Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Morgunblaðið/Hörður Andrésson
Fokdýr túnfiskur
ÞENNAN VÆNA túnfisk fengu
japanskir túnfiskveiðimenn innan
íslenskrar landhelgi en þeir voru
þar á tilraunaveiðum í samvinnu
við Hafrannsóknastofnun. Hörður
Andrésson, líffræðingur, var með
í för og segir hann að fiskurinn
hafí vegið heil 337 kíló og var
hann sá stærsti í túrnum. Miðað
við túnfískverð á fiskmörkuðum í
Japan í fyrra fengjust um 808
þúsund krónur fyrir flykkið.
Vegna frekar lélegrar túnfiskveiði
á þessu ári hefur eftirspurn eftir
túnfisk aukist og reikna má með
að verð hækki enn frekar. Því má
ætla að einn slíkur fískur kosti
nálægt einni milljón króna. Það
er því óhætt að segja að hann sé
fokdýr
Trostan með skel-
vinnslu á Brjánslæk
FYRIRTÆKIÐ Trostan hf. á
Bijánslæk hefur fullgilt leyfi til
vinnslu á hörpudiski, en hefur
ekki umráð yfír heimildum til veiða
á skelinni. Fýrir vikið er ekki
vinnsla þar sem stendur, en fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, Eirík-
ur Böðvarsson, segir ekkert því til
fyrirstöðu að vinnsla geti hafizt
þar. Það sé ekki rétt sem fram
komi í frétt sérblaðs Morgunblaðs-
ins um sjávarútveg, ÚR Verinu, í
gær að ekki sé hægt að vinna
hörpudisk á Brjánslæk.
Lögum samkvæmt eru leyfi til
veiða á hörpudiski bundin því að
honum sé landað á ákveðnum stöð-
um. Tveir kvótar hafa verið bundn-
ir bátum á Bijánslæk. Annar
þeirra var seldur til Fiskiðjunnar
Skagfírðings á Grundarfirði og var
það ætlun fyrirtækisins að vinna
skelina í Grundarfirði. Samkvæmt
lögunum er það óheimilt og er
skylt að landa skelinni til vinnslu
á Bijánslæk. Hinn báturinn,
Hrönn, er enn gerður út frá
Bijánslæk og hefur einn kvóta.
Gert ráð fyrir að hún landi hjá
Trostan, en ætlun stjórnenda fyrir-
tækisins er að fá hinn kvótann tii
vinnslu líka, til auka hagkvæmni
við vinnsluna.
Aðalfundur Samtaka
fiskvinnslustöðva
AÐALFUNDUR Samtaka fisk-
vinnslustöðva verður haldinn í
Skíðaskálanum í Hveradölum á
morgun. Fundurinn hefst klukkan
10.00 og lýkur honum síðdegis
með heimsókn í Granda hf. For-
maður samtakanna, Arnar Sigur-
mundsson, flytur skýrslu stjórnar,
Ágúst H. Elíasson, framkvæmda-
stjóri SF fjallar um laun og launa-
kostnað í fískvinnslu og Jón Þórð-
arson, forstöðumaður sjávarút-
vegsdeildar Háskólans á Akureyri
fer yfír stöðu fiskvinnslu á íslandi
og í Noregi.
Að loknum dádegisverði flytur
sjávarútvegsráðherra Þorsteinn
Pálsson erindi. Að því loknu fjallar
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater um markaðinn fyrir
sjávarafurðir í Bandaríkjunum,
Höskuldur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Iceland Seafood
Ltd. í Hull, fjallar um markaðinn
í Evrópu og Gunnar Örn Kristjáns-
son, framkvæmdastjóri SÍF fer
yfir saltfískmarkaðina. Loks flytur
Geir A. Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri Marel, erindi um
fískvinnsluhús framtíðarinnar.
Loks verða pallborðsumræður
undir stjórn Páls Benediktssonar,
fréttamanns. Þátttakendur verða
Einar Svansson, Magnús Gústafs-
son, Logi Þormóðsson, Sighvatur
Bjarnason, Steingrímur J. Sigfús-
son og Þráinn Þorvaldsson.
Tíu útgerðir eru í
Félagi úthafsútgerða
TÍU útgerðir eru nú innan vébanda
Félags úthafsútgerða og gera þær
út 13 skip. Félagið áætlar að á
ársgrundvelli sé aflaverðmæti
þessara skipa um það bil fjórir
milljarðar króna, en það svarar til
8 til 9% heildaraflaverðmætis alls
íslenzka fiskveiðiflotans. Eins og
nafn félagsins bendir til er megnið
af afla skipanna tekið utan lög-
sögu, en mörg þeirra hafa ekki
leyfí til veiða innan lögsögunnar.
Þingmenn repúblikana á fundi um forsetakosningarnar
Óttast um sætið
bíði Dole afhroð
Baker, Washington. Reuter.
BOB Dole, forsetaefni bandarískra
repúblikana, átti í gær fund með
þingmönnum flokksins en þeir eru
farnir að hafa áhyggjur af litlu gengi
hans og óttast, að það kunni að
skaða þá sjálfa og flokkinn í þing-
kosningunum, sem verða samtímis
forsetakosningunum 5. nóvember.
Ross Perot kynnti í fyrrakvöld vara-
forsetaefni sitt og er um að ræða
lítt kunnan hagfræðing, sem andvíg-
ur er samningum um viðskiptafrelsi.
Dole og varaforsetaefni hans,
Jack Kemp, ræddu við þingmennina
í þinghúsinu í Washington og þar
sagði Dole, að þegar kjósendur færu
að velta því fyrir sér hveijum væri
best treystandi myndu þeir flykkjast
um hann og leiða hann til sigurs í
kosningunum í nóvember. Kvaðst
hann viðurkenna, að það hallaði á
sig í skoðanakönnunum en sagðist
oft hafa mætt meiri andbyr en nú
en þó haft sigur að lokum.
Fyrir fundinn var það haft eftir
aðstoðarmönnum Doles, að þetta
væri síðasta tækifæri hans til að
fylkja þeim að baki sér. Þingmenn-
irnir óttast, að bíði Dole mikinn ósig-
ur fyrir Clinton, geti það líka kostað
þá meirihlutann á þingi og sumir
eru farnir að forðast Dole og kosn-
ingabaráttu hans. Nokkrir hafa jafn-
vel hætt öllum árásum á Bill Clinton
forseta og hreykja sér þess í stað
af góðu samstarfi við hann.
Dole í vörn
Svo virðist sem forskot Clintons á
Dole sé að aukast og samkvæmt
Gallup-könnun USA Today/CNN frá
í fyrradag hefur hann 21% umfram
keppinaut sinn. Síðustu daga hefur
hann hert árásir sínar á Dole og sér-
staklega núið honum um nasir að
hafa barist gegn foreldraleyfinu svo-
kallaða. Samkvæmt því mega laun-
þegar vera heima vegna veikinda
bama sinna eða maka í allt að þijár
vikur á ári launalaust en án þess að
eiga á hættu að missa vinnuna.
Hefur Dole átt í vök að veijast í
þessu máli og Clinton hefur einnig
tekist að koma höggi á hann með
því að fullyrða, að nái stefna Doles
fram að ganga muni það þýða stór-
kostlegan niðurskurð í trygginga-
kerfinu.
Varaforsetaefni Perots
Ross Perot kynnti varaforsetaefni
sitt, Pat Choate, lítt kunnan hag-
París. Reuter.
FRANSKUR dómstóll hefur hafnað
því að banna bók eftir fyrrverandi
félaga í sveitum, sem börðust gegn
hryðjuverkum í stjórnartíð Francois
heitins Mitterrands, forseta Frakk-
lands. Þar er því meðal annars hald-
ið fram, að einn aðstoðarmanna
forsetans hafi verið myrtur í for-
setahöllinni.
Það var Michei Charasse, fyrr-
verandi ráðgjafi Mitterrands, sem
krafðist þess, að bókin væri bönnuð
en hún heitir „Leynistríðið í Elysee“
og er eftir Paul Barril, fyrrverandi
lögregluforingja. Þótt kröfu hans
um útgáfubann væri hafnað, þá
skipaði dómstóllinn forlaginu að
láta þess getið með áberandi hætti
fræðing og mikinn andstæðing
NAFTA, Fríverslunarbandalags
Norður-Ameríku. Ekki er talið lík-
legt, að hann muni mikiu breyta
fyrir Perot, sem fær aðeins stuðning
5% í skoðanakönnunum.
Útgefandi lagsins „Soul Man“,
sem vinsælt var á sjöunda áratugn-
um, hafa skrifað kosningastjórum
Doles og skipað þeim að hætta að
nota lagið í kosningabaráttunni.
Hefur því að vísu verið breytt lítil-
lega og heitir nú „Dole Man“ en
talið er, að kosningaskrifstofa Doles
verði að sjá af nokkrum milljónum
króna í skaðabætur fyrir að hafa
tekið það ófrjálsri hendi.
alls staðar þar sem bókin væri seld,
að Charasse vísaði fullyrðingum
höfundarins á bug.
Gilles Menage, fyrrverandi j
starfsmannastjóri Mitterrands, hef- ;
ur einnig höfðað mál til að fá bók-
ina bannaða en í henni eru hann
og Charasse sakaðir um að hafa
skipað fyrir um morð á Francois
de Grossouvre, aðstoðarmanni for-
setans. Lögfræðingur Charasse
sagði einnig, að skjólstæðingur sinn
myndi fara fram á tugmilljónir
króna í skaðabætur.
Barril segir, að Grossouvre hafi
líklega verið myrtur vegna þess, að (
hann hafi vitað of mikið um spill- j
ingu og hneyksli á æðstu stöðum.
„Leynistríðið í Elysee“
Bókarbanni hafnað
Kúariðudeila Breta og ESB kann að blossa upp aftur
Hættir Major við ;
að skera niður?
London. Reuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, var hugsanlega að kynda
undir nýrri deilu við Evrópusam-
bandið, ESB, þegar hann lýsti því
yfír í gær, að áætlun um rnikla
slátrun nautgripa til að koma í veg
fyrir kúariðu yrði endurskoðuð.
Talsmaður ESB í landbúnaðarmál-
um varaði bresku stjórnina við í gær
og sagði, að slátrunin væri ein
meginforsendan fyrir að afnema
bann við útflutningi breskra naut-
gripaafurða.
Fyrirhugað var að slátra 147.000
nautgripum en sumir bændur og
ýmsir áhrifamenn í íhaldsflokknum
hafa lagt hart að Major að hætta
við þá áætlun. Sagði hann á frétta-
mannafundi í gær, að ríkisstjórnin
myndi ræða þetta mál þá síðar um
daginn í ljósi nýrra upplýsinga og
lagði áherslu á, að það væri ekki
sjálfgefíð, að fyrri ákvarðanir hefðu
verið réttar.
Niðurskurður skilyrði
fyrir útflutningi
í síðustu viku fagnaði ríkisstjórn-
in skýrslu frá vísindamönnum í
Oxford en þar var því haldið fram,
að kúariðan yrði horfin árið 2001
og jafnvel þótt ekki yrði gripið til
mikils niðurskurðar. Sagði í dag-
blaðinu The Times í gær, að líklegt
væri, að nú yrði hætt við niður-
skurðinn og jafn víst væri, að til
nýrrar sennu kæmi milli bresku rík-
isstjórnarinnar og ESB. Sambandið
bannaði útflutning á breskum naut-
gripaafurðum í mars sl. en slakaði
síðan á því gegn loforði um mikinn
niðurskurð.
Bannið var ákveðið eftir að
breska ríkisstjórnin viðurkenndi, að
kúariða gæti valdið skyldum sjúk-
dómi, Creutzfeldt-Jakob, í mönnum
og síðan hafa komið fram vísbend-
ingar um, að riðan geti komist í
kálfa fyrir burð.
Þótt sumir bændur vilji hætta við
slátrunina, þá vill stjórn bresku
bændasamtakanna fyrst og fremst
forðast nýjan ágreining við ESB til
að unnt verði að heíja útflutning
að nýju. Hefur hún varað ríkis- j
stjórnina við að hrapa að neinu í j
þessu máli.
Evrópuandstæðingar fagna
Verði hætt við slátrunina, mun
það verða sérstakt fagnaðarefni
fyrir Evrópuandstæðingana í
íhaldsflokknum en þeir vilja ala á
ófriði milli Breta og ESB. „Ef það
er rétt, að hætt verði við slátrun-
ina, þá mun ég hrópa þrefalt húrra,“
sagði þingmaðurinn og Evrópuand-
stæðingurinn William Powell, sem >
sæti á í landbúnaðarnefnd breska |
þingsins.
Gerard Kiely, talsmaður ESB í
landbúnaðarmálum, sagði í gær, að
það væri ein meginforsendan fyrir
að afnema bannið við útflutningi
breskra nautgripaafurða, að þeim
gripum, sem taldir væru líklegastir
til að sýkjast, yrði fargað. Sagði
hann, að ESB hefði aldrei ákveðið
neina tölu í því sambandi en varaði
bresku stjómina við að ganga á bak j
orða sinna með því að hætta við |
slátrun.