Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ DÆGURTONLIST MSALSA-tónlist hefur not- ið mikilla vinsælda á undan- förnum misserum og sér ekki fyrir endann á þeim. Fyrir skemmstu sendi Spor hf. frá sér salsasafn þar sem meðal annars má finna ís- lenskt salsa. Platan nýja ber heitið Salsaveisla aldarinn- ar og á henni er að fínna ýmis lög innlend sem erlend. Af erlendum lögum má nefna lagasyrpu Gypsy Kings, Mas Que Nada með Sergio Mendes og sveit hans, Oye Mi Canto með Gloriu Estefan, La Cumpa- rasita með Xavier Cugat og Gugaione Perez Prado. íslenskir salsatónar vhafa notið vinsælda í áravís og dæmi um það eru lög með Hauki Morthens og Jó- hanni Möller, bæði lögin orðin 41 árs. Eftir það var heldur hljótt um mambó og cha cha þar til Bogomil Font tryllti landsmenn með Marsbúa Cha Cha. Hljóm- FRABÆR © o e$. * * o * • • J • o 0 ÞEIR félagar Richard D. James og Mike Paradinas eru með fremstu tónlistarmðnn- um Bretland um þessar mundir og marka nýjar brautir í danstónlist. Þeir gera þó lítið af því að gefa út undir raun- verulegum nðfnum sín- um, grípa frekar til fjölda dulnefna, ekki sist Tónlistin á Mike & Rich er um margt sér- kennileg, einskonar blanda af sirkustónlist, sjónvarpstónum, technoi og fðnki með salsa- kryddi eftir þðrfum. Minnir reyndar á kðfl- um á þá tónlist sem Ric- hard „Aphex Twin“ Ja- mes lék á Uxa sælla minninga. Áheyrandi TIL AÐ koma hljómsveit á framfæri er heillaráð að gefa eitthvað út. Ekki þarf heldur altaf breiðskífu til, því það má haga málum eins og hljómsveitin Sól- dögg gerði fyrir skemmstu er hún gaf út fimm laga disk sem hún kállar Klám. Sóldögg ertæpra tveggja ára og hefur stundað ballspilamennsku frá fyrstu tíð. Söngspíra Sóldaggar segir að sveitin sé fyrst og fremst að gefa út til að kynna sig, en einnig til að koma á framfæri frum- sömdum lögum, því það sé eðlilega skemmtilegast að spila þau. „Okkur fannst ekki ástæða til að gefa út bestu lögin, en ekki að gefa U GLU H AJ0318 út tólf eða þrettán laga plötu með fimm frá- bærum, en restinni meðallagi." Hann segir að þeir Sóldaggarliðar hafi þegar orðið varir við að platan sé ágæt viðbót, „en við höfum hamast og svitnað um land allt á undan- förnum misserum og erum því orðnir ansi vel kynntir.“ Sóldögg stefnir að því að taka sér spil- afrí til að semja lög á næstu skífu; halda saman í sumarbústað í tvær vikur. „Það er algjört rugl að ætla sér að semja lög á hlaup- um, það kemur ekkert frá hjartanu þannig. Við verðum að fá tíma til að komast niður á jörð- ina og faðmast og kyss- ast til að ná saman til að semja.“ til að fá útrás á mörgum sviðum. Það þótti saga tál næsta bæjar þegar þeir hljóðrituóu saman breiðskífu. Sú breiðskífa lét reyndar á sér standa, því dijúgur tfmi leið frá því upptökur fóru fram þar til platan, Famous Knob Twiddl- ers, var gefin út. Á henni kallar þeir félagar sig Rich & Mike, en líklega eru þeir þekktastir und- ir nöfnunum Aphex Twin og m-ziq. fær reyndar á tilfinning- una að hann sé að hlaupa apríl, enda eru þeir félagar annálaðir ugluspeglar þegar tón- list er annars vegar. Heiti plötunnar bendir í sömu átt, því það er mjög tvírætt upp á ensku. í nýlegu viðtali í Muzik segja þeir félagar aftur á móti að þeim sé full alvara með tónlist- inni, en bæta við að helsti draumuriun sé að semja tónlist fyrir sjón- varp, ekki síst bama- tímastef. sveit hans Milljónamær- ingarnir hélt áfram eftir að Bogomil hvarf til annarra starfa og nú syngur með henni Stefán Hilmarsson, eða Stephan Hilmarz. Sam- an flytja Stephan og Millj- ónamæringarnir lögin Lúð- vík, Kaffi til Brasilíu og Svimi, svimi svitabað, en í síðastnefnda lagmu kemur Anna Mjöll Ólafsdóttir einnig við sögu. Fyrsta lagið er eftir þá Stefán og Ást- vald Traustason. Lokalag plötunnar er svo Kónga- samba astralsveitarinnar Júpíters, sem sendi frá sér fræga plötu fyrir fjórum árum. „Skítamórall“ á plast TIL AÐ kynna sveit, ekki síst b'allsveit, er fátt betur fallið en gefa út. Sú leið hefur meðal annars reynst hljóm- sveitinni Skítamóral vel, en hún sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna „Súper“. Skítamórall er sex ára sveit, en að sögn að- standenda hefur hún tekið sér frí öðru hvoru, þar á meðal eitt sem stóð í hálft annað ár. Þráðurinn var síðan tekinn upp fyrir hálfu öðru ári með það fyrir augum að gefa út breiðskífu sem gekk eftir. „Við höfum haft nóg að gera, enda erum við sterkir á okkar heimasvæði, Selfossi og héruðum í kring, en í vor ákváðum við að kýla á plötu," segir söngvari sveitarinnar, Gunnar Óla, glaðbeittur. Hann segir lögin á plötunni nánast öll samin fyrir þessa plötu, en á henni eru einnig iög úr ýmsum áttum, þar á meðal Barbapabbarokk, sem hann segir að fái að fljóta með þeim félögum til gamans. Gunnar segir að frum- sömdu lögin séu öll á balldag- skrá sveitarinnar og reyndar öll lögin á disknum utan eitt eða tvö sem séu fullróleg, og því gefí hann ágæta svip- mynd af sveitinni. „Plötunni er ætlað að kynna okkur og það hefur tekist vel,“ segir Gunnar, „það skiptir miklu að komast í útvarp og kynna hljómsveitina út um land, ekki síst ef við ætlum að spila víðar en á Suður- landi, sem við höfum reyndar gert.“ Kleyjhugar ENDURNÝJUN er ekki ýkja hröð i íslensku rokki; horfin er fjöl- skrúðug flóra og áhugaverðum nýsveitum fækkar. Hvað veldur er ekki gott að segja, sumir vilja kenna um danstónlistinni, sem blómstrar sem aldrei fyrr, en líklegasta skýringin er skortur á almennilegum tónleikastað. Að þessu sögðu er rétt að geta þess sem vel er gert; Kvartett Ó. Jónsson & Gijóna, sem sendi frá sér sína fyrstu sjötommu fyrir stuttu, skipar sér í flokk með þeim sveitum sem eru að gera góða hluti og ferska. Kvartett Ó. Jónsson & Gtjóna hélt upp á ársafmæli sitt fyrir fáum vikum og sendi þá frá sér sjötommuna sem ber nafn hljómsveitarinnar. Talsmaður sveitarinnar, Ó. Jóns- son, segir liðsmenn hafa spilað saman áður sem Púff, en mannaskipan sé nokkuð breytt, „og tónlistin allt önnur“. Hann segir þá félaga hafa haft þann háttinn á að leika frekar á fáum tónleikum og stórum en mörgum og smáum á því rúma ári sem þeir hafa starfað saman. „Við vinnum lögin mikið til í hljóðveri, höfum komið okkur upp eigin veri, semjum þar og tökum upp, og sum laganna heyrast jafnvel aldrei á tónleikum." Þrátt fyrir hljóðversvinnu og það töh'ustúss sem tilheyrir segir hann þá ekki gefna fyrir tölvutóna almennt. „Það gefur svo Gunnar segir að þeir félagar séu svo ánægð- ir með hvernig til tókst að frekari útgáfa sé á döfínni, að minnsta kosti lag fyrir jól og kannski meira. „Það er gaman að spila öll lög, en óneitanlega er mest gaman þeg- ar fólk er farið að þekkja lögin okkar og syngja og dansa • með.“ miklu meira að spila með venjulegum hljóðfær- um, miklu meiri stígandi og spennu, það vill verða svo dautt með tölvum.“ Ó. Jónsson segir að hljómsveitin sé mjög kleyfhuga og að tónleikadagskráin sé allt öðru- vísi en það sem þeir félagar taka upp. „í hljóðver- inu notum við oft hljóðfæri sem við notum ekki á tónleikum og reyndar er margt af tónlistinni einskonar bíótónlist." Þeir segja að umrædd sjötomma sé sýnishom af því sem sveitin er að fást við, eitt tónleikalag og önnur sem spanna það sem Kvart- ettinn er að gera , einskonar sýnishorn. „Við tökum eitt lag á disknum á tónleikum og gerðurn við það myndiband, einskonar ástarsögu." Ó. Jónsson segir að þeir félagar hafi leitað fyrir sér með frekari útgáfu og sem stendur sé líklegt að bandarísk útgáfa gefí út breiðskífu með kvart- ettnum, en þeir félagar hafi þegar tekið upp tón- list sem duga myndi á slíka skífu og gott betur, þeir eigi aðeins eftir að velja lögin saman. eftir Árna Motthíasson Einn liðsmanna sveitarinnar er lagstur í ferðalög og tónleikar eru ekki í aðsigi sem stendur. „Við erum búnir að halda útgáfu- tónleika og það verður að duga í bili,“ segja þeir félagar og boða um leið frek- ari útgáfu því þeir gefa út póstkort á næstunni með mótífinu utan á plötunni. „Við viljum hafa þetta grand og því leggjum við eins mikið í útgáfuna og við getum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.