Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.1996, Blaðsíða 44
HEIMILISLINAN - Heildarlausn á fjármáluin einslaklinga (^)búnaðarbanki íslands *f0tm(lafrife MORGUNBLAÐID, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(SCENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 19. JULI1996 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK íslenskt grænmeti gegn sjúk- dómum og svefnleysi? ÞAÐ er ástæða til þess að ætla að grænmeti, sem ræktað er á Islandi, sé ríkara af melantón- íni en annað grænmeti, að mati þýska líffræðingsins Dr. Roif Dubbels. Hann uppgötvaði fyrstur manna að efnið finnst í grænmeti og ávöxtum, en melantónín hefur verið mikið til umræðu undanfarið og mik- il eftirspurn eftir því, sérstak- lega í Bandaríkjunum þar sem framieiðendur melantónín- taflna anna ekki eftirspurn. Melatnónín er náttúrulegt efni, sem mannslíkaminn fram- leiðir fram eftir aldri. Efnið hefur um nokkurt skeið verið framleitt í töfluformi og margir trúa því að neyslan komi í veg fyrir svefnleysi og hafi fyrir- byggjandi áririf á ýmsa alvar- lega sjúkdóma auk þess að hægja á öldrun líkamans. Töframáttur melantóníns Dr. Dubbels hefur mikla trú á töframætti melantóníns og segir að í framtíðinni gæti rétt mataræði ásamt tveggja tíma útiveru á dag m.a. komið í veg fyrir svefnleysi. Líffræðingurinn notaði tím- ann, þegar hann var staddur hér' á landi í sumarleyfi, til þess að rannsaka tómatana í gróðurhúsunum í Hveragerði. „Ég hef mikinn áhuga á að koma aftur og rannsaka græn- metið í gróðurhúsunum betur, þar sem aðstæður hér eru mjög sérstakar. Birta skiptir miklu máli við myndun efnisins og hér er meiri birta yfír sumar- tímann en annars staðar í Evr- ópu," sagði Dr. Dubbels, sem tók nokkrar tómatplöntur með sér heim til Bremen til frekari rannsókna. ¦ Neysla ávaxta/B2 Sex börn með keisaraskurði SÓLRÚN Osk Gestsdóttir átti sitt sjötta barn í gærmorgun og var það tekið með keisaraskurði en öll börn hennar hafa komið í heiminn með þeim hætti. Fyrir á hún eina stúlku og fjóra drengi og er elsta barnið 19 ára. Nýjasta barnið er 15 marka drengur og innan tíu daga fer hann heim með móður sinni og föður, Ingvari Samúelssyni, til Reykhóla á Barðaströnd. Sólrún segir að keisaraskurð- ur hafi þótt óhják væmilegur þeg- ar hún átti fyrsta barnið, þá 19 ára. Síðan hafi þótt óæskilegt að reyna á legið og börnin því öll verið tekin með keisaraskurði. Aðspurð segist Sólrún Osk ekki ætla sér að eignast fleiri börn, en þó sé aldrei að vita nema hún sé rétt byrjuð á seinni hálf- leik. „Það segir a.m.k. maðurinn minn," segir Sólrún hlæjandi. Hún segir að nokkrar barnmarg- ar fjölskyldur séu á Reykhólum og líklega megi rekja frjósemina til þangsins, eins og Japanir gera, en á Reykhólum er starf- rækt þörungaverksmiðja. Óskar Samúel 3ja ára reyndi að gefa litla bróður sínum bolta í heimsóknatímanum á fæðing- ardeild Landspítalans í gær. Rannsókn á vinnslu sauðamjólkur gerð á Hvanneyri Mjólkurlömb á markað í dag LAMBAKJÖT af nýslátruðu er nú á boðstólum í verslun Nóatúns, Nóatúni 17 í Reykjavík, en einungis er um takmarkað magn af svo- kölluðum mjólkurlömbum að ræða eða samtals um 30 dilkr. Kjötið, sem um ræðir, er af lömbum frá Hvanneyri í Borgarfirði, en þar er um þessar mundir verið að gera tilraun með að mjólka ær og rann- saka innihald mjólkurinnar og magn, m.a. með hugsanlega osta- vinnslu í huga. Að sögn Sveins Hallgrímssonar, sem stjórnar rannsókn- inni, hefur sambærileg rannsókn ekki verið gerð hér á landi í 12 ár. Morgunblaðið/Golli Vatnsbúskapur landsins er rýr eftir mildan vetur MÆLINGAR Orkustofnunar á vatnsbúskap hafa leitt í ljós að vatnsforði landsins hefur rýrnað stöðugt frá miðju ári 1994 og grunnvatnsstaða vatna og áa lækk- að umtalsvert. Árni Snorrason, for- stöðumaður vatnamælinga Orku- stofnunar, segir að meginorsök lækkunar grunnvatnsstöðu sé sú að síðastliðinn vetur var afar mildur með tilheyrandi snjóleysi. Þetta hefur að sögn Árna slæmar afleið- ingar fyrir gróðurfar á hálendi en getur einnig verið áhyggjuefni fyrir vatnsveitur og orkufyrirtæki. Árni segir að eftir nokkur góð vatnsár hafi vatnsbúskapur versnað hratt. „Ef við tökum vatnasvið Reykjavíkur sem dæmi voru ágæt vatnsár á árunum 1988 til 1994. í fyrra og fram eftir þessu ári hefur vatnsbúskapur rýrnað og enn sér ekki fyrir endann á því," segir hann. Hugtakið vatnsbúskapur er not- að um breytingar, sem verða á vatnsforða á tilteknu vatnasviði, s.s. inn- og útstreymi eða uppgufun úr ám eða vötnum. Þegar vatnsbú- skapur er lélegur er gengið á vatnsforða vatnasviðsins. Ástandið verst á hafísárunum Gott dæmi um þróun mála er Kleifarvatn á Reykjanesi en Árni segir vatnamælingar þar gefa nokkuð góða vísbendingu um vatns- búskap, að minnsta kosti sunnan- og vestanlands. „Prá miðju ári 1994 hefur vatnsstaða hrapað í Kleifar- vatni. Á þeim tíma var staðan góð Vatnsborðshæð í Kleifarvatni frá 1985 Heimild: Vatnamælingadeild Orkustofnunar r REYKJWÍK^sp "K^ Kleifar- vatn 7> .^l\ M.y.s 142 141 «8 8 P> 140 139 138 137 en svipar nú til þess sém var á þurru árunum fyrir 1988," segir Árni. Grunnvatnsstaðan er þó ekki eins neðarlega og hún var á hafísárun- um í kringum 1965. Þá var vatnsyf- irborð í sögulegu lágmarki en sam- felldar mælingar hófust árið 1947. Ekkert að óttast Jóhann Már Maríusson, aðstoð- arforstjóri Landsvirkjunar, segir ekki ástæðu til að óttast að slakur vatnsbúskapur komi niður á orku- framleiðslu Landsvirkjunar. „Við fylgjumst með þessu en ég held að menn séu ekkert alltof hræddir við þetta. Ég get ekki séð annað en að við fyllum Þórisvatn í haust," segir hann. Einn þekktasti ostur í heimi, Roquefort, er framleiddur úr geita- og ærmjólk, en í samnefndu héraði í Frakklandi eru mjólkaðar 800-900 þúsund ær vegna framleiðslu á ostinum. Sveinn sagði að nú væri verið að gera tilraun með að mjólka um 20 ær á Hvanneyri, og álíka fjöldi bætist í hópinn í næstu viku ef lömb þeirra áa verða þá orðin sláturhæf. Hann sagði að rannsókn þessi væri nú unnin í samvinnu við Osta- og smjörsöluna, Mjólkursamlagið í Búðardal, Rannsóknarstofu mjólk- uriðnaðarins í Borgarnesi og fyrir- hugað væri að halda henni áfram næsta sumar ef fjármagn leyfði. Hugsanleg búbót fyrir sauðfjárbændur „Fyrst og fremst er þetta gert til að afla hagnýtrar og vísindalegr- ar þekkingar í sambandi við nýt- ingu á sauðamjólk, sem kannski gæti orðið búbót fyrir einhverja sauðfjárbændur á íslandi og veitir ekki af," sagði Sveinn. Að sögn Júlíusar Jónssonar, kaupmanns í Nóatúni, hefur lamba- kjöt af nýslátruðu aldrei verið jafn- snemma á markaðnum og munar það einum þreur vikum hve kjötið er fyrr á ferðinni nú en í fyrra. Verð á kjötinu í versluninni er 12% hærra en á frosnu kjöti, og þannig kostar t.d. lærið af nýslátruðu 825 krónur kílóið í stað 749 kr. sem frosna kjötið kostar hjá Nóatúni. ? ? ? Sjúkrahús Patreksfjarðar Starfssviði verðibreytt MEÐAL þeirra tillagna, sem lagðar hafa verið fram til lausnar fjár- hagsvanda Sjúkrahúss Patreks- fjarðar, er að störfum ljósmóður og meinatæknis verði breytt þannig að þau taki að sér fleiri verk en heyra undir þeirra þrönga sérsvið. Um 20 börn fæðast á sjúkrahúsinu árlega og 40-50 börn eru í ung- barnaeftirliti. Fundur verður í stjórn sjúkra- hússins nk. þriðjudag og þá verða tillögurnar teknar til umfjöllunar. Heilbrigðisráðuneytið þrýstir fast á að breytingar verði gerðar á rekstr- inum, en að mati þess hefur tals- vert skort á eðlilegt aðhald með rekstrinum undanfarin ár. Acíhald með/23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.