Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. JÚLÍ1996 ' 7 FRETTIR Hefur sagt af sér þing- mennsku SKRIFSTOFU forseta Alþingis barst í vikunni bréf frá Ólafi Ragn- ari Grímssyni, verðandi forseta ís- lands, þar sem hann óskar eftir lausn frá þingstörfum og er bréfið dagsett 10. júlí síðastliðinn. Sæti Ólafs Ragnars á Alþingi tekur Sig- ríður Jóhannesdóttir kennari í Keflavík. Ólafur G. Einarsson, forseti Al- þingis, hitti Ólaf Ragnar að máli á heimili hans í gær, en þar var að sögn Ólafs G. m.a. rætt um það hvernig þingmenn Reykjaneskjör- dæmis jnyndu standa að því að kveðja Ólaf Ragnar þegar hann nú lætur af þingmennsku. Sagði Ólafur G. Einarsson í samtali við Morgun- blaðið að þess misskilnings hefði gætt að hann færi á heimili Ólafs Ragnars til að taka við afsagnar- bréfi hans sem alþingismanns en svo hafi ekki verið. Það tíðkaðist ekki að forseti Alþingis sækti slíkt bréf til þeirra þingmanna sem láta af störfum heldur sendu þeir bréfið til skrifstofu forseta Alþingis eins og gert hefði verið í þessu tilfelli. ? ? ? Aukafjárveiting til Námsflokka BORGARRÁÐ hefur samþykkt 21,5 milljóna króna aukafjárveitingu vegna frágangs á nýju húsnæði fyr- ir Námsflokka Reykjavíkur í Suð- urmjódd. í erindi byggingadeildar til borg- arráðs segir að tilboð hafi verið opn- uð "í lok júní í heildarfrágang á hús- næðinu. Eitt tilboð hafi borist sem var um 22,5% yfir kostnaðaráætlun og var því hafnað. Þess í stað fór fram verðkönnun á einstökum verk- þáttum. Farið hefur verið fram á að Póst- ur og sími, sem er með afgreiðslu í húsinu greiði hlutdeild í stofnkostn- aði vegna lyftu samkvæmt eignar- hluta eða 1,4 millj. -----------? ? ? Deilur íbúa í Efstaleiti til Hæstaréttar HÚSFÉLAGIÐ í Efstaleiti 10, 12 og 14 hefur ákveðið að áfrýja til Hæstaréttar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í máli húsfélagsins gegn Bent Scheving Thorsteinssyni. Niðurstaða Héraðsdóms var á þá leið, að uppsetning húsfélagsins á skilrúmum í sameiginlegu rými hússins hafi falið í sér svo óvenju- lega ráðstöfun og mikla breytingu frá samþykktum teikningum varð- andi nýtingu sameignar í næsta nágrenni við íbúðs Bents að þær hafi ekki mátt gera án samþykkis hans. Sigurður H. Guðjónsson, lögmað- ur húsfélagsins, sagði að eigendur 27 af 34 íbúðum í húsinu hefðu mætt á fund á þriðjudag og sam- þykkt einróma að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms. íbúðaeigendurnir litu svo á, að dómurinn vængstýfði hús- félög með svo þröngum skilyrðum til breytinga. Þá gengi dómurinn gegn niðurstöðu Hæstaréttar í öðru máli sömu aðiía. Hæstiréttur hefði talið húsfélaginu heimilt að selja húsvarðaríbúð án þess að hafa til þess samþykki allra íbúa. -----------? ? » Vinnuslys í Engjaskóla FLEKI féli úr lofti á fót manns sem var að vinna í nýbyggingu Engja- skóla í Grafarvogi í gærmorgun. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Morgunblaðið/Kristinn Ungir brids- spilarar á Evrópumót LANDSLIÐ bridsspilarara 25 ára og yngri tekur þátt í Evrópumóti sem hefst í dag í Cardiff í Wales. Keppt er um Evrópumeistaratitil en fjórar efstu þjóðirnar fá einnig rétt til að taka þátt í heimsmeist- aramóti spilara 25 ára og yngri sem haldið verður á næsta ári. I landsliðinu eru talið f rá vinstri: Ragnar Hermannsson fyr- irliði, Sigurbjörn Háraldsson, Steinar Jónsson, Ljósbrá Baldurs- dóttir, Magnús Magnússon, Stefán Jóhannsson og Ólafur Jónsson. JivaS sem öðru líður er gullið alltafeftirsóttast ÖLGERÐIN EGILL SKALLAG R ÍMSSON EHF. Stofnaö 1913

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.