Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 6
MORGUNBLAÐIÐ
6 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
FRÉTTIR
Trjávöxtur hjá flestum tegundum hefur verið með besta móti í sumar
Arssprotar á víði
meira en tveir metrar
TRJÁVÖXTUR hefur verið með
besta móti í sumar og eru þess
dæmi að hraðvaxnar víðitegund-
ir hafi bætt við sig meira en
tveimur metrum.
Jóhann Pálsson, garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, segir
tijávöxtinn í sumar þann jafn-
besta sem verið hafi í langan
tíma. Þar hjálpist margt að, jafnt
hagstætt veðurfar sem aðrir
umhverfisþættir. „Yfirleitt kom
trjágróður vel undan vetrinum
og það urðu heldur engin áhlaup
í vor sem seinkuðu vextinum. Það
var dálítið um maðk hér og þar,
sérstaklega á birki, en almennt
var þó minna um maðk en vant
er,“ segir hann.
Geitungar í sólberjaveislu
„Á hraðvöxnum víði eins og t.d.
alaskavíði sér maður árssprota
sem eru yfir tveggja metra langir
og á sumum tegundum má víða
sjá óvenjustór blöð, t.d. á alaska-
ösp. Vöxtur barrtijáa hefur líka
verið í betra lagi, en þau vaxa
raunar samkvæmt forskrift frá
árinu áður. Öll meginfrumuskipt-
ing á sér stað árið á undan, en
þá ákvarðast hversu mörg börr
vaxa á greininni. Sumarhitinn
getur svo ákvarðað hvað teygist
úr henni, en liðfjöldinn liggur
fyrir árið áður,“ segir Jóhann.
Vegna þess hve síðsumarið í
fyrra var gott, var blómgun líka
mikil þannig að víða er mikið af
beijum á tijám. „Fyrir utan hjá
mér eru geitungarnir núna í mik-
illi sólbeijaveislu. Reyniber eru
þegar þroskuð víða og ég held
að ég hafi varla séð meira af
reynibeijum en í ár,“ segir Jó-
hann.
Lerkitré setja árssprota
í annað sinn
Þór Þorfinnsson, skógarvörð-
ur á Hallormsstað, hefur svipaða
sögu að segja og Jóhann. „Hér
hefur verið góður vöxtur í nán-
ast öllum tijátegundum í sumar.
Þetta hefur verið mikil gróðrar-
tíð, ekki síst vegna þess að við
höfum fengið góðar gróðrar-
skúrir inn á milli. Þetta hefur
ekki verið mikið þurrkasumar
eins og oft vill verða þegar hlý-
indi eru mikil en þá skrælnar
allt. Nú er veðurfarið alveg eins
og eftir pöntun,“ segir hann.
Á Hallormsstað eru þess dæmi
að lerkitré séu farin að selja
árssprota í annað sinn í sumar.
Að sögn Þórs stöðva þau vöxtinn
seint í júlí og fara að búa sig
undir veturinn, „ganga frá sér,“
eins og það er kallað. „I sumum
árum þegar hlýindin eru svona
mikil og langvarandi gerist það
að tréð gengur frá toppsprotan-
um og byrjar svo að vaxa aftur.
Nú vonar maður bara að það
komi ekki frostnætur strax þann-
ig að þau nái að ganga frá sér
aftur og kali ekki. Því ef það
gerist er sá toppur ónýtur," seg-
ir Þór.
Morgunblaðið/Ásdís
JÓHANN Pálsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, mælir hér
orðum sínum til staðfestingar árssprota alaskavíðis við Þorfinns-
götu. Hann reyndist vera tveir metrar og fimm sentimetrar.
Einkar hlýtt á
hálendinu
Gangna-
menn fá
gott veður
GANGNAMENN um landið allt
þurfa ekki að óttast kulda um
helgina. Hins vegar er full ástæða
fyrir sunnlenska gangnamenn að
búa sig undir þoku og rigning-
arsudda. Norðanlands eru horfur
á ágætis veðri.
Bragi Jónsson, veðurfræðing-
ur, sagði að gert væri ráð fyrir
að hiti færi í allt að 20 stig und-
ir helgina. Hiti yrði væntanlega
10 til 12 stig í þokunni og súld-
inni við suðurströndina. Allt að
15 til 20 stiga hiti og bjartviðri
yrði hins vegar norðanlands um
helgina.
Hlýtt á hálendinu
Bragi sagði að háþrýstisvæði
suður af landinu hefði valdið hlýrri
suðlægri átt með þoku og súld á
sunnan- og vestanverðu landinu.
Hiti hefði verið 10 til 12 stig eða
þokkalegur miðað við árstíma.
Hins vegar hefði hiti farið upp í
17 til 20 stig í bjartviðrinu suð-
austan- og austanlands að undan-
förnu.
Einkar hlýtt hefur verið á há-
lendinu miðað við árstíma. Hiti fór
t.a.m. upp í 10 stig á Hveravöllum
í gærmorgun. Á Austurlandi var
hiti 10 til 16 stig kl. 9 í gærmorg-
un. Kaldast var hins vegar á Rauf-
arhöfn í gærmorgun. Þar var
nærri heiðskírt í fyrrinótt.
Fyrstu nið-
urstöður
lofa góðu
ENDANLEGAR niðurstöður
efnagreiningar á jarðvegs-
sýnum vegna gullleitar við
Hafravatn eru væntanlegar
fljótlega.
„Það hafa verið að reytast
inn einhverjar niðurstöður
en það er ekkert búið að
vinna úr þeim ennþá. Við
gerum ráð fyrir að allar nið-
urstöður liggi fyrir í lok
þessa mánaðar og þá erum
við reiðubúnir til að fjalla
um framhald," segir Hall-
grímur Jónasson, forstjóri
Iðntæknistofnunar.
Hjalti Franzson, jarðfræð-
ingur hjá Orkustofnun,
kveðst bjartsýnn á framhald-
ið. „Þær niðurstöður sem
þegar eru komnar lofa það
góðu að ef þær sem við erum
enn að bíða eftir eru jafngóð-
ar þá verður haldið áfram,“
segir hann.
Morgunblaðið/Kristinn
Japanskur
prins og
prinsessa í
heimsókn
PRINS og prinsessa Tak-
amado frá Japan áttu stutta
viðdvöl hér á landi í gær á
leið sinni frá Kaupmannahöfn
til Grænlands. Prinsinn er
frændi Akihitos Japanskeisra.
Forseti íslands, herra Ólafur
Ragnar Grímsson og frú Guð-
rún Katrín Þorbergsdóttur
buðu þeim til hádegisverðar,
en eftir það var ekið að stofn-
un Árna Magnússonar, þar
sem prinsinn og prinsessan
skoðuðu handritin undir leið-
sögn Stefáns Karlssonar, for-
stöðumanns Árnastofnunar.
Frá Árnastofnun var farið til
Reykjavíkurflugvallar og það-
an héldu prinsinn og prinsess-
an áfram ferðinni til Græn-
lands um miðjan dag í gær.
Dómsmálaráðuneytið svarar sýslumanni Barðstrendinga
Reglur um ínyndir af
forseta Islands ekki til
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ segir
í bréfi til sýslumannsins á Patreks-
firði að eðlilegt sé að mynd af for-
seta Islands prýði opinberar stofn-
anir. Eðlilegt sé að forstöðumenn
stofnana snúi sér til skrifstofu for-
seta Islands með ósk um mynd af
nýkjörnum forseta. Félag um for-
setaframboð Ólafs Ragnars Gríms-
sonar hefur sent fjölmörgum aðilum
bréf þar sem bók og mynd af for-
seta íslands er boðin til kaups.
Sýslumenn iandsins hafa m.a. feng-
ið boð um að kaupa bókina og
myndina.
Dómsmálaráðuneytið sendi
STEINDÓR Ögmundsson, stjórn-
arformaður sjúkrahússins á Pat-
reksfirði, segir að tölur sem komu
fram í Morgunblaðinu í gær um
tap á rekstri sjúkrahússins séu
rangar.
Hann segir að í fyrra hafí tapið
ekki verið þrettán milljónir króna
eins og stóð heldur 5,7 milljónir
króna. í ár sé gert ráð fyrir að
tapið verði minna en í fyrra, en
ekki yfir tíu milljónum króna eins
og stóð. Tölurnar í fréttinni í gær
voru teknar úr skýrslu Sigfúsar
Jónssonar ráðgjafa.
I dag hefur heilbrigðisráðuneytið
Morgunblaðinu í gær afrit af svari
þess við bréfí sýslumannsins á Pat-
reksfírði. Bréfíð hefur verið sent
öllum sýslumannsembættum á
landinu.
Engar formlegar reglur eru til
um myndir af forseta íslands í opin-
berum stofnunum. Myndir af frú
Vigdísi Finnbogadóttur, fráfarandi
forseta, hafa prýtt veggi margra
opinberra stofnana. Þær má m.a.
finna á lögreglustöðvum, hjá sýslu-
mannsembættum og á flugvöllum.
Að sögn Kornelíusar Sigmundsson-
ar forsetaritara keyptu flugvellirnir
mynd af frú Vigdísi fyrir nokkrum
boðað fund á Patreksfirði með ný-
skipuðum tilsjónarmanni sjúkra-
hússins, stjóm og framkvæmda-
stjóra. Steindór segir að stjómin
fagni komu tilsjónarmannsins,
Halldórs Jónssonar, framkvæmda-
stjóra Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri, enda hafi hún beðið um
að tilsjónarmaður yrði fenginn til
að greiða úr deilu stjómar og fram-
kvæmdastjóra.“
Steindór segir vafasamt hvort
skipunarbréf tilsjónarmanns
standist lög. Samkvæmt því sé
hann nær einvaldur um málefni
sjúkrahússins.
árum og gengu greiðslurnar beint
til ljósmyndarans án milligöngu for-
setaskrifstofunnar.
Kornelíus sagði að að jafnaði
bærist þó nokkuð af beiðnum til
forsetaskrifstofunnar um mynd af
forsetanum og í tíð fráfarandi for- |
seta hefði jafnan verið til þar mynd j
af forsetanum, prentuð á ódýran
pappír, og hún hefði verið látin í
té án endurgjalds.
Þórólfur Halldórsson, sýslumað-
ur á Patreksfirði, sagðist vera þeirr-
ar skoðunar að eðlilegt væri að
mynd af forseta Íslands prýddi opin-
berar stofnanir. Ástæða fyrirspurn-
ar sinnar til dómsmálaráðuneytisins
væri sú að hann vildi vita hvort
einhverjar skráðar reglur væm til
um þessar myndir og hver ætti að I
bera kostnað af kaupum á mynd |
af forsetanum. Hann sagðist í fram-
haldi af svarbréfi ráðuneytisins
ætla að snúa sér tii forsetaskrifstof-
unnar með ósk um að fá mynd af
nýkjörnum forseta.
Bók um forsetaframboðið
Þórólfur Árnason, sem situr í
stjórn Félags um forsetaframboð i
Ólafs Ragnars Grímssonar, sagði
að félagið hefði ákveðið að gefa út 1
bók um forsetaframboð Ólafs Ragn- I
ars, aðdraganda þess, kosningabar-
áttu og úrslit. Bókin yrði ríkulega
myndskreytt. Tilgangurinn væri
m.a. sá að afla fjár til þess að greiða
kostnað við kosningabaráttu Ólafs
Ragnars. Rætt hefði verið um að
láta fylgja með bókinni minjagrip
og mynd af forsetahjónunum sem
send var til kjósenda skömmu fyrir I
kjördag. Umrædd mynd væri ekki .
opinber forsetamynd af nýkjörnum
forseta heldur mynd sem tekin var •
í kosningabaráttunni.
Sjúkrahús Patreksfjarðar
Tapiðífyrra
var 5,7 milljónir