Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.1996, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 11. ÁGÚST 1996 MORGUNBLAÐIÐ UPPSKERAN fer fram í byrjun september og eru notaðir sérstak- ir plastkassar við þrúgutinsluna til að koma í veg fyrir að þrúgurn- ar springi. Gerist það er hætta á að gerjun hefjist áður en þrúg- urnar eru pressaðar. Kassarnir eru notaðir í þrjár vikur á ári og eru geymdur í sérstökum geymslum þar fyrir utan. BODEGAS-byggingarnar eru margar gríðarlega stórar og glæsileg Sérrí hefur átt undir högg að sækja á síðustu árum. Sérrí hefur í hugum margra yfir sér þungla- malega og gamaldags ímynd. Ekk- ert gæti hins vegar verið fjær sanni. Vandinn er aftur á móti sá að flest- ir tengja sérrí við hin þungu, dökku og oft óþolandi væmnu sérrí sem kölluð eru „Cream“ og hafa verið uppistaðan í sérríneyslu Norður- Evrópuþjóða, þar á meðal íslend- inga. Bestu sérríin eru hins vegar þau sem ganga undir nöfnunum fino og manzanilla. Ljós og tær á lit með fínlegri, ögn gerkenndri angan sem ertir skynfærin. Bragðið létt og skrjáfþurrt og áfengismagnið mun lægra en í sætu sérríunum eða 15,5%. Sykurmagnið í þessum vín- um er ekkert og þau því þurrari en þurrustu kampavín. Vandaður fino er einhver göfug- asti fordrykkur, sem hægt er að hugsa sér og að sama skapi full- komið borðvín með til dæmis sjávarréttum og léttum kjötréttum. Rétt eins og svo margt annað gott er fino hins vegar ekki mjög aðgengilegur drykkur í fyrstu. Fino-sérríin eru ekki opin, ávaxta- mikil og tælandi líkt og svo mörg hvítvín nútímans heldur þurr, íburð- arlítil og stílhrein. Áunnið bragð sem endurgeldur þó margfalt þá þolinmæði er sýna verður í fyrstu. Ekki gerir það málið auðveldara að oftar en ekki eru þessi sérrí borin fram allt að því volg en ekki ísköld líkt og vera ber. Viðkvæm vín Fino og manzanilla eru jafnframt viðkvæm vín sem þola illa hnjask. Þau eru ferskvara og ólíkt sætari sérríum þola þau ilia geymslu og alls ekki að standa lengi í opinni flösku. Oft gætir misskilnings um upp- runa sérrís. Enda kannski ekki nema von. Nafnið „sherry“ hefur verið notað eða öllu heldur misnotað af vínframleiðendum víða um heim fyr- ir afurðir sem stundum og stundum ekki eiga sitthvað sameiginlegt með hinu raunverulega sérríi. Hið eina sanna sérrí kemur frá litlu svæði í suðvesturhluta Spánar í kringum borgirnar Jerez de la Frontera, Puerto Santa Maria og Sanlúcar de Barrameda. Nafnið sérrí er raunar engilsaxnesk afbök- un á heiti borgarinnar Jerez, sem segja má að sé hjarta sérrísvæðisins. Þetta svæði er með þeim heit- ustu og þurrustu á Spáni og jafn- framt eitt heitasta vínhérað verald- ar. Ekki er óalgengt að sumarhitinn fari vel yfir fjörutíu stig og úrkoma er nær engin eða 560 mm á ári að meðaltali. Nær einungis rignir í október og nóvember og ekki er óalgengt að ekki rigni í heilt ár. Þegar loks rigndi síðastliðinn vetur var það fyrsta úrkoman í fjögur ár. Tvær vindáttir ráða loftslaginu í Jerez. Suðvestanáttin, sem kölluð er Pontete, ber með sér raka frá Atlantshafi, er veitir vínviðnum vökva að sumri þrátt fyrir úrkomu- leysi, en austanáttinn Levante er þurr og heitur vindur af Miðjarðar- hafinu. Jarðvegur vínekranna byggist á þremur jarðvegstegundum: Al- bariza, Barros og Arenas. Albariza er ljós, mjög kalkríkur jarðvegur, sem molnar auðveldlega í þurrki en verður leirkenndur í rigningu. Albariza varðveitir vökva vel en jarðvegurinn verður gijót- harður þegar hann þornar og því nauðsynlegt að bijóta hann upp að vori. Er Albariza-jarðvegurinn hef- ur verið plægður er yfirborð hans skjannahvítt og endurspeglar sólina vel. Sé grafið niður í jörð verður Aibariza gulleitur á iit á eins metra dýpi og bláleitur á fimm metra dýpi. Þessi jarðvegur ræður úrslitum varðandi vínrækt í Jerez. Á hinu stutta rigningatímabili sýgur Al- bariza í sig vatnið líkt og svampur og lokar síðan yfirborðinu með harðri skorpunni. Vínviðurinn getur því nýtt sér rakan á nokkurra metra dýpi en einnig eru dæmi um að fundist hafi fjörutíu metra langar rætur. Barros er dekkri jarðvegur og leirríkari en Arena sandkenndari jarðvegur. Kalkhlutfall þessara jarðvegstegunda er einungis um 10% samanborið við um 40% í Al- bariza. Illgresi dafnar jafnframt vel í Barros-jarðvegi og vín úr þrúgum af Barros-ekrum eru yfirleitt gróf og ruddaleg. Arena hentar aðallega tii ræktunar á þrúgum til fram- leiðslu sætra vína. Minna framboð á næstu árum Það er því kannski ekki nema von að bestu vínin koma frá Al- bariza-svæðunum og þar er að fínna mikilvægustu ekrurnar fyrir þrúguna Palomino, sem er sú mikil- vægasta við sérríframleiðslu. Einn- ig eru ræktaðar þrúgurnar Moscat- el og Pedro Ximenes (PX) en vín úr þeim eru dökk og sæt. Uppskera á sér stað fyrstu vikur septembermánaðar og eru miklar sveiflur milli ára hvað uppskeru- magn varðar. Þannig hefur upp- skeran verið fremur fátækleg síð- ustu árin vegna þurrka og mun það gera að verkum að töluvert mun draga úr framboði á sérríi á næstu árum. Miklar hitar eru í september, meðan uppskeran fer fram, og því nauðsynlegt að koma þrúgunum sem fyrst í hús. Þær eru tíndar og settar í sérhannaða plastkassa er koma í veg fyrir að þrúgurnar springi en þá er hætta á að gerjun hefjist áður en þrúgurnar eru press- aðar. Eftir pressun hefst geijun þrúg- usafans, sem nefndur er most í Jerez. Geijunin gengur mjög hratt fyrir sig vegna hinna miklu hita og þó að nútímatækni geri mönnum kleift að stjórna hitastigi geijunar er hún látin fara fram við töluvert hærri hita en gengur og gerist við hefðbundna hvítvínsframleiðslu. Yfirleitt hefur vínið náð 11-12% áfengismagni eftir einungis þijá sólarhringa. Hefur gerinu þá tekist að nýta sér um 99% hins náttúru- lega þrúgusykurs. Þegar hér er komið við sögu er hægt mjög á geijuninni og það litla sykurmagn, sem eftir er látið geijast í sex vikur. Hvítvíninu er þá hellt yfir á aðr- ar tunnur, um 500 lítrum í hveija 600 lítra tunnu til að auka snerting- una við súrefni. Loks er vínið styrkt með eimuðu þrúgnavíni, þannig að það nái 15% styrkleika. Það er á þessu stigi sem framtíð sérrísins í tunnunum ræðst. Vegna hins sérstaka loftslags og jarðvegs í héraðinu myndast ákveðin gerefni í þrúgunum, ekki síst fyrir tilstuðl- an Pontete-vindsins. Myndun flors ræður úrslitum Þegar vínið bíður í tunnunum að lokinni geijun ýta þessi efni undir myndun sérstaks efnis, sem kallað er flor og flýtur líkt og grautkennd- ur hjúpur ofan á víninu í tunnunum. Minnir flor helst á blauta brauð- mylsnu eða mulin gráðost. Vissu- lega ekki sérlega geðslegt en skipt- ir eftir sem áður sköpum við sérrí- framleiðsluna. Flor myndast í flestum tunnum en þó misvel og veit í raun enginn nákvæmlega hvers vegna þetta efni myndast og hvernig þó svo að vís- indamenn séu farnir að geta líkt eftir myndun þess og tryggja þann- ig öryggi við framleiðsluna. Víngerðarmennirnir meta á þessu stigi flor-myndun í víninu og bestu tunnumar eru flokkaðar með Y-merkingu á tunnunum og kallað- ar finos. Þær tunnur þar sem flor hefur ekki myndast eða ekki nægj- anlega vel eru merktar með ská- strikum - // - og kallaðar rayas. Strikin geta verið eitt til þijú, þeim mun fleiri eftir því sem vínið er verra. HINN ljósi Albariza-jarðvegur setur sterkan svip á sérríhéraðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.