Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 12
I ' 12 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 f i_____________________________________ VIÐSKIPTI Afkoma Jöklaferða batnaði á síðasta ári þrátt fyrir hallarekstur Fimm milljóna tapá rekstri Suðursveit. Morgunblaðið. RÖSKLEGA 5 milljóna króna tap varð hjá Jöklaferðum hf. á Höfn í Hornafirði á síðasta ári samanbor- ið við um 12 milljóna tap á árinu 1994. Varð afkoma félagsins um 5 milljónum lakari en áætlað var, þrátt fyrir 15% fjölgun gesta milli ára. Þetta kom fram á aðalfundi Jöklaferða, sem haldinn var nýlega í skála félagsins, Jöklaseli við Þor- móðshnútu á Sultartungujökli (Skálafellsjökli). Jöklaferðir sérhæfa sig í skipu- lagningu ferða með innlenda og erlenda ferðamenn á Vatnajökul ásamt því að reka tjaldstæði og umboðsskrifstofu á Höfn. Hluthaf- ar eru íjölmargir en stærstir eru Byggðastofnun, Flugleiðir hf., Austurleiðir hf. og Sigurður Ólafs- son hf. Starfsmenn eru að jafnaði 25 talsins yfir sumartímann en fjórir á veturna. Nam nettóvelta fyrirtækisins um 60 milljónum á árinu 1995. Morgunblaðið/Einar Jónsson JÖKLAFERÐIR reka m.a. vélsleðaleigu á Vatnajökli. Tekjutap vegna lélegs aðflugsbúnaðar Tryggvi Árnason framkvæmda- stjóri Jöklaferða sagði í samtali við Morgunblaðið, að rekstur félagsins hefði lagast verulega á síðasta ári og hafi hagnaður fyrir afskriftir og ijármagnskostnað numið tæp- lega 9 milljónum. Tvær skýringar séu á því að áætlanir um afkomu hafi ekki gengið eftir á árinu. „í fyrsta lagi urðum við fyrir töiu- verðum tekjumissi vegna þess að óvenjulega mikið var um það að flug félli niður til Hornafjarðar. Þetta stafar af því að aðflugsbún- aður á flugvellinum er mjög bág- borinn. Við höfum þrýst á stjórn- völd um úrbætur á þessum búnaði en án árangurs. Síðast í dag urðum við fyrir verulegu tekjutapi þegar vél frá Flugleiðum gat ekki lent vegna hins lélega búnaðar. Þetta er fjórði hópurinn sem við missum af í ár af þessari ástæðu og nemur tekjutap fyrirtækisins og Flugleiða samtals um 5 milljónum á árinu. í öðru lagi féllu út hópferðir skóla vegna verkfalls kennara í fyrravor. Tekjutapið nam um 5-6 milljónum á síðasta ári vegna þess- ara tveggja þátta.“ Tryggvi kvaðst hinsvegar vera bjartsýnn á reksturinn á þessu ári þrátt fyrir þessa erfiðleika í flugi til Hornaijarðar. Umsvifin í rekstr- inum það sem af er sumri væru þau mestu frá upphafi og stefnt að því að fyrirtækið skilaði hagn- aði á árinu. Heiidareignir voru 65 milljónir í lok ársins 1995 en skuldir 51 milljón, þannig að eigið fé var um 14 milljónir. Lífleg viðskipti á hlutabréfamarkaði í gær Hlutabréf íMarel lækka HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI vorú lífleg í gær og námu heildarvið- skipti dagsins tæpum 62 milljónum króna. Engu að síður lækkaði hlutabréfavísitala lítillega, eða um 0,1%. Mest viðskipti áttu sér stað með hlutabréf í Vinnslustöðinni, sam- tals að söluvirði rúmlega 15,5 millj- ónir króna. Lokagengi bréfanna var 1,85 sem er nánast óbreytt frá því á miðvikudag. Mikil viðskipti áttu sér einnig stað með hlutabréf í Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda í gær, en eins og fram kemur í frétt hér á síðunni hefst hlutafjárútboð í félaginu í dag. Lokagengi bréfanna var 3,4 sem er tæplega 5% hækkun frá því á miðvikudag. Mesta lækkunin varð hins vegar á hlutabréfum í Marel, eftir miklar hækkanir undangenginna mánaða. Gengi bréfanna lækkaði um 9% og endaði í 13,0 en hafði staðið hæst í 14,30. Svipast um eftir nýjum tækifærum Svo virtist hins vegar sem íjár- festar væru að Ieita að nýjum fjár- festingartækifærum á markaðnum í gær eftir miklar hækkanir á hlutabréfum í fjölmörgum félögum á undanförnum vikum og mánuð- um. Þannig áttu sér stað viðskipti með hlutabréf í Softís og Vaka, en hlutabréf þessara fyrirtækja hafa ekki verið áberandi í viðskipt- um á verðbréfamarkaði upp á síð- kastið. Raunar varð talsverð hækkun á gengi hlutabréfa í Softís, gengi bréfanna í viðskiptum í gær var 7,25 en síðustu viðskipti voru skráð á genginu 4,50 í lok mars á þessu ári. Gengi bréfanna hækk- aði því um 61%. Hins vegar var um fyrstu viðskipti með hlutabréf í Vaka að ræða og voru þau á genginu 3,0. TILKYNNING UM ÚTBOÐ MARKAÐSVERÐBREFA SÍF hf. HLUTABRÉFAÚTBOÐ Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 122.000.000.- kr. Sölugengi til forkaupsréttarhafa: 3,10 Forkaupsréttartímabil: 19. júlí - 9. ágúst 1996 Gjalddagi hlutabréfa í forkaupsrétti: 26. ágúst 1996 Almennt sölutímabil: 12. - 26. ágúst 1996, sölugengi 3,30 Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Gögn vegna útboðsins verða send hluthöfum í SIF hf. í pósti. Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá SIF hf. og Landsbréfúm hf. sIe 1» SÖLUSAMBAND ÍSLENKRA PISKFRAMLEIÐENDA HF. LANDSBREF HF. - Ksth.Átlttu Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILIAÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS. MORGUNBLAÐIÐ I SIF býður út 122 milljóna hlutafé Hagnaður 48 milljónir á fyrsta ársfjórðungi SÖLUSAMBAND íslenskra fisk- framleiðenda hf. (SÍF) býður í dag út nýtt hlutafé að nafnvirði 122 milljónir króna. Hluthafar hafa forkaupsrétt að bréfunum eða geta framselt sinn rétt fram til 9. ágúst, en þá verða óseld bréf boðin á almennum markaði. Gengi bréfanna verður 3,1 á forkaups- réttartímabilinu, en 3,3 að því loknu. Söluandvirði útboðsins verður því a.m.k. 378 milljónir. Meginstarfsemi SIF er fólgin í viðskiptum með saltfiskafurðir. Félagið hefur haft um 55-65% markaðshlutdeild frá því einka- leyfi þess til útflutnings var af- numið 1. janúar 1993. Tilgangur hlutafjárútboðsins er að afla fjármagns til fjárfestinga féiagsins og styrkja eiginljárstöðu þess. Um er að ræða fjárfestingar bæði hérlendis og erlendis, sem eru nauðsynlegar til frekari upp- byggingar á þjónustu, framleiðslu og markaðsstarfi SIF með það að markmiði að renna enn frekari stoðum undir sterka stöðu félags- ins og framtíðararðsemi þess, eins og segir í útboðslýsingu. í sumar fjárfestingarnar hefur þegar verið ráðist, bæði á síðasta ári og þessu ári. Þar má nefna byggingu um 2 þúsund tonna kæligeymslu í Frakklandi, aukn- ingu hlutafjár í NOR-MAR a.s. í Noregi, dótturfyrirtæki SÍF hf. og kaup á 40% hlut í breska fyrirtæk- inu Icebrit Ltd. NOR-MAR a.s. var stofnað í ársbyijun 1996 og tók þá við starf- semi SÍF Unioa a.s. Fyrirtækið kaupir saltfisk af norskum fram- leiðendum og selur á hefðbundna saltfiskmarkaði. Icebrit Ltd. í Grimsby stundar viðskipti með ferskan fisk og heilfrystan físk. Af öðrum fjárfestingum, sem eru fyrirhugaðar, má nefna bygg- ingu birgðastöðvar í Hafnarfirði og ijárfestingar í markaðsstarfi á Spáni á vegum dótturfélagsins Union Islandia sa. Góðar horfur í rekstri Þá kemur fram að afkoma SÍF hafi verið jákvæð undanfarin ár, en hagnaður sl. árs nam alls um 169 milljónum. Fyrstu þrjá mán- uði ársins nam hagnaður félagsins alls um 48 milljónum, en eigið fé var í lok mars sl. um 870 mijljónir. Horfur um rekstur SÍF og dótturfélaga eru sagðar góðar á árinu 1996 í útboðslýsingu og gert er ráð fyrir að hagnaður af rekstri samstæðunnar verði svip- aður og í fyrra. Hefur útflutningur SÍF verið heldur meiri fyrstu sex mánuði ársins en á árinu 1995. Hlutabréf í SÍF voru seld fyrir alls um 14 miiljónir á Opna tilboðs- markaðnum í gær. Gengi þeirra fór hækkandi og var við lokun markaða 3,45. Stærstu hluthafar féiagsins eru nú Fjárfestingarfélagið Skandia hf. með um 6% hlut, Bjarni Sig- hvatsson með 4,85% hlut og Salt- fiskframleiðendur með 4,01%. Lykiltölur úr rekstri 1994-96 Upphæðir í milljónum króna Rekstraryfirlit 1.1-31.3 1996 1995 1994 Rekstrartekjur 1.567 3.805 3.350 Rekstrargjöld 1.521 3.683 3.202 Rekstrarhagnaður 46 122 148 Fjármagnsliðir nettó 24 58ii: 82 35 Hagnaður fyrir skatta 70 204 183 Tekju- og eignaskattar (22) (50) (32) Hagn. af rekstri dótturfél. 0 15 13 Hagnaður ársins Efnahagsyfiriit 48 31.3.96 169 31.12.95 164 31.12.94 Veltufjármunir 2.906 2.227 1.879 Fastafjármunir Í£ 661 651 572 ) Eigniralls 3.568 2.878 2.451 Skammtímaskuldir 2.520 1.876 1.616 Langtimaskuldir 177 175 153 Eigið fé 870 827 ú ■ 682 Skuldir og eigið fé alls 3.568 2.878 2.451 ti,:: 'TT:. Eiginfjárhlutfall 24,4% 28,7% 27,8% Sjóðsstreymisyfirlit 1.1-31.3.96 Tf iHS; Veltufé frá rekstri 55 185 | 175 Handbært fé frá rekstri 71 : 91 193 Fjárfestingar (8) (72) | (116) Fjármögnun (12) 39 | (51) Breyting á handbæru fé 51 (20) 26 Athugasemd vegna bjórtalna í TÖFLU í viðskiptablaði í gær yfir bjórmarkaðinn kom fram að hlutdeild Ölgerðarinnar Egils Skal- lagrímssonar hf. hefði verið 32,9% fyrstu sex mánuði þessa árs. I þessa tölu vantaði sölu á tveimur tegundum sem fyrirtækið flytur inn. Hið rétta er að markaðshlut- deild fyrirtækisins var 33,4% á > l t i I I » I I I i i i i tímabilinu. Þá skal það áréttað sem áður hefur komið fram að minni hlutdeild Egils gulls-bjórs stafar af því að fyrirtækið hefur skipt út þessari tegund á allmörgum veitingastöðum fyrir Tuborg-bjór. Hlutdeild Egils Gulls hefur ekkert minnkað í verslunum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. i i i f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.