Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.09.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 19 Milljarður til baráttu gegn hryðjuverkum Washington, New York. Reuter. BILL Clinton Bandaríkjaforseti hvatti á mánudag til að Banda- ríkjaþing samþykkti að leggja fram einn milljarð dala, um 66 milljarða ísl. kr. til að auka öryggi í flugi. Yrði fénu varið til þess að ráða fleiri starfsmenn til banda- rísku alríkislögreglunnar og til að auka öryggisgæslu- og eftirlit á flugvöllum. Meðal þess sem hertar reglur fela í sér er að komið verði upp betri sprengju- og vopnaleitarbún- aði, að gerð verði grein fyrir far- þegurn, þeir verði látnir benda á farangur sinn, sprengjuleitarhund- um verði fjölgað og eftirlit með starfsfólki flugvalla verði hert. Kvaðst forsetinn ekki viija ein- skorða aðgerðirnar við aukið eftir- lit í tengslum við flug, heldur væri það ósk hans að fénu yrði varið til að beijast gegn hryðju- verkum, t.d. þeim sem beint væri gegn hinu opinbera. Israelska flugfélagið E1 A1 hyggst koma upp nýju sprengju- leitartæki á John F. Kennedy-flug- velli í New York. Búnaðurinn kost- ar um eina milljón dala, um 66 milljónir króna, og er félagið hið fyrsta sem ræðst út í svo dýrar aðgerðir á vellinum. Búnaðurinn hefur hins vegar verið í notkun víða í Evrópu í nokkur ár. V :bvj ob en 533 - lOOO Foreldrum kennt um eiturlyfja- neyslu barna sinna New York. The Daily Telegraph. EKKI hefur dregið meira en svo úr umburðarlyndi hippakynslóðar- innar svokölluðu gagnvart eitur- lyfjum að henni hefur að hluta til verið kennt um þá miklu aukningu sem orðið hefur á eiturlyfjaneyslu unglinga. Samkvæmt nýrri banda- rískri könnun býst rúmlega helm- ingur kynslóðarinnar, sem upplifði „eiturlyfjadýrkun" sjöunda áratug- arins, við því að börn hennar prófi sömu eiturlyf og foreldrarnir gerðu. Aðeins hluti foreldranna telur að slíkt muni skaða ungmennin. Könnunin var gerð í kjölfar opin- berrar skýrslu þar sem fram kom að eiturlyfjaneysla bandarískra unglinga hefur tvöfaldast frá árinu 1992. Var rætt við 1.166 foreldra, sem fæddir voru eftir heimsstyij- öldina síðari, og um 1.200 börn þeirra á unglingsaldri. Helmingur foreldranna kvaðst hafa reykt marijúana á sínum yngri árum og 20% þeirra sögðust hafa neytt þess reglulega. Þriðjungur átti vini sem enn reyktu marijúana og helming- urinn þekkti til fólks sem var í eiturlyíjum. Þessi könnun er sú fyrsta sem gerð er til að reyna að meta áhrif eftirstríðsárakynslóðarinnar á börn sín. Hún hefur leitt í ljós að 65% þeirra sem rætt var við töldu að börn þeirra myndu prófa eiturlyf en aðeins 58% töldu að það kynni að valda þeim erfiðleikum. Könnunin tengist einu deilumáli í kosningabaráttunni fyrir forseta- kosningamar í Bandaríkjunum en Bob Dole, frambjóðandi repúblik- ana, hefur sakað Bill Clinton Banda- ríkjaforseta, sem er af téðri kyn- slóð, um að hafa látið af baráttunni gegn eiturlyfjum og sýnt eiturlyfja- neytendum umburðarlyndi. Foreldrar bera ábyrgð Joseph Califano, yfirmaður rannsóknarmiðstöðvar á eiturlyfja- misnotkun, sem framkvæmdi könnunina, er harðorður í garð for- eldra unglinganna sem hann segir firra sig ábyrgð á ástandinu. „For- eldrar, sérstaklega þeir sem reyktu marijúana þegar þeir voru ungir, ættu að hætta að kenna öðrum um hegðun unglinganna og reyna þess í stað að koma þeim skilaboðum á framfæri að eiturlyfjaneysla sé hættuleg og röng.“ Unglingarnir í könnuninni sögðu að auðveldara væri að kaupa marijúana en bjór. 17 ára ungling- ar sögðust geta komist yfir eiturlyf innan sólarhrings, 62% sögðust eiga vini sem reyktu marijúana og 58% þekktu einhvern sem neytir LSD, kókaíns eða heróíns. Flestir unglinganna prófuðu eiturlyf í fyrsta sinn 14 eða 15 ára gamlir þegar þeir fóru í menntaskóla. Sögðu unglingarnir að vitneskja um að foreldrar hefðu prófað eitur- lyf væri þeim hvatning til að feta í fótspor þeirra. Ariane á uppleið EVRÓPSKA geimferðastofn- unin sendi í gær á loft Ariane 42P-eldflaug frá skotstað í Frönsku Guiana og tókst skot- ið vel. Flutti flaugin á braut um jörðu 2,8 tonna þungan fjarskiptahnött fyrir fyrirtæk- ið Echostar Communications í Colorado í Bandaríkjunum. Reuter Sérfræðingur / i umhirðu húðar Unglegt útlit. Húðin er endurnýjuð með náttúrulegum forvera D-vrtamíns. Endurlifguð og með fullkomlega rétt rakastig verður húðin frísklegri og sjáanlega unglegri. Þegarkomio er yfir lertugsaldurinn. verður húðin mei og náttúrulegar va veikjast. Þetta varð að Clarins dagkrem sem vinna gegn áhrifi /•iMJijjii'li ' ílill' m ;j. Unglé silkimjúkur og geislandi farði. Með hverjum deginum verður húð þín mýkri, yfirbragð fallegra og vellíðan eykst. Sérstök leiðréttingar- litarefni f kreminu dreifast, endurkasta Ijósi og gefa húð þinni heilbrigðan blæ. Förðun verður auðveldari og Ijóminn helst allan daginn. Húðin helst mött og silkimjúk. : 'fifSliYi; ^ Jl »I Æm «gmkvsM r--iu-Regen Jour ,?Wes peaux - att sk ^tra-Firming Day al! skin CRARINS Ný kenning um þróun mannsins Gekk upp- réttur fyrr en talið hefur verið Birmingham. Reuter. MAÐURINN hefur gengið upp- réttur alla tíð frá því hann kom niður úr trjánum fyrir fjórum milljónum ára og rúmlega það, en ekki hokinn eins og haldið hefur verið fram, að því er Robin Crompton, yfirmaður rannsóknar á vegum háskólans í Liverpool, sagði á vísindaráð- stefnu í Birmingham í gær. Þriggja ára rannsókn, sem byggð var á nýrri gerð tölvulík- ana, sýnir að sögn Cromptons að maðurinn geti ekki hafa gengið boginn í baki og hnjám. „Rannsóknir okkar hafa koll- varpað viðteknum hugmyndum um þróun gangs,“ sagði Cromp- ton. Við rannsóknina var notuð bygging beinagrindar konu sem fannst og lifði í Austur-Afríku fyrir 3,6 milljónum ára, og nefnist australopithecus afar- ensis, en er þekktari undir gælunafninu Lucy. í rannsókninni tóku vísinda- menn gang manna á okkar dög- um og gerðu tölvulíkan, þar sem hermt var eftir samverkan vöðva. Frammistaða tölvunnar var því næst borin saman við það hvernig menn ganga í raun nú á dögum. Þá var Lucy tekin og tölvan mötuð á upplýsingum um lík- amsbyggingu hennar. Þegar reynt var að láta tölvulíkanið ganga hokið eins og haldið hef- ur verið fram að fyrstu menn- irnir hafi gengið missti það jafnvægið. „Það er því útiiokað að Lucy hafi getað gengið með þessum hætti,“ sagði Crompton og bætti við að því þyrftu mann- fræðingar að endurskoða kenn- ingar sínar um það hvenær maðurinn byijaði að ganga upp- réttur, hann hefði greinilega hætt að ganga á fjórum allt frá tveimur til sex milljónum ára áður en talið hefði verið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.