Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1996, Blaðsíða 2
B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Enginn þjóð býr til jafnfjölbreytta bjóra ogBelgar. Steingrím- ur Signrgeirsson kynnti sér belgísku bjórflórana. MATUR OG VÍN Steingrím Siqurqeirsson BRETAR eru þeir sem mest drekka af belgískum bjór utan Belgíu og hefur Stella Artois verið með mjög sterka stöðu allt frá að hann kom fyrst á Bretlandsmarkað árið 1932. Hann hefur nú um árabil verið mest seldi innflutti bjórinn í Bretlandi. Umsvifamesta fyrirtæk- ið í belgískum bjóriðnaðí heitir Int- erbrew, sem er meðal fímm stærstu bjórfyrirtækja í heimi. Interbrew styrkti stöðu sína verulega með kaupum á kanadíska brugghúsinu Labatt á síðasta ári. Það er þekkt fyrir bjóra á borð við Rolling Rock, Labatt Ice og Labatt Blue og ræður yfir um 42% af kanadlska markaðnum. Þá flytur Labatt meira af bjór inn á Banda- ríkjamarkað en nokkuð annað er- lent fyrirtæki. Nick Holmes, sem stjórnar að- gerðum Interbrew í Bretlandi og fleiri ríkjum, sagði að þarna væru vissulega tveir menningarheimar í bjórnum er mættust og væri þetta mjög athyglisvert tæki- færi fyrir Interbrew. Þá er fyr- * irtækið eigandi hollenskra brugghúsa s.s. Oranjeboom. Kjarninn í Belgíu Kjarni bjórframleiðslu Int- erbrew er hins vegar í Belgiu j en hvergi annars staðar í heiminum er lagður meiri metnaður í bjórinn en þar. Belgar eru mestu bjórneyt- endur veraldar og slá til dæm- is Þjóðverja auðveldlega út í þeim efnum. Framboðið og fjol- breytnin er nær óendanleg og að mörgu leyti má segja að Belgar séu jafnstoltir af bjórnum sínum og Frakkar eru af víninu. Tveir af mest seldu bjórum Belg- íu eru í eigu Interbrew, annars Belgíska bjórflóran GRAND Place, mið- punktur hðfuðborgar- innar Brussel. í BELGÍU gera menn kröfu til þess að hver. bjór sé borinn fram í réttu glasi er dregur fram sérkenni hans og byggist á gömlum hefðum. vegar Jupiler, sem er mest seldi bjórinn í Belgíu en er ekki fluttur út, og hins vegar Stella Artois, sem er mest seldi belgíski bjórinn utan Belgíu. Varð Interbrew til á sínum tíma við samruna þeSsara tveggja gömlu samkeppnisaðila, Artois og Jupiler og er enn í eigu fjolskyldn- anna er áttu þau fyrirtæki. Stærsti markaðurinn fyrir Stella Artois er í Bretlandi og eru þar árlega seldar átján milljónir kassa. Nick Holmes segir Stellu vera bjór í efri gæðaflokki og einkenn- ist bragð hans af humli og þó nokkrum þiturleika. Hann sé því ekki auðveldur í fyrstu en tilvalinn fyrir þá er kunni að meta gæða- bjóra. Enga vanvirðingu í Belgíu er það talið sjálfgefið að allir bjórar séu bornjr fram í „sínum" glösum og annað talið vera vanvirðing við viðskiptavin- inn. Þetta segir Holmes að hafi valdið nokkrum erfiðleikum í Bret- landi. Kráareigendur hafí verið tregir í byrjun og m.a. borið við að gestirnir^myndu hreinlega stela glösunum. í Belgíu sé hins vegar " ekki litið á það sem vandamál heldur jákvæðan hlut þar sem við- skiptavinurinn hafi þá eitthvað heima hjá sér er stöðugt minni hann á bjórinn. Þá hafi verið bent á að þetta sé flókið í framkvæmd og vissulega sé það rétt, Belgía sé líklega einhver flóknasti bjór- markaður í heimi. Breski markaðurinn byggist fyrst og fremst á bjórum af „ale"- gerð, flesta þýska bjóra er hægt að flokka sem pilsner og írska bjóra sem dökkan „stout"-bjór. í Belgíu er hins vegar að finna óteljandi tegundir bjóra, sem drukknir eru við ólík tækifæri. Bjórar fyrir vetur og bjórar fyrir sumar. Bjórar er henta sem fordrykkur og bjórar er eiga vel við sæta eftirrétti. Bjórar fyrir síðdegissnakk á kaffihúsi og bjórar fyrir heimspekilegar umræð- ur á kvöldin. Ljósi bjórinn vinsæll Um 40% af belgíska bjór- markaðnum er ljós bjór sem bruggaður er úr hveiti og byggi. Er þar bæði um að ræða bjór í pilsner-stíl sem hvítan bjór eða Vitbier. Ekki er óalgengt að bjórinn sé kryddaður og er Hoega- arden ágætt dæmi en út í hann er bætt kóríander og appelsínu- berki, er bætir við votti af ávöxtum í bragðið. Upphaflega var ástæðan fyrir þessu sú að bjórinn þótti nokk- uð súr og var kryddum bætt við til að gefa honum sætleika. Bjór þessi var upphaflega bruggaður af munkum í bænum Hoegaarden og var framleiðslunni nær alveg hætt á sjötta áratugnum vegna vin- sælda pilsnersins. Árið 1966 hófst hins vegar framleiðslan á ný og hafa vinsældir Hoegaarden stöðugt farið vaxandi síðan, enda um yndis- legan bjór að ræða. Hann er léttur ög ferskur, hvítgulur og þoku- kenndur á jit. Klausturbjór og trappisterar . Mikið af bjórframleiðslu Belgíu er'bundið við ákveðin klaustur og er skýringin auðvitað sú að vegna landfræðilegrar stöðu Belgíu gátu munkarnir ekki stundað vínrækt líkt og til dæmis franskir munkar. Fimm klaustur trappista-reglunnar brugga enn sinn eigin bjór og eru þessir. trappistarbjórar Chimay, Orval, Rochefort, Westvlétéren og Westmalle. Surh klaustur seldu hins vegar réttínn tíl bjórfram- léiðslunnar og eru slíkir bjórar nefndir „klaustur"-bjórar. Einnsá þekktasti er Leffe, sem tæknilega séð má líkja við breskan „ale", en sérkenni slíkra bjóra er að jastrið er látið gerjast ofan á hitunni. Leffe er hins vegar léttari en breskt áíe og að mati sumra er nær að tala um blöndu af pilsner og ale. Hinn Ijósi Leffe Blonde er sá þekktasti, hinn dökki Leffe Brune er sætari og Leffe Triple er sterkastur og flöskugerjaður. Gueuze og Kriek Af öðrum belgískum bjórum má nefna sk. „lambic"-bjóra er draga nafn sitt af bænum Lambeek. Þetta eru hveitibjórar er byggjast á eins- konar sjálfbærri gerjun. Engu geri er bætt við heldur eru gluggar opnaðir og náttúruleg ger látin streyma inn yfir nóttina. Bjórar þessir eru gjarnan látnir þroskast á eikartunnum er áður voru notað- ar undir púrtvín og geymdir í allt frá sex mánuðum upp í þrjú ár. Bjórinn, sem loks er settur á mark- að, er yfirleitt blanda af gömlum og ungum bjór, ekki ósvipað því sem gerist með til dæmis sérrí eða kampavín. Blandaður lambic-bjór er kallaður „Gueuze" og er hann stundum flokkaður sem „kampa- vín" bjórheimsins, enda gjarnan seldur í flöskum með kampavíns- tappa og létt freyðandi vegna áframhaldandi gerjunar í flösk- unni. En ef Gueuze er kampavín bjór- heimsins eru Kriek og Framboise rósakampavínin. Heilum kirsuberj- um (kriek) eða hindberjum (framboise) er bætt út í lambic- bjórinn og hann látinn gerjast áfram. Bestu bjórarnir af þessu tagi eru þurrir og búa yfir nær sömu fágun og kampavín. Einnig eru hins vegar til sætari útgáfur fyrir fjöldamarkaði. Loks má nefna mjög sterka bjóra í a/e-flokknum og óteljandi fjölda staðbundinna bjórstíla. FYRIR nokkrum mánuðum opn- aðist nýr möguleiki fyrir ís- lenska neytendur til að nálgast athyglisnverð vin er sérstakur sérpöntunarlisti var tekinn í gagnið í ðllum verslunum ÁTVR. Vissulega voru ekki mörg vín á listanum í upphafi og menn verða að vera reiðubúnir að leggja á sig ákveðið erfiði 1 il að - nálgast þau. Fara verður í versl- un, fylla út sérstakt pöntuna- reyðublað, greiða 400 króna pöntunargjald og sækja síðan vínið um tveimur dögum siðar. í ^ósi þess hvaða vín eru þarna í boði getur það hins vegar vel verið þess virði að Ieggja þetta ásig. Suðw-Afríka Á sérpöntunarlistanum er til að mynda fyrsta suður-afríska vínið sem hér býðst í almennri sðlu. Um er að ræða Nederburg Cabernet Sauvignon 1992 (1.260 kr.) frá héraðinu Paarl. Neder- burg er með þekktari framleið- endum suður-afrískra vína jafnt innan Suður-Afríku sem utan. Suður-Afríka er með mest spennandi víngerðarlöndum heims þessa stundina og þetta vín er um margt dæmigert fyrir rauðu Cabernet-vinin þaðan. Ilmur er ^júfur, ögn brenndur; bragð mjúkt og þægilegt, reyk- mettað og með sterkum jarð- vegseinkennum. Vín er hentar með flestu kjiiti og ostum. Ástralía Ástraliuvinin hafa notið mik- illa vinsælda á íslandi síðustu árin og nú er loks hægt að fá vín frá Rosemount Estate. Höfuð- stððvar Rosemount eru í Hunter Valley, einu elsta vínræktarhér- aði Ástralíu, norður af Sydney. Fyrirtækið var leiðandi í ástr- ðlsku byltingunni á Bretlands- markað á síðasta áratug og vín þess hafa sömuleiðis notið mikilla Sérpöntunarlistinn vinsælda á Bandaríkjamarkaði. Rosemount South Australia Shiraz 1994 (1.510 kr.) er ungt vín, rauð-fjólublátt að lit. Dmur er þykkur og ðg^n tómatsósuleg- ur, mikið, mikið af sætri eik. Vínið einkennist af ungum ávexti og krafti. Þrátt fýrir kraftinn er það glettilega mjúkt og minnir um margt á gott þykkt kökukrem. Rosemount Chardonnay 1994 (1.510 kr.) er eitt hinna sígildu vína fyrirtækisins. Þetta er Chardonnay frá Hunter Valley, en loftslag þar er nokkuð frá- brugðið suðausturhluta Ástraliu, þaðan sem Chardonnay-vin á ís- lenska markaðnum hafa flest komið til þessa. Vínið er þungt og mikið, sýrulitið og eikað. Bananar og aðrir hitabeltis- ávextir eru áberandi auk þess sem greina má byssupúður. Til- valið fyrir humarvertíðina! ítalía Loks ber síðan að nefna tvð afbragðs vín frá ítalska fram- leiðandanum Masi. Fyrirtækið hefur getið sér orð sem einn besti framleiðandi Verona-hér- aðsins og hefur m.a. lagt mikla áherslu á að velja út ekrur, scm eru dæmigerðar fyrir það besta er héraðið hefur upp á að bjóða. Hvítvínið Sérego Alighieri 1994 (1.280 kr.) er huft sumar- vín. Engin gífurleg dýpt en leik- andi ferskleiki er ilmar af grænu engi. Tilvalinn fordrykkur eða með léttum réttum. Rauðvínið Campofiorin 1991 (1.450 kr.) er hins vegar þyngra vín frá ekrunni Campofiorin í grennd við Marano di Valpolic- ella. Það byggist aðallega á Cor- vina-þrúgunni, en einnig Rondin- ella, Molinara og Rossignola. Við víngerðina hefur verið notið hin gamla, hefðbundna „ripasso"- aðferð er Masi-menn tóku upp að nýju á sjöunda áratugnum. Hefur fyrirtækið nú skráð „rip- asso" sem sérstakt vðrumerki. Með ripasso er í raun blandað saman víngerðartækni tveggja ví nstíla héraðsins, Amarone og Recioto annars vegar og Val- policella hins vegar. Ilinur Campofiorin er þungur og jarðbundinn, minnir áþurrkuð krydd og te. Bragð er mikið, fyll- ing góð og það gefur af sér langt eftirbragð. Vínið er ðgn „ristað" eða brennt á bragðið. Það hefur náð þokkalegum þroska nú þegar en ætti að batna í einhver ár í viðbót. Hreinasta Ijúf meti sem á skilið góðan ítalskan mat.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.