Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Morgunblaðið/Kristján Á MYNDINNI sjást gatnamót Borgarbrautar og Hlíðarbrautar en stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir við tengingu Borgarbrautar og Tryggvabrautar næsta vetur. I framhaldinu verður farið í tengingu Dalsbrautar við Borgarbraut frá Þingvallastræti. í framtíðinni verða svo Dalsbraut og Borgarbraut aðal-akstursleiðirnar frá Þorpinu og Brekkunni í miðbæinn og á athafnasvæðið á Oddeyri. Tilkoma Borgarbrautar og Dalsbrautar Sparar bíleigendum rúmar 36 millj. á ári ÞINGMENN Norðurlandskjördæm- is eystra hafa lýst yfir vilja til að vinna að því að Borgarbraut á Akureyri verði tekin inn sem þjóð- vegur við endurskoðun vegaáætlun- ar upp úr næstu áramótum. Þetta kom fram í máli Jakobs Björnsson- ar, bæjarstjóra, á fundi bæjarstjórn- ar í vikunni. Sparnaður bíieigenda rúmar 36 mil 1 jónir á ári Gísii Bragi Hjartarson, formaður skipulagsnefndar, segir að Borgar- braut og tenging Dalsbrautar við hana stytti vegalengdir innanbæjar umtalsvert og muni spara bíleigend- um í bænum rúmar 36 milljónir króna á ári í beinan rekstrarkostn^ að, miðað við þær forsendur sem fyrir liggja. Framkvæmdir hefjist næstá vetur Þeir Gunnar Jóhannesson á tæknideild bæjarins og Guðmundur Heiðreksson yfirtæknifræðingur hönnunardeildar Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra hafa verið skipaðir í nefnd til að vinna að undirbúningi málsins. Vinna þeirra er rétt að fara af stað og í upphafi snýst hún um að skilgreina hver greiði hvað við framkvæmdina. Verði Borgarbraut þjóðbraut í þétt- býli fellur langmestur hluti kostnað- arins á ríkið. Hins vegarmun það koma í hlut bæjarins að greiða t.d. kostnað við göngustíga og fieira. Gísli Bragi segist vonast til að framkvæmdir við Borgarbraut geti hafist strax næsta vetur, eða um leið og vegurinn er komin inn á vegaáætlun. Samkvæmt fyrstu tölum er heildarkostnaður áætlaður 100-120 milljónir króna. Um er að ræða tengingu Borgarbrautar frá Hlíðarbraut og niður að Tryggva- braut, með nýrri brú yfír Glerá. Þessi leið tengir einnig væntanlegan byggðakjarna í Glæsibæjarhreppi að sögn Gísla Braga, þar sem framhald- ið yrði væntanlega. til norðurs fyrir ofan byggðina í Síðuhverfi. Gríðarlega stórt mál „Þá er hugmyndin að tengja Dalsbraut frá Þingvallastræti og inn á Borgarbrautina, enda er í framtíðinni gert ráð fyrir að þetta verði aðal-akstursleiðin bæði frá Brekkunni og Glerárþorpi í miðbæ- inn og á athafnasvæðið á Oddeyri. Einnig er hér um ræða mikilvæga tengingu við Háskóiann á Sólborg- arsvæðinu. Þetta er því gríðarlega stórt mál fyrir okkur og mikilvægt að Borgarbrautin komist inn á vegaáætlun," sagði Gísli Bragi. Gatnadeild bæjarins hefur unnið frumathugun á vegastæði Borgar- brautar en framkvæmdin á þó eftir að fara í umhverfismat. Gísli Bragi segir alveg ljóst að menn verði að vanda sig við þessa framkvæmd, enda sé hún á fallegum og við- kvæmum stað og m.a. farið í gegn- um friðað svæði. ars Verðdæmí: g '"35 xo *** 6. « Íh 2 « Balutch extra, rúml. 1x2 Balutch extra, bænamottur Pakistan ca 130 x 185 320.000 hnútar á fm Algengt verð: Okkar verð: 45.000 28-35.000 30.000 11-15.8O0 45.000 32-35.800 Asamt mörgum öðrum frábærum tilboðum, t.d. Pak. Bochara 310x218, áður 129.800 NÚ: 79.800 Pak. Keshan 284 x 186, áður 149.800 NÚ: 89.800 Antik Rússnesk Yomud 332 x 215, áður 489.000 NÚ: 239.000 Persnesk Keshan 217x 136, áður 139.000 NÚ: 79.800 Hóteí Grand Sígtúrtí, ídag.i9.ji5H,H.i3-i8 Laugardag 20. júlí kl. 11 - 17 Austurlenska teppasalan hf. 0 Akureyrarbær og UA Samningur um framsal forkaups- réttar staðfestur BÆJARRAÐ staðfesti á fundi sín- um í gær samning milli Akureyrar- bæjar og Útgerðarfélags Akur- eyringa hf. um framsal til stjórnar UA á forkaupsrétti bæjarins í hlutfjárútboði félagsins, að nafn- virði rúmar 80 milljónir króna. í samningnum kemur fram að gengi hlutabréfa í ÚA í yfirstand- andi hlutafjárútboði er 4,5. Kaup- verð ÚA er því um 360 milljónir króna. Selji ÚA eftir að yfirstand- andi hlutafjárútboði lýkur, hluta- bréf í félaginu sem hinn framseldi forkaupsréttur tekur til hvort held- ur er í beinni sölu eða í skiptum fyrir önnur verðmæti, á hærra gengi en 4,5 skal ÚA greiða til bæjarins sem nemur 50% af um- framverðinu strax að gerðum slík- umeinstökum samningum. Útgerðarfélag Akureyringa mun fyrst nýta hlutafé þetta til að mæta óskum annarra hluthafa í yfirstandandi hlutafjárútboði um kaup á auknum hlut í forkaups- rétti. Ef hluthafar skrá sig fyrir hærra hlutafé en til ráðstöfunar verður skal það selt viðkomandi hluthöfum í hlutfalli við hlutafjár- eign þeirra í félaginu. ÚA mun að hlutafjárútboði loknu bjóða öðrum sem áhuga hafa á að eignast hlut í félaginu. Í9 Leiksýning í Deiglunni í SUMAR verða í Deiglunni nokkrar leiksýningar á vegum Listasumars með styrk frá Jafn- réttisnefnd Akureyraræbæjar, í samvinnu við Kaffileikhús Hlað- varpans og höfundarsmiðju Borg- arleikhússins. Þriðja sýningin þennan mánuð- inn er úr Kaffileikhúsi Hlaðvarp- ans. Það er leikkonan Sigrún Sól Ólafsdóttir sem flytur verkið „Ég var beðin að koma" einfaldan gamanleik um flókirin harm, eftir Þorvald Þorsteinsson. Þorvaldur sem er borinn og barnfæddur Akureyringur er löngu lands- þekktur sem myndlistarmaður og þá ekki síður sem leikhússtjóri og höfundur Vasaleikhússins. Leikstjóri er Guðjón Pedersen. Sýningarnar verða í Deiglunni { kvöld, 19. júlí og annað kvöld 20. júlí kl. 20.30. Dúóið Harmslag í kvöld Að lokinn leiksýningu í kvöld kemur dúóið Harmslag; Stína bongó og Böðvar á nikkunni. Tónlist þeirra fyrir harmonikku og bongótrommur byggir á þekkt- um slögurum sem færðir eru í suðuramerískan takt, s.s. rúmbu og cha cha cha. Leikurinn hefst kl. 22 og er aðgangur ókeypis. Kántrýdans á Akureyri og í Eyjafjarðar- sveit JÓHANN Örn Ólafsson dans- kennari verður með námskeið í kántrýdönsum (línudönsum) í dag, föstudaginn 19. júlí og á morgun, laugardaginn 20. júlí. Námskeiðið fer fram í Púslinum í KA-heimilinu og í hlöðunni á bænum Hrísum í Eyjafjarðar- sveit. í kvöld verða tveir tímar í Púls- inum, sá fyrri kl. 19.30 fyrir þá sem hafa dansað slíka dansa áður og kl. 20.30 fyrir byrjendur. Á morgun verður sameiginlegur tími fyrir báða hópa kl. 16.15, einnig í Púlsinum. A námskeiðinu verða kenndir nokkrir einfaldir og bráðskemmtilegir kántrýdans- ar og það þarf engan dansfélaga. Verð fyrir hvern tíma er 500 kr. á mann. Kl. 18 á morgun verður haldið áfram að dansa kántrý og þá í hlöðunni á Hrísum, en orlofshúsin þar og Meistarinn efna til nýstár- legrar kynningar á vörum og þjónustu fyrirtækjanna við þetta tækifæri. Síminn hjá Jóhanni Erni er 896 6197 og þar fást nánari upplýs- ingar. Skólastjóri Síðuskóla Þrír sóttu um ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra við Síðuskóla, en frest- ur til að sækja um stöðuna er nú útrunninn. Þeir sem sóttu um stöðuna eru Ragnhildur Skjaldardóttir, Akur- eyri, Sveinbjörn Markús Njálsson, Dalvík, og Sturla Kristjánsson, Akureyri. Skólanefnd Akureyrar- bæjar mun væntanlega fara yfir umsóknir á fundi í næstu viku. Síðuskóli er stærsti grunnskól- inn á Akureyri með um 650 nem- endur í 1. til 10. bekk. MESSUR LAUFÁSPRESTAKALL: Guðs- þjónustan sem fyrirhuguð var í Grenivíkurkirkju nk. sunnudags- kvöld fellur niður vegna viðgerða á kirkjunni. Hjúkrunarfræöingar Starf hjúkrunarfræðings við heimahjúkrun á Heilsugæslustöðinni á Akureyri er laus til umsóknar. Um er að ræða 80-100% starf frá 1. sept. nk. eða eftir samkomulagi. Heimahjúkrunin er í örri þróun. Unnið er að einstaklingsbundinni hjúkrun í heimahúsum. Starfið er lifandi og gefandi. Starfsandi er góður. Umsóknarfrestur um starfið er til 1. ágúst nk. Hafið samband við deildarstjóra heimahjúkrunar eða hjúkrunarforstjóra og fáið nánari upplýsingar í síma 462 2311. i .-¦1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.