Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ STEFNUMÖRKUN í STAEFSMANNA- MÁLUM REYKJAVÍKURBORGAR UM ÞESSAR mundir fer fram víð- tækt starf innan borgarkerfisins að stefnumörkun í starfsmannamálum Reykjavíkurborgar. Þetta starf sæt- ir tíðindum, því þetta er í fyrsta "■skipti sem stjómendur höfuðborg- arinnar hafa einsett sér að móta stefnu í starfsmannamálum. Starfs- mannastefnan á að vera aðgengileg og öllum kunn, skýr, réttlát og nútímaleg. Hún mun snerta þá hátt í 7.000 starfsmenn sem hjá borg- inni vinna að jafnaði og auðvitað beint og óbeint tæplega helming íslensku þjóðarinnar sem býr í höf- uðborginni. Stefnumörkun borgaryfirvalda í starfsmannamálum sætir líka tíð- indum af þeirri ástæðu að þau eru enn mjög fá fyrirtækin og stofnan- irnar á Islandi sem hafa vel skil- greinda starfsmannastefnu. Þetta gildir hvort heldur er um hið opin- bera eða hið almenna atvinnulíf. Það er trú mín að þegar upp verður staðið muni fáir ef nokkrir á íslensk- um vinnumarkaði hafa betur út- færða stefnu hvað varðar til dæmis jafnréttismál, símenntun og starfs- þjálfun og möguleika starfsfólks til þróunar í starfi, svo aðeins fá atriði séu nefnd. í þessari grein vil ég greina frá því hvert við erum komin í þessari vinnu og þeim meginhugmyndum ^tsem að baki liggja. Byggt á óskrifuðum lögum, gömlum hefðum og þegjandi samkomulagi Eitt af fyrstu verkum mínum í embætti borgarstjóra var að láta fara fram athugun á stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, sem var ætlað að leiða í ljós hvort og hversu mikl- ar breytingar nauðsynlegt væri að gera á stjómkerfinu til að gera það liprara og opnara gagnvart almenn- ingi og auðvelda framkvæmd þeirra ákvarðana sem teknar eru af borg- arstjóm og borgarstjóra. Könnunin staðfesti hversu brýnt það var orðið að móta starfsmannastefnu. -• Það er þó ekki svo að engin starf- mannastefna hafi verið til hjá Reykjavíkurborg. Hún var auðvitað til - en hvergi fest á blað, hvergi rædd opinskátt. Mjög margt í starf- semi borgarkerfisins, vinnulagi, verkaskiptingu, boðleiðum o.s.frv byggist á óskrifuðum lögum, göml- um hefðum og þegjandi samkomu- lagi. Slíkir starfshættir geta kannski gengið í litlu lokuðu kerfi þar sem enginn efast um það gildis- mat og viðhorf sem að baki býr. En fyrir nýjan meirihluta við stjórn- völinn hjá Reykjavíkur- borg er þetta algerlega óviðunandi. Kerfinu var stjórnað af körlum, framaleiðir almennt mjög ógegnsæjar og ekki síst þar sem konur áttu í hlut, og ekki ríkti óskorað traust á því að málsmeðferð, umbun og úthlutun tækifæra í starfi væri réttlát. Hlutur kvenna í stjórn- unarstörfum var af- skaplega rýr og má nefna að konur í stöðum yfirmanna borgarstofnana voru teljandi á fingrum annarrar handar. Engar skriflegar starfslýsingar voru til og ábyrgð yfirmanna illa skilgreind. Af þeim sökum var mikil tilhneiging ríkjandi til að ýta úrlausnarefnum upp fyrir sig með þeim afleiðingum að of mörg mál er vörðuðu starfs- mannastjórnun og eðlilegt væri að leysa á neðri stigum í kerfinu lentu á borði æðstu yfírmanna eða jafn- vel borgarstjóra. Þetta eru aðeins fá dæmi um stjórnunarhætti sem fyrir löngu voru famir að standa borginni fyrir þrifum. Við aðstæður sem þessar er auð- vitað mikið svigrúm fyrir geð- þóttaákvarðanir og hentistefnu og erfítt er að ná fram markmiðum um valddreifingu og skilvirkni. Til að svo geti orðið þurfa bæði al- mennir starfsmenn sem og stjóm- endur á öllum stigum að geta sótt styrk og stuðning í skýra stefnu, sem framkvæmd er með líkum hætti um allt borgarkerfíð. í opin- berum rekstri eru sífellt meiri kröf- ur gerðar um árangur starfsmanna og góða nýtingu fjármuna. Með því að skýra samskiptareglur milli stjómenda og starfsmanna að því marki sem þær koma eiginlegum rekstri, framleiðslu og þjónustu við þá er verið að draga úr líkum á því að ómarkviss vinna og aðferðir í starfsmannastjórnun hafí truflandi áhrif á árangur og leiði til sóunar fjármuna. Skýr og greinargóð stefna í starfsmannamálum skiptir því miklu máli vegna þess árangurs sem stefnt er að í rekstri. Starfsmannastefna í mótun Þegar Reykjavíkurlistinn tók við stjórnartaumunum í Reykjavík fyrir rétt rúmum tveimur árum, settist ég í stól borgarstjóra á grund- velli stefnu um m.a. grenndarlýðræði, vald- dreifingu, aukna þjón- ustu við borgarbúa, mikla áherslu á jafn- rétti kynja og aukna skilvirkni í rekstri borgarinnar. Stefna okkar felur í sér að Reykjavíkurborg sem vinnustaður gangist við ábyrgð sinni gagn- vart samfélaginu í heild og á velferð starfsmanna sinna, tryggi þeim öryggi í starfí, virði réttindi þeirra og efli þau - og leitist af fremsta megni við að þróa inntak allra starfa þann- ig að þau veiti þeim sem störfunum gegna aukna lífsfyllingu. Um leið er það afdráttarlaus stefna okkar að sýna ráðdeild og hagkvæmni í rekstri og auka skilvirkni í borgar- kerfínu. Það gefur augaleið að pólitískt afl, sem m.a. hefur aukin áhrif borgarbúa á mótun þjónustu sem þeim stendur til boða hjá borginni á stefnuskrá sinni, hlýtur að vilja starfsmannastefnu sem byggir á lýðræðislegum áherslum og á hug- myndum um valddreifingu, réttlæti og ábyrgð. Verkefnið er vandasamt og viðamikið og enn miklu ólokið. Að lokinni úttektinni á stjórn- kerfi borgarinnar var í desember 1995 settur á stofn starfshópur um mótun starfsmannastefnu. I hópn- um eru stjórnendur frá hinum ýmsu stofnunum borgarinnar auk fulltrúa starfsmanna og aðstoðarkonu minnar sem starfa undir for- mennsku starfsmannastjóra Reykjavíkurborgar. Með hópnum vinnur utanaðkomandi ráðgjafí sem er sérfræðingur í starfsmannamál- um. Þar að auki hefur verið mynd- aður svokallaður ráðgjafahópur sem er útvíkkaður hópur stjórnenda og fulltrúa frá stéttarfélögum. Þessari samvinnu er ætlað að skapa grundvöll fyrir því að góð samstaða náist um alla helstu málaflokkana sem endanlega verða starfsmanna- stefna Reykjavíkurborgar. Þegar hefur verið gripið til nokkurra sér- tækra aðgerða sem snerta þessa vinnu. Nýjar áherslur í kjarasamningum Áður en kom að gerð síðustu kjarasamninga milli borgarinnar og starfsmanna hennar voru gerðar ráðstafanir til að gera samninga- nefndina næmari fyrir því hvemig mátti koma betur til móts við hags- muni kvenna í kjarasamningagerð- inni. í því skyni voru tvær konur skipaðar í nefndina í fyrsta sinn í sögu hennar. Við gerð kjarasamn- inganna við viðsemjendur borgar- innar - sem eru hvorki meira né minna en 28 talsins - voru í fram- haldinu stigin ákveðin og árangurs- rík skref í þá átt að minnka launa- mun kynjanna. Þannig fékk samn- inganefnd borgarinnar það vega- nesti að taka sérstakt tillit til lægstu launa svo og til hefðbundinnna kvennastarfa. Þetta hefur leitt til þess að laun kvenna hafa hækkað talsvert meira en laun karla. Á tíma- bilinu mars til október í fyrra, en á því tímabili voru kjarasamningarnir gerðir, hækkuðu laun borgarstarfs- manna að meðaltali um 8,6%, 6,4% hjá körlum en 10,3% hjá konum. Samninganefndin fékk líka það verkefni að kanna með .viðsemjend- um sínum möguleika á að athuga Stefnt að valddreifingu, réttlæti o g ábyrgð, skrifar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir um víðtækt starf sem nú fer fram innan borgar- kerfisins á þessu sviði. kosti varðandi gerð kerfísbundins starfsmats og gerð starfslýsinga. Starfsmannahald borgarinnar var í kjölfarið styrkt þannig að hægt sé að vinna að gerð starfslýsinga og ráðningasamninga við alla starfs- menn borgarinnar og er sú vinna í fullum gangi. Þá tekur Reykjavík- urborg þátt í samstarfsverkefni með ríki og Jafnréttisráði um starfsmat sem aðferð til að draga úr launamun kynja og er þess vænst að það leiði til þess að tilrauna- starfsmat verði gert sem nái m.a. til valinna borgarstofnana. Þá var í þessum kjarasamningi í fyrsta sinn sett inn ákvæði um starfs- og endurmenntun á vegum borgarinnar. Starfsmenntunar- nefnd var sett á fót og á hún m.a. að skipuleggja starfsmenntunar- kerfi og leggja fram mat á launa- áhrifum námskeiða. Með þessu, svo og með ráðningu sérstaks fræðslu- fulltrúa sem hefur hrundið viðamik- illi innri fræðslustarfsemi, svo sem stjórnendafræðslu af stað, eru bundnar miklar vonir við að borgar- yfírvöldum takist að framfylgja hugmyndum sínum um símenntun og möguleika starfsfólks á persónu- legri og faglegri þróun í starfi. Hlutur kvenna í ábyrgðar- og sljórnunarstöðum aukinn í kjölfar þessara aðgerða voru þau boð látin út ganga til allra for- stöðumanna stofnana og fyrirtækja borgarinnar að það væri stefna borgaryfirvalda að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðar- stöðum á vegum borgarinnar. I ljósi þess var óskað eftir því að sú stefna yrði gerð sýnileg þegar störf á veg- um borgarinnar væru auglýst. Þeg- ar hefur marktækur árangur náðst í því að fjölga konum í stjórnunar- stöðum hjá Reykjavíkurborg og eru þær nú allt að fjórum sinnum fleiri í æðstu stjómunarstöðum en þær voru fyrir tveim árum. Rétt er einnig að geta þess að fyrir réttu ári fól ég Félagsvísinda- stofnun Háskólans að gera ítarleg- an samanburð á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg og verður hún lögð fyrir borgarráð og kynnt ítarlega á næstu dögum. Rannsóknin staðfestir svipaðan launamun kynja hjá Reykjavíkur- borg og gildir almennt á íslenskum vinnumarkaði þar sem launamunur sem ekki tekst að skýra með öðru en kynferði er um 11%. Það kemur einnig í ljós í rannsókninni að launa- munurinn á ekki nema að litlu leyti upptök sín í taxtakerfinu sjálfu eða í dagvinnulaunum, heldur verður hann aðallega til þar sem auka- greiðslur dreifast ekki með sama hætti til karla og kvenna. Þessi rannsókn mun nýtast við gerð jafn- réttisáætlana innan hverrar borgar- stofnunar fyrir sig, en þær áætlan- ir eiga m. a. að ná til þess hvernig og hversu hratt launamunur milli kynja verði minnkaður. Ný jafnréttisáætlun samþykkt Borgarráð samþykkti ítarlega jafnréttisáætlun 7. maí síðastliðinn og er ætlunin að útfæra hana nán- ar innan hverrar stofnunar fyrir sig. Samhliða því var starfí jafnrétt- isfulltúa breytt og því gefíð meira vægi. Meðal ákvæða í jafnréttis- áætluninni er yfírlýsing um að starfsfólk borgarinnar skuli eiga kost á sveigjanlegum vinnutíma og með ýmsum öðrum hætti gert auð- veldara að samræma fjölskyldu- ábyrgð starfí, stefnt er að því að fjölga konum í stjórnunarstöðum og stofnanir og fyrirtæki borgarinn- ar eru skylduð til að auglýsa stöður til umsóknar, en á því_ hefur verið talsverður misbrestur. í auglýsingu skal koma fram hvatning til þess kyns sem er í minnihluta í starfs- grein um að sækja um starfíð og kveðið er skýrt á um að það kynið sem er í minnihluta skuli að öðru jöfnu ganga fyrir við ráðningar í störf. Mörg önnur ákvæði, svo sem um kynhlutlaust starfsmat, fræðslu um jafnréttismál og stuðning við sérstök þróunarverkefni er sömu- leiðis að fínna í jafnréttisáætluninni. Á sama hátt og ég er sannfærð um að valddreifíng og aukin ábyrgð stjórnenda í borgarkerfinu sé til þess fallin að auka skilvirkni og gæði þeirrar þjónustu sem starf- semi borgarinnar snýst á endanum um, þá er ég jafnsannfærð um að slík valddreifíng leiðir ekki sjálf- krafa til aukins jafnréttis eða rétt- lætis á vinnustöðum. Samfara auk- inni valddreifingu verður að vera mjög öflug pólitísk stefnumörkun og markviss þjálfun stjórnenda í því að beita nýjum viðmiðunum og móta vinnuna eftir breyttum kröf- um. Til dæmis er kynskipting vinnu- markaðarins langt frá því að vera eitthvert kyrrstætt fyrirbæri. Hún er alltaf að verða til og allt sem við gerum á vinnustaðnum er ann- aðhvort til þess fallið að draga úr henni eða styrkja hana í sessi. Störf þróast og breytast, um þessar mundir sérstaklega hratt vegna tækni- og upplýsingabyltingarinnar og það hlýtur að vera markmið okkar að gæða öll störf ríkara inni- haldi og að vinna markvisst gegn því að þau séu merkt öðru hvoru kyninu. Hálfnað er verk þá hafið er Reykjavíkurborg er ekki eyland í íslensku samfélagi. Það er nauð- synlegt að gera sér grein fyrir sam- spili vinnustaðar og einkalífs, tengslum og gagnvirkum áhrifum fjölskyldulífs og hins opinbera lífs. Það er skoðun mín að öflugt jafn- réttisstarf á vinnustöðunum og markviss viðleitni til að gera það sem í okkar valdi stendur til að uppræta mismunun og koma á heil- brigðum og sanngjörnum starfs- háttum hafi áhrif á sjálfsmynd okk- ar og í beinu framhaldi af því, hafí áhrif á heimilinum. Það er einnig nauðsynlegt fyrir Reykjavíkurborg sem er stærsta þjónustufyrirtæki landsins að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem borgin veitir og auka jafnframt vellíðan og öryggi starfsmanna sinna. Það verður best gert með því að færa stjórnkerfi borgarinnar í nútímalegra horf, með mótun starfmannastefnu þar sem markmið eru skilgreind og tekið er á réttind- um, skyldum og gagnkvæmri ábyrgð og með starfsþjálfun, fræðslu og endurmenntun starfs- manna. Þótt starfi sem þessu verði í sjálfu sér aldrei lokið þá gildir hér sú gamla speki að hálfnað er verk þá hafið er. Höfundur er borgarstjórinn í Reykjavík Kripalujóga Tveir góðir gestakennarar hjá Jógastöðinni Heimsljósi: Tom Gilette sem þekktur er víða um Bandaríkin fyrir jógakennslu. Hann hefur útskrifað yfir 600 Kripalujógakennara. Ókeypis kynning: Föstudaginn 16.8. kl. 20 - 21.30 Jógatímar: Þriðjud. 20.8 og fimmtud. 22.8. kl. 18.00 og kl. 20-21.30 Helgarnámskeið: 17.-18. og 24.-25. ágúst. Tom Gilette mun einnig leiða jógatímann fimmtud. 15. ágúst kl. 18.20-19.30 og svara fyrirspurnum á eftir. Misstu ekki af þessu tækifæri til að kynnast Tom Gilette og læra m.a. þætti úr Ashtangajóga (Power jóga) sem opna fyrir þér nýjan heim jógaiðkunar. GABRIELLA verður með DansKinetics sem er skemmtilegur dans og góð leið til líkamsþjálfunar og sjálfsupplifunar. Gabriella er frá Suður-Afríku, en hefur undanfarin 7 ár kennt DansKinetics á Kripalujógamiðstöðinni. Hún er dansmenntuð og llka jógakennari og blandar saman jóga, dansi og afródansi undir skemmtilegri og framandi tónlist. Kvöldtímar: Miðvikud. 14. og mánud. 19. ágúst kl. 20-21.45 Hádegistímar: Fimmtud. 15. og þriðjud. 20. ágúst kl. 12-12.15 Helgartímar: Laugard. 17 og sunnud. 18. kl. 11-12.15. DansKinetics kennaranámskeið fyrir dans-, jóga- og eróbikkennara en einnig opið öðrum. Fimmtud. 15.8. kl. 16.30-17.15 og sunnud. 18.8. kl. 10-16 Leitið nánari upplýsinga hjá Jógastöðinni Heimsljósi, Ármúla 15, sími 588-4200. Opið kl. 13-19 virka daga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.