Morgunblaðið - 25.08.1996, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Kjöt og kartöflur
AÐ er fleira
matur en
feitt kjöt, var
„manneldishvatn-
ing“ gamla
tímans, líklega samsvarandi
herferðum og átökum seinni
tíma til að fá fólk til að borða
hollan mat. Hvað er hollt vill
að vísu sveiflast nokkuð eftir
efnum og ástæðum - og tísku-
straumum hvers tíma. „Kjöt
og kartöflur“ hefur þó löngum
staðið fyrir sínu á íslandi. Sam-
anber hinn eina sanna sunnu-
dagsmat mikinn hluta
þessarar aldar, lamba-
steikina með brúnuðum
kartöflum og baunum.
Eðlilegt, því þetta er
okkar framleiðsla og
herramannsmatur - svo
fremi hráefnið sé nýtt.
Það var því gaman
að sjá að meistarakokk-
arnir, sem keppa á
Ólympíumóti kokka-
landsliða í Berlín í
næsta mánuði, hafa
einmitt aðalkeppnisrétt
sinn úr íslensku lamba-
kjöti. Bera fullt traust
til þess í þeirri gífurlegu
matarsamkeppni sem
þar verður.
V æntanlega verð a
þeir með það nýslátrað, því
vandlátt matarfólk gerir orðið
æ meiri kröfur til þess að mat-
væli séu ný. Eftir því sem
geymsla matvæla á sístyttum
flutningaleiðum þróast fylgja
breytingar eftir, frá því saltið
var eina geymsluaðferðin sem
dugði og saltfiskur vinsæll, þá
tók við frysting sem ný
geymsluaðferð og nú er unnt
að flytja matinn ferskan um
langar vegalengdir. Auðvitað
taka sælkerar heimsins það
fram yfir langgeymdan mat úr
frysti.
Jafnvel hér hjá okkur, þar
sem við höfum af nauðsyn van-
ist slíku langfrystu kjöti, er að
vakna skilningur á því að það
er neyðarúrræði. Það gladdi því
mitt hjarta þegar fyrr en við
höfum átt að venjast kom nú
nýslátrað lambakjöt á markað
og verður lengur á boðstólum.
Eg fór snarlega í Hagkaup sem
hafði tekið höndum saman við
húnvetnska bændur um að
byija að slátra fyrr og jafnóð-
um. Fyrsta nýja kjötið kom ein-
mitt á markaðinn um leið og
nýja íslenska grænmetið. Ég
keypti því snarlega nýslátrað
lambakjöt og allt þetta nýja
grænmeti upp úr íslenskum
görðum og eldaði úr því kjöt-
súpu. Gætti þess að eyðileggja
ekki nýjabragðið með auka-
kryddi. Fyrir það var ég auðvit-
að tilbúin til að borga svolítið
meira. Enda skilaði súpan
þessu fínlega lambakjötsbragði
sem maður á ekki að venjast
meiri hluta árs.
Sumt af grænmetinu var
aðeins farið að lækka, en róf-
urnar, gulræturnar og kartöfl-
urnar voru á sínu dýrasta verði,
en líka fínn matur. Kartöflurn-
ar eru kapítuli út af fyrir sig.
Oðrum megin í grænmetisborð-
inu voru glænýjar dýrar ís-
lenskar kartöflur og í borðinu
á móti líka glænýjar kartöflur,
sem ekki kostuðu nema um 90
kr. kílóið. Þetta voru smákart-
öflurnar, sem við köllum
smælki. Þegar þær eru svo
nýjar að maður borðar þær með
hýðinu, þá eru þær albestar.
Og hollastar. Eru hreinasta
hunang með bræddu smjöri.
Smákartöflur verða seinna leið-
inlegar af því hve tafsamt er
að skræla þær. Ég keypti sem-
sagt heilmikið af smælki á
u.þ.b. þriðjungs
verði ef ég man
rétt. Og nú koma
þær fréttir að
meistarakokkarnir
okkar ætli að hafa með lamba-
kjötinu, glænýjar íslenskar
kartöflur með hýðinu. Þær eins
og allt hráefnið þeirra lífrænt
ræktaðar.
Þar skjóta þeir með þekking-
una ref fyrir rass þeim mörgu
íslendingum, sem halda að
kartöflur séu „ófínt meðlæti“
nema gegnsósa í margnotaðri
olíu. Það „fína“ sé að nota með
öllum réttum „pasta“, jafnvel
í þeirri trú að það sé hollur
matur. En síðan hvenær var
hveiti og vatn hollt? Auðvitað
getur eitthvað sem maður bæt-
ir svo út í það, eins og egg,
bætt hollustuna. Spaghettí og
pasta er upprunalega fátækra-
maturinn á Ítalíu, til að fylla
magann. Á öllum landsvæðum
í heiminum er einhver undir-
staða til að fylla maga fá-
tækra, svo sem hrísgijónin í
Asíu, kartöflurnar á megin-
landi Evrópu, stóri rótarávöxt-
urinn jam i Afríkulöndunum
norðan miðbaugs o.s.frv. Það
var undirstöðufæðan. Og þeir
sem efni hafa á bæta svo öðru
í eða með því.
En semsagt kartöflur eru
enn gómsæt fæða og holl af
bætiefnum - sérstaklega meðan
þær eru nýjar og hýðið borðað
með - hvort sem þær koma að
utan eða beint úr íslenskri
mold. Og ætti fólk því að nýta
sér þær á þeim tíma, þó þær
séu ekki á verði fátækrafæðu,
eins og þær voru oft hér áður
fyrr, innfluttar engu síður en
hérræktaðar. Hvert haust upp-
hófust blaðaskrif um innflutn-
ing á vondum kartöflum. Sverr-
ir vinur minn Þórðarson blaða-
maður barðist ár hvert harðri
baráttu fyrir ætum karöflum -
án mikils árangurs vegna ein-
okunar á þessari fæðutegund.
Nú eru gæðin orðin í lagi -
þýðir ekki að bjóða annað.
Semsagt áfram með smérið og
nýju kartöflurnar!
En verðið? Nú er ég búin að
borða þessar ódýru fínu smælk-
iskartöflur síðan nýja uppsker-
an kom. En hef ég eitthvað upp
úr því að kaupa þær ódýrari?
Nei, kerfið sér fyrir því. Nýju,
dýru kartöflurnar hafa séð til
þess að afborgunin af lánum á
íbúðinni minni hækkar næsta
greiðsludag. Til þess eru reikn-
aðar inn í vísitöluna nýjar kart-
öflur sem hækkuðu á mánuði
um 52% - ekki kartöflurnar
mínar. Með þessu hafa kartöfl-
urnar, sem ekki er óeðlilegt að
kosti meira meðan þær eru
nýjar og gómsætari, hækkað
vísitöluna um 0,18% og skuldir
heimilanna í landinu um 540
milljónir króna. Það er margt
skrýtið í kýrhausnum - á kerf-
inu. Maður getur ekki unnið!
eftir Elínu Pálmadóttur
MANNLIFSSTRAUMAR
Veraldarvafstur //tvv v// mikla stœkkun leyftr
bylgjulengd Ijóss?
Undraheimar
Gastons Naessens
VIÐ GETUM búist við því að lands-
lagið undir smásjám læknavísind-
anna sé um það bil að breytast til
mikilla muna. Kanadamaðurinn
Gaston Naessens hefur fyrir all-
nokkru fundið upp mjög öfluga
smásjá sem hann kallar „somato-
skóp“. Tækið getur stækkað frá 20
til 30 þúsundfalt eða vel yfir mörk-
unum : 2,5 þúsundfalt, sem hingað
til hefur verið reiknað með að ljósið
gæfi möguleika á. Þetta óvanalega
tæki, sem við höfum enn ekki séð,
gæti því virst vera annað hvort
brot á „náttúrulögmálunum“ eða
hrein svik!
Og þó að undarlegt sé, þá er
tæki eins og þetta, sem fer
enn langt fram úr öllum gerðum
þekktra smásjáa að gæðum, þó því
miður enn hreinlega ekki talið at-
hugunarinnar virði. Það er vegna
þess að skólabæk-
urnar segja að
þetta sé ekki
hægt. Man nokk-
ur eftir fyrstu
flugvélinni? Það
eru dæmi sem
þessi sem segja
okkur einnig hve
stutt er á milli vísinda og trúar-
bragða í hugum fólks.
Vinna Naessens að þessu tæki
eftir Einor Þorstein
„Somato-skóp“-smásjáin. Tvenns konar ljós 1) og
2) mætist í 90 gráðu horni. Það fer síðan í gegnum
mónókrómatiskan filter 3) og er meðhöndlað
rafsegulsviði 4) (Zeeman áhrif). Þar á eftir mynd-
ar sameinaði geislinn marga örfína samsíða
geisla 5) sem fara í gegnum
Kerr sellu 6)
tíðni ljóssins.
sem eykur
er raunar ekki að öllu leyti ný.
Hann byggir á reynslu R.R. Rife,
merks læknis, sem tókst að gera
smásjá, sem gat stækkað allt að
30 þúsundfalt án þess að drepa
sýnishornið sem skoðað var. Rife
taldi sig geta lýst lifandi vírusum
með tæki sínu, en fullyrðing hans
um að sýklar gætu breytt sér í
vírusa og vírusar gætu breytt um
form stangaðist hins vegar á við
kenningar vísindanna um sýkla-
fræði. Frakkinn Béchamp var á
sama máli kringum 1875.
Gaston Naessens er fæddur í
Frakklandi árið 1924 og byijaði
ungur að árum að vinna við upp-
finningar. Tuttugu og eins árs
gamall, að seinni heimsstyijöldinni
lokinni, ákvað hann að vinna frek-
ar að þróun smásjárinnar. Hann
naut aðstoðar fínsmíða handverks-
manna frá Wetzlar í Þýskalandi.
En meginhiuti uppfinningar hans
DANSA/ hvada hátt hafbi Harlem áhrif á danssöguna?
Listsköpun í nætur-
Idúbbum Harlem
DANSTÓNLIST í dag er hröð, ein-
föld, taktföst, fremur ómelódísk og
það að dansa við hana býður upp
á fremur takmarkaða möguleika.
Dansinn byggist upp á því að negla
fæturna niður í gólfið, dúa í hnján-
um og hrista sig í takt við tónlist-
ina. Lítill tími gefst til annarra
hreyfinga nema þá kannski að
hoppa eða baða út höndunum. Um
er að ræða tilviljunarkenndan ein-
staklingsdans þar sem hver dansari
er sinn eiginn herra, kemst jafnvel
í trans ef tónlistin er góð. Þessi
„hristingur" (eins og sumir af eldri
kynslóðinni vilja kalla það) er ef
nánar er að gáð ekki nýr af nál-
inni. Allt frá því rokktónlist í ætt
við Bítlana og Rolling Stones kom
til sögunnar á sjöunda áratugnum
hafa einstaklingar notið frelsis á
dansgólfínu. Þeir hafa hrist sig við
tónlistina og ekki þurft að skeyta
nokkru um dansfélaga sem áður
voru bráðnauðsynlegir.
FYRIR tíma rokksins giltu önnur
viðmið á dansgólfinu. Flestir
dansar voru pardansar sem kröfð-
ust ákveðinnar kunnáttu af báðum
aðilum. Bæði dömur og herrar
þurftu að þekkja
sín hlutverk á
dansgólfinu og
fæstir vildu verða
sér til skammar
með því að kunna
ekki réttu sporin.
Dans var félags-
lega mikilvægur
og gegndi stóru
hinu daglega lífi, ekki
eftir Rögnu
Jónsdóttur
hlutverki
síst meðal þeirra sem sóttu dans-
staði Harlem-hverfisins í New York.
Harlem, svertingjahverfi að
meirihluta, var bókstaflega iðandi
af dansi eftir fyrri heimsstyijöldina.
Svertingjar höfðu flust þangað í
stórum hópum vegna aukins at-
vinnuframboðs. Hverfíð óx gífur-
lega hratt eða um 150.000 manns
frá árinu 1914 til 1930. Nætur-
klúbbar og dansstaðir voru á hveiju
götuhorni en svertingjar hafa oft
verið sagðir sérstaklega móttæki-
legir fyrir dansi og nýja hverfið
þeirra bar þess merki. Ein stór
ástæða fyrir fjölda dansstaða í
Harlem var líklega sú að svörtum
var meinaður aðgangur að slíkum
stöðum í öðrum hverfum borgarinn-
ar. I staðinn opnuðu þeir sínar eig-
in danshallir sem fylltust á hveiju
kvöldi af fólki sem var komið ein-
göngu til að dansa.
Danshallirnar í Harlem voru fæð-
ingarstaðir sífellt nýrra dansa sem
til að byija með urðu vinsælir í
Harlem, síðan allri New York og
þar á eftir öllum stærri borgum og
bæjum Bandaríkjanna og Evrópu.
Fyrsti dansinn frá Harlem sem naut
verulegra vinsælda um allan heim
var Charleston. Upprunalega var
hann dansaður af svörtum hafnar-
verkamönnum í bænum Charleston
í Suður-Karólínu. Dansinn var
uppgvötaður af umheiminum árið
1926 eftir að hann sást í söngleik
á Broadway en þá hafði hann verið
dansaður í Harlem í mörg ár. Charl-
eston fór eftir það sigurför um
heiminn og allir vildu læra að dansa
hann, þar með talinn prinsinn af
Wales. Það tók heiminn nokkur ár
að þreytast á Charleston en frá
1926-1930 var hann svo vinsæll að
árlega var haldin heimsmeistara-
keppni í listinni. Sérstök tíska fylgdi
dansinum, langar perlufestar, hatt-
ar með fjöðrum og fremur stuttir
kjólar sem margir siðavandir áttu
erfitt með að venjast.
Meðan Evrópubúar og aðrir
menningarvitar tóku danstíma í
Charleston voru nýir dansar að
ryðja sér rúms í Harlem, nánar til-
tekið í Savoy-danshöllinni. Dans-
gólfið í Savoy var samfélag með
jafnstrangar reglur og salarkynni
Versala forðum og skilgreinda virð-
ingarröð. Bestu dansararnir áttu
ákveðið horn á dansgólfinu þar sem
óformleg keppni fór fram á hveiju
kvöldi. Röð keppenda fór eftir orð-
spori, óþekktu pörin dönsuðu fyrst
og ríkjandi konungur og drottning
dansgólfsins síðast. Álagið á dans-
gólfinu var svo mikið að skipta
þurfti um trégólf á þriggja ára
fresti. Dansinn sem þróaðist úr
þessari danskeppni varð vitanlega
mjög erfiður og þurfti mikla þjálf-
un til að standast þá hörðu sam-
keppni sem ríkti á dansgólfinu.
Sporin voru flókin og hröð, lyftur
og stökk voru eftirsóknarverð en
gæta varð þess að sýna engin
merki um áreynslu eða erfiði. Sá
dans sem naut mestra vinsælda
kallaðist Lindy-hopp. Nafnið var
upphaflega Lindbergh-hopp, skírt
í höfuðið á Charles Lindbergh sem
flaug fyrstur manna þvert yfír
Atlantshafið. Dansinn fólst í því
að henda dansfélaga sínum upp í
loft, snúa honum á hvolf og draga
hann upp úr gólfinu. Allt var þetta
gert í nánu samspili við tónlistina