Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 B 7 sem hinn hálfmennski skógarguð túlkaði sjálfsfróun. Það var of langt gengið að margra mati og gagnrýn- endur og áhorfendur áttu fá orð yfir þá hneykslun sem þeir upp- lifðu. Ræðismaður Rússlands í Frakklandi reiddist flokknum fyrir að skaða tengsl landanna sem hann hafði nýverið komið á réttan kjöl. Umtalið gerði það að verkum að fólk flykktist á sýninguna til að sjá hvað olli íjaðrafokinu og Parísar- borg var undirlögð hneykslisum- ræðunni. Dansarinn Nijinsky var höfundur verksins og dansaði hlut- verk skógarguðsins. Gagnrýnis- röddum svaraði hann: „Þegar ég samdi ballettinn hafði ég ekkert ósiðsamlegt í huga. Ef sjálfsfróun er ósiðsamleg þá myndu fáir karl- menn sleppa undan þeirri ákæru.“ Nijinsky, sem endaði sorglega ævi sína á geðsjúkrahúsi, hafði með verkinu stigið fyrsta skrefið til nú- tímans og er „Eftirmiðdegi Skógar- guðs“ nú minnst sem tímamóta- verks, fyrsta nútímaballettverks sögunnar. Flokkurinn hélt áfram starfsemi sinni, hann sýndi nýstárleg verk sem ýmist hneyksluðu eða heiiluðu áhorfendur. Árið 1929 lést Díagh- ílev, stofnandi og aðalstjórnandi flokksins. Eftir andlát hans leystist flokkurinn upp eftir að hafa ferðast um heiminn í tuttugu ár. Dansarar, danshöfundar, leiktjaldahönnuðir og tónskáld fóru hvert sína leið og breiddu út hina nútímalegu ballett- hefð sem flokkurinn hafði skapað. Þegar upp var staðið höfðu margir frægir listamenn átt þátt í upp- færslum Ballets Russes. Þar má nefna danshöfundana Fokine, Bal- anchine og Massine, dansarana Pavlovu, Karsavinu, Markovu og Nijinsky, tónskáldin Satie, Vivaldi, Debussy og Stravinsky, myndlistar- mennina Matisse, Picasso, Ravel, Braque og Bakst auk Coco Chanel sem öðru hverju sá um búninga. Samsettur úr slíkum hópi lista- manna er ekki skrýtið að Ballets Russes hafi skjótt hlotið athygli og umtal. Um þessar mundir standa yfir sýningar á búningum flokksins í Stokkhólmi og London sem hann- aðir voru af Nicholas Roerich og Henri Matisse. Verk flokksins eru einnig í sífelldri umferð hjá dans- fiokkum víða um heim og hver veit nema við sjáum eitt slíkt sett upp af íslenskum dansflokki í framtíð- inni? ina af I. Þetta er mjög merkileg niður- staða. Það sem einning kom mjög á óvart var að jafna þessi gildir yfir mest allan stærðarskalann sem vís- indamennimir athuguðu. Hvert er upphaf jöfnu af þessu tagi? Hvað veldur því að stærð og tegundatíðni skordýra tengjast sam- kvæmt jafn látlausri jöfnu? Það er venjulega mjög spennandi fyrir vís- indamenn að finna jafn einföld tengsl á milli stærða sem eru viðfangsefni rannsókna þeirra. Þegar það gerist leita þeir gjarnan eftir dýpri ástæð- um fyrir jöfnunni. Svo var einnig í þetta sinn. Eitt af því sem vistfræðingar hafa sérstakan áhuga á er hlutfallsleg magndreifing mismunandi lífvera. Ef dreifíng lífvera er nokkuð jöfn er sagt að vistkerfíð sé fjölbreytt. Vísinda- mennimir röðuðu skordýrunum niður í samræmi við tíðni þeirra, frá algeng- ustu til sjaldgæfustu tegunda. Þeir fundu einnig hér veldisjöfnu sem lýsti vel tengslunum á milli hópsstöðu, og útbreiðslu tegundar í þessum hóp. Það sem er enn áhugaverðara er að vís- indamönnunum tókst að sýna fram á að náin tengsl eru á milli jafnanna tveggja, nánar sagt, sú síðari leiðir til þeirrar fyrri. Trúlegt er að nota megi niðurstöð- ur þessar til nákvæmari áætlunar á ijölda skordýrategunda á jörðinni og fyrstu niðurstöður sem dregnar hafa verið af rannsóknum þessum benda til þess að fjöldinn sé nær 10 milljón- um. Nokkur óvissa er þó í þessari ályktun sem kemur til af því að jöfn- urnar eru ekki alveg réttar fyrir minnstu skordýrin og því er erfiðara að segja fyrir um fjölda þeirra. Engu að síður er trúlegt að niðurstöður þessar marki upphaf nýrrar aðferð- arfræði í nútíma vistfræði. Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! SÍBASTA VIKA ÚTSÖLUI\II\IAR Jakkar frá kr. 3.000 til kr. 7.000 Buxur " 2.000 " 4.800 Pils " 1.500 " 4.800 Blússur " 1.000 " 4.800 Peysur " 1.800 " 4.800 Bolir " 500 " 1.800 mnanon Reykjavíkurvegi 64, sími 565 1147 „...einlaldlega of stórkostleg og heillandi skemmtun til að þú megir missa af henni.“ aa mbl. 21 .júlí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.