Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 B 17 ini ini u Lausar kennarastöður við Reykholtsskóla Biskupstungnahreppur auglýsir lausar kennarastöður við Reykholtsskóla í Biskups- tungum. Meðal kennslugreina eru: Almenn kennsla (yngri börn) og raungreinar. Nánari upplýsingar gefur skólastjóri, Kristinn M. Bárðarson, í símum 486 8830 og ______________486 8708.___________ Reykholtsskóli er einsetinn grunnskóli með um 90 nemendur í 1.-10. bekk, góða vinnuaðstöðu og gott bókasafn. Kennaraíbúðir eru í boði. í Biskupstungum eru tveir þéttbýliskjarnar, Laugarás og Reykholt (fjar- lægð u.þ.b. 100 km frá Reykjavík). í Reykholti er sundlaug, félagsheimili, leikskóli og banki. í Laugarási er heilsugæslustöð. Skólanefnd Biskupstungnahrepps. . & íþróttamiðstöðin að Varmá Starfsfólk óskast til starfa að íþróttamiðstöð- inni Varmá, Mosfellsbæ. Starfið felst í baðvörslu, gæslu, þrifum, af- greiðslu o.fl. í íþróttamiðstöðinni er sund- laug, íþróttasalir, íþróttavellirog tækjasalur. Unnið er á tvískiptum vöktum. Launakjör eru skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Mos- fellsbæjar. Nánari upplýsingar veitir Bjarni Jóhannsson, íþróttafulltrúi, í síma 568 8666 næstu daga. Umsóknarfrestur er til 19. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á Bæjarskrifstofur Mos- fellsbæjar, Þverholti 3, 270 Mosfellsbæ. Omega Farma er lyfjaframleiðslufyrirtæki stofnað árið 1990. Hjá fyrirtækinu starfa 18 starfsmenn, þar af 9 lyfjafræðingar. Óskum eftir að ráða tvo starfsmenn í framleiðsludeild fyrirtækisins. - LYFJAFRÆÐINGUR ► AÐSTOÐARMAÐUR Við leitum að starfsmönnum er búa yfir nákvæmni og öguðum vinnubrögðum, sem krafist er vegna starfa við lyfjaframleiðslu. Viðkomandi þarf að hafa metnað og frumkvæði til að taka þátt í uppbyggingu fyrirtækisins. Nánari upplýsingar veitir Benjamín Axel Árnason ráðningaráðgjafi hjá Ábendi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmái. Auglýsingateiknari/ grafískur hönnuður Níutíuogsjö auglýsingastofa óskar eftir að ráða auglýsingateiknara eða grafískan hönnuð. Við leitum að jákvæðum og hugmyndaríkum einstaklingi til starfa hjá vaxandi fyrirtæki. Níutíuogsjö er staðsett á Egilsstöðum og starf- ar að fjölbreyttum auglýsingaverkefnum. Skriflegar umsóknir sendist til Níutíuogsjö, Mið- vangi 2-4, 700 Egilsstöðum, fyrir 20. ágúst nk. Ennfremur veita Árni og Anna upplýsingar í síma 471 2444. I Kffl ffl ffi ffl W I ffl ffi ffl p ir ffl Flensborgarskólinn í Haf narfirði Kennsla í líffræði Flensborgarskólann vantar forfallakennara í líffræði um óákveðinn tíma. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 565 0400 eða 555 0560. Skólameistari. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIO A AKUREVRI Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Hjúkrunarfræðingar Lausar eru til umsóknar fastar stöður og afleysingastöður á barnadeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Barnadeildin er 10 rúma legudeild ásamt fyrirburaeiningu og þjónar Norðurlandi eystra ásamt fjarsvæði. Hjúkrunin er ein- staklingshæfð fjölskylduhjúkrun (primary nursing) með umsjónarhjúkrunarfræðingi. Virk hjúkrunarskráning með matslyklum. Skipulögð starfsþjálfun með reyndum hjúkr- unarfræðingum. Umfangsmikil fræðslustarf- semi innan og utan deildar, starfsmanna- samtöl. Starfshlutfall og ráðningartími eftir sam- komulagi. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst nk. Allar upplýsingar gefur Anna Ólafsdóttir, deildar- stjóri, í síma 463 0163. Umsóknum er skilað til starfsmannastjóra hjúkrunar, Þóru Ákadóttur, á skrifstofu hjúkrunarforstjóra, sími 463 0273. EYRARSVEIT Kennarar - kennarar Að Grunnskólanum í Grundarfirði vantar til starfa áhugasama og hressa kennara. Um er að ræða almenna bekkjarkennslu í yngri bekkj- um og einnig sérgreinakennslu, s.s. hand- og myndmennt, íþróttir og raungreinar. Skólinn er einsetinn, með 170 nemendur, og ágætlega tækjum búinn. Unnið er að stækkun hans og verður ný álma tekin í notkun í haust. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en I slðasta lagi mánudaginn 19. ágúst 1996 Á ^ <c r^j>T Grundarfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi í fögru umhverfi. Hann er vaxandi byggðarlag með rúmlega 900 íbúum. Atvinna er næg og stöðug uppbygging. Hér erum við vel í sveit sett hvað samgöngur varðar. Dagleg- ar rútuferðir og fleiri ferðir um helgar. í einkabíl tekur þaö um tvær og hálfa klukkustund að aka milli Reykjavíkur og Grundarfjarðar og er bundið slitlag á um 90% leiöarinnar. Við leitum að kennurum sem vilja taka þátt í að gera góðan skóla betri. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis og greiddur flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri í símum 438 6637/438 6802 og aðstoðarskólastjóri í síma 438 6772. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI FSÍ óskar að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á legudeildum spítalans frá 1. sept- ember nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða vaktavinnu á bráðadeild hand- og lyflækninga og á öldrunardeild. Ljósmæður í fasta stöður nú þegar og í afleysingar í haust og vetur. Umsóknarfrestur er til 1. september 1996. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri eða hjúkrunardeildarstjóri í s.:456 4500. FSI er nýtt sjúkrahús, mjög vel búið taekjum, með fyrsta flokks vinnu- aðstöðu. Spítalinn þjónar norðanverðum Vestfjörðum. Við veitum skjólstæðingum okkar alla almenna þjónustu á sviði skurð- og lyf- laekninga, fæðingarhjálpar, öldrunarlækninga, slysa- og áfallahjálpar og endurhæfingar. Starfsemin hefur verið í örum vexti á undanförn- um árum. Er það fyrst og fremst að þakka metnaðarfullu starfs- fólki, nýjum og góðum tækjabúnaði, fyn'rmyndar vinnuaðstöðu og ánægðum viðskiptavinum. Starfsmenn FSÍ eru rúmlega 100 talsins. í Vestmannaeyjum eru starfandi tveir vel útbún- ir, heilstæðir grunnskólar með áhugasömum kennurum. Ennþá er hægt að bæta við kennur- um á komandi skólaári. Við Barnaskóla Vestmannaeyja eru lausar 3 stöður grunnskólakennara. Um er að ræða almenna kennslu (æskileg kennslugrein danska), tónlistarkennslu (tón- mennt og skólakór) og 1 stöðu handmennta- kennara (smíðar). Upplýsingar gefur Hjálmfríður skólastjóri í síma 481 1944 eða 481 1898. Við Hamarsskóla eru lausar 2-3 stöður grunn- skólakennara. Um er að ræða almenna kennslu yngri barna eða sérkennslu og eina stöðu við kennslu í eldri deildum (æskilegar kennslugreinar stærð- fræði og eðlisfræði). Upplýsingar gefur Halldóra skólastjóri í síma 481 2644 eða 481 2265. Skólamálaráð Vestmannaeyja. n AUGLÝSINGASTOFA AUGLÝSIR EFTIR STARFSFÓLKI Fíton er auglýsingastofa sem varð til við sameiningu Atómstöðvarinnar og Grafíts fyrr á þessu ári og er aðili að SÍA. Á stofunni vinna T3 manns. allt metnaðarfullt auglýsingafólk sem hefur áhuga á að gera skemmtilega og góða hluti. Vegna stóraukinna verkefna og til þess að veita viðskiptavinum enn betri þjónustu vantar okkur fleira auglýsingafólk til starfa. sem geta starfað sjálfstætt og eru tilbúnir að taka þátt í starfi hugmynda- og hönnunarhersveitar Fítons. til þess að sjá um tengsl við viðskiptavini. úrvinnslu markaðsupplýsinga. gerð birtinga- og markaðsáætlana. hugmyndavinnu og aðra þjónustu við viðskiptavini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.