Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 23

Morgunblaðið - 19.07.1996, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ 22 FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. FRAMTAK OG FRUMKVÆÐI FRAMTAK húnvetnskra sauðfjárbænda, sem hafa byrjað samstarf við Hagkaup hf. um að bjóða ferskt dilka- kjöt mun lengri tíma ársins en tíðkazt hefur, er enn eitt dæmið um að bændur víða um land og í ýmsum búgreinum eru að reyna að brjótast úr viðjum miðstýrðs og úrelts fyrirkomulags í landbúnaði. í viðtali við Eyjólf Gunnarsson, formann Félags sauðfjár- bænda í Vestur-Húnavatnssýslu, kemur fram að í stað þess að láta dilkakjötið safnast upp í frystigeymslum til að bíða útsölu, hafi bændur ákveðið að gera eitthvað til að auka söluna á kjötinu og leitað til Hagkaups. Nú er ætlunin að lengja sláturtíðina um allt að fjóra mánuði; byrja í upphafi júlí og ljúka henni ekki fyrr en í annarri viku desember. Bændurnir fara framhjá hefðbundnum milliliðum í land- búnaðarkerfinu og selja beint til Hagkaups. „Við komumst framhjá þeim óþarfa milliliðum sem hafa verið í ferli kjöts- ins og bóndinn fær meira i sinn vasa en ella,“ segir Eyjólfur. Hann bendir á að Hagkaup sé í samkeppni við aðrar verzlanir — í Morgunblaðinu í dag er frétt um að Nóatún bjóði nú nýtt dilkakjöt frá Hvanneyri — og geti því ekki selt kjötið á hærra verði en ella. Með því að minnka milli- liðakostnaðinn sé hins vegar hægt að umbuna bændum fyrir þá fyrirhöfn, sem fylgir því að lengja sláturtímabilið. Hér fara hagsmunir bænda og neytenda saman, enda segir Eyjólfur: „Ég lít svo á að við höfum ekki leyfi til að vera í einhverju gömlu fari ... Það er skylda okkar að fara að óskum neytenda. Ef þeir vilja ferskt kjöt þá eigum við að haga rekstri okkar þannig að hægt sé að bjóða upp á það.“ Húnvetnskir bændur sýna hér lofsvert frumkvæði og framtak, sem ætti að geta orðið öðrum til eftirbreytni, ekki sízt ef samstarfið við Hagkaup gengur vel og neytend- ur verða ánægðir. Bein sala afurða bænda til kaupmanna er án efa það, sem koma skal. Það má jafnvel búast við að einstök býli eða byggðarlög geti skapað framleiðslu sinni nafn vegna ferskleika og annarra gæða. Einstaklings- framtakið gæti umbreytt íslenzkum búvörumarkaði á skemmri tíma en margur heldur. ÚTBOÐ Á GSM- SÍMAKERFI IVIÐSKIPTABLAÐI Morgunblaðsins í gær var skýrt frá því, að leyfi til reksturs annars GSM-símakerfis yrði væntanlega boðið út í haust. Samkvæmt fyrri yfirlýsingum samgönguráðherra má búast við að nýtt GSM-kerfi taki til starfa í ársbyrjun 1998 í samkeppni við Póst og síma. Nú þegar liggja fyrir í samgönguráðuneytinu nokkrar umsóknir um rekstur slíks kerfis. Ummæli Sigurgeirs Sigurgeirssonar, deildarstjóra í sam- gönguráðuneytinu benda til þess að ríkisvaldið hyggist bjóða leyfi til reksturs annars GSM-kerfis út og úthluta því hæstbjóðanda. Því ber að fagna. Það er nánast óhugs- andi að samgönguráðuneytið geti tekið að sér að velja einn aðila úr hópi umsækjenda. Þegar um takmarkaða auðlind er að ræða eins og leyfi til reksturs annars GSM- símakerfis í landinu er eðlilegt að valið á milli nokkurra umsækjenda fari fram með útboði. Slíkt útboð skapar einnig mikilvægt fordæmi í sam- bandi við úthlutun á öðrum gæðum eins og t.d. sjónvarps- rásum. Morgunblaðið hefur ítrekað bent á, að það er nán- ast fáránlegt að ríkisvaldið, sem umsjónaraðili almanna- hagsmuna úthluti slíkum rásum endurgjaldslaust. Með ein- um eða öðrum hætti er eðlilegt að þeir sem fá úthlutað þeim takmörkuðu gæðum, sem sjónvarpsrásir eru greiði fyrir afnot af þeim í almannasjóð. Vonandi verður útboðið á GSM-leyfinu til þess að opna augu manna almennt fyrir þessari augljósu staðreynd. Þar fyrir utan er löngu tímabært að Póstur og simi standi frammi fyrir samkeppni á þessu sviði. Það er lofsvert hvað þessi opinbera stofnun er fljót til að taka upp og byggja upp nýja fjarskiptatækni hér á landi. Sá kostnaður, sem lagður er á neytendur í þessu sambandi er hins vegar mikill eins og notendur GSM-síma þekkja. Samkeppni á þessu sviði mun áreiðanlega leiða í ljós, að þessa þjónustu er hægt að veita á lægra verði. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 23 FLUGSLYSIÐIINIEW YORK Mikil sprenging og þotan steyptist í hafið New York. Reuter. FLUGSLYSIÐ í BANDARIKJUMUM Enginn virðist hafa komist lífs af þegar farþegaþota bandaríska flugfélagsins TWA, á leið frá New York til Parísar, fórst skömmu eftir flugtak í fyrrinótt. Um borð voru 229 manns. @ 17. júlí Aiiariimaselmgarmiðási ife. 4 Flugvéiin kom til New York frá Aþenu í Grikklandi 118. júlí Skömmu fyrir klukkan eitt að íslenskum tíma virðist hafa orðið sprenging um borð, skömmu eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í New York. TWA, Flug 800 Boeing 747, í notkun frá 1971 New York — Kennedy flugvöllurinn Flugvélin virtist brotna í tvennt og falla logandi í Atlantshafið. Bátar strandgæslunnar, þyrlur og fiskibátar taka þátt i leit að þeim er kynnu að hafa komist af, og braki úr vélinni. Dýpi á slysstað er rúmir 36 metrar. Reuter Clinton á fréttamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Ekki verði flanað að niðurstöðum Washington. Reuter. BILL CUNTON, forseti Banda- ríkjanna, sagði á fréttamanna- fundi í gær að orsakir þess, að Boeing 747-100 þota Trans World Airways fórst skömmu eftir flug- tak í New York í fyrrinótt, væru ókunnar og varaði forsetinn við því að ályktanir yrðu dregnar af ófullnægjandi forsendum. Vangaveltur voru uppi um að sprengja hefði grandað flugvél- inni, en forsetinn hvatti til þess, að beðið yrði eftir því að raunveru- legar vísbendingar fengjust, og að aðstandendum þeirra er fórust yrði sýnd tillitsemi. Clinton sagði að komist yrði að því hvað hefði valdið slysinu, en jjóst væri, að það myndi taka lang- an tíma og ekki mætti rasa um ráð fram. Hann minnti ennfremur á, að þegar sprengja rústaði stjórnsýslubyggingunni í Okla- homa-borg á síðasta ári, hefðu margir verið of fljótir á sér og fullyrt að þar hefðu „erlend öfl“ verið að verki. Því væri ráðlegast að bíða þess að í ljós kæmu vís- bendingar um hvað valdið hefði flugslysinu í fyrrinótt. Reuter Rekstur Sjúkrahúss Patreksfjarðar endurskoðaður Aðhald með rekstrinum aukið á öllum sviðum BOEING 747 þota banda- ríska flugfélagsins Trans World Airlines (TWA) fórst skömmu eftir flug- tak frá Kennedy-flugvelli í New York í Bandaríkjunum rétt fyrir klukkan eitt í fyrrinótt að íslenskum tíma. Vélin var á leið til Parísar. Um borð í vélinni voru 229 manns og síðdegis í gær hafði enginn þeirra fundist á lífi. Að sögn sjónarvotta varð mikil sprenging í vélinni og síðan steypt- ist hún í hafið á innan við mínútu. Samkvæmt upplýsingum banda- rísku strandgæslunnar kom brak vélarinnar niður 112 km austur af New-York borg. Fulltrúar alríkis- lögreglunnar í Bandaríkjunum (FBI) sögðu í gærmorgun að of snemmt væri að segja til um hver orsök slyssins hefði verið, og ekk- ert benti til að um hermdarverk hefði verið að ræða. Bilun ekki talin koma til greina Háttsettur lögreglumaður hjá hafnaryfirvöldum í New York og New Jersey, sem hafa umsjón með Kennedy-flugvelli, tjáði fréttastofu bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS að embættismenn hefðu grun um að skemmdarverk hefði verið unnið, og teldu ekki koma til greina að bilun hefði orðið í vélinni. Talsmaður Öryggisráðs sam- göngumála í Bandaríkjunum (NTSB) nefndi í viðtali við sjón- varpsstöðina CNN í gærmorgun, að þegar þotur hafi farist með þess- BOEING 747-100 þota Trans World Airlines, sem fórst skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt, var skoðuð í Aþenu í Grikklandi áður en hún kom til Kennedy-flugvallar, en þar lenti hún þrem tímum áður en hún hóf ferðina sem fara átti til Parísar. Ný áhöfn tók við vélinni í New York. Að sögn fulltrúa gríska loftferða- eftirlitsins hafði þotan fimm tíma viðdvöl á Aþenuflugvelli, og hafði verið skoðuð gaumgæfilega í örygg- isskyni áður en hún fór þaðan. Bandarískir sérfræðingar athug- uðu aðstæður á flugvellinum í Aþenu í apríl síðastliðnum, og að því loknu felidu þeir úr gildi aðvörun til far- þega um að öryggisráðstafanir á vellinum stæðust ekki alþjóðlegar kröfur. Vélin var knúin fjórum hreyflum af gerðinni Pratt & Whitney. Hún um hætti hafi yfirleitt verið um skemmdarverk að ræða. Rannsóknarmenn frá FBI og lög- reglunni í New York-borg, sérþjálf- aðir í baráttu við hermdarverka- menn, auk liðsmanna Öryggisráðs samgöngumála og annarra sér- sveitamanna hófust handa við rann- sókn á orsökum slyssins í gær. í tilkynningu frá TWA sagði að um borð í vélinni hefðu verið 212 farþegar og 17 manna áhöfn. Að sögn bandaríska flugmálaeftirlits- ins (FAA) hvarf þotan af ratsjá flugumferðarstjóra þegar klukkuna vantaði 12 mínútur í eitt (að ís- lenskum tíma) aðfaranótt gærdags- ins. Eins og tvær halastjörnur Sjónaivottar lýstu því hvernig flugvélin hafi virst brotna í tvennt og springa í eldhnetti. „Ég sá tvo stóra, appelsínugula eldhnetti. Þeir voru eins og halastjörnur sem fóru beina leið í [hafið],“ sagði starfs- maður Flugferðaeftirlits New York, sem var á flugi og sá sprenginguna úr um 16 km fjarlægð. Leitað var á um 12 ferkílómetra svaeði í sjónum, sem er 36 metra djúpur þar sem þotan kom niður. í gærmorgun höfðu leitarmenn fund- ið 73 lík, sum hver illa brunnin, auk líkamsleifa og braks úr flugvélinni, fljótandi í sjónum. Eldur logaði í eldsneyti og braki í sjónum. Veður og sjólag var gott á slysstað í gær- morgun, en lítil von var talin um að nokkur fynaist á lífi. var fyrst í eigu bandanska flugfé- lagsins Eastern Airlines, en komst í eigu Trans World Airlines (TWA) þegar rekstri Eastem var hætt og var rekin af því félagi þar til hún fórst. Þotan var smíðuð árið 1971 og var ein elsta flugvél þessarar tegundar sem enn var í notkun í farþegaflugi, að sögn fuiltrúa Boeing-verksmiðj- anna í Seattle í Bandaríkjunum. Verkfræðingar frá Boeing og Pratt & Whitney em meðal þeirra sem vinna að rannsókn á orsökum slyss- ins. 747-100 tekur um 360 farþega, og var fyrsta gerðin sem framleidd var af þessari breiðþotu, sem er stærsta farþegaflugvél sem notuð er í heiminum. Hún var fyrst tekin í notkun 1970 og hafa alls 1082 Bo- eing 747 þotur verið afhentar. AÐSTANDENDUR farþega, sem voru með þotunni sem fórst í fyrrinótt, komu á Charles de Gaulle-flugvöll í París, til þess að leita fregna af slysinu. Voru margir grátandi og voru þeir fluttir afsíðis þar sem læknar komu þeim til aðstoðar. Útvarps- stöð I París greindi frá því, að á meðal þeirra sem komu á flug- völlinn hefðu verið asísk hjón sem höfðu átt von á börnum sínum tveim með flugvélinni. Flug- vallarstarfsmenn fylgdu hjónun- Aðstandend- ur í París um á brott og vernduðu þau fyr- ir fjölmiðlafólki. Breskur leið- sögumaður tjáði fréttamönnum að hann hefði verið að bíða eftir rúmlega tuttugu manna hópi frá Pennsylvaníu, flestum bandarísk- um unglingum á skólaferðalagi. Hópar af læknum og hjúkr- unarfræðingum voru komnir til flugvallarins til þess að veita að- standendum farþeganna áfalla- hjálp. Framkvæmdastjóri læknis- hjálpar á flugvellinum tjáði fréttafólki að einnig hefði verið óskað aðstoðar geðlækna og sál- fræðinga. Síðdegis í gær höfðu litlar fregnir borist um þjóðerni farþeganna, en starfsmenn Char- les de Gaulle-flugvallar sögðu, að á þessum tíma árs væri líklegt að flestir hefðu verið bandarískir ferðamenn. Áformað er að gera verulegar breytingar á rekstri Sjúkrahúss Patreksíjarðar, en viðvarandi halli hefur verið á rekstrinum undanfarin tvö ár. * Agreiningur er innan stjómar um leiðir til að taka á vandanum, en að mati heilbrigðis- ráðuneytisins hefur nokkuð skort á eðli- legt aðhald með rekstrinum. Egill Ólafsson fjallar um málið. TALSVERT þykir hafa skort á eðlilegt aðhald í rekstri Sjúkrahúss Patreksfjarðar á undanförnum árum. Heilbrigðisráðuneytið gerir nú kröfu um að tekið verði á rekstrarvanda stofnunarinnar og aðhald í útgjöldum verði aukið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins telur ráðuneytið að dæmi séu um atriði í rekstrinum sem séu á mörkum þeirra reglna sem gilda um greiðslur úr ríkissjóði. Vandi Sjúkrahúss Patreksfjarðar er tvíþættur. Annars vegar hefur stofnunin verið rekin með halla und- anfarin ár. Útlit er fyrir að hann verði 10-11 milljónir á þessu ári og hallinn var einnig umtalsverður í' fyrra. Hins vegar er vandinn stjórn- unarlegs eðlis. Mikill ágreiningur er milli nýráðins framkvæmdastjóra og stjórnarformanns og svo virðist sem ekki sé samstaða innan stjórnar um hvernig eigi að taka á rekstrarvand- anum. Hallinn 10-11 milljónir Sjúkrahús Patreksfjarðar og heilsugæslustöðin fá á fjárlögum 90,6 milljónir á þessu ári. Áætlaðar sértekjur stofnananna eru 8-9 millj- ónir. Útlit er hins vegar fyrir að útgjöld þeirra verði um 110 milljónir. Að tillögu nýráðins framkvæmdastjóra sam- þykkti stjórn sjúkrahússins í vor að ráða Sigfús Jóns- son til að fara yfir reksturinn og koma með tillögur um hvernig taka ætti á hallarekstrinum. Stjórnar- formaðurinn var andsnúinn tillög- unni. Sigfús kynnti tillögur sínar fyrir stjórninni sl. mánudag og dag- inn eftir var starfsmönnum gerð grein fyrir því að til stæði að gera breytingar á rekstrinum. Enn ríkir trúnaður um efni tillagnanna, en samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins miða þær að því að ná jafnvægi milli tekna og gjalda sjúkrahússins með því að taka á útgjöldum á öllum sviðum. Laun eru yfír 70% útgjaldanna og því gefur augaleið að tillögunar miða ekki síst að því að lækka launa- útgjöld. Heimildarmenn Morgun- blaðsins segja að mikið hafi skort á eðlilegt aðhald með ýmsum auka- greiðslum til starfsfólks og þá ekki síst lækna og annars hjúkrunarfólks. Greiðslur fyrir útköll, bakvaktir og álagsgreiðslur séu á mörkum þeirra reglna sem gilda um slíkar greiðslur. Háar greiðslur til yf irlæknis Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur yfirlæknirinn haft fast að einni milljón á mánuði í laun þegar allt er talið, þ.e. föst laun, álag, bakvaktir, dagpeninga og fleira. Dagpeningagreiðslurnar hafa reyndar verið teknar af honum. Full- yrt er að dæmi séu um yfirvinnu- greiðslur í einum mánuði sem sam- svari því að hann hafi unnið -yfir- vinnu allan sólarhringinn aila daga mánaðarins. Jón B. Jónsson yfirlæknir sagði í samtali við Morgunblaðið að þessar fullyrðingar væru rangar. Heildar- laun sín á árinu 1995 næmu rúmlega 750 þúsund krónum á mánuði. Hann sagði að vissulega væru þetta góð laun, en hafa bæri í huga að hann væri á bakvakt annan hvern dag allt árið og um tíma hefði hann verið eini læknirinn á sjúkrahúsinu. Þessar háu greiðslur til læknisins eru ekki eingöngu tilkomnar vegna skorts á aðhaldi. Á það hefur verið bent að heilbrigðisráðuneytið hefur ráðið hann í fullt starf á sjúkrahúsinu og hálft starf á heilsugæslustöðinni og hann gegni því 150% stöðu. Jón sagði að hægt væri að leysa þetta vandamál með því að ráða fleiri lækna til starfa. Því fylgdi mikil binding að vera á bakvakt annan hvern dag og hann styddi það eindregið ef ráðuneytið stuðlaði að því að dregið yrði úr vinnuálagi lækna við litlar heilbrigð- isstofnanir á landsbyggðinni. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins miða tillögur Sigfúsar Jónssonar að því að sjúkrahúsið og heilsugæslan verði sameinuð undir einni stjóm. Störf ljósmóður og meinatæknis breytist Á sjúkrahúsinu eru starfandi ljós- móðir og meinatæknir í fullu starfi. í reynd eru verkefni þeirra ekki það mikil á Patreksfirði að þörf sé á ljós- móður og meinatækni í fullt starf. Ljósmóðirin hefur tekið á móti um 20 börnum á ári og annast ungbarna- eftirlit á milli 40 og 50 barna. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins leggur Sigfús til í tillögum sínum að starf ljósmóður verði breytt og henni verði gert að sinna fleiri störfum en fæðingum og ungbarnaeftirliti. Sama á við um meinatækninn. Tillögurnar ganga út á að hún starfi við fleira en sem snertir nákvæmlega starfs- svið meinatæknis. Sigfús Jónsson mun leggja fram tillögur sínar í endanlegri mynd nk. mánudag. Stjórnarformaður segir að fundur verði í stjórn sjúkrahússins á þriðjudag. Viðmælendur Morgun- blaðsins gefa ólík svör um hvort til- lögurnar verði afgreiddar á fund- inum. Af hálfu heilbrigðisráðuneytis- ins hefur verið lögð áhersla á að til- lögurnar verði afgreiddar á fupd- inum, en Steindór Ögmundsson, stjórnarformaður, og Jón B. Jónsson yfirlæknir segja að það verði ekki gert. Jón sagði að tillögurnar gerðu ráð fyrir það miklum grundvallar- breytingum á rekstri sjúkrahússins að taka yrði lengri tíma til að ræða þær. Trúnaðarbrestur Hrefna Sigurðardóttir, deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið á þriðjudag að ráðuneytið gerði þá kröfu til stjómar og framkvæmdastjóra að tekið yrði á hallarekstri sjúkrahússins, annað hvort með því að samþykkja tillögur Sigfúsar eða aðrar sem stjórnin légði fram. Mikill ágreiningur er milli stjórnenda spítalans um leiðir til lausnar vandans og þess vegna virðist ekki líklegt að stjórnin nái samstöðu um aðrar tillögur ef tillögum Sigfúsar verður hafnað. Hafni stjómin tillögun- um er talið líklegt að tilsjónarmaður verði skipaður með rekstri sjúkrahúss- ins, en það þýðir að valdsvið stjórnar og framkvæmdastjóra til að taka ákvarðanir um reksturinn verður skert. Mikill ágreiningur er milli fram- kvæmdastjórans, Helgu Maríu Bragadóttur, og Steindórs Ögmunds- sonar stjómarformanns. Steindór sagði við Morgunblaðið á þriðjudag að trúnaðarbrestur hefði orðið milli sfn og Helgu Maríu. Helga María vildi ekkert tjá sig um málið, en ljóst virðist að ekki verði komist hjá því að taka á þessum stjómunarvanda samhliða rekstrarvandanum. fksfe BOEING 747 flugvél Trans World Airways á flugvellinum í Aþenu í gær, áður en flogið var til New York. Samskonar flugvél félags- ins fórst eftir flugtak frá Kennedy-flugvelli í fyrrinótt. Yélin skoðuð skömmu áður en hún fórst Aþenu, Seattle, París, New York. Reuter. Ekki sam- staða innan stjórnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.