Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 11 LANDIÐ t t 4- Endurbygg- ing á merku mannvirki á Sauðanesi Þórshöfn - Mikil breyting hefur orðið á gamla prestsbústaðnum á Sauðanesi á Langanesi, en end- urbygging hans er nú langt kom- in. Þetta merka hús var byggt árið 1879 og lét sr. Vigfús Sig- urðsson byggja það. Steinsmiður- inn sem byggði húsið hét Sveinn Brynjólfsson. Núna er húsið á vegum húsfriðunarnefndar Þjóð- minjasafnsins og núverandi arki- tekt hússins er Guðmundur L. Hafsteinsson. Húsið verður opið almenningi næstu helgi, á 150 ára verslunar- afmæli Þórshafnar, og þá mun Aðalsteinn Maríusson, múrara- meistari frá Sauðarkróki, fræða fólk um sögu hússins og bygging- arlag, en endurbygging þess hef- ur verið undir hans stjórn. Að- stoðarmenn hans hafa verið Björn Ottósson, múrari frá Sauð- arkróki ásamt Lýði Oddssyni og Jónasi Pálssyni. Þessi fallega bygging er Aðalsteini afar hug- leikin og er fróðlegt að hlýða á frásögn hans af sögu hússins svo eflaust leggja margir leið sína þangað um helgina. Húsið var orðið mjög illa farið en búið var í því til ársins 1958, síðan hefur það staðið autt. Húsið var mikið mannvirki á sínum tíma og var hleðslugrjótíð í það flutt um langan veg, bæði úr Hallgils- staðanipa og Brekknafjalli og að því að talið er einnig austan úr Prestlækjabotnum í Hlíðólfsfjalli. Viðgerð á útveggjum hússins hófst árið 1992 og er ytra útlit hússins nú komið i upprunalegt horf en innanstokks er mikið eft- ir. Þjóðminjasafnið á húsið og hefur fjármagnað viðgerð ásamt heimamönnum en Héraðsnefnd N-Þingeyjarsýslu leggur árleg framlög í húsið. Sjálfboðaliðum þakkað Að sögn Aðalsteins Maríusson- ar eiga sjálfboðaliðar heima fyrir þakkir skildar fyrir vinnufram- lög og ábúendur Sauðaness, Dagný Marinósdóttir og Agúst Guðröðarson, hafa þar mikið til lagl, en burðarbitana í húsið sag- aði Ágúst og lagði til mikið timb- ur. Slíkur hugur frá heimamönn- um er ómetanlegur, sagði Aðal- steinn, en hópur sjálfboðaliða var mættur undir hans stjórn þegar fréttaritara bar að garði með myndavélina. Verið var að hreinsa til í kringum húsið, en búið er að rífa innviði þess og því dágóður haugur af timburr- usli og öðru sem til fellur við við- gerð og endurbyggingu. I húsnefnd er áhugasamt fólk, en það eru Kristín Kristíánsdóttir og Reinhard Reynisson í Þórs- hafnarhreppi, Ingunn St. Svav- arsdóttir á Kópaskeri, Steingrím- ur J. Sigfússon frá Gunnarsstöð- um og múrarameistarinn Aðal- steinn Maríusson frá Sauð- árkróki. Hugmyndir nefndarinn- ar eru að þar verði byggðasafn með áherslu á sögu Langaness- ins, en einnig gæti húsið verið notað sem móttökuhús. Þar mætti jafnvel mætti hugsa sér aðsetur fyrir fræðimenn til lengri eða skemmri tíma, að sögn Reinhards Reynissonar. Hann sagði ennfremur að húsið væri kjöriim viðkomustaður ferðamanna sem leið sína leggja út á Langanesið og þar yrðu fá- anlegar upplýsingar um nesið og annað sem ferðamenn lysti að vita. Þetta myndarlega hús býður því upp á marga möguleika sem ekki eru enn fullmótaðir, sagði Reinhard. Síðustu tveir prestar sem bjuggu í gamla prestssetrinu voru sr. Þórður Oddgeirsson og þar næst sr. Ingimar Ingimarsson. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir SJÁLFBOÐALIÐAR við hreinsunarstarf á lóð gamla hússins ásamt Aðalsteini Maríussyni, múrarameistara. AFKOMENDUR sr. Þórðar Oddgeirssonar sem þarna bjó - þrír ættliðir. Þórður R. Þórðarson, sonarsonarsonur hans, Gyða Þórðar- dóttir, dóttír hans og Þórður Þórðarson, sonarsonur hans. M*\ útsaUn er kort*títfi*l>íl. HAGKAUP fVrtrfiSlsf&kiim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.