Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Iltagittifrlafrífe STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTAKOG FRUMKVÆÐI FRAMTAK húnvetnskra sauðfjárbænda, sem hafa byrjað samstarf við Hagkaup hf. um að bjóða ferskt dilka- kjöt mun lengri tíma ársins en tíðkazt hefur, er enn eitt dæmið um að bændur víða um land og í ýmsum búgreinum eru að reyna að brjótast úr viðjum miðstýrðs og úrelts fyrirkomulags í landbúnaði. í viðtali við Eyjólf Gunnarsson, formann Félags sauðfjár- bænda í Vestur-Húnavatnssýslu, kemur fram að í stað þess að láta dilkakjötið safnast upp í frystigeymslum til að bíða útsölu, hafi bændur ákveðið að gera eitthvað til að auka söluna á kjötinu og leitað til Hagkaups. Nú er ætlunin að lengja sláturtíðina um allt að fjóra mánuði; byrja í upphafi júlí og ljúka henni ekki fyrr en í annarri viku desember. Bændurnir fara framhjá hefðbundnum milliliðum í land- búnaðarkerfinu og selja beint til Hagkaups. „Við komumst framhjá þeim óþarfa milliliðum sem hafa verið í ferli kjöts- ins og bóndinn fær meira í sinn vasa en ella," segir Eyjólfur. Hann bendir á að Hagkaup sé í samkeppni við aðrar verzlanir — í Morgunblaðinu í dag er frétt um að Nóatún bjóði nú nýtt dilkakjöt frá Hvanneyri — og geti því ekki selt kjötið á hærra verði en ella. Með því að minnka milli- liðakostnaðinn sé hins vegar hægt að umbuna bændum fyrir þá fyrirhöfn, sem fylgir því að lengja sláturtímabilið. Hér fara hagsmunir bænda og neytenda saman, enda segir Eyjólfur: „Ég lít svo á að við höfum ekki leyfi til að vera í einhverju gömlu fari ... Það er skylda okkar að fara að óskum neytenda. Ef þeir vilja ferskt kjöt þá eigum við að haga rekstri okkar þannig að hægt sé að bjóða upp á það." Húnvetnskir bændur sýna hér lofsvert frumkvæði og framtak, sem ætti að geta orðið öðrum til eftirbreytni, ekki sízt ef samstarfið við Hagkaup gengur vel og neytend- ur verða ánægðir. Bein sala afurða bænda til kaupmanna er án efa það, sem koma skal. Það má jafnvel búast við að einstök býli eða byggðarlög geti skapað framleiðslu sinni nafn vegna ferskleika og annarra gæða. Einstaklings- framtakið gæti umbreytt íslenzkum búvörumarkaði á skemmri tíma en margur heldur. ÚTBOÐ Á GSM- SÍMAKERFI IVIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins í gær var skýrt frá því, að leyfi til reksturs annars GSM-símakerfis yrði væntanlega boðið út í haust. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum samgönguráðherra má búast við að nýtt GSM-kerfi taki til starfa í ársbyrjun 1998 í samkeppni við Póst og síma. Nú þegar liggja fyrir í samgönguráðuneytinu nokkrar umsóknir um rekstur slíks kerfis. Ummæli Sigurgeirs Sigurgeirssonar, deildarstjóra í sam- gönguráðuneytinu benda til þess að ríkisvaldið hyggist bjóða leyfi til reksturs annars GSM-kerfis út og úthluta því hæstbjóðanda. Því ber að fagna. Það er nánast óhugs- andi að samgönguráðuneytið geti tekið að sér að velja einn aðila úr hópi umsækjenda. Þegar um takmarkaða auðlind er að ræða eins og leyfi til reksturs annars GSM- símakerfis í landinu er eðlilegt að valið á milli nokkurra umsækjenda fari fram með útboði. Slíkt útboð skapar einnig mikilvægt fordæmi í sam- bandi við úthlutun á öðrum gæðum eins og t.d. sjónvarps- rásum. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á, að það er nán- ast fáránlegt að ríkisvaldið, sem umsjónaraðili almanna- hagsmuna úthluti slíkum rásum endurgjaldslaust. Með ein- um eða Öðrum hætti er eðlilegt að þeir sem fá úthlutað þeim takmörkuðu gæðum, sem sjónvarpsrásir eru greiði fyrir afnot af þeim í almannasjóð. Vonandi verður útboðið á GSM-leyfinu til þess að opna augu manna almennt fyrir þessari augljósu staðreynd. . Þar fyrir utan er löngu tímabært að Póstur og sími standi frammi fyrir samkeppni á þessu sviði. Það er lofsvert hvað þessi opinbera stofnun er fljót til að taka upp og byggja upp nýja fjarskiptatækni hér á landi. Sá kostnaður, sem lagður er á neytendur í þessu sambandi er hins vegar mikill eins og notendur GSM-síma þekkja. Samkeppni á þessu sviði mun áreiðanlega leiða í ljós, að þessa þjónustu er hægt að veita á lægra verði. FLUGSLYSIÐ í NEW YORK Mikil sprenging þotan steyptist í h New York. Reuter. BOEING 747 þota banda- ríska flugfélagsins Trans World Airlines (TWA) fórst skömmu eftir flug- tak frá Kennedy-flugvelli í New York í Bandaríkjunum rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma. Vélin var á leið til Parísar. Um borð í vélinni voru 229 manns og síðdegis í gær hafði enginn þeirra fundist á lífi. Að sögn sjónarvotta varð mikil sprenging í vélinni og síðan steypt- ist hún í hafið á innan við mínútu. Samkvæmt upplýsingum banda- rísku strandgæslunnar kom brak vélarinnar niður 112 km austur af New-York borg. Fulltrúar alríkis- lögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) sögðu í gærmorgun að of snemmt væri að segja til um hver orsök slyssins hefði verið, og ekk- ert benti til að um hermdarverk hefði verið að ræða. Bilun ekki talin koma til greina Háttsettur lögreglumaður hjá hafnaryfirvöldum í New York og New Jersey, sem hafa umsjón með Kennedy-flugvelli, tjáði fréttastofu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS að embættismenn hefðu grun um að skemmdarverk hefði verið unnið, og teldu ekki koma til greina að bilun hefði orðið í vélinni. Talsmaður Öryggisráðs sam- göngumála í Bandaríkjunum (NTSB) nefndi í viðtali við sjón- varpsstöðina CNN í gærmorgun, að þegar þotur hafi farist með þess- um hætti hafi yfirleitt verið um skemmdarverk að ræða. Rannsóknarmenn frá FBI og lög- reglunni í New York-borg, sérþjálf- aðir í baráttu við hermdarverka- menn, auk liðsmanna Öryggisráðs samgöngumála og annarra sér- sveitamanna hófust handa við rann- sókn á orsökum slyssins í gær. í tilkynningu frá TWA sagði að um borð í vélinni hefðu verið 212 farþegar og 17 manna áhöfn. Að sögn bandaríska flugmálaeftirlits- ins (FAA) hvarf þotan af ratsjá flugumferðarstjóra þegar klukkuna vantaði 12 mínútur í eitt (að ís- lenskum tíma) aðfaranótt gærdags- ins. Eins og tvær halastjörmir Sjónarvottar lýstu því hvernig flugvélin hafi virst brotna í tvennt og springa í eldhnetti. „Ég sá tvo stóra, appelsínugula eldhnetti. Þeir voru eins og halastjörnur sem fóru beina leið í [hafið]," sagði starfs- maður Flugferðaeftirlits New York, sem var á flugi og sá sprenginguna úr um 16 km fjarlægð. Leitað var á um 12 ferkílómetra svæði í sjónum, sem er 36 metra djúpur þar sem þotan kom niður. í gærmorgun höfðu leitarmenn fund- ið 73 lík, sum hver illa brunnin, auk líkamsleifa og braks úr flugvélinni, fljótandi í sjónum. Eldur logaði í eldsneyti og braki í sjónum. Veður og sjólag var gott á slysstað í gær- morgun, en lítil von var talin um að nokkur fyndist á lífí. BOEING 747 flugvél Trans World Airways á flugvellinum í Aþenu í gær, áður en flogið var til New York. Samskonar flugvél félags- ins fórst eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í fyrrinótt. Vélin skoðuð skömmu áður en hún fórst Aþenu, Seattle, París, New York. Reuter. BOEING 747-100 þota Trans World Airlines, sem fórst skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt, var skoðuð í Aþenu í Grikklandi áður en hún kom til Kennedy-flugvallar, en þar lenti hún þrem tímum áður en hún hóf ferðina sem fara átti til Parísar. Ný áhöfn tók við vélinni í New York. Að sögn fulltrúa gríska loftferða- eftirlitsins hafði þotan fimm tíma viðdvöl á Aþenuflugvelli, og hafði verið skoðuð gaumgæfilega í örygg- isskyni áður en hún fór þaðan. Bandarískir sérfræðingar athug- uðu aðstæður á flugvellinum í Aþenu í apríl síðastliðnum, og að því loknu felldu þeir úr gildi aðvörun til far- þega um að öryggisráðstafanir á vellinum stæðust ekki alþjóðlegar kröfur. Vélin var knúin fjórum hreyflum af gerðinni Pratt & Whitney. Hún var fyrst í eigu bandaríska flugfé- lagsins Eastern Airlines, en komst í eigu Trans World Airlines (TWA) þegar rekstri Eastern var hætt og var rekin af því félagi þar til hún fórst. Þotan var smíðuð árið 1971 og var ein elsta flugvél þessarar tegundar sem enn var í notkun í farþegaflugi, að sögn fulltrúa Boeing-verksmiðj- anna í Seattle í Bandaríkjunum. Verkfræðingar frá Boeing og Pratt & Whitney eru meðal þeirra sem vinna að rannsókn á orsökum slyss- ins. 747-100 tekur um 360 farþega, og var fyrsta gerðin sem framleidd var af þessari breiðþotu, sem er stærsta farþegaflugvél sem notuð er í heiminum. Hún var fyrst tekin í notkun 1970 og hafa alls 1082 Bo- eing 747 þotur verið afhentar. FLUGSLYSIÐ í BAN Enginn virðist hafa komist lífs af þeg flugfélagsins TWA, á leið frá New York flugtak í fyrrinótt. Um borð @17.júlí Flugvélin kom tll New York frá Aþenu í Grikklandi <§)18.júlí Skömmu fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma virðist hafa orðið sprenging um borð, skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í New York. TWA,F Boeing ? New York Kennedy flugvöllurinn Flugvélin virtist brotna tvennt og falla loganc íAtlantshafii w ^^ "-:-._ ¦¦¦\^W||4*' ¦¦ &L^. :.i k « lir^l *¦ ;..;¦¦¦¦ -/MJI ¦ ¦¦¦¦¦¦ •;¦ jfc\ '-' ¦ '';\-SpMHpq^HE| ¦ "¦¦¦¦íi^H V', 'fl m ¦ "' ¦¦:::¦¦¦¦'¦¦¦¦ ¦ ^5 AÐSTANDENDUR farþega, sem voru með þotunni sem f órst í fyrrinótt, komu á Gharles de Gaulle-flugvöll í París, til þess að leita fregna af slysinu. Voru margir grátandi og voru þeir fluttir afsíðis þar sem læknar komu þeim til aðstoðar. Útvarps- stöð í París greindi frá því, að á meðal þeirra sem komu á flug- völlinn hefðu verið asísk lijón sem höfðu átt von á börnum sínum tveim með flugvélinni. Flug- vallarstarfsmenn fylgdu hjónun- um irf sög aðl rúii Pei um +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.