara, sem hann fékk frá bankanum Crédit Lyonnais. Par- retti varð hins vegar gjaldþrota árið 1992 og tók þá bankinn við kvikmyndaverinu. Þegar fjárhags- vandi Crédit Lyonnais jókst, tók CDR, eignarhaldsfyrirtæki í eigu franska ríkisins, við kvikmyndaver- inu. Parretti bíður þess nú að verða framseldur frá Bandaríkjunum til Frakklands, þar sem hann verður ákærður fýrir fjársvik, þjófnað og fjárdrátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.