Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 B 25 VIGDIS FERDINANDSDÓTTIR MIKIÐ hlýtur hún Vigdís að hafa verið falleg þegar hún var ung var meðal þess fyrsta sem flaug gegn- um huga mér þegar ég sá hana fyrst. Gamlar myndir sanna fyrir mér að þetta hugboð mitt var rétt. Ég kynntist Vigdísi fyrst þegar ég heimsótti son hennar Harvey Georgsson Tousignant á heimili þeirra fyrir mörgum árum. Fáir eru þeir inn- an íslensku skákhreyf- ingarinnar sem ekki þekkja Harvey. Harvey er sterkur skákmaður, var meðal annars skákmeistari Reykja- víkur fyrr á árum og hefur í tímarit- inu Skák verið kallaður vinsælasti skákmaðurinn á íslandi. Nú hafa þau Vigdís og Harvey búið á hæðinni fyrir neðan mig í stigahúsinu í rú- man áratug og hefi ég því haft að- stæður til að kynnast þeim enn bet- ur og nánar. Vigdís hefur verið allt í öllu í stigahúsinu. Hún sá um hússjóðinn, samdi um viðhald og umhirðu, þekkti alla, jafnt sögu hússins og viðgerða sem og fólkið í blokkinni. Ef eitt- hvað kom upp varð að leita upplýs- inga hjá Vigdísi. En Vigdís fylgist líka ótrúlega vel með mönnum og málefnum í þjóðfé- laginu, þekkir söguna og tekur óhik- að afstöðu þegar málin eru rædd. Ævi hennar hefur ekki alltaf verið auðveld, einhveijir hefðu sjálfsagt látið bugast í þeirri baráttu sem hún hefur háð. Vigdís Ferdinandsdóttir er fædd 11. ágúst 1921. Foreldrar hennar voru Ferdinand Róbert Eiríksson, skósmiður í Reykjavík og kona hans Magnea Ólafsdóttir. Ferdinand rak skó- smíðaverkstæði hér í borg í 60 ár, þar af hálfa öld að Hverfis- götu 43 og hafði um tíma fimm lærlinga. Magnea var fædd á Ól- afsvöllum á Skeiðum og meðal systkina^ hennar voru Siguijón Ólafsson myndhöggvari, Guðni sem stofnaði og rak Ingólfsapótek og síðar heildverslunina G. Ólafsson, og Gísli faðir Erlings leikara. Vigdís lauk prófi frá Verslunar- skólanum 1939 og vann ýmis skrif- stöfustörf, þar á meðal í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu í sjö ár. Árið 1941 kynntist Vigdís banda- rískum lækni af frönskum ættum, Harvey Georg Tousignant og hafði það mikil áhrif á allt lífshlaup henn- ar. Þau Vigdís trúlofuðust en fengu ekki að giftist vegna ákvæða hers- ins. Harvey læknir var sendur til írlands áður en sonur hans Harvey fæddist. Eftir stríðið hittust þau Vigdís en lentu í alvarlegu bílslysi í Bandaríkjunum. Harvey var sendur á hersjúkrahús en Vigdís á almennt sjúkrahús og leiðir skildu. En læknir- inn reyndist Vigdísi vel. Framan af lét hann hana hafa helming launa sinna og í rúm 40 ár sendi hann syni sínum mánaðarlegar greiðslur. Aðeins þriggja ára smitaðist Harvey Georgsson af berklum, fyrst í rist. Sex ára gamall fékk hann berkla í mjaðmagrind og var þá lagð- INNLENT ur á sjúkrahús þar sem hann lá í 2 ár í gipsi á hægri fæti frá tám upp að mitti. Síðar tóku berklarnir sig aftur upp og Harvey lá í gipsi enn í tvö ár frá 10 til 12 ára aldurs. Erfiðleikasagan varð löng og um 17 ára aldur réðst Harvey í að láta lengja hægri fótinn, losnaði við sér- smíðaða skó og líf hans breyttist. Hann hefur verið móður sinni stoð og stytta alla tíð síðan. Lengi hef ég þekkt Harvey Ge- orgsson en aldrei heyrt hann tala um sjúkrasögu sína, þó hann hafi misst af stórum hluta æsku og skóla- göngu. Ef á þetta er minnst segir hann: „Ég held margir hafi lent í verra.“ Engum getum þarf að því að leiða að hlutskipti Vigdísar hefur ekki ailtaf verið auðvelt. Þegar Harvey var 13 ára giftist hún Ragnari Frí- mannssyni sjómanni og eignaðist með honum tvo syni, Róbert og Ragnar Frímann. Þau skildu eftir átta ára sambúð. Lengst af hefur því Vigdís brotist áfram ein og oftast haft vindinn í fangið. Upplagið er gott og þessi gáfaða, heiðvirða og góða kona hef- ur sigrast á erfiðleikunum. Henni hefur tekist að varðveita vilja sinn óbrotinn þótt öldurnar hafi stundum risið hátt. Vigdís er greind og marg- fróð. Hún segir skoðanir sínar oftast óhikað og umbúðalaust. Hún er list- hneigð og hefur mikla ánægju af höggmyndalist, myndlist og tónlist. Hún fylgist vel með þjóðmálum og minnið er sterkt og það svo að hún getur rakið löngu liðna atburði oft með verulegri nákvæmni. Og Vigdís er hjálpsöm, greiðvikin og vinföst. Um leið og ég sendi henni vinar- kveðjur á þessu merkisafmæli henn- ar þakka ég margan kaffisopann, þegar við Harvey höfum raðað upp á sextíu og fjögurra reita borði. Bið ég þann sem öllu ræður og „himins- ins gætir stjórnarlaga“ að færa henni björt og gleðirík elliár. Guðm. G. Þórarinsson. HJÓNIN Dorothy Ellison og Rúnar Hartmannsson með sýnis- horn af nýju grafskreytingunum. Nýjung í grafskr eytingum Hveragerði. Morgunblaðið. FYRIRTÆKIÐ Okkar markmið ehf. var nýverið stofnað í Hvera- gerði. Hið nýja fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu grafskreytinga. Grafskreytingar eru nýjung á markaðnum, bæði hérlendis og er- lendis, og hefur fyrirtækið þegar sótt um einkaleyfi á hugmyndinni. Að sögn Rúnars Hartmannsson- ar, sem er einn eigandi fyrirtækis- ins og aðalhönnuður þess, felst hugmynd þeirra í nýrri tækni er gerir kleift að vernda ljósmyndir og ritaðan texta fyrir sólarljósi og veðrun mun betur en áður hefur þekkst. Grafskreytingarnar eru því legsteinar sem á margan hátt eru frábrugðnir þeim sem fyrir eru á markaðnum. Er þá bæði átt við útlit og hönnun. Grafskreytingarn- ar eru til í fjölmörgum gerðum og stærðum bæði með og án inn- byggðra ljósa. Rúnar tók þátt í hugmyndasam- keppninni „Snjallræði“ árið 1993 og hlaut í framhaldi af því styrk til áframhaldandi þróunar verkefn- isins. Grafskreytingarnar voru síð- an í fyrsta sinn til sýnis almenningi á handverkssýningunni „íðir“ sem fram fór í Laugardalshöll nýlega og vöktu þar mikla athygli. Til sölu pallhýsi Glæsilegasta pallhýsi sem sést hefur á íslandi er til sölu. Nýtt sérhannað fyrir Dodge Ram, short bed, Texon 8 feta fellitopp- ur með 24 aukahlutum. Uppl. í símum 896-8320 Kristinn og 852-5027 Magnús. KENNSLA Erum að fara aftur af stað eftir sumarfrí. Opið hugleiðslukvöld í kvöld kl. 20.30 í Sjálfeflissaln- um, Nýbýlavegi 30, (gengið inn Dalbrekkumegin) undir stjórn Kristínar Þorsteinsdóttur. Aðg. 350 kr. Allir velkomnir. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Nýja postulakirkjan, Ármúla 23, 108 Reykjavík. Guðsþjónusta alla sunnudaga kl. 11.00. Verið hjartanlega vel- komin í hús Drottins. Ungt folk Almenn samkoma i Breiöholts- kirkju kl. 20.00. Séra Magnús Björnsson predik- ar. Mikil lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. N VEGURINN íV Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kopavogí Kvöldsamkoma kl. 20.00. Nýtt upphaf! Samúel Ingimars- son predikar. Hjá Drottni er gnægð lausnar Sálm. 130:8. Fyrirbænir og þjónusta í Heilög- um anda. Jesús elskar þig. Allir velkomnir. Rauðarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400, 897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Kristið s t • I í I i | Samkoma í Bæjarhrauni 2, 2. hæð. í kvöld kl. 20.00. Jón Þór Eyjólfsson predikar. Allir velkomnir. Bænastund öll kvöld þessa viku kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Daníel Glad. Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Barnagæsla á meðan á samkomu stendur. Allir hjartan- lega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Miðvikudagur kl. 20.00, Bibllu- lestur. Föstudagur kl. 20.30, unglingasamkoma. Sma auglýsingar Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Fagnaðarsamkoma fyrir kristni- boðana Karl Jónas Gíslason og Ragnheiði Guðmundsdóttur, sem komin eru heim frá störfum í Eþíópíu. Allir velkomnir. Scímhjólp Almenn samkoma í Þríbúöum, Hverfisgötu 42, I dag kl. 16. Mikill almennur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumenn: Björg Lárusdóttir og Þórir Haraldsson. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Samkoma í dag kl. 11. Guðlaugur Laufdal prédikar. „Fyrstu skrefin11 (Heilagurandi), í kvöld kl. 20 „Samfélag v/Heilagan anda“. Kennsla á miðvikudag kl. 20. Jódís Konráðsdóttir. Bóksala alla virka daga frá kl. 14-16 og eftir samkomur. Allir hjartanlega velkomnir til okkar! ui Samhjálp. T O, c* JÓGASTÖÐIN HEIMSLJÓS Kripalujóga: Vellíðunar- námskeið 12.-21. ágúst á mán./mið. kl. 18.15-20.15. Lærðu að lesa úr skilaboðum likamans. - Skoðaðu streituvaldana í lífi þínu og lærðu að skilja þá. - Kynnstu einföldum aðferðum til þess að hlúa að líkamanum. - Öðlastu aukna meðvitund um samskipti þin við sjálfa/n þig og aðra. Öndunaræfingar, slökun og hug- leiðslutækni. Leiðbeinandi: Helga Mogensen, jógakennari. Uppl. og skráning í sima 588 4200 kl. 13-19. Jógastöðin Heimsljós, Ármúla 15. Hallveigarstíg 1 • simi 561 4330 Sumarleyfisferðir 13.-18. ágúst: Laugar, Strútslaug, Básar kl. 8.00. Farið í Laugar og þaðan gengið í Hattver. Áfram er hald- ið yfir Torfajökul, í Strútslaug. Gengið um Emstrur og endað í Básum. Stórkostleg tjaldferð um stærstu hrafntinnu- og líparít- svæði landsins. Verð 9.900/10.900. 13. -17. ágúst: Landmannalaugar-Básar kl. 8.00. Gisting í skálum. Verð 12.700/13.900. 14. -17. ágúst-Vatnajökull kl. 8.00 Ferð yfir Vatnajökul á sérútbúnum jeppum. Ekið upp Skálabrekkujökul og þaðan þvert yfir jökulinn í Kverkfjöll þar sem hinir stórfenglegu Hveradalir verða skoðaðir. Þaðan verður fariö í Grímsvötn þar sem gist verður í tvær nætur. 20.-24. ágúst Landmanna- laugar- Básar kl. 8.00Trússferð. Allur farangur fluttur á milli gististaða á bíl. Gist í tjöldum. Verð 14.700/15.800. Netfang: http://www.centrum.is/utivist KROSSINN Sunnudagur: Samkomuherferðin með Mike Riordan heldur áfram í dag kl. 16.30. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Strax að lokinni samkomunni verður veisla í efri sal kirkjunnar til heiðurs gestum okkar. Þriðjudagur: Samkoma með Mike Riordan og gestum okkar frá Hollandi kl. 20.30. Miðvikudagur: Samkoma með Mike Riordan og gestum okkar frá Hollandi kl. 20.30. Dagsferð 11. ágúst Kl. 10.30: Reykjavegurinn, 6. áfangi, Bláfjöll - Kolviðarhóll. Gangan hefst að nýju eftir sum- arfrí í júlí. Farið verður frá BSÍ, hægt að koma inn i ferðina við Mörkina 6 og Árbæjarsafn. Helgarferðir 14.-15. ágúst Fimmvörðuháls, í miðri viku kl. 8.00 Verð 5.100/5.600. 16.-18. ágúst Básar kl. 20.00 Fjölskyldusvæði í gróð- urvin undir jöklum. Gönguferðir við allra hæfi. Verð 4.300/4.900. 16. -18. ágúst Skaftárdalur, Leiðólfsfell kl. 20.00 Gist í Skaftárdal, geng- ið að Leiðólfsfelli þar sem hópur- inn veröur sóttur. Ný gönguleið um einstaklega fallegt svæði. Verð 7.800/8.400. 17. -18. ágúst Fimmvörðuháls, norður niður kl. 8.00 Ekið upp á hálsinn og gengiö niður í Bása þar sem er gist. Verð 6.100/5.600. Netfang: http://www.centrum.is/utivist Hjálpræðis- herinn Kirkjustræti 2 Kl. 20.00 Hjálpræðissamkoma í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ISLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Dagsferðir sunnudag 11.ágúst 1) kl. 10.30 Reykjavegur 6. ferð. Raðganga Ferðafélagsins og Útivistar hefst nú að nýju eftir nokkurt hlé. Gangan hefst við þjónustumiðstöðina i Bláfjöllum og liggur leiðin suður fyrir Blá- fjöll að Fjallinu eina. Síðan verð- ur fylgt Ölafsskarðsvegi að eld- stöðinni Leitin, Syðri- og Nyrðri- Eldborg, Lambafelli (Þrengsla- vegi) að Litla Reykjafelli. Áfang- anum lýkur í Sleggjubeinsdölum (Kolviðarhól). Sætaferðir f rá SBK - Keflavík kl. 10.00. Verð kr. 1.000. 2) Kl. 13.00 Lakastígur-Ölfus, gömul þjóðleið. Gangan hefst v/Gráhnúk sunnan Hveradala. Verð kr. 1.200. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni og Mörkinni 6. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni og Mörkinni 6 í ferðirn- ar. Helgarferðir F.Í.: 16. -18. ágúst: kl. 20.00 Þórs- mörk. Gist í Skagfjörðsskála. 17. -18. ágúst: kl. 9.00 Ævintýra- ferð í Þórisdal (gist i helli). Sumarleyfisferðir: 14.-18. ágúst: Kjalvegur hinn forni. Nokkur sæti laus í ferðir um „Laugaveginn" i ágúst. Fundur alla mánudaga fyrir „Laugavegs-farþega" í Risinu, Mörkinni 6 (kl. 20.00), þriðju- daga kl. 20.00 fyrir farþega í Kjalvegsferðir. 16.-18. ágúst: Milli Hvítár og Þjórsár. Árbókarferð 1996 (3 dagar). Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélagsins! Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.