Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Ræða hverjir megi njósna CIA vill geta not- að blaðamenn Washington. Reuter. JOHN Deutch, yfirmaður banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, sagði fyrir Bandaríkjaþingi á miðvikudag að hann gæti ekki útilokað að not- ast yrði við blaðamenn eða starfs- menn kirkjunnar við njósnir væru líf Bandaríkjamanna í húfi. Þetta er nýjasta innleggið í óvenju opna umræðu um hverja CIA megi nota til njósna. Deutch sagði að tæki leyniþjónustan ákvörðun um að fá menn úr áður- nefndum hópum til að stunda njósnir yrði Bandaríkjaforseti, varaforsetinn og öryggismálaráð- gjafinn látinn vita. CIA útilokaði notkun blaða- manna til njósna eða að njósnarar stofnunarinnar þættust vera blaða- menn árið 1977 með þeirri undan- tekningu þó að yfirmaður CIA megivíkja frá reglunni liggi mikið við. Á þetta einnig við um kirkju- starfsmenn og sjálfboðaliða í hinum svokölluðu Friðarsveitum (Peace Corps), sem veita ungum Banda- ríkjamönnum tækifæri til að stunda hjálparstarf erlendis. Deutch kvaðst ekki hafa séð ástæðu til að gera undantekningu frá þessari reglu frá því hann varð yfirmaður CIA árið 1995 og bætti við að hann hefði ekki í hyggju að gera það. Nokkrar undantekningar á 20árum Robert Gates, sem var yfirmaður CIA frá 1991 til 1993 sagði að aðeins hefðu verið gerðar nokkrar undantekningar á undanförnum 20 árum og hefði mikið legið við. Blaðamenn geta oft komist í tæri við menn, sem beita öllum brögðum til að hylja slóð sína fyrir njósnurum og útsendurum leyni- þjónusta. Einnig geta prestar unnið trúnað umfram aðra. Kirkjur og blaðamannasamtök hafa skorað á Deutch að leyfa eng- ar undantekningar á þeirri for- sendu að það eitt að grípa megi til þeirra geri að verkum að sums stað- ar falli grunur á alla blaðamenn og kirkjunnar menn um að vera útsendarar CIA. Þessi staða geti stefnt fulltrúum hvors tveggja í lífshættu. Allir nema einn lifðu af brotlendingu Reuter MEXIKOSKUR hermaður og björgunarmenn bera ferðamann sem slasaðist er Twin Otter sjó- flugvél brotlenti 40 metra frá flugbrautarenda í Playa del Carmen í Mexíkó i gær. Einn farþeganna, Þjóðverji, fórst en 18 aðrir, sem um borð voru, kom- ust lífs af. Slösuðust 13 þeirra, þ. ám. flugmennirnir tveir. Slys- staðurinn er 75 km suður af ferðamannabænum Cancun. Bandaríkjaþing Umskipti í fátækrahjálp Washinjjton. Reuter. FULLTRÚADEILD bandaríska þingsins samþykkti í gær mestu breytingar á fátækrahjálp í landinu síðan á fjórða áratugnum. Atkvæði féllu 256-170 en repú- blikanar hafa meirihluta í deildinni. Öldungadeildin hóf í gær að ræða lagasetningu um breytingar á vel- ferðarlðggjöfínni. „Fólk í [fátækrahverfum] stór- borga um allt landið fær greiddar miklar fjárhæðir fyrir að gera ekki neitt við líf sitt, fyrir að vinna ekki, fyrir að eignast börn í Iausaleik," sagði þingmaðurinn Clay Shaw frá Flórida. Akall um baráttu gegn gróðurhúsaáhrifum Genf. Reuter. ÁKALL margra helztu iðnríkja heims um baráttu gegn upphitun lofthjúps jarðar með því að draga úr brennslu olíu og gass hlaut í gær víðtækan stuðning á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um veðurfars- breytingar. Ráðstefnunni lauk í Genf í gær. Ákallið var hluti yfírlýsingar, sem studd var meðal annars af Bandaríkunum og Evrópusamband- inu (ESB), um að vinna beri að samkomulagi fyrir lok næsta árs, sem fæli í sér lagalega bindandi markmið til að minnka magn koltví- ildis sem dælt er út í andrúmsloft- ið. Hið mikla magn koltvíildis og fleiri efna sem losna út í andrúms- loftið við brennslu kola og olíu ber meginþunga ábyrgðarinnar á gróð- urhúsaáhrifunum svokölluðu. Umhverfísverndarsinnar fögn- uðu ákallinu, sem þeir álíta vera skref í rétta átt í nauðsynlegri bar- áttu gegn rísandi hitastigi í heimin- um, en olíuframleiðslulönd, með Sádí-Arabíu í broddi fylkingar, voru ekki hrifin. Fulltrúar frá fleiri en 150 löndum samþykktu að áskorunin yrði bókuð í fundargerð ráðstefnunnar. Ekki reyndist mögulegt að fá hana bind- andi samþykkta, þar sem slíkt krefst einróma samþykkis. Það var þó aðeins fulltrúi einnar þjóðar sem lét strax bóka fyrirvara við ákall- inu. Umhverfismálaráðherra Ástra- líu, sem er mesta kolaútflutnings- land heims, sagðist ekki geta sætt sig við þau mengunarmörk sem ákallið gerði ráð fyrir að sett yrðu á kolabrennslu. Barði mann sinn fyr- ir rétti ALBANI, sem krafist hafði skilnaðar frá konu sinni, varð fyrir því að umrædd kona barði hann svo hann missti rænuna frammi fyrir dómara, að því er albanska blaðið Republika greindi frá í fyrra- dag. Maðurinn hafði sótt um skilnað á þeim forsendum að konan hans hefði barið hann ítrekað þau tvö ár sem hjóna- bandið hafði staðið. Hjónin komu fyrir dómara í gær vegna málsins, og skipti eng- um togum að konan réðist á hann. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Þegar maðurinn komst til meðvitundar á sjúkrahúsinu voru honum borin þau tíð- indi, að dómarinn hefði ákveðið án frekari umsvifa að hjónabandið skyldi ógilt. Þýzkaland og Austurríki Vilja stækkun ESB til austurs hið fyrsta t/ Vín, Bonn. Reuter. HELM'UT Kohl, kanzlari Þýzka- lands, og Hans Vranitzky, kanzlari Austurríkis, leggja áherzlu á að það sé forgangsverkefni ríkis- stjórna þeirra og Evrópusam- þandsins að veita ríkjum Austur- Evrópu aðild að ESB sem fyrst. Kohl er nú í opinberri heimsókn í Austurríki. Kohl sagði á blaðamannafundi í Vín að það væri siðferðileg skylda Þýzkalands að vinna að auknum samruna í Evrópu og stækkun Evrópusambandsins til austurs. „Það væru söguleg landráð ef við sættum okkur við sameiningu Þýzkalands, en leituðumst ekki við að sameina Evrópu," sagði kanzl- arinn. Vranitzky sagði að þau ríki, sem helzt kæmu til greina í fyrstu stækkun ESB til austurs, væru Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ung- verjaland og Slóvenía. Kohl sagði að aðild Póllands væri Þjóðverjum einkar mikilvæg af sögulegum ástæðum, en síðari heimsstyrjöldin hófst með innrás þýzkra herja í Pólland og innlimaði Hitler stóran hluta landsins í Þýzkaland. Kohl gagnrýndi hins vegar stjórnvöld í Slóvakíu og sagði að stjórnmála- þróunin þar í landi væri „ekki við- unandi." Ríkjaráðstefnu verði hraðað vegna Austur-Evrópuríkja Þýzka ríkisstjórnin hefur skorað á önnur aðildarríki Evrópusam- bandsins að bretta upp ermar á ríkjaráðstefnunni, sem nú er haldin um breytingar á stofnunum sam- bandsins. Stjórnin vill að aðildar- ríkin haldi sig við það markmið íleuter HELMUT Kohl og Franz Vranitzky kanna heiðursvörð á flug- vellinum í Vín við upphaf heimsóknar Kohls til Austurríkis. EVROPA*. að ráðstefnunni Ijúki á miðju næsta ári. Klaus Kinkel utanríkisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund á mið- vikudag að hraða ætti störfum ríkj- aráðstefnunnar, ekki aðeins aðild- arríkjanna vegna heldur einnig sökum hagsmuna þeirra ríkja, sem stæðu utan sambandsins en vildu komast inn. „Við getum ekki leyft okkur þann munað að velta hlutun- um fyrir okkur, einblína á Evrópu 15 ríkja og horfa framhjá hinum miklu væntingum aukaaðildarríkj- anna í Austur- og Mið-Evrópu," sagði Kinkel. Tíu Austur-Evrópuríki hafa gert aukaaðildarsamninga við ESB. svokallaða Evrópusamninga. I þeim felst fyrirheit um aðild í fram- tíðinni, að vissum skilyrðum upp- fylltum. Rættvið Slóvena á næsta ári? Ljubljana. Reuter. STJÓRN Slóveníu tilkynnti í gær að hún gerði ráð fyrir að viðræður um aðild Slóveníu að Evrópusam- bandinu (ESB) hæfust fyrir lok næsta árs. „Við stöndum í þeirri trú, að Sló- venía sé efst á listanum yfir um- sækjendur um fulla aðild," sagði Zoran Thaler utanríkisráðherra fréttamönnum í Ljublana í gær. Hann sagði að Slóvenar myndu skila svörum á 3.000 síðum við spurningalista framkvæmdastjórn- ar ESB þann 25. júlí nk. Fram- kvæmdastjórnin hefur lagt slíka spurningalista fyrir stjórnir allra þeirra landa, sem hafa sótt um aðild að sambandinu. Fyrir skömmu skiluðu Pólverjar sínum svörum. Á grundvelli svaranna við spurn- ingalistanum, sem íjallar um efna- hag og stjórnmál umsóknarlands- ins, er gert ráð fyrir að fram- kvæmdastjórnin taki ákvörðun um það fýrir byrjun ársins 1997, hvaða lönd verða flokkuð sem tilvonandi aðildarríki og aðildarviðræður geta hafizt við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.