Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR i i Vangaveltur um heilsufar Borísar Jeltsins glæðast á ný Gat ekki hitt A1 Gore I ; ‘ I . - I ! 1 i i 1 í;;; H ! ! ‘ ■ I I H 5 ; I . n i ' i '• ; ijiHil-ii I i I •! • 111i ■ I ■ 1 i:i' lj ' , Moskvu. Retitrr. i BORIS Jeltsln, Rússlandsforeeti, frestafli á aíðustu stundu fundi sem i i 1 hann átti að eiga með A1 Gore, j I, . , ., I j varaforeeta Bandarikjanna, I gær. j | i H i |1! i • ,., ;U:!ti !'.l ! ! i I ! I I ; :í i! Hann lagði sig aðeins hr. A1 Gore. Fyrirhuguð íbúðabyggð á lóðinm nr. 1-5 við Kirkjusand Engar ákvarðanir fyrr en öll gögn liggja fyrir ENGAR ákvarðanir hafa verið teknar af borgaryfirvöldum um það að veita byggingarleyfi fyrir tiltekinni gerð Mðarhúsa á lóðinni nr. 1-5 við Kirkjusand og engar ákvarðanir verða teknar um málið fyrr en öll gögn málsins liggja fyrir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Reykjavíkur- borg sendi frá sér síðdegis í gær. Þar kemur fram að á fundi skipu- lagsnefndar 25. mars síðastliðinn hafi einróma verið samþykkt tillaga frá arkitekt nýs eiganda lóðarinnar, Ár- mannsfelli hf., að nýju deiliskipulagi reitsins miðað við breytta landnotkun frá því sem gert var ráð fyrir í aðal- skipulagi Reykjavíkur. Skipulags- nefnd hafí gert fyrirvara um að við- hafðar yrðu nauðsynlegar sértækar aðgerðir vegna hljóðvistar við bygg- ingu íbúðarhúsnæðisins. Samþykkt skipulagsnefndar hafi byggst á fram- lögðu bréfi sem undirritað var af arki- tektinum óg sérfræðingi frá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins þess efnis að hægt væri að uppíylla kröfur um hljóðvist samkvæmt meng- unar- og byggingarreglugerðum, og borgarráð hafi samþykkt að auglýsa þessa deiliskipulagstillögu 7. maí síð- astliðinn. Óskað eftir áliti Þá segir í fréttatilkynningunni að Borgarskipulag hafí að gefnu tilefni óskað eftir áliti fleiri aðila og bygg- ingaraðilinn einnig. í ítarlegri skýrslu frá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins komi fram að sé miðað við endurbyggingarsvæði samkvæmt mengunarreglugerð sem gildi tók um síðustu áramót sé hljóðvist innan til- skilinna marka og staðfesti álit ann- arra það, en sé hins vegar miðað við nýbyggingarsvæði sé erfítt að upp- fylla tilskyldar kröfur. Skiptar skoð- anir séu um það hjá sérfræðingum hvort skilgreina eigi umrætt svæði sem endurbyggingarsvæði eða sem nýbyggingarsvæði, en þetta atriði gæti þó ráðið úrslitum við afgreiðslu málsins. Ekki heimild til að hefja byggingarf ramk væmdir „Sérfræðingar Reykjavíkurborgar eru með málið í skoðun og jafnframt er af hálfu Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins og Hollustu- vemdar verið að fara yfir gögn sem lúta að útreikningum á hljóðstigi vegna umferðar. Af þessu má ráða að ekki liggja fyrir endanlegar niður- stöður um það hvort áformaðar bygg- ingar standist ákvæði í reglum um byggingarmál eða standist þær kröfur sem gerðar eru til hljóðvistar í nýjum húsum,“ segir í fréttatilkynningunni, og tekið er fram að endanleg ákvörð- un borgaryfirvalda muni byggjast á faglegu mati, en Skipulagsstjóm rík- isins og umhverfísráðherra þurfi að staðfesta breytta landnotkun og nýtt deiliskipulag. í fréttatilkynningunni er tekið fram að jarðvegsframkvæmdir verði að fara fram á umræddri lóð óháð því hvað byggt verður á lóðinni. Bygging- arfulltrúi Reykjavlkurborgar hafi fengið samþykki borgarstjóra til að heimila lóðareiganda, Ármannsfelli hf., að heíja jarðvegsframkvæmdir 4. júní sl. þótt ekki væri útranninn auglýstur frestur til þess að koma á framfæri athugasemdum við fyrir- hugaða landnotkunarbreytingu og breytingu á deiluskipulagi. „Tekið skal fram að í leyfí þessu felst ekki heimild til að hefja bygging- arframkvæmdir. í samkomulagi sem gert var við lóðareiganda og undirrit- að er af forstjóra Ármannsfells hf. og byggingarfulltrúanum í Reykjavík segi m.a.: „graftrarleyfí innifelur ekki skuldbindingu af hálfu Reykjavíkur- borgar um byggingarleyfí eða frekari framkvæmdir á lóðinni fyrr en skipu- lags- og byggingamefnarþætti máls- ins er lokið og jafnframt að Ármanns- fell hf. á enga kröfu á hendur Reykja- víkurborg vegna útgáfu graftrarleyfís þótt fyrirtækinu verði synjað um byggingarleyfí eða breytingar gerðar frá núverandi deiliskipulagstillögu.““ * Arekstur á Yestur- landsvegi TVEIR bílar lentu í árekstri á Vesturlandsvegi á móti Bifreiða- skoðun íslands rétt fyrir klukkan ellefu í gærmorgun. Annar bíllinn fór út af veginum og hafnaði á brunnloki. Samkvæmt upplýsingum lögreglu slasaðist enginn í óhappinu, en talsverðar skemmdir urðu á bílunum. Morgunblaðið/Ásdís Uppbygging á Vífilsstaðavelli Golf æ vinsælla hjá almenning’i Gunnlaugur Sigurðsson OLFKLÚBBUR I -jr Kópavogs og Garðabæjar var stofnaður þann 24. mars 1994 er Golfklúbbur Kópa- vogs og Golfklúbbur Garða- bæjar sameinuðust um níu hola völl við Vífílsstaði, en þar hafði Golfklúbbur Garðabæjar rekið völl um nokkurra ára skeið. For- maður klúbbsins er Gunn- laugur Sigurðsson. Um síð- ustu helgi vígði klúbburinn níu holur til viðbótar, sem hannaðar voru af sænska golfvallahönnuðinum Jan Sederholm, en hann hefur teiknað á annað hundrað golfvelli í Evrópu. Við vígsl- una kom fram í ávörpum forseta bæjarstjórna Kópa- vogs og Garðabæjar að sveitarfélög sem vilja kalla sig íþróttabæi verði að stuðla að uppbyggingu á íþrótta- aðstöðu svo að þar geti átt sér stað öflugt starf fyrir unglinga bæjanna. Það er jafnframt fyrir- byggjandi starf sem heldur krökk- unum við efnið þegar stigið er yfir þann þröskuld sem uriglings- árin eru. Gunnlaugur Sigurðsson segir að stækkun vallarins komi sér einnig vel vegna mikils iðk- endatjölda. „Það var ákveðið þeg- ar menn byrjuðu að spila hér á túnunum að láta teikna hér alvöru 18 holu völl og á sínum tíma ákvað stjórnin að fá til þess þekktan sænskan golfvallahönnuð, Jan Sederholrn, og mönnum leist vel á teikninguna sem hann skilaði. Síðan var ráðist í þessar fram- kvæmdir. Við erum búnir með níu braut- ir samkvæmt teikningu Seder- holms og höfum nú áform um að breyta þeim velli sem við höfum spilað á í samræmi við teikningu hans. En meðan á breytingunum stendur getum við alltaf leikið 18 holur. Breytingunum verður hag- að þannig. Frá og með opnunar- deginum, 13. júií, er hér átján hola golfvöllur og verður svo áfram. Við höfum gert samning við sveitarstjórnir Kópavogs og Garðabæjar um fjármögnun þess- ara framkvæmda - breytinga á gamla vellinum. Sá samningur var undirritaður 13. júlí, á opnunar- deginum. Þá er eftir fjórði áfang- inn í þessum framkvæmdum okk- ar. Það eru níu holur í viðbót í landi Kópavogs sem nefnist Leir- dalur. Jan Sederholm mun taka til við á næstunni að teikna þann völl og við áformum að hefja framkvæmdir við þær brautir árið 2003 eða þar um bil. Þá verðum við með 27 hola völl að því loknu. Nú erum við þegar með sex par 3 holur á svæði hér meðfram Reykja- nesbrautinni, sem er reyndar ætlað undir annað. Þann- ig að það er ekki framtíðarsvæði golfvallarins." - Var klúbburínn stofnaður með 18 hola völl í huga? „Já, klúbburinn var stofnaður árið 1994 þegar Golfklúbbar Kópavogs og Garðabæjar samein- uðust og við miðum við það ártal þó að báðir klúbbarnir hafi verið starfræktir áður. Teikningarnar að þessum 18 hola velli lágu fyrir þegar sameiningin átti sér stað og þá var einnig sú hugmynd til staðar að bæta við níu holum í landi Kópavogs. Við teljum að það sé eðlilegt að miða við 27 holur á þessu svæði vegna þess að ► GUNNLAUGUR Sigurðsson fæddist á Siglufirði 20. septem- ber árið 1939. Hann er nú skólastjóri Garðaskóla í Garðabæ og gegnir for- mennsku í Golfklúbbi Kópa- vogs og Garðabæjar, sem vígði nýjan hluta vallar síns um síð- ustu helgi. Gunnlaugur er kvæntur Gunnlaugu Jakobs- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þau heita Klara Björg, Ingi- björg og Sigurður. bæði sveitarfélögin, sem eru nokkuð fjölmenn, standa að þess- um velli. Það eru sennilega u.þ.b. 25.000 manns sem búa í Kópa- vogi og Garðabæ. - Er ekki miklu dýrara að reka 18 hola völl heldur en gömlu níu holurnar? „Jú, það er eðlilega dýrara að reka 18 hola völl heldur en níu holur. Þó er það að vissu leyti ódýrara. Við getum haft mun fleiri félaga og tiltölulega meiri hag- kvæmni í rekstrinum. Við vitum að golfvöllur á að vera 18 holur og það hlýtur að vera markmið þeirra sem mögulega geta að koma upp 18 hola velli. En við ákveðnar aðstæður verða menn að láta sér nægja níu holur. Sér- staklega vegna fólksfæðar.“ - Hver eru framtíðarmarkmið klúbbsins? „Það er að vinna skipulega að því að ljúka þeim framkvæmdum sem hafnar hafa verið, stuðla að eflingu íþróttarinnar á meðal íbúa bæjanna, koma upp öflugu ungi- ingastarfi sem tryggir framtíð klúbbsins og að vera á meðal bestu klúbba landsins. Við eigum auðvitað nokkuð í land með það en við eigum nú þegar góða kylfinga. Við eig- um einn í unglinga- landsliði, Ottó Sigurðs- son og við eigum fleiri unglinga sem fylgja fast á hæla honum. Síðan eigum við mjög frambæri- lega kylfinga eins og Ivar Hauks- son, sem er frábær íþróttamaður." - Hver telur þú vera einkenni nýja hluta vallarins? „Það er vandasamt að leika hann. Það þarf að vera nákvæmur og menn þurfa að leika þarna golf af skynsemi. Um leið og menn fara að leika þarna kæru- leysislega er þeim refsað harð- lega. Sumir vellir leyfa manni kæruleysi en hér verða vötnin og grasið utan brauta dýrkeypt þannig að hér dugar ekkert annað en að leika af skynsemi." Verður að leika af skynsemi á vellinum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.