Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 4

Morgunblaðið - 28.07.1996, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ Eölskyldan býr í einu reisu- legasta húsinu við Winnipegvatn og ínammt frá er vegleg snekkja þeirra bundin við bryggju. Þau taka á móti mér eins og þjóð- höfðingja, bera allt sitt besta á borð. A borðstofuborðinu standa tveir íslenskir hraunmolar og_ í bókaskápnum eru bækur um ís- land og ættfræði. Þegar heimilis- faðirinn kemst í stuð setur hann „ísland er land þitt“ á fóninn og þenur græjumar svo að maður heldur að þessi óopinberi þjóð- söngur okkar Islendinga heyrist um Gimli þvert og endilangt. Hann talar dálitla íslensku en hún ekki. Bæði eru þau afkomendur ís- lenskra vesturfara, tilheyra kyn- slóðinni sem naut ávaxtanna af því erfiði sem landnemamir lögðu á sig og þau hafa sannarlega kom- ið sér vel fyrir. Þau hjónin vilja fá að heyra um lífið í landi forfeðr- anna en þegar ég að gömlum ís- lenskum sið minnist á langan vin- nutíma, hátt vömverð og annað sem tekur mesta dýrðarljómann af landinu vilja þau ekki heyra meira. Fyrir þeim er ísland nánast heilagur staður. Hann hækkar „ís- land er land þitt“ enn meir, tekur fram ættartölu Vestur-íslendinga og leitar að uppruna sínum. Þegar landstjórinn í Kanada bauð Islendingum að flytjast þang- að seinni hluta síðustu aldar gerði hann þeim tilboð. Hann bauð þeim sérstakt landsvæði þar sem þeir gætu sett upp sitt eigið ríki, stofn- að sína eigin skóla og haft sín eign lög. Þetta freistaði landnem- anna og Lýðveldið Nýja-ísland var stofnað. Lýðveldi þetta var lagt niður 12 ámm síðar og landnem- amir dreifðust um Manitoba fylki og víðar. Flestir þeirra gerðu sér grein fyrir því að besta leiðin til að koma sér áfram væri að sam- lagast nýju landi og læra tungumálið. Á sumum heimilum varð ís- lenska einskonar leynimál sem aðeins var notað þegar bömin áttu ekki að skilja hvað sagt var. Nú virðist þetta vera að snú- ast við og í kjölfar Vestur-íslendinga Baráttan við upp- runann Þegar gengið er um götur Gimli á venjuleg- um degi kemst maður ekki hjá því að sjá að þar búa íslendingar. Víða eru tveir fánar isiiiSililil <*S»*8ÍSIÍÍ* HllHrlliii || •y'MbIMIimii. S‘«l.......... “““ii iini *»• <»* 11 * * s * • JÓN Timothy Samson hefur gott útsýni yfir sléttur Manitoba héraðs úr skrifstofu sinni. við hún á sömu stöng, fyrir ofan er kanad- íski fáninn og fyrir neðan sá íslenski, örlítið minni. Einn af skemmtilegri matsölustöðum Gimli heitir „Brennivín’s Pizza Hús<( segir Jón E. Gústafsson í seinni grein sinni um Vestur-Islendinga í Kanada. STARFSMAÐUR Þjóðræknifélagsins og Neil Bardal ræðismaður fyrir framan skrifstofuna. margir leggja á sig að læra ís- lensku. Enn þann dag í dag virðist sama munstrið vera í gangi og það má segja að hin tuttugu og átta ára Harpa ísfeld sé gott dæmi / um fyrstu kynslóð Vestur- íslendinga því foreldrar hennar fluttu til Kanada þegar hún var barn en Ingþór, faðir hennar, er prestur í Winnipeg. Þó svo að Harpa sé fædd á Islandi talar hún nán- ast enga íslensku því foreldrar hennar lögðu mikla áherslu á að hún aðlagaðist samfélag- inu og tungumálið hamlaði henni ekki í skóla. Það er á vissan hátt kald- hæðnislegt að hún segist eigin- lega frekar vera kanadísk en ís- lensk. Áhugi á upp- runanum virðist vera eitt af því sem dnkennir Vestur- íslendinga og ætt- fræði er helsta um- ræðuefnið þegar ég hitti nokkra þeirra yfir kaffíbolla skömmu síðar. Linda Colette stærir sig af því að geta rakið ættir sínár aftur til landnáms / víkinga á íslandi. Hún VESTUR-ÍSLENSKI kvikmyndaleikstjórinn Guy Madden er feim- inn við myndavélar og sagði að þetta væri fyrsta myndin sem tekin hefði verið af honum í átta ár. segir einnig að Vestur-íslendingar séu eina fólkið í Kanada sem leggi mikla áherslu á að viðhalda tengsl- um við frændfólk sitt og viti upp á hár hveijir eru þremenningar og fjórmenningar þess. Hún og frændi hennar, Kevin Jón Johnson, skrifa fyrir blaðið Lögberg-Heims- kringla og stór hluti af lífi þeirra virðist snúast um að vera íslend- ingar þó Kevin Jón sé í raun hálf- ur Norðmaður. Carol Mowat á ættir sínar að hluta til að rekja til íslands og kennir íslensku á námskeiðum sem Þjóðræknisfélagið heldur. Hún segist hafa kannast við mörg per- sónueinkenni Vestur-íslendinga þegar hún kom til íslands, þeir séu yfirleitt blátt áfram og lausir við yfirborðsmennsku sem einkenni fólk frá mörgum öðrum löndum. Sögur frá sjúkrahúsinu í Gimli „Ég veit að íslendingar gera stundum grín að Vestur-Islending- úm sem koma í hópum til íslands til að sjá heimahaga forfeðranna. Það er stundum jafn fáránlegt að vera íslendingur hér í Kanada" seg- ir kvikmyndaleikstjórinn Guy Madd- en. Hann er Vestur-íslendingur og er mjög meðvitaður um íslenskan uppruna sinn. Hann gerir þó grín að uppruna-ástríðu Kanadamanna. „Það er lögð mikil áhersla á það hér í Kanada að maður haldi í uppruna sinn og þegar maður er spurður hvað maður sé getur mað- ur ekki sagst vera kanadískur því þá er maður spurður hvað maður sé í raun og veru. Maður er eigin- lega neyddur til að segjast vera eitthvað annað og ég er breskur í föðurættina og það er næstum eins slæmt og að vera kanadískur. Maður þarf helst að vera af ein- hveiju framandi þjóðerni. Það er t.d. flott að vera Armeni, Vietnami eða Tyrki nú eða þá íslendingur. Þú mátt kalla mig íslending og sumir segja jafnvel að ég sé ís- lenskur í útliti en í raun er ég kanadískur". VÍKINGURINN er eitt helsta kennileitið í Gimli. Homin á hjálmin- um hafa þó alltaf verið umdeild. Stúlkan heitir Katherine Tavern- er og er íslensk í aðra ættina. TVEIR stoltir íslendingar í Winnipeg, Jón Sigurðsson og Linda Colette. Guy ólst reyndar upp við sögur af eldgosum og harðindum á ís- landi og hörmungum sem Vestur- fararnir þurftu að ganga í gegnum þegar þeir settust að í Kanada. „Þeir dóu úr bólusótt og öðrum plágum í hundraða tali, drukknuðu í Winnipegvatni og svo framvegis. Að lokum fékk ég það á tilfinning- una að saga forfeðranna og minn íslenski bakgrunnur væri svo ömurlegur að hann væri í raun fyndinn“. Kvikmyndin sem spratt upp úr þessum blöndnu tilfinningum heit- ir „Tales From Gimli Hospital" og fyallar um tvo íslenska landnema Gunnar og Einar sem deila sjúkra- stofu á tímum bólusóttar. Eina deyfingin sem er í boði á þessum spítala við erfiðar skurðaðgerðir er brúðuleikhús sem hjúkrunar- konumar standa fyrir. Við göngum um gamalt verk- smiðjuhúsnæði þar sem smiðir, málarar og hönnuðir eru í óða önn að byggja leikmynd fyrir næstu kvikmynd hans. Guy gerir myndir fyrir afmarkaðan hóp áhorfenda og þær eru oftast eingöngu sýndar á kvikmyndahátíðum og í litlum kvikmyndahúsum. Hann segir að fyrir utan ofangreinda mynd sé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.