Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 12.09.1996, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996 27 AÐSENDAR GREINAR Er íslenska ríkið skaða- bótaskylt vegna brota á EES- samningnum? Mag'nús H, Norðdahl I MORGUNBLAÐ- INU 21. ágúst sl. var merkileg frétt þess efnis að allmargir fé- lagsmenn Verslunar- ráðs íslands íhugi að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu fyrir meint brot á EES- samningnum við fram- kvæmd á innheimtu og álagningu vörugjalds. Um var að ræða ís- lenska löggjöf sem gilti á tímabilinu 1.1. 1994 til 1.7. 1996 og er málið til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EES. Það er lögfræðilega spennandi álitamál hvort íslenska ríkið geti orðið skaðabótaskylt gagnvart íslenskum einstaklingum eða lögaðilum með því að Alþingi setur eða heldur í gildi stjórnskipu- lega gildum lögum sem fara gegn samningnum um EES. Ekki er lengur vafi á því innan ESB að skaðabótaskylda er fyrir hendi undir þessum kringumstæð- um. Hinn 5.3. 1996 kvað Evrópu- dómstóllinn upp stefnumarkandi dóm í málunum nr. C-46/93 og C-48/93. Seinna málið er breskt og olli dómurinn miklu uppnámi á Bretlandi. Málavextir eru þeir að 16.12. 1988 fór útgerðarfyrirtækið Factortame ásamt fleirum í mál við breska ríkið þar sem reyndi á hvort ákvæði í breskum lögum um skrán- ingu fiskiskipa væri andstætt ákvæðum samningsins um Efna- hagsbandalag Evrópu sem þá hét svo. Lögin fólu í sér nýjar reglur og mismunuðu við skráninguna á grundvelli þjóðernis sem algerlega er bannað innan ESB. Þau skip, sem ekki fengust skráð í hina nýju skipaskrá, misstu rétt til veiða í breskri lögsögu. Breski dómstóllinn frestaði málinu og bað Evrópudóm- stólinn um að gefa álit sitt á því hvort ákvæði í landslögum, sem fælu í sér mismunun á grundvelli þjóðernis með þessum hætti, sam- rýmdust löggjöf bandalagsins. Það álit gaf Evrópudómstóllinn þann 25.7. 1991 í málinu nr. 221/89, og komst að þeirri niðurstöðu að slík ákvæði samrýmdust ekki löggjöf ESB. Það skal tekið fram, að svar Evrópudómstólsins fól ekki í sér efnisdóm í málinu sem Factortame o.fl. ráku fyrir breskum dómstólum. Svarið var einungis túlkun Evrópu- dómstólsins en hlutverk breska dómstólsins var að kveða upp end- anlegan dóm og við það bar honum að virða túlkun Evrópudómstólsins. í millitíðinni eða hinn 4.8. 1989 höfðaði framkvæmdastjórn banda- lagsins mál gegn breska ríkinu fyr- ir Evrópudómstólnum fyrir brot á löggjöf bandalagsins með setningu þessara sömu laga um skráningu skipa og veiðiréttindi. Fram- kvæmdastjórnin krafðist þess jafn- framt, að öllum ákvæðum fyrr- greindra skipaskráningarlaga, sem mismunaði á grundvelli þjóðernis yrði vikið til hliðar þar til dómur gengi. Breska ríkið hélt uppi vörn- um en breytti lögunum og tók breytingin gildi 2.11. 1989 og höfðu lögin þá verið í framkvæmd í 7 mánuði og Factortame o.fl. ekki komist til veiða. Dómur í máli fram- kvæmdastjórnarinnar er nr. 246/89 og féll framkvæmdastjórninni í vil 4.10. 1991. Upphaflega málið fyrir breska dómstólnum, Factortame o.fl. gegn breska ríkinu, var enn á fresti þegar dómur í máli Fram- kvæmdastjórnarinnar féll. I kjölfar þess dóms óskaði breski dómstóllinn eftir því við Factortame o.fl., að þeir gerðu grein fyrir því hvort og þá hve miklar skaða- bótakröfur þeir gerðu á hendur breska ríkinu vegna þess, að þeir hefðu ekki getað veitt í breskri lögsögu í þá 7 mánuði sem lögin höfðu gilt. Þeir gerðu kröfur og í kjölfar þess spurði breski dómstóll- inn Evrópudómstólinn að því hvort skaðabóta- skylda aðildarríkis væri fyrir hendi þegar brot væri framið með lögum settum með stjómskipulegum hætti en, sem sannanlega brytu gegn ákvæðum löggjafar bandalagsins. I stuttri blaðagrein er ekki hægt að rekja ítarlegan rökstuðning Evr- ópudómstólsins. Niðurstaðan varð á þá leið að skaðabótaskylda væri til staðar að uppfylltum tilteknum skil- yrðum. Þau eru þessi: í fyrsta lagi þarf að vera um að ræða setningu laga sem andstæð eru lögum ESB. Þetta setur Evrópudómstóllinn fram til þess að skilja á milli þess þegar aðildarríkin setja lög andstætt lög- um ESB og þess þegar þau hundsa að innleiða í landsrétt sinn löggjöf ESB en um það hefur Evrópudóm- stóllinn oft fjallað, (m.a. Frankovich v/ Italy og Faccini Dori v/ Italy). í öðru lagi segir Evrópudómstóllinn að löggjöf ESB, sem brotin er, þurfi að vera þannig úr garði gerð að hún hefði ein og sér getað skapað einstaklingum réttindi, þ.e. að þeir geti byggt rétt á henni óháð því hvort hún er í lög leidd í aðildarrík- inu eða ekki. í þriðja lagi að um sé að ræða alvarlegt brot af hálfu ríkisins og í fjórða lagi að orsaka- samband þurfi að vera á milli brots- ins og tjónsins. Alvarlegt brot skýr- ir Evrópudómstóllinn þannig að meta þurfi hvort um hafi verið að ræða brot á skýrum reglum ESB, hvort ásetningur hafi verið til stað- ar, hvort um hafi verið að ræða afsakanleg mistök og loks hvort að stofnanir ESB hafi brugðist við og gripið til ráðstafana gagnvart því aðildarríki sem brotið framdi. Þegar þessi niðurstaða Evrópu- dómstólsins er höfð í huga er ekki nema von að lögfræðingur Verslun- arráðs spyrji sig hvort íslenska rík- ið geti orðið skaðabótaskylt fyrir brot á EES-samningnum þegar brot er framið með svipuðum hætti og gert var í Factortame-málinu en þessu íslenska vörugjaldsmáli svip- Fyrir íslenskum dómstólum, segir Magnús M. Norðdahl, verður aðeins beitt íslenskum lögum. ar um margt til þess. Ég tel fulla þörf á því að leitað verði dóms í málinu en því miður tel ég að ekki sé skaðabótaskyldu til að dreifa. í fyrsta lagi byggi ég það á því að fyrir íslenskum dómstólum verður aðeins beitt íslenskum lögum. Séu lögin sett á stjórnskipulegan hátt og séu þau ekki andstæð stjórnar- skrá ber dómstólunum að dæma eftir þeim og engu öðru. Annað er ekki heimilt skv. 61. gr. stjórnar- skrárinnar. í öðru lagi hefur milli- ríkjasamningur eins og EES-samn- ingurinn ekki stöðu stjórnarskrár hér á landi með þeim hætti að lög andstæð honum víki ef þau eru andstæð honum líkt og þau gera ef þau eru andstæð stjórnarskrá. Aftur á móti hefur löggjöf ESB nokkurs konar stjórnarskrárlega stöðu gagnvart landsrétti aðildar- ríkja ESB og hefur Evrópudómstóll- inn margdæmt um það. (M.a. mál 26/62, Van Gend en Loos og 6/64, Costa v. ENEL) Þetta á ekki við á samningssvæði EES. í þriðja lagi er um að ræða milliríkjasamning. í 2. gr. 1. nr. 2/1993, lögum um Evrópska efnahagssvæðið, segir að vísu að meginmál samningsins hafi lagagildi hér á landi. En hveijum skapar hann réttindi og skyldur? Samningurinn leggur skyldur á ís- lenska ríkið. M.a. segir í 10. gr. að tollar og öll gjöld sem hafa samsvar- andi áhrif á inn- og útflutning séu bannaðir. Þetta er skylda gagnvart viðsemjandanum og jafnvel þó hún hafi lagagildi hér þá skapar hún ekki öðrum rétt en þeim sem samið var við. Kjósi íslenska ríkið að virða bannið að vettugi tekur það á sig þær lögfylgjur sem samningurinn mælir fyrir um. Því er við að bæta að í fylgiskjali 1 með fyrrgreindum lögum, sem er EES-samningurinn sjálfur, er tekið fram í upphafsorð- um samningsins að samningsaðilar séu annars vegar ríkin sem aðild eiga að EFTA og hins vegar ESB og aðildarríki þess. Hvergi er að finna í samningnum ákvæði þess efnis að einstaklingar eða lögaðilar innan aðildarríkja EFTA eigi rétt- indi eða beri skyldur skv. samningn- um. Hins vegar er tekið fram í 7. gr. Fylgiskjals 2, Bókunar 1. Um altæka aðlögun, að líta beri svo á eftir atvikum, að einstaklingar og lögaðilar innan aðildarríkja ESB geti átt réttindi og borið skyldur skv. samningnum um EES. Svipað ákvæði er ekki um borgara EFTA- ríkjanna. Með öðrum orðum þá geta einstaklingar eða lögaðilaiy innan EFTA-ríkjanna, þ.m.t. á íslandi, ekki borið skyldur eða átt sjálfstæð réttindi skv. EES-samningnum þ.m.t. ekki átt rétt til skaðabóta vegna athafna eða athafaleysis ís- lenska ríkisins sem á stjórnskipu- legan hátt fer með vald sitt í við- skiptum við ESB. Ég tel því að félagsmenn Verslunarráðs verði því miður að bíða eftir fullri og ótakmarkaðri aðild íslands að ESB áður en þeir geta lagt í málaferli af þeim toga sem tæpt er á í fyrrgreindri Morg- unblaðsgrein. Það er svo annað mál að það eru einmitt þeir sem best eru fallnir til þess að þvinga ís- lenska ríkið til þess að efna EES- samninginn og spennandi að sjá hvert framhaldið verður því stund- um „vinnast" mál jafnvel þó þau tapist efnislega. Það er ekki spurn- ing um lögfræði heldur pólitík. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Fastir liðir eins og venjulega Síst er vanþörf á, segir Glúmur Jón Björnsson, að hvetja til sparnaðar og aðhalds í ríkisrekstrinum. NU ER farið að glitta í íjárlagafrum- varp ríkisstjórnarinn- ar fyrir næsta ár. Því miður segja fyrstu fréttir af frumvarpinu okkur að ríkisstjórnin ætli að vinna bug á hallarekstri ríkissjóðs með því að afla hon- um aukinna tekna í stað þess að spara. Útgjöld ríkissjóðs eiga að vaxa um 1,3% frá fyrra ári. Kröfur um skattahækkanir og skuldasöfnun Það hafa verið fastir liðir í þjóðlíf- inu undanfarin ár að þegar af- greiðsla íjárlagafrumvarpsins stendur yfir fara ýmsir þrýstihópar á kreik og krefjast aukins ljár úr ríkissjóði. Talsmenn þessara hópa eiga yfirleitt greiðan aðgang að fjöl- miðlum sem þykir greinilega spenn- andi að geta skýrt frá kröfum um aukin útgjöld. Hver kannast ekki við forsvarsmenn ríkisstofnana og formenn hagsmunasamtaka lýsa „neyðarástandi", „ófremdará- standi", „fyrirsjáanlegum uppsögn- um“, ,fjársvelti“, „skilningsleysi stjórnvalda", „einkennilegri for- Glúmur Jón Björnsson gangsröðun", „aðför“ og þar fram eftir göt- unum í fréttatímum sjónvarpsstöðva? Allir þessir frasar þýða í raun það sama: Við viljum meira fé úr rík- issjóði þótt það hafi skattahækkanir og skuldasöfnun í för með sér. Vaxtagreiðslur og skólamál Það væri óneitan- lega slegið á nýja strengi í þjóðmálaum- ræðunni ef frétta- menn spyrðu hina kvartanaglöðu talsmenn hags- munahópanna hreint út um það hvar þeir vilji taka það fé sem þeir kreijast. Það eru ekki nema þijár leiðir: skuldasöfnun, skattahækk- anir eða sparnaður á öðrum sviðum. Þeim virðist heldur ekki þykja það tiltökumál að vaxtagreiðslur ríkis- sjóðs nemi um 13 milljörðum króna á þessu ári. Það lætur nærri að vera sama upphæð og ríkissjóður ver til skólamála (háskólar og rann- sóknir, framhalds- og héraðsskólar, grunn- og sérskólar) á árinu. Til samanburðar má einnig geta þess að sjúkrastofnanir fá um 17 millj- arða króna. Þetta sýnir að það er síst vanþörf á að hvetja til sparnað- ar og aðhalds í ríkisrekstrinum. Verði hins vegar haldið áfram á þeirri braut sem talsmenn þrýsti- hópanna hvetja til munu vextir og afborganir taka til sín stærri og stærri skerf af því sem hið opinbera hefur til ráðstöfunar. Um leið minnkar skerfurinn til annarra þátta. Þeir sem bera þátttöku hins opinbera í rekstri skóla og sjúkra- stofnana, svo dæmi sé tekið, fyrir bijósti ættu því fyrst og síðast að snúa sér að því að sparað verði svo um munar í ríkisrekstrinum og haf- ist verði handa við greiðslu skulda. Aðeins þannig komum við í veg fyrir að 13 milljarða vaxtagreiðslur verði fastur liður í fjárlagafrum- varpinu. Höfundur er formaöur Heimdallar. faliejar umjjariir ' fjrir nnjt fótk ^ ; f ~ 7 \ linjjaráii meá jleri ° f r áj fíd. m %í i ii íi 91 Itr. UN5AN ; ) Aðalstræti 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.