Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 23
+ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 23 RK hafið 3ANDARÍKJUMUM af þegar farþegaþota bandaríska v York til Parísar, fórst skömmu eftir n borð voru 229 manns. TWA,Flug800 Boeing 747, ínotkun frá 1971 '.ist brotna í illa logandi tlantshafið. Bátar strandgæslunnar, þyrlur og fiskibátar taka þátt í leit að þeim er kynnu að hafa komist af, og braki úr vélinni. Dýpi á slysstað er rúmir 36 metrar. Reuter Clinton á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Ekki verði f lanað að niðurstöðum Washington. Reuter. BILL CLINTON, forseti Banda- ríkjanna, sagði á fréttamanna- fundi í gær að orsakir þess, að Boeing 747-100 þota Trans World Airways fórst skömmu eftir flug- tak í New York í fyrrinótt, væru ókunnar og varaði forsetinn við því að ályktanir yrðu dregnar af ófullnægjandi forsendum. Vangaveltur voru uppi um að sprengja hefði grandað flugvél- inni, en forsetinn hvatti til þess, að beðið yrði eftir því að raunveru- legar vísbendingar fengjust, og að aðstandendum þeirra er fórust yrði sýnd tillitsemi. Clinton sagði að komist yrði að því hvað hefði valdið slysinu, en ljóst væri, að það myndi taka lang- an tíma og ekki mætti rasa um ráð fram. Hann minnti ennfremur á, að þegar sprengja rústaði stjórnsýslubyggingunni í Okla- homa-borg á síðasta ári, hefðu margir verið of fljótir á sér og fullyrt að þar hefðu „erlend öfl" verið að verki. Því væri ráðlegast að bíða þess að í ljós kæmu vis- bendingar um hvað valdið hefði flugslysinu í fyrrinótt. Aðstandend- ur í París um á brott og vernduðu þau fyr- ir fjölmiðlafólki. Breskur leið- sögumaður 1 jáði fréttamönnum að hann hefði verið að bíða eftir rúmlega tuttugu manna hópi frá Pennsylvaníu, flestum bandarísk- um unglingum á skólaferðalagi. Hópar af læknum og hjúkr- + Reuter unarfræðingum voru komnir til flugvallarins til þess að veita að- standendum farþeganna áfalla- hjálp. Framkvæmdastjóri læknis- hjálpar á flugvellinum Ijáði fréttafólki að einnig hefði verið óskað aðstoðar geðlækna og sál- fræðinga. Síðdegis í gær höfðu litlar fregnir borist um þjóðerni farþeganna, en starfsmenn Char- les de Gaulle-flugvallar sögðu, að á þessum tíma árs væri líklegt að flestir hefðu verið bandariskir ferðamenn. Rekstur Sjúkrahúss Patreksfjarðar endurskoðaður Aðhald með rekstrínum aukið á öllum sviðum Áformað er að gera verulegar breytingar á rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar, en viðvarandi halli hefur verið á rekstrinum undanfarin tvö ár. Ágreiningur er innan stjórnar um leiðir til að taka á vandanum, en að mati heilbrigðis- ráðuneytisins hefur nokkuð skort á eðli- legt aðhald með rekstrinum. Egill Ólafsson fjallar um málið. TALSVERT þykir hafa skort á eðlilegt aðhald í rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar á undanförnum árutn. Heilbrigðisráðuneytið gerir nú kröfu um að tekið verði á rekstrarvanda stofnunarinnar og aðhald í útgjöldum verði aukið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur ráðuneytið að dæmi séu um atriði í rekstrinum sem séu á mörkum þeirra reglna sem gilda um greiðslur úr ríkissjóði. Vandi Sjúkrahúss Patreksfjarðar er tvíþættur. Annars vegar hefur stofnunin verið rekin með halla und- anfarin ár. Útlit er fyrir að hann verði 10-11 milljónir á þessu ári og hallinn var einnig umtalsverður í' fyrra. Hins vegar er vandinn stjórn- unarlegs eðlis. Mikill ágreiningur er milli nýráðins framkvæmdastjóra og stjórnarformanns og svo virðist sem ekki sé samstaða innan stjórnar um hvernig eigi að taka á rekstrarvand- anum. Hallinn 10-11 miUjónir Sjúkrahús Patreksfjarðar og heilsugæslustöðin fá á fjárlögum 90,6 milljónir á þessu ári. Áætlaðar sértekjur stofnananna eru 8-9 millj- ónir. Útlit er hins vegar fyrir að útgjöld þeirra verði um - 110 milljónir. Að tillögu nýráðins framkvæmdastjóra sam- þykkti stjórn sjúkrahússins í vor að ráða Sigfús Jóns- son til að fara yfir reksturinn og koma með tillögur um hvernig taka ætti á hallarekstrinum. Stjórnar- formaðurinn var andsnúinn tillög- unni. Sigfús kynnti tillögur sínar fyrir stjórninni sl. mánudag og dag- inn eftir var starfsmönnum gerð grein fyrir því að til stæði að gera breytingar á rekstrinum. Enn ríkir trúnaður um efni tillagnanna, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins miða þær að því að ná jafnvægi milli tekna og gjalda sjúkrahússins með því að taka á útgjöldum á öllum sviðum. Laun eru yfír 70% útgjaldanna og því gefur augaleið að tillögunar miða ekki síst að því að lækka launa- útgjöld. Heimildarmenn Morgun- blaðsins segja að mikið hafi skort á eðlilegt aðhald með ýmsum auka- greiðslum til starfsfólks og þá ekki Ekki sam- staða innan stjórnar síst lækna og annars hjúkrunarfólks. Greiðslur fyrir útköll, bakvaktir og álagsgreiðslur séu á mörkum þeirra reglna sem gilda um slíkar greiðslur. lláar greiðslur til yfirlæknis Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur yfirlæknirinn haft fast að einni milljón á mánuði í laun þegar allt er talið, þ.e. föst laun, álag, bakvaktir, dagpeninga og fleira. Dagpeningagreiðslurnar hafa reyndar verið teknar af honum. Full- yii er að dæmi séu um yfirvinnu- greiðslur í einum mánuði sem sam- svari því að hann hafi unnið yfir- vinnu allan sólarhringinn alla daga mánaðarins. Jón B. Jónsson yfirlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar fullyrðingar væru rangar. Heildar- laun sín á árinu 1995 næmu rúmlega 750 þúsund krónum á mánuði. Hann sagði að vissulega væru þetta góð laun, en hafa bæri í huga að hann væri á bakvakt annan hvern dag allt árið og um tíma hefði hann verið eini læknirinn á sjúkrahúsinu. Þessar háu greiðslur til læknisins eru ekki eingöngu_ tilkomnar vegna skorts á aðhaldi. Á það hefur verið bent að heilbrigðisráðuneytið hefur - ráðið hann í fullt starf á sjúkrahúsinu og hálft starf á heilsugæslustöðinni og hann gegni því 150% stöðu. Jón sagði að hægt væri að leysa þetta vandamál með því að ráða fleiri lækna til starfa. Því fylgdi mikil binding að vera á bakvakt annan hvern dag og hann styddi það eindregið ef ráðuneytið stuðlaði að því að dregið yrði úr vinnuálagi lækna við litlar heilbrigð- isstofnanir á landsbyggðinni. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins miða tillögur Sigfúsar Jónssonar að því að sjúkrahúsið og heilsugæslan verði sameinuð undir einni stjórn. Störf Ijósmóður og meinatæknis breytist Á sjúkrahúsinu eru starfandi ljós- móðir og meinatæknir í fullu starfi. í reynd eru verkefni þeirra ekki það mikil á Patreksfirði að þörf sé á ljós- móður og meinatækni í fullt starf. Ljósmóðirin hefur tekið á móti um 20 börnum á ári og annast ungbarna- eftirlit á milli 40 og 50 barna. Sam- kvæmt heimiWum Morgunblaðsins leggur Sigfús til i tillögum sínum að starf ljósmóður verði breytt og henni verði gert að sinna fleiri störfum en fæðingum og ungbarnaeftiriiti. Sama á við um meinatækninn. Tillögurnar ganga út á að hún starfi við fleira en sem snertir nákvæmlega starfs- svið meinatæknis. Sigfús Jónsson mun leggja fram tillögur sínar í endanlegri mynd nk. mánudag. Stjórnarformaður segir að fundur verði í stjórn sjúkrahússins á þriðjudag. Viðmælendur Morgun- blaðsins gefa ólík svör um hvort til- lögurnar verði afgreiddar á fund- inum. Af hálfu heilbrigðisráðuneytis- ins hefur verið lögð áhersla á að til- lögurnar verði afgreiddar á fund- inum, en Steindór Ögmundsson, stjórnarformaður, og Jón B. Jónsson yfirlæknir segja að það verði ekki gert. Jón sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir það miklum grundvallar- breytingum á rekstri sjúkrahússins að taka yrði lengri tíma til að ræða þær. Trúnaðarbrestur Hrefna Sigurðardóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið á þriðjudag að ráðuneytið gerði þá kröfu til stjórnar og framkvæmdastjóra að tekið yrði á hallarekstri sjúkrahússins, annað hvort með því að samþykkja tillögur Sigfúsar eða aðrar sem stjórnin légði fram. Mikill ágreiningur er milli stjórnenda spítalans um leiðir til lausnar vandans og þess vegna virðist ekki líklegt að stjórnin nái samstöðu um aðrar tillögur ef tillögum Sigfúsar verður hafnað. Hafni stjórnin tillögun- um er talið líklegt að tilsjónarmaður verði skipaður með rekstri sjúkrahúss- ins, en það þýðir að valdsvið stjórnar og framkvæmdastjóra til að taka ákvarðanir um reksturinn verður skert. Mikill ágreiningur er milli fram- kvæmdastjórans, Helgu Maríu Bragadóttur, og Steindórs Ögmunds- sonar stjórnarformanns. Steindór sagði við Morgunblaðið á þriðjudag að trúnaðarbrestur hefði orðið milli sín og Helgu Maríu. Helga María vildi ekkert tjá sig um málið, en ljóst virðist að ekki verði komist hjá því að taka á þessum s^jórnunarvanda i samhliða rekstrarvandanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.