Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐ markaðssetjum tvær útgáfur til að byija með. Þessa venjulegu sem allir þekkja og síðan hátíðarútfærslu þar sem hann plokkar strengina . . . SUS minnir á vaxtabyrði ríkissjóðs Morgunblaðið/Ásdís „ERTU bankastjóri eða eitthvað svoleiðis?“ spurðu þessir ungu menn Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Fimm fískikör af fímmþúsundköllum V AXTAGREIÐSLUR af lánum rikissjóðs jafngilda rúmum þrett- án milljörðum króna árlega. Fyr- ir þessa upphæð mætti bjóða allri íslensku þjóðinni í fimm daga ferð til Bahamaeyja að mati SUS. Samband ungra sjálfstæðis- manna stóð fyrir uppákomu í Kringlunni í gær til að minna á vaxtagreiðslurnar. Fimm fiski- kör voru fyllt af fimm þúsund króna pappírssneplum og fjár- málaráðherra boðið að koma og skoða herlegheitin. Ungir sjálf- stæðismenn sögðu að þar væri komið jafngildi vaxtanna. Fjár- málaráðherra sagðist líta á uppá- komuna sem stuðningsyfirlýs- ingu við stefnu sína um hallalaus fjárlög. Forræðismál Sophiu Hansen Réttar- höldum yfir Halim frestað UNDIRRÉTTUR í Istanbúl í Tyrk- landi frestaði í gærmorgun réttar- höldum vegna ítrekaðra brota Halims Al, fyrrverandi eiginmanns Sophiu Hansen, á umgengnisrétti hennar og dætra hennar. Hvorki Halim A1 né lögmaður hans komu til réttarins. Var dæmdur til fangelsisvistar árið 1994 Halim A1 var dæmdur til 100 daga fangelsisvistar vegna 42 brota af 70 á umgengnisrétti mæðgnanna í janúar árið 1994. Dómnum var hins vegar hægt að breyta í tæplega 500 kr. fjársekt. Saksóknari hefur gefið út kæru vegna seinni brota Halims A1 á umgengnisrétti Sophiu, Dagbjart- ar og Rúnu og átti að taka hana fyrir í undirrétti í gærmorgun. Dómari var ekki komin til réttar- ins á tilsettum tíma og við eftir- grennslan kom í ljós að hann hefði boðað veikindaforföll. Annar dóm- ari tók málið að sér, las yfir fyrir- liggjandi gögn, yfirheyrð Sophiu og frestaði réttarhaldinu til 14. október nk. Hann sagðist myndi gera allt sem í hans valdi stæði til að Halim yrði viðstaddur næstu réttarhöld. Með Sophiu í réttinum voru lögmaður hennar, túlkur og ræðismaður íslands í Istanbúl. Dómarar hræðst að taka málið að sér í fréttatilkynningu frá samtök- unum Bömin heim segir að við- staddir hafi tekið eftir því að dóm- arar í undirréttinum hefðu hræðst að taka málið að sér. Fram kemur að miklar iíkur séu taldar á því að dómarinn kveði upp dóm vegna brota Halims þann 14. október. Mikið úrval af fallegum síðbuxum frá CCCU6i&t& Rauðarárstíg 1 sími 561 5077 Stjórnun sjúkrastofnana Mikið hagrætt í rekstri spítala Anna Lilja Gunnars- dóttir er forstöðu- maður áætlana- og hagdeildar Ríkisspítala. Hún vinnur nú að doktors- ritgerð í stjórnun á heil- brigðissviði og mun gera árangursrannsókn á deild- um sjúkrahússins. Hún er ein um það hér á landi að hafa sameinað menntun í hjúkrunarfræði, rekstrar- hagfræði og rekstri heil- brigðisstofnana. - Af hverju ákvaðstu að sameina áhuga þinn á hjúkrun og viðskiptafræði? „Ég útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Há- skóla íslands 1985 og hafði fyrir þann tíma lengi velt því fyrir mér hvort ég hefði átt að velja nám í viðskiptafræði eða heilbrigðis- greinum. Ég rak sælgætisgerð- ina Opal í sex ár ásamt fjölskyldu minni, þannig að ég var komin með nokkra reynslu af viðskipt- um þegar ég fór í hjúkrunarfræð- ina. Þegar ég fór síðan að vinna sem hjúkrunarfræðingur fannst mér vanta skilning og traust á milli þessara starfsstétta á sjúkrahúsinu. Vegna fyrri reynslu úr viðskiptalífinu langaði mig að auka þennan skilning. Eftir þetta ákvað ég að fara til Bandaríkjanna og lauk námi í viðskiptafræði, sem mér fannst ekki miðast nógu mikið við þjón- ustu, og fór því í annað nám í Los Angeles og tók meistara- gráðu í stjórnun á heilbrigðis- sviði. Þá fór ég í doktorsnám. Ég á aðeins eftir að ljúka ritgerð- inni og er að byija á henni.“ - Getur þú sameinað starfíð og ritgerðarskrif á einhvern hátt? „Ég er í nefnd á vegum fjár- málaráðuneytisins um árangurs- stjórnun í ríkisrekstri og ég ætla að setja þá hugmyndafræði í gagnið á nokkrum deildum á rík- isspítölunum. Svo geri ég árang- ursmælingar fyrir og eftir, bæði á þessum deildum og líka á deild- um þar sem árangursstjórnunin er ekki í gangi.“ - Hvernig er verkefnið? „Hver deild setur sér skýr markmið sem samræmast mark- miðum stofnunarinnar. Svo er mælt hvemig markmiðin nást, sem ekki er auðvelt í heilbrigðis- þjónustu. Síðan er veitt hvatning og stuðningur til að styrkja ár- angursrík vinnubrögð. Þessi stjómunaraðferð er í raun sam- ansafn aðferða svo sem stefnu- mótunar, gæðastjórnunar og markmiðsbundinnar stjórnunar. Við höfum góðar tölulegar upp- lýsingar á sjúkrahúsunum sem sýna afrakstur þjónustunnar, til dæmis fjölda legudaga, aðgerða og rannsókna, meðal legutíma og fleira. Mælingar á árangri em mun erfiðari og ekki gerðar á eins skipulagðan hátt. --------- - Hvernig kemur markaðsfræði inn í stjórnun sjúkrahúsa? „Maður lætur sig stundum dreyma um útflutning á heilbrigðisþjónustu. Við gætum til dæmis selt þjón- ustu til Grænlands og Færeyja, því þeir hafa ekki sömu hátækni og við, sem gæti skilað okkur meiri hagkvæmni. Almennt er talið að til að hátækniþjónusta borgi sig þurfi að vera milljón manna markaður. Við getum aukið afkastagetu okkar en það sem háir okkur er auðvitað pen- Anna L. Gunnarsdóttir ►Anna Lilja er fædd árið 1954. Hún lauk B.Sc. prófi í hjúkrun- arfræði frá Háskóla íslands 1985, MBA prófi í rekstrarhag- fræði frá University of San Diego 1990, MHA prófi í stjórn- un sjúkrastofnana frá Univers- ity of Southern California 1994, og bóklegu Ph.D. í stjórnun á heilbrigðissviði frá University of Southern California. Hún hefur einnig ýmsa endur- og viðbótarmenntun að baki. Hún hefur starfað sem hjúkrunar- fræðingur hér á landi og í Bandarikjunum og verið i stjórnunarstöðum bæði hér og erlendis. Anna hefur ritað greinar í blöð, haldið fyrir- lestra og kennt. Hún er fráskil- in og á tvö börn. ingar. Annars er heilbrigðiskerfið hér ámóta dýrt og í nágranna- löndunum, þrátt fýrir smáan markað, því við eyðum um 8% af þjóðarframleiðslu til heilbrigð- ismála sem er svipað og aðrar þjóðir í Evrópu." - Hvernig gengur að spara í heilbrigðismáium og hve lengi er það hægt? „Sjúklingafjöldi á Ríkisspítöl- um hefur á fimm árum aukist um rúmlega 14% en meðalkostn- aður á sjúkling hefur lækkað um 5%. Það er alltaf að koma fram ný tækni í meðferð sjúklinga sem skilar sér í styttri legutíma auk þess sem við erum að breyta úr sólarhringsþjónustu í dagdeildar- þjónustu, sem er mun ódýrara. Við erum einnig að sameina deildir, auka hagkvæmni í inn- kaupum með útboðum, ásamt lokunum á sjúkradeildum sem mun skila okkur verulegri hag- ræðingu og sparnaði í ár. En þjóðin er að eldast og eftir því sem við verðum eldri þurfum við á meiri heilbrigðisþjónustu að halda. Einnig er tæknin alltaf að verða háþróðaðari svo við getum gert meira sem auðvitað kostar sitt. Ég er nýkomin af ---------- alþjóðlegri ráðstefnu í Finnlandi þar sem ég sá að það eru allir að basla við það sama, reyna að hafa hemil á kostnaði við heilbrigð- Skilningur og traust milli starfstétta isþjónustu án þess að segja skilið við velferðarhugtakið.“ — Heldur þú að einkavæðing heilbrigðiskerfisins borgi sig? „Einkavæðing getur sjálfsagt átt sér stað að hluta til en einka- væðing á sjúkrahúsum hér er ekki skynsamleg að mínu mati. Það hefur sýnt sig að aukið fram- boð eykur eftirspurn, sem aftur leiðir til meiri kostnaðar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.