Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 1
72 SIÐUR B/C 207. TBL. 84. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Abdic í kosmngaslaginn í Bosniu Izetbegovic verði ákærður Zagjreb. Reuter. MÚSLIMINN Fikret Abdic, svarinn andstæðingur Alja Izetbegovic, for- seta Bosníu, tilkynnti í gær að hann hygðist biðja stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag um að gefa út ákæru á hendur forsetan- um. Abdic vill að Izetbegovic verði ákærður fyrir þátt hans í Bosníu- stríðinu en hefur ekki gefið upp í hveiju ákæran felst nákvæmlega. Abdic hélt blaðamannafund í Zagreb í gær en þangað flýði hann eftir að bosníski stjómarherinn réðst á vigi hans og manna hans í norðurhluta Bosníu á síðasta ári. Abdic barðist við stjórnarherinn og naut aðstoðar Serba í stríðinu. Rík- ir mikið hatur í Bosníu í hans garð og í Sarajevo standa nú yfir réttar- höld að honum fjarstöddum en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi. Á fundinum í Zagreb líkti Abdic Izetbegovic við harðstjórann Josef Stalín. Hann upplýsti hins vegar ekki hvaða sannanir hann hefði fyrir því að Izetbegovic hefði gerst sekur um stríðsglæpi. Abdic og Izetbegovic eru svarnir fjendur en Abdic bar sigurorð af þeim síðarnefnda í kosningum í Bosníu, en þá áttu Króatar og Serb- ar þar einnig sæti. í kjölfarið tóku hins vegar við pólitísk hrossakaup sem leiddu til þess að Abdic lét Izetbegovic forsetastólinn eftir. Ári síðar hófst stríðið í Bosniu en þá brá svo við að Abdic neitaði með öllu að fara að skipun bosnískra stjórnvalda, en gerði þess í stað samninga við Króata og Serba. Hætt við kosningafund Vígi Abdic var í Velika Kladusa og hugðist hann halda kosninga- fund þar í dag, fimmtudag, en hann er einn frambjóðenda í kosningun- um á laugardag. Hætta varð við fundinn eftir að lögregla sagðist ekki geta tryggt öryggi hans en geysilegt hatur ríkir í garð Abdic á svæðinu. Segja íbúar hann hafa framið versta glæp sem hugsast geti, hann hafí rofíð einingu músl- ima. Saka flokksmenn Abdic flokk forsetans, Lýðræðishreyfinguna (SDA), um að beita lögreglu gegn sér og talsmenn Öryggis- og sam- vinnustofnunar Evrópu, sem hafa eftirlit með kosningunum, tóku undir þessar ásakanir. Juventus hafði betur ÍTALSKA liðið Juventus hafði betur gegn Manchester United í fyrri leik þessara stórliða í Evrópukeppni meistaraliða í Tórínó á Italíu í gær, vann 1:0. Á myndinni keppa um knöttinn Tékkinn Karel Poborsky (t.v.) í liði Manehester United og Gianluca Pessotto leikmaður Juventus. ■ Evrópumeistarar/B5 Reuter Liðsafnaður í nágrenni Iraks Washington, Nikósíu. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti var- aði írösk stjómvöld við því í gær að vanmeta ásetning bandarískra yfir- valda um að vernda flugmenn sem halda uppi eftirliti á flugbannssvæð- um í írak. Miklar líkur voru taldar á því í gærkvöldi, að Bandaríkjamenn myndu gera nýjar árásir á írösk skot- mörk í hefndarskyni fyrir flug- skeytaárás íraka á tvær bandarískar F-16 þotur yfir norðurhluta íraks í gær. William Perry varnarmálaráð- herra sagði Bandaríkjamenn ekki í neinum leik og ögranir íraka yrðu Stephanie sækir um skilnað Mónakó. Reuter. STEPHANIE prinsessa af Mónakó hefur afráðið að skilja við eiginmann sinn, Daniel Ducruet, að sögn franska fréttasjónvarpsins LCI. Ákvörðunina tekur Stephanie í framhaldi af birtingu ljósmynda í ít- ölskum blöðum af manni hennar nöktum í faðmlögum með belgískri fatafellu. Myndirnar voru teknar í bænum Cap de Villefranche, 15 km frá Mónakó. Rainier fursti lagðist mjög gegn því að Stephanie dóttir hans gengi að eiga lífvörð sinn, Ducruet. Þau gengu í hjónaband í júlí í fyrra en þá hafði hún alið honum tvö börn. taldar smámunir í samanburði við hvernig þeim yrði svarað. Bandaríkjamenn söfnuðu auknu liði í nágrenni íraks vegna árásarinn- ar á F-16 þoturnar og vaxandi spennu vegna aðgerða stjórnar Sadd- ams Hussein síðustu daga. Átta tor- séðar F-117A sprengjuflugvélar voru sendar til stöðva í Kúveit í gær. Þær bera 900 kílóa leisistýrðar sprengjur, sjást ekki á ratsjám og reyndust skæðasta vopn bandamanna í Persa- flóastríðinu 1991. Þá hefur óþekkt- um §ölda B-52 flugvéla, sem borið geta stýriflaugar, verið flogið til bresku herstöðvarinnar á eynni Di- ego Garcia á Indlandshafi þar sem þær verða hafðar til reiðu. F-16 þoturnar sakaði ekki er SAM-6 loftvarnarflugskeytinu var skotið að þeim og einungis var kveikt í nokkrar sekúndur á ratsjárstöð þaðan sem því var skotið. Því gátu flugvélarnar ekki miðað stöðina út og svarað árásinni. Hundsa viðvaranir Þá hundsuðu írakar viðvaranir og sendu MiG-25 orrustuþotu og her- þyrlu í leiðangur inn á flugbanns- svæðið suður af Baghdad. William Perry sagði að árásinni yrði svarað af miklum þunga og ögrunin yrði smáræði í samanburði við gagnaðgerðina. Sádí-Arabar bættust í hóp araba- ríkja sem gagnrýnt hafa stýri- flaugaárásir á írösk skotmörk í síð- ustu viku. Þeir sögðust aldrei myndu hafa samþykkt að hernaðaraðgerðir af þessu tagi yrðu stundaðar frá sádí-arabísku landsvæði, en tóku fram að beiðni af því tagi hefði aldr- ei borist. Olíuverð hækkaði vegna atburð- anna í írak í gær og kostaði fatið um tíma tæplega 24 dollara. Reuter Sveitalögin valda þunglyndi Birmingham. Reuter. BANDARISK sveitatónlist getur bókstaflega leitt til þunglyndis og örvæntingar, samkvæmt niður- stöðum rannsókna tveggja breskra sálfræðinga. Fjölmargar rannsóknir, sem kynntar voru á árlegri vísindaráðstefnu í Birm- ingham í Englandi í gær sýna, að tónlist getur haft talsverð áhrif á hegðan fólks. í einni rannsókn kom fram bein svörun milli sjálfsmorða hvítra karlmanna í nokkrum bandarísk- um borgum og spilunar sveitatón- listar í útvarpi. Þessi tegund tón- listar fjallar oftar en ekki um missi ástvina og slit ástarsam- banda. Önnur rannsókn leiddi í ljós, að hægt er að segja fyrir um efna- hagskreppu eftir því hversu mikil svartsýni kemur fram í textum popplaga á bandarískum vin- sældalistum. Tónlist ræður hegðan Aðrar rannsóknir sýndu fram á, að hljómi hröð og taktföst tón- list úr hátölurum hafi það þau áhrif að fólk flýtir sér meira við innkaupin í stórverslunum, snæðir matinn hraðar á veitinga- húsi og tæmir glösin örar á bör- um og krám. Sé klassísk tónlist hins vegar leikin veldur það því að dýrari vín eru keypt á veitingahúsum. Loks er samhengi milli spilunar tregatónlistar í bókabúð og keyptra kveðjukorta. Eykst salan áberandi hljómi tónlist af því tagi í búðinni. Viljinn á reiki BRESKU launþegasamtökin, TUC, samþykktu á landsþingi sínu í Blackpool í gær, að krefjast lág- markslauna, 4,26 punda á klukku- stund, jafnvirði 443 króna, en myndin var tekin við það tæki- færi. Harðar deilur urðu út af þessu og sögðu ýmsir verkalýðsfor- ingjar að ákvörðunin gæti dregið úr líkum á sigri Verkamanna- flokksins í næstu þingkosningum, sem fram fara í maí nk. í síðasta Iagi. Það er stefna flokksins að í gildi sé ákvæði um lágmarkslaun en öllum ákvörðunum um slík mörk hefur flokkurinn hins vegar frestað fram yfir kosningar. Eftir deilur á þinginu í gær samþykktu fulltrúar einnig ályktun um kjara- mál þar sem lágmarkskaup var ekki skilgreint, „þar sem það gæfi pólitískum andstæðingum sókn- arfæri í kosningabaráttunni," svo sem þar stóð. Til að flækja málin enn frekar var loks samþykkt til- laga frá framkvæmdastjórn TUC um að samtökin ættu ekki að beita sér fyrir ákveðinni lágmarkslauna- upphæð fyrr en að loknum sigri Verkamannaflokksins, eins og þar sagði. Ihaldsmenn hafa haldið þvi fram, að föst lágmarkslaun inyndu leiða til aukins atvinnuleysis og nýrrar verðbólgu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.