Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR í BÍÓ Frumsýningin á „Inde- pendenee Day“ þann 16. ágúst verður sú stærsta í sætum talið sem haldin hefur verið á bíómynd hér á landi. Myndin verður sýnd í Regnboganum, Laugarás- bíói, Háskólabíói, Stjörnubíói og Borgarbíói á Akureyri og verður hægt að selja í ná- lægt 2.300 sæti fyrir hveija sameiginlega sýningu. Ef reiknað er með að hvert MEndurgerðir koma úr ólíklegustu áttum. Nú er fyrirhugað að gera Dag sjakalans upp á nýtt. Myndin er frá árinu 1973 og er meistaraverk með Edward Fox í hlutverki leigumorðingja sem feng- inn er til að ráða De Gaulle Frakklandsforseta af dög- um. Talað er um að breski leikstjórinn Michael Ca- ton-Jones muni leikstýra nýju sjakalamyndinni en Matthew McConaughey og jafnvel Richard Gere fari með aðalhlutverkin. MLíklegt er talið að Brad Pitt muni leika í nýrri mynd sem Richard Atten- borough ætlar að leik- stýra. Hún heitir „The Sailmaker" og segir af manni sem hyggst flýja úr eyðimörk með því að smíða sér skip. Anthony Hopk- kvikmyndahús verði með fimm sýningar á dag fyrstu sýningarhelgina, þ.e.a.s. fyrstu þrjá dagana, er hægt að selja í 34.000 sæti. Með öðrum orðum: 34.000 manns geta séð myndina fýrstu sýn- ingarhelgina. Varla verður uppselt í öll- um kvikmyndahúsunum þessa miklu frumsýningar- helgi, en sjálfsagt má gera ráð fyrir að um 12 og 15.000 manns sjái myndina fyrstu þijá dagana. Tvær myndir Stanley Kubricks F OG til hin síð- ariár hafabor* istfréttirafþvíað Stanley Kubríck muni brátt fara að gera nýja mynd, en um tíu ár eru Íiðin frá því hann sendi 8000 MEÐ tvœr i taklnu; Stanley Kubrick. ins leikur á móti Pitt. ■/ undirbúningi er að filma ævisögu Oscars Wilde. Kemur hún til með að heita „Wilde Life“ og leikur gamanleikarinn Stephen Fry skáldið. Va- nessa Redgrave er einnig í myndinni en leikstjóri verður Brian Gilbert. MBandaríski metsöluhöf- undurinn John Grisham hefur skrifað kvikmynda- handrit sem heitir „The Gingerbread Man“ en breska kvikmyndafyrir- tækið Polygram hefur keypt það og undirbúið tökur. Kenneth Branagh og Annette Bening munu fara með aðalhlutverkin en leikstjóri verður John Dahl. Myndin fjallar um unga konu sem fær lög- fræðing til að setja föður sinn á hæli. manns höfðu séð Per- sónur ALLS höfðu um 8.000 manns séð banda- rísku myndina Persónur í nærmynd í Laugarásbíói og Regnboganum eftir þar síð- ustu helgi. Þá höfðu um 4.000 manns séð spennumyndina Á síðustu stundu og um 2.500 manns spennutryllinn Öskur. Næstu myndir Laugarás- bíós eru„Independence Day“, sem einnig verður í öðrum kvikmyndahúsum, spennumyndin „The Quest“ með Jean- Claude van Damme, Eyja dr. Moreau með Marlon Brando, sem líklega sést hér í september, og „Last Man Standing“ með Bruee Willis. Aðrar myndir sem væntan- legar eru í Laugarásbíó eru „Fled“ með Laurence Fishburne, Flóttinn frá Los Angeles með Kurt Russell og „Full Metal Jacket“. Kubrick er nú orð- aður við tvær bíó- myndir. Önnur verð- ur með hjónakornun- um Tom Cruise og Nicole Kidman í aðal- hlutverkum. Hún heitir „Eyes Wide Shut“ogerspennu- mynd og gerð fyrir framleiðslufyrirtæki Cruise líkt og „Missi- on: Impossible“. Gervigreind Hin myndin á sér lengri aðdraganda, en það er „ Artificial Intelligence" eða Gervigreind. Um er að ræða einskonar Vatnaveröid, fram- tíðartrylli sem gerist þegar pólamir hafa bráðnað og vatn þek- ur alla jörðina. Mynd- in á að gerast í New York og verður hlað- in tölvutæknibreilum sem George Lucas mun sjá um. Vinna er hafin við myndina, m.a. annars hefur verið umúð við atriði þar sem sprengja við skýjaklúf í New York orsakar 30 metra öld- ur sem ríða yfir Man- hattan. Það þarf varla að taka fram að Kubrick er einn af risum kvik- myndaaldarinnar og mynda frá honum er ætíð beðið með mik- illi eftirvæntingu. Hann er 68 ára gam- all. SÝND á næstunni; úr myndinni „Fled“. Krákan 2. BÍÓSUMARIÐ 1996 verður í minnum haft fyrir stórmynd- ir sínar og metaðsókn og menn eru þegar teknir að spá í næsta sumar og reikna út hvaða ofursmelli það muni geta af sér. „Independence Day“ hefur þegar haft þau áhrif að hvorki fleiri né færri en fjórar vísindaskáldskaparmyndir verða frumsýndar næsta sumar auk þess sem Steven Spiel- berg, sem er fjarri góðu gamni í ár, skellir sér aftur í sumar- myndaslaginn. Hér er örlítil forsýning á sumrinu ’97. Þijár framhaldsmyndir verða frumsýndar næsta sumar. Fyrsta er að telja Batman og Robin, fjórðu Batman-myndina. Ge- orge Cloon- ey úr sjón- varpsþátt- unum Bráðavakt- inni fer með hlutverk skikkju- klædda skálkabanans (heilagar stuðlasetningar!) og sjálfur Arnold Schwarzenegger leik- ur illmennið Frosta. Aðrir leikarar eru Uma Thurman, Chris O’Donnell og Alicia Silverstone. Joel Schumacher stýrir enn á ný. Þá sendir Spielberg frá sér Týnda heiminn eða „The Lost World“, framhald Júragarðs- ins. Framhaldssaga Michael Crichtons var fremur slöpp en Spielberg ætlar að hressa upp á hana með Jeff Goldbl- um og Julianne Moore sér til aðstoðar (er nóg að Goldblum leiki í bíómynd svo hún verði metsölusmellur sögunnar?). Svo er það „Spe- ed 2“ eftir Jan De Bont. Keanu Reeves hefur annað betra að gera en endurtaka rulluna og afþakkaði hlut- verkið og talað er um að nýstimið Matthew McCon- aughey úr Dauðasök („A Time to Kill“) taki við af honum. Sandra Bullock verð- ur á sínum stað, þó ekki BATMAN og eðlurnar; sumarslagurinn ’97. undir stýri á strætisvagni heldur um borð í skipi úti á ballarhafi. Disney-teiknimyndin næsta sumar heitir Herkúles og byggist á grísku goða- fræðinni. Þeir sem sjá um raddirnar í þetta skipti eru Danny DeVito, James Wo- ods og Rip Torn ásamt öðr- um. Gamall vinur frá breska sjónvarpinu, Dýrlingurinn, fær konunglega meðferð í bandarískri stórmynd sem frumsýnd verður næsta sumar. Ástralinn Phillip Noyce stjórnar Val Kilmer í hlutverki Dýrlingsins sem Roger Moore gerði ódauð- legan íslenskum sjónvarps- áhorfendum og öðrum. El- isabeth Shue fer með aðal- kvenrulluna, en myndin ger- ist að mestu í Moskvu. Ro- bert Evans (Guðfaðirinn) framleiðir. Stórslysamyndir gætu komist aftur í tísku eftir ID4, en a.m.k. tvær slíkar verða á boðstólum næsta sumar. Önnur heitir „Dante’s Peak“ og er með Pierce Brosnan og Lindu Hamilton á flótta undan gríð- arlegum hraunflaumi. Roger Donaldson stjórnar þessari 100 milljón dollara mynd um eldgos. Hin stórslysamyndin er Titanic eftir James Ca- meron með Kate Winslet og Leonardo DiCaprio. Og þá er það vísindaskáld- skapurinn. I Alien: Upprisan, fær Sigoumey Weaver nýtt líf með kjarnsýrugaldri ein- hveijum og nú stefna skrímslin til jarðar á sínu mikla geimskipi. Winona Ryder leikur fullkomið vél- menni en Frakkinn Jean- Pierre Jeunet („Delicatessen) stjórnar hasarnum. Nicholas Cage og John Travolta leika í framtíðartryllinum „Face Off‘ undir stjórn Johns Woos og Paul Verhoeven fmmsýn- ir 94 milljóna dollara geim- ævintýri sitt, „Starship Troopers". Ungir og óþekktir leikarar fara með flest aðal- hlutverkin og beijast við inn- rásarher úr geimnum í formi skriðkvikinda ýmiskonar. Peningarnir fóm mest í að búa til tæknibrellumar. Og loks er það nýjasta Holly- wood-mynd franska leik- stjórans Luc Besson. Hún heitir „The Fifth Element" og með aðalhlutverkin fara Bruce Willis, Gary Oldman, Luke Perry og breski grínist- inn Lee Evans. Ekkert er vitað um hvað myndin snýst nema það tengist á einhvem hátt vatni. Svo það er til einhvers að hlakka á næsta sumri en ef maður á að spá því hver þessara mynda verði vinsæl- ust koma tvær helst til greina, Batman og Týndi heimurinn. eftir Arnold Indriðoson TTtanic undir stjóm Camerons ASARLEIKSTJÓR- INN James Cameron, höfundur myndanna um tortímandann Amold Schwarzenegger, hefur ráðið í tvö aðalhlutverkin í nýjustu mynd sinni sem hann einfaldlega kallar „Titanic“. Leikararnir eru Leonardo DiCaprio og Kate Winslet. „Mig langaði til að gera sögulega stórmynd í ætt við Zívagó læknij“ er haft eftir Cameron. „Eg ákvað að segja söguna af Rómeó og Júlíu um borð í Titanic". I myndinni fellur fátækling- urinn DiCaprio flatur fyrir yfírstéttarstelpunni Winslet áður en risafarþegaskipið rekst á ísjakann, sem færði það í kaf. Cameron lætur ekki sitt eftir liggja í leit að sagn- fræðilegum heimildum um Titanic, m.a. hvernig inn- viðir þess litu út. Hann hefur farið óteljandi ferðir að flakinu í sérstökum rannsóknarkafbáti sem hann hefur leigt af Rússum en myndin hefst og henni lýkur með tilraunum til að Á HAFSBOTNI; James Cameron fílmar ástar- sögu um borð í Titanic. bjarga skipinu af hafs- botni. Reiknað er með að mynd- in verði einn af sumarsmell- unum 1997.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.