Morgunblaðið - 12.09.1996, Side 34
■i4 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTJAN SIGURÐUR
RAFNSSON
+ Kristján Sigiirð-
ur Rafnsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 9. júlí
1948. Hann lést á
Landspítalanum 3.
september síðastlið-
inn og fór útför
hans fram frá Há-
teigskirkju 11.
september.
Elsku Kiddi minn.
Á stund sem þessari
er fátt um orð en efst
í huga eru allar góðu
minningarnar frá árunum okkar sem-
ég held eftir og get hugsað um.
Við stóðum saman og gáfum hvort
öðru styrk og allt það annað sem við
gátum gefið hvort öðru. Ég hef
strákana okkar hjá mér og það er
ekki svo lítið. Eins og þú veist eru
þeir sterkir eins og þú og einnig hef
ég tengdadæturnar og bamabörnin
sem okkur þykir svo vænt um og eru
mér mikill styrkur.
Það er mér hugarró að hafa feng-
ið að fylgjast með og sjá hvað starfs-
►íólkið á deildum 14G, 11G og gjör-
gæsludeild Landspítalans hugsaði vel
um þig á allan hátt meðan þú dvald-
ir þar. Ég þakka því af heilum hug
fyrir hönd okkar beggja.
Guð veri með þér og leiði þig í
þeirri ferð sem þú hefur nú hafíð.
Ó, þá náð að eiga Jesú
einkavin í hverri þraut.
Ó þá heill að halla mega
höfði sínu í Drottins skaut.
Ó, það slys því hnossi að hafna,
hvílíkt fár þinni braut,
* ef þú blindur vilt ei varpa
von og sorg í Drottins skaut.
(M. Joch.)
Þín eiginkona,
Arný (Bogga).
Ég hitti Kidda fyrst þegar ég var
að vinna með Árnýju eiginkonu hans.
Við fyrstu kynni virtist
hann hálf stífur og ég
verð að viðurkenna að
ég var satt best að segja
hálfsmeyk við hann. En
það átti svo sannarlega
eftir að koma á daginn
að ég hafði ekkert að
vera smeyk við og Kiddi
var allt annað en stífur,
sérstaklega þegar vel lá
á honum. Málin þróuð-
ust þannig að ég fór að
vera með miðsyni þeirra
hjóna, Árna, og fljótlega
fór ég að vera heima
hjá þeim öllum stund-
um, var einhverskonar
heimalningur þar og ekki vantaði að
mér væri vel tekið. Kiddi tók mér
opnum örmum, lét mig strax fá lykil-
inn og sagði: „Núna kemst þú alltaf
inn þó enginn sé heima.“ Með þessu
sýndi hann að hann treysti mér og
ég væri alltaf velkomin. Ég bjó hjá
Ámýju og Kidda í eitt og hálft ár
eða þangað til í byijun júní síðastlið-
inn þegar ég og Ámi fórum að búa
saman og stuttu síðar trúlofuðumst
við.
Kiddi var alltaf tilbúinn til að
hiusta á mig, sýna mér hitt og þetta
og útskýra hluti fyrir mér og alltaf
var hann boðinn og búinn að bjarga
mér um jólagjafir eða afmælisgjafir
handa frændsystkinum mínum svo
ekki sé talað um alla þá skartgripi
sem hann gaf mér. Já, gjafmildur
var hann, skilningsríkur og einstak-
lega barngóður. Það var svo gaman
að fylgjast með hvernig hann um-
gekkst barnabörn sín, svo og önnur
börn. Hann hafði hreint ótrúlegt lag
á börnum og talaði aldrei niður til
þeirra eða var óþolinmóður við þau.
Það er víst óhætt að segja að Árný
Björg, Margrét Rut og Jóhann Rafn
hafa misst mikið við að missa Kidda
afa sinn sem þeim þykir öllum svo
vænt um. Hann var líka ákaflega
góður þeim sem minna máttu sín og
ef einhver var dapur var hann alltaf
boðinn og búinn að hressa þann hinn
sama við. Jafnvel eftir að hann var
MINNINGAR
orðinn veikur og kominn á spítala lék
hann á als oddi til að hressa aðra
og var ákaflega jákvæður gagnvart
öllu, það mundi allt ganga vel, það
væri sko engin hætta á öðru. Og þar
sem hann stormaði um allt hress í
bragði og svo jákvæður gat maður
ekki annað en trúað því að allt mundi
verða í lagi. Þess vegna trúði maður
því ekki þegar honum fór að hraka
mjög hratt og kom að endalokunum.
Ég er enn ekki alveg búin að átta
mig á því að ég mun aldrei hitta
hann aftur í þessu lífi, en þeir segja
að tíminn lækni öll sár. Þegar ég
hugsa um alla sem eiga sannarlega
um sárt að binda við fráfall hans og
standa sig samt eins og hetjur, get
ég ekki annað en hugsað: Ef þau
geta staðið sig svona vel er lágmark
að ég geri mitt besta til að standa
mig líka þó það reynist oft erfítt.
Elsku Kiddi, þakka þér fyrir allt.
Megir þú hvíla I friði. Ég kveð þig
núna með von um að þér líði vel þar
sem þú ert og vissu um að einhvem
tímann munum við hittast aftur.
Elsku Árný, Rafn, Guðmar, Ámi,
Palla og aðrir aðstandendur sem eiga
um sárt að binda þessa stundina, ég
votta ykkur öllum mína dýpstu sam-
úð. Megi Guð styrkja ykkur og geyma
á þessum erfíða tíma.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfí Jesú, í þína hönd.
Síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.
(Haligr. Pét.)
Líf.
Elsku Kiddi afí.
Það var í hádeginu 3. september
að við komum heim að borða. Pabbi
sagði okkur að hann Kiddi afí væri
dáinn og farinn til Guðs. Bróðir minn
skildi það eiginlega ekki en ég varð
vond og sagði: „Nei, nei, þú ert að
plata.“ Og vildi ekki heyra það, en
það var alveg satt. Okkur langar að
þakka þér fyrir allt þó stutt hafí
verið. Þú varst alltaf kátur og hress
við okkur. Við bjuggum ekki í
Reykjavík og hittumst ekki oft. En
þegar þú komst í heimsókn, eða við
til þín, varst þú alltaf tilbúinn að
gera eitthvað með okkur, segja okk-
ur sögpir, fara í göngur sem var svo
gaman út af því að þú varst alltaf
að segja okkur eitthvað sniðugt á
leiðinni og þegar við komum heim
var frá svo miklu að segja sem við
sáum. Svo söngstu með okkur, fórst
með okkur í sund og varst alltaf að
gera eitthvað með okkur.
í vor fluttum við til Reykjavíkur
og það leið varla sá dagur að við
hittumst ekki. Það verður skrýtið að
koma niður á Klapparstíg og enginn
Kiddi afí þar.
En Kiddi afí, nú ertu farinn og
pabbi sagði að þér myndi líða vel og
værir ekki lengur veikur, þú myndir
alltaf vera hjá okkur.
Við munum alltaf hugsa til þín.
Vertu yfír og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfír minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Bless, Kiddi afí.
Margrét Rut og Jóhann Rafn.
Hinn 3. september sagði mamma
mér að Kiddi afí væri dáinn, nú
væri hann hjá Guði og liði ekki leng-
ur illa. Ég skildi það ekki alveg strax
og var mjög brugðið, þar sem ég var
nýkomin aftur heim til Svíþjóðar eft-
ir að hafa eytt sumrinu hjá pabba
og Líf. Þegar þau voru að vinna á
daginn var ég alltaf hjá Árnýju
ömmu og Kidda afa.
En eftir smá stund þegar mamma
var búin að útskýra þetta betur átt-
aði ég mig á því að nú væri Kiddi
afí hjá Rafni langafa og Lauga,
kisunni okkar og þá leið mér strax
betur. Stuttu síðar hringdi pabbi og
sagði mér að hann hefði skilað kveðju
til Kidda afa frá mér rétt áður en
hann dó og afi bæði ofsalega vel að
heilsa mér.
Elsku Kiddi afí minn, ég vil þakka
þér fyrir allan þann tíma sem við
eyddum saman, sundferðimar,
göngutúrana og allt sem við gerðum
í sameiningu. Því langar mig að biðja
þig um að fara með þessa litlu bæn
með mér þegar við förum að sofa á
kvöldin:
Kristur minn, ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gakk þú inn og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Árný Björg.
Ekki datt mér í hug þegar ég
heimsótti Kristján laugardaginn 31.
ágúst á Landspítalann að þetta yrði
í seinasta skipti sem ég sæi hann á
lífi þó að hann væri að fara í hjarta-
uppskurð, af því að hann var kátur
og hress eins og hans var von og
vísa, en svona er lífið.
Ungur fékkstu að fljóta með í
róður á bátnum okkar Gjafari VE
300 og stóðst þig vel. En fjórtán
ára ferðu á síldveiðar með okkur
upp á hálfan hlut og Sigurður Ingi
Ingólfsson á móti þér og var það
mikið lán að hafa ykkur strákana.
Þetta var síðasta sumarið sem við
vorum með nótabát og var þetta
mikið erfiði, en þið stóðuð ykkur
með prýði. Næsta sumar kom kraft-
blökkin og var það allt annað líf.
Ungur að árum lærðir þú flug en
þegar þú varst búinn að læra var
ekkert að gera. Á unglingsárunum
var margt gert sér til gamans og
ekki síður þegar þú varst á sjónum
með okkur og verð ég nú að segja
að oft hafði maður gaman af. En
svo tók alvara lífsins við, þú fékkst
góða konu, Árnýju Árnadóttur frá
Þórshöfn á Langanesi. Þú kvæntist
henni 6. janúar 1969 í Vestmanna-
eyjum og þið eignuðust synina þijá,
Rafn, Árna og Guðmar. Þú starfað-
ir við hitt og þetta um dagana,
meðal annars sölumennsku um
nokkurra ára skeið. En upp úr því
stofnaðir þú þitt eigið fyrirtæki sem
var heildsala, aðallega með föt og
skartgripi og fórst sjálfur meðal
annars til Hong Kong til að kaupa
inn. Þetta gekk bara vel til að byija
með en svo kom ógæfan. Þú lánað-
ir mönnum sem ekki borguðu, það
þoldir þú ekki og tapaðir öllu, þar
á meðal raðhúsi sem þú áttir. Þú
hafðir verið um árabil með liðag-
igt, en við þetta áfall versnaði hún
um allan helming og varstu oft
sárþjáður þó þú reyndir að bera þig
vel.
Ég veit að vel verður tekið á
móti þér. Þar fer fremstur pabbi
þinn, afar og ömmur í báðar ættir
og aðrir ættingjar. Þá votta ég
Árnýju konu þinni, sonum þínum,
móður þinni, tengdadætrum og öðr-
um ættingjum samúð mína. Vertu
ævinlega sæll.
Þinn föðurbróðir,
Sigurður Kristjánsson.
HALLGRÍMUR
DALBERG
+ Hallgrímur Dalberg fæddist
í Reykjavík 7. janúar 1918.
Hann lést í Reykjavík 30. ágúst
síðastliðinn og fór útför hans
fram frá Dómkirkjunni 6. sept-
ember.
Hallgrímur Dalberg tók ástfóstri
við golfleik að loknum glæsilegum
embættisferli og það var við slíkar
aðstæður sem kallið kom á snöggu
augabragði er morgunsólin skein á
milli skýjabólstra yfir grasflötina á
víðum velli með útsýni til ijalla sem
voru honum kær frá blábernsku.
Ég kom ungur á heimili fjölskyld-
unnar á Haðarstíg 8 sem var lítið og
y notalegt steinhús þar sem eindrægnin
'ríkti. Þar opnaðist mér nýr heimur
af kynnum við þá bræður Haligrím
og Eyþór, sem var fjórum árum eldri
og hafði misst ár frá námi í Mennta-
skólanum vegna brjóstveiki, en ber-
kiar voru sá vágestur sem heijaði
mjög á ungt fólk á þeim tímum.
Kreppuárin hvíldu þá þungt yfir
þjóðinni og lífið var ekkert sældar-
brauð á heimili daglaunamannsins.
Fjölskylda Hallgríms varð að búa við
nægjusemi, sem stundum er kölluð
taóismi í bókum, en þetta var íslensk
nægjusemi.
Guðrún, móðir þeirra bræðra, var
mikilhæf kona og lagði allan metnað
sinn í menntun sonanna sem sannar-
lega létu vonir hennar rætast.
Hvor þeirra framúrskarandi á sínu
sviði, Eyþór yfírlæknir á stórum
herspítölum í Bandaríkjunum, Víet-
nam og víðar, Hallgrímur haslaði sér
völl á heimaslóðum því fíann var allt-
af mjög heimakær. Sem ráðuneytis-
stjóri naut hann mikils trausts, enda
óvenju laginn samningamaður og
forðaðist hávaða og fyrirgang. Heim-
ili hans var friðarlundur og er mér
sérlega minnisstæð síðdegisstund í
garði hans fyrir ári. Hann var ein-
stakur fjölskyldufaðir með dyggri
aðstoð Maríu konu sinnar.
Alla tíð minntumst við þeirra
stunda þegar við lásum saman hið
mikla skáldverk Dostojevskys Bræð-
urnir Karamasof undir handleiðslu
Eyþórs sem var víðlesinn og skák-
snillingur. Taugin milli okkar þriggja
rofnaði ekki þrátt fyrir fjarlægðir og
ólík viðfangsefni í lífinu. Éyþór lést
í Bandaríkjunum fyrir nokkrum
árum. Og nú er Hallgrímur farinn á
undan mér þótt hann væri nokkrum
mánuðum yngri en hvað er tíminn
andsæpnis eilífðinni.
Agnar Þórðarson, París.
Með nokkrum fátæklegum orðum
vil ég minnast samstarfsmanns míns
og vinar, Hallgríms Dalberg, fyrrver-
andi ráðuneytisstjóra.
Leiðir okkar Hallgríms lágu saman
um 1980. Hann var þá formaður
nefndar sem fengið hafði það hlut-
verk að semja frumvarp að nýjum
lögum um aðbúnað, hollustuhætti og
öryggi á vinnustöðum, oft nefnd
vinnuvemdarlögin. I nefndinni áttu
sæti fulltrúar samtaka vinnuveitenda
og launþega, auk ríkisvaldsins. Starf
hennar var bæði mjög viðamikið og
vandasamt og skal ekki tíundað hér.
Það er hins vegar til marks um hæfí-
leika Hallgríms að honum tókst að
leiða þetta vandasama verk til lykta
á tiltölulega skömmum tíma og sam-
ræma sjónarmið aðila vinnumarkað-
arins í nefndinni þrátt fyrir ólíka
hagsmuni. Hallgrímur hafði einmitt
einstakt lag á því að leiða menn til
málamiðlana og sátta, enda var hann
settur til fjölda erfíðra trúnaðarstarfa
þar sem slíkur hæfíleiki var mikilvæg-
ur. Trúi ég að aðrir muni verða til
að gera þeim störfum hans sem og
íjölþættum félagsstörfum betri skil.
Hin nýju vinnuverndarlög voru
samþykkt á Alþingi í maí 1980 og
tóku gildi í ársbyijun 1981. í þeim
var að finna fjölda nýmæla til hags-
bóta fyrir íslenskt samfélag. Lögin
voru vissulega umdeild á sínum tímá,
en þau eru enn í gildi með fáum
breytingum. Sá sem þetta ritar var
skipaður forstjóri Vinnueftirlitsins
sem annast framkvæmd laganna og
heyrir undir félagsmálaráðuneytið,
þar sem Hallgrímur var ráðuneytis-
stjóri. Það var mér ómetanlegt, ung-
um að árum og fremur óreyndum í
stjórnsýsluháttum ríkisins, að njóta
handleiðslu Hallgríms, sem hafði lag
á að leiðbeina með hlýjum hug og
jákvæðri hvatningu. Þegar vanda bar
að höndum var ávallt gott til hans
að leita. Ég minnist hans sem ein-
hvers einlægasta og traustasta sam-
starfsmanns sem ég hef átt.
Mér varð snemma ljóst að Hall-
grímur var sérstakur fjölskyldumað-
ur og bar velferð sinna nánustu ávallt
fyrir brjósti. Maríu Dalberg kynntist
ég við ýmis tækifæri og synir þeirra
Stefán og Magnús voru bekkjar-
bræður mínir í MR og samstúdentar.
Ég votta þeim, dótturinni Ingibjörgu,
barnabörnum og öðrum vandamönn-
um dýpstu samúð mína. Megi Guð
styrkja ykkur á þessari stundu.
Eyjólfur Sæmundsson.
Traustur vinur og félagi. Þannig
reyndist Hallgrímur Dalberg mér
ætíð í starfí mínu sem félagsmálaráð-
herra. Ég fann' það strax á fyrsta
degi mínum í félagsmálaráðuneytinu
1987, þegar Hallgrímur, þá ráðu-
neytisstjóri tók á móti mér brosandi
og hlýr í viðmóti. Ég fann þegar til
öryggis með Hallgrím Dalberg mér
við hlið í erfíðu verkefni framundan
sem félagsmálaráðherra. Gífurleg
reynsla hans, mikil þekking á stjórn-
sýslunni og ekki síst margra áratuga
starf hans í félagsmálaráðuneytinu
var mér mikils virði og ómetanlegt
veganesti í starfi mínu. Það fór held-
ur ekki framhjá neinum að hann
átti traust, vináttu og virðingu
starfsfólks ráðuneytisins, en farsæl
samskipti við starfsfólkið, heiðarleiki
og sanngirni voru Hallgrími eðlislæg.
Sveitarstjórna- og vinnumálin voru
honum mjög hugleikin og þar var
þekkingarbrunnur hans óþijótandi.
Sama gilti Um allt félagsmálasviðið
og löggjöf þess, sem hann þekkti eins
og lófa sinn. Ég fann fljótt umhyggju
hans og manngæsku, sem endur-
spegluðust í skoðunum hans á mikil-
vægi þess að hafa hér trausta og vel
skipulagða félagsþjónustu, þar sem
réttar og öryggis allra væri gætt.
Enginn hefur átt eins mikinn þátt
í að móta félagsmálaráðuneytið og
Hallgrímur. Mestur hluti starfsævi
hans er samofin sögu ráðuneytisins,
sem enginn þekkti eins vel og hann.
Það krefst örugglega mikillar þolin-
mæði að starfa sem einn helsti ráð-
gjafí 14 misviturra og dyntóttra ráð-
herra úr mismunandi stjórnmála-
flokkum, eins og Hallgrímur gerði í
40 ára starfí sínu í ráðuneytinu. En
það kunni hann vel, því hann átti
mikið til af þolinmæði. Mér er vel
minnisstætt að hversu mikið sem á
gekk, þá skipti hann aldrei skapi.
Alltaf yfirvegaður, alltaf þolinmóður,
alltaf ráðagóður, sem oft átti mikinn
þátt í að leysa hnúta eða erfið mál
sem upp komu.
Fyrir allt þetta vil ég þakka nú á
kveðjustund. Kæra María og fjöl-
skylda. Ég sendi ykkur mínar dýpstu
samúðarkveðjur á sorgarstund.
Jóhanna Sigurðardóttir.
Elsku afí minn.
Það var okkur öllum mikið áfall,
þegar fregnin um það, að þú værir
látinn barst okkur. Þú sem varst allt-
af svo glaður og hress. Með nokkrum
orðum vil ég minnast þín og sam-
verustundanna okkar.
Þegar ég og fjölskylda mín bjugg-
um í Danmörku, man ég eftir hversu
mikil gleði og spenningur það var,
þegar þú og amma komuð og heim-
sóttuð okkur. Þó að við hittumst ekki
oft á þeim tíma, urðum við fljótt sam-
rýnd og góðir vinir. Eftir að við flutt-
um heim til Islands, hittumst við oft-
ar. Það var alltaf jafnnotalegt að
koma inn á heimili ykkar ömmu.
Móttökurnar voru alltaf hlýlegar og
góðar. I hverri heimsókn, sagðir þú
mér skemmtilegar og lærdómsríkar
sögur. Mér fannst þú gæddur miklum
frásagnarhæfíleikum og þú sagðir
sögumar af mikilli innlifun. Ég minn-
ist sérstaklega allra skemmtilegu frá-
sagnanna frá menntaskólaárum þínum
í Reykjavík. Eftir þær fráságnir er ég
sannfærð um að menntaskólaárin era
ein eftirminnilegustu ár ævinnar.
Síðastliðið vor var ég hjá ykkur á
Hofsvallagötunni að lesa undir vor-
prófin í menntaskólanum. Þá fékk
ég lestraraðstöðu við skrifborðið þitt.
Á milli lestrartarnanna settumst við
niður saman og töluðum um heima
og geima. Mér fannst þú alltaf vera
réttsýnn og skilningsríkur. Þú að-
stoðaðir mig einnig við námið og
miðlaðir mér af fróðleik þínum. Þú
varst sérlega vel að þér í bókmennt-
um og tungumálum.
Elsku afí minn, ég er mjög heppin
að hafa átt svona yndislegan afa
eins og þig. Ég verð ávallt þakklát
fyrir allar samverustundirnar okkar.
Ég vildi óska þess að þær hefðu orð-
ið fleiri. Við söknum þín öll óskap-
lega mikið, en góðu minningarnar
um þig munu lifa hjá okkur að eilífu.
Þín sonardóttir,
María Stefanía.