Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 27 MINNINGAR GUÐJONA BENEDIKTSDÓTTIR + Guðjóna Bene- diktsdóttir fædd- ist í Bensahúsi að Gerðalandi í Garði 25. nóvember 1909. Hún lést í Arnarholti á Kjalarnesi 2. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar Guðjónu voru Benedikt Sæmunds- son formaður og skipstjóri á Haffr- úimi, f. 6. febrúar 1870, d. 16. júní 1914, og Hansína Marie Sentsius Karlsdóttir, f. 17. maí 1873, d. 24. nóv- ember 1958. Systkini Guðjónu voru sjö, fjögur alsystkini og þrjú hálfsystkini. Eftirlifandi bróðir hennar er Njáll Benediktsson framkvst., f. 16. júlí 1912, en hin systkinin er nú öll látin. Hinn 8. febrúar 1930 giftist Guðjóna Jóni Z. Guðmundssyni málmsteypumeistara, f. 10. jan- úar 1907, d. 8. júlí 1972. Þau skildu 1943. Börn Guðjónu og Jóns eru: 1) Guðrún Soffía, f. 9. september 1928, fv. sauma- kona við saumastofu Borgarspít- alans, var gift Henning Back- mann og eiga þau tvö börn, en sambýlismaður hennar er Bjarni Sigurðsson frá Geysi í Hauka- dal. 2) Haukur Geirmundur, f. 8. febrúar 1931, rennismiður í Reykjavík og starfsmaður ál- versins í Straumsvík, kvæntur Erlu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn. 3) Soffía Guðrún, f. 8. mars 1933, sjúkraliði í Reykja- vík, gift Sigurjóni Ingasyni frá Vaðnesi í Grímsnesi og eiga þau sex börn. 4) Guðlaug Dagmar, f. 7. október 1936, vinnur við hjúkrunarstörf á Skjóli í Reykja- vík, gift Helga Guð- jónssyni og eiga þau fimm börn. 5) Guð- mundur Hafsteinn, f. 13. júlí 1942, d. 2. júní 1986, lásasmið- ur í Reykjavík, og átti hann fjögur börn. Hinn 31. desember 1948 giftist Guðjóna Jakobi Einarssyni garðyrkjubónda á Norður-Reykjum, f. 18. mars 1898, d. 11. maí 1981. Börn Guð- jónu og Jakobs eru: 1) Einar Ingi, f. 8. júní 1948, verkfræðingur á Norð- ur-Reylgum. 2) Rúnar, f. 4. maí 1950, verkstjóri á Norður-Reykj- um, kvæntur Helgu Rósu Ragn- arsdóttur og eiga þau þrjú börn. Guðjóna ólst upp að Gaukstöð- um í Garði, en flulti síðan til Hafnarfjarðar, þar sem hún m.a. dvaldist að Kóngsgerði ásamt Garðari bróður sínum. Hún fór snemma að vinna og stundaði ýmis störf, var m.a. í fiskvinnslu og vann á Vifilsstaðahælinu. Eft- ir að hún giftist Jóni Guðmunds- syni, stofnuðu þau nýbýlið Teig- skóg í Gufudalssveit 1931. Þau fluttu síðan til Reykjavíkur 1940, þar sem Guðjóna starfaði við Elli- og hjúkrunarheimilið Grund. Hún var einnig ráðskona um skeið og varð síðan húsfreyja að Norður-Reykjum í Mosfells- sveit, þar sem hún hefur átt heima síðan. Arið 1966 hóf hún stöH' við umönnun á Reykjalundi og vann þar til 1976, er hún hætti stöfum fyrir aldurs sakir. Útfðr Guðjónu fer fram frá Mosfellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta bhmd. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elskuleg amma mín, Guðjóna Benediktsdóttir, Norður-Reykjum, hefur nú gengið lífsins veg. Minn- ingarnar eru margar um ljúfa konu. Amma var af íslensku aldamóta- kynslóðinni og þekkti því tímana tvenna. Hún þekkti fátækt og kröpp kjör en vildi þó alla tíð miðla öðrum af gjöfulu hjarta sínu. Hún hefur lifað hraða þróun mannlífsins og verið þátttakandi í sigrum og ósigr- um. Hún var hagleikskona í höndun- um og hafði gaman af að búa til muni til að gefa. Dúkurinn undir jólatréð, pokinn fyir jólapóstinn og svo mætti lengi telja - efalaust prýða hlutirnir hennar ömmu mörg heimili. Ekki má gleyma gróðurhús- unum - litla sælureitnum hennar, þar sem hún ræktaði aðallega tóm- ata og agúrkur en einnig blóm og vínber. Ofarlega í huga æskuminning- anna eru heimsóknirnar til ömmu í sveitina. Þegar foreldrar mínir með allan barnahópinn komu í hlað- ið á Norður-Reykjum stóð amma oftar en ekki úti og tók á móti okkur eða hún veifaði okkur neðan frá gróðurhúsunum. Þetta voru miklar ánægjustundir, sem alltaf var beðið eftir með tilhlökkun. Ég var svo lánsöm að njóta hand- leiðslu hennar sumarlangt - fyrsta sumarið mitt í „alvöru"vinnu og kynntist henni betur á þeim tíma. Þá varð hún ekki bara amma, held- ur einnig manneskja með væntingar og J)rár. Eg var á 16. ári og hafði fengið vinnu við ræstingar á Reykjalundi. Þá var gott að fá að vera í litla kvistherberginu á Norður-Reykjum. í góðu veðri gekk ég eftir hitaveitu- stokknum yfir dalinn upp að Reykja- lundi. Að vinnudegi loknum gekk hún ósjaldan á móti mér og sagði mér þá margar sögur frá því hún var ung og upplifði gleði og sorg, eins og oft vill verða á lífsleiðinni. Ég minnist þess hve gaman hún hafði af því að punta sig upp. Mér fannst amma alltaf vera svo fín, gjarnan í hvítri blússu með fallega nælu í hálsinn. Þannig var hún svo oft klædd og þurfti ekki endilega til þess veislur eða mannamót. Einnig setti hún gjarnan upp fín- ofna hvíta hanska og var þá sem „punkturinn væri kominn yfir i-ið". Amma var orðin þreytt og farin að heilsu hin síðustu ár og hvíldin var henni því kærkomin. Hvað er fegurra en fá að hverfa inn í sumar- blíðuna frá öllum þjáningum og þreytu. Elsku Guðjóna amma, þakka þér kærleiksarf þinn og umhyggju, blessun Guðs fylgi þér. Ingibjörg Sigurjónsdóttir. JOHANNA OLAFSDOTTIR T Jóhanna Ólafs- dóttir fæddist í Geirakoti í Fróðár- hreppi, 15. maí 1923. Hún lést 8. júlí síðastliðinn í Reykjavik. Foreldr- ar hennar voru Ólafur Gíslason og Ólöf Einarsdóttir. Fóstursonur henn- ar er Reynir Björg- vinsson. Útför Jóhönnu fór fram frá Ás- kirkju 15. júlí. Með nokkrum orðum vil ég fá að minnast Hönnu eins og hún var ávallt kölluð, en andlát hennar bar mjög skyndilega að. Hana hef ég þekkt frá því að ég fyrst man eftir mér, en hún bjó ásamt systur sinni Línu í sama húsi og amma mín Lára heitin. Það voru ófá skiptin Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld ! úrvinnslu. Senda má greinar til blojsins á netfang þess Mbl@centrum.is ^1». nánari upplýsingar þar um má lesa á heimesíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd ^reina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við mtijf lfnu- bil og hæfilega línuleng — eða 2.200 si£;r. Höfundar eru beðnir að hafa sktrnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. sem ég labbaði niður til þeirra systra og spjallaði við þær en Hanna var einstaklega barngóð manneskja og hafði alltaf tíma til að hlusta á mann, þó að maður væri ennþá ungur að árum. Og þó að amma hefði farið á Hafnarbúðir fyrir 3 árum, þá heilsaði ég jafnan upp á þær syst- ur þegar ég átti leið um í hverfinu. Hanna hafði ýmis- legt fyrir stafni og þar á meðal var hún mikið fyrir blóm og garðrækt og ber garðurinn hennar þess vel merki hversu lagin hún var í höndunum. Hanna var ávallt einstaklega góðhjörtuð og blíð manneskja og henni verður aldrei nógu vel þakk- að hve góð hún var við ömmu mína, þó að hún væri sjálf ekki svo góð til heilsunnar, þá gaf hún sér samt tíma til að fara upp til hennar og spjalla við hana. Og ég veit að heimsóknir hennar styttu ömmu mikið stundirnar, enda beið hún Hönnu jafnan með mikilli óþreyju. Vil ég ásamt móður minni Sig- rúnu Theresu þakka Hönnu fyrir alla hennar vináttu og elsku sem hún sýndi okkur og ömmu Láru ætíð í gegnum árin. Ég veit að nú tekur erfiður tími við hjá Línu og Baldvini sem bjuggu með henni og fóstursyni hennar Reyni og viljum við votta þeim alla okkar samúð og jafnframt öllum hennar ættingjum og vinum. „Þó ég sé látinn harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert ykkar tár snertir mig og kvelur þó látinn mig haldið. En þegar þér hlæið og syng- ið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur og ég, þó látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu." (Ókunnur höf- undur). Karen Linda Einarsdóttir. HAALEITIS APÓTEK Háaleitisbraut 68 VESTURBÆJAR APÓTEK Melhaga 20-22 eru opin til kl. 22 Næturafgreiðslu eftir kl. 22 annast Háaleitísapótek SIGURÐUR HJARTARSON + Sigurður Hjart- arson, múrari í Reykjavík, var fædd- ur í Auðsholtshjá- leigu í Olfusi 12. apn'l 1926. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Eir í Reykjavík 9. júli síðastliðinn. Sigurður var sonur hjónanna Hjartar Sigurðssonar bónda i Auðsholtshjáleigu, f. 4. janúar 1898 í Holti í Ölfusi, d. 19. júní 1981, og konu hans Jóhönnu Ástu Hannesdóttur, f. 7. júní 1898 í Stóru-Sandvík í Flóa, d. 4. júlí 1966. Systkini Sigurðar eru Hannes Guðmundsson, sjó- maður í Hafnarfirði, f. 1919, d. 1983; Guðmundur bóndi í Græn- hól í Ölfusi, f. 1925; Jón Ástvald- ur vörubifreiðastjóri á Selfossi, f. 1928; Rósanna húsmóðir á Sel- fossi, f. 1930; Astríður húsmóðir í Keflavík, f. 1932; Steindór Starfsmaður Landsbanka íslands í Reykjavík, f. 1936, og Jónina húsmóðir í Reykjavík, f. 1942. Hinn 12. júlí 1952 kvæntist Sig- urður Freyju Þorsteinsdóttur frá Hamri í Svarfaðardal í Eyja- firði, fædd þar 9. ágúst 1916, dáin 7. jan. 1990 og bjuggu þau alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru: 1) Kristrún Júlíana, f. 30. sept. 1950, kennari á Hauganesi við Eyjafjörð, maður hennar er Hilmir Sigurðsson útgerðarmað- ur og eiga þau þrjú börn, Guðrúuu, Freyju og Trausta Sigurð. 2) Hjörtur, f. 21. jan. 1953, húsasmiður á Akur- eyri, kona hans er Sigrún Stefánsdótt- ir húsmóðir, börn þeirra eru fjögur, Sigurður, Kristrún Sigríður, Katrín María og Stefán Þór. 3) Þorsteinn Óli sölu- og markaðs- stjóri í Reykjavík, f. 9. jan. 1957, kona hans er Ingileif Sigfúsdóttir hjúkrunarfræðing- ur og eiga þau fjögur börn, Arn- ar, Bjarka, Arna Frey og Rakel. Sigurður var 17 ára þegar hann gerðist vinnumaður á Víf- ilsstöðum, en árið 1944 var byggt nýtt íbúðarhús úr steini á föðurleifð hans og tók hann að sér að múra það undir leiðsögn Kjartans Ólafssonar múrara- meistara í Reykjavík, sem síðar kom honum í iðnnám hjá Einari Sveinssyni múrarameistara hjá Almenna byggingafélaginu i Reykjavík og starfaði hann við þá iðn alla tíð meðan heilsa ent- ist. Minningarathöfn um Sigurð fór fram í Fossvogskapellu mánudaginn 15. júlí síðastliðinn. Útfbr hans fer fram frá Dalvík- urkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Sigurður, eða Siggi eins og hann var kailaður, lést eftir erfiða sjúkra- legu síðustu ár. Það var ótrúlega erfitt fyrir okkur sem næst stóðum að sjá þennan stóra og sterka mann fara eins og hann fór, síðustu ár smám saman verða meir og meir ósjálfbjarga. Það var aðdáunarvert hvað Siggi sinnti konu sinni vel í hennar veik- indum. Við sem utar stóðum gerðum okkur ekki grein fyrir að hann var væntanlega orðinn sjúkur sjálfur á þeim tíma, en eftir dauða Freyju fór þetta að koma í ljós. Þegar ég tengdist fjölskyldu Sigga, þá var hann að byggja í Hvassaleiti hús sem hann bjó í þangað til sjúkrahúsvist tók við. Það var ótrúlegt þrek sem hann hafði, vann erfiða vinnu í múrverki á daginn í uppmælingu og byggði síðan eigið hús í hjáverkum. í gegnum tíðina taldi hann ekki eftir sér að hjálpa vinum og kunn- ingjum við hin ýmsu verk á kvöldin og um helgar. Mér er minnisstætt þegar við hjónin vorum að byggja. Þá var það oft þegar ég kom út á morgnana, þá stóðst þú fyrir utan og sagðir: „Ég er búinn að þessu lítilræði sem þú varst að orða um daginn, ég vaknaði snemma svo það var best að ljúka þessu áður en é& færi í vinnu." Það var einkenni Sigga, eins og systkina hans, ótrúleg vinnusemi og mikil afköst, án þess að nein læti eða bægslagangur fylgdi. Ofáir voru þeir sem nutu húsa- skjóls og fæðis hjá þeim hjónum á námsárum sínum, þar á meðal ég. Þó voru mest áberandi ættingjar Freyju frá Dalvík, sem margir dvöldu hjá þeim á sínum námsárum. Siggi minn, það var veruleg hlýja sem ætíð stafaði frá þér. í veikindum þínum kvartaðir þú aldrei, það var eins og þú teldir sjálfsagt að taka því æðrulaust sem að höndum bar. Það var sama þó þú gætir ekki tjáð þig undir lokin. Þá sá maður bregða fyrir brosi ef svo bar undir þegar' maður talaði við þig. Hlýju og traustu handtaki hélst þú alveg fram til síðustu stundar. Það er erfitt fyr- ir okkur hjón að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn. Við sendum ykkur aðstandendum fyllstu samúðar- kveðjur okkar. Gísli Erlendsson, Jónina Hjartardóttir. + Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, JH |é|£L^ .íÉMáfeMft amma, langamma og langalangamma. ¦ . L «¦*'¦ Wt: SOFFÍA SÍMONARDÓTTIR frá Selfossi, ' verður jarðsungin frá Selfosskirkju laug- ardaginn 20. júlí kl. 10.30. ¦-..-». ¦ f-yrir hönd aðstandenda, ¦^. •- Friðrik Friðriksson. + Föðurbróðir minn, GUÐJÓN ÓLAFUR AUÐUNSSON frá Svínhaga, verður jarðsunginn frá Skarðskirkju laugardaginn 20. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Auðunn Ágústsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.