Morgunblaðið - 12.09.1996, Síða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Fdi/c HElDUfZ AÐ ue 6ET(
1 EtCIO MU6SAP S/FyNSAMfEGM.
' BMFM AFpU/ A&EGE/Z tCAEV)
) 5EGÐUElTTWAD
óicyNðAMLEGT
É& EKpRJNS SEM j
'B/EÚB EFHft !0SS/N(JM)
Tommi og Jenni
Ferdinand
Smáfólk
JttmngnnMsifrifr
BRÉF
HL BLAÐSENS
Kringlan 1 103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Hljómsveitin The
Boys hætt og flutt
til Islands
Frá Halldóri Kristinssyni:
Morgunblaðið sér ástæðu til að
birta eftirfarandi bréf frá Halldóri
Kristinssyni vegna ummæla í
sunnudagsblaði sem höfð voru eft-
ir móður drengjanna, en að öllu
jöfnu samræmist það ekki starfs-
reglum blaðsins að fjalla um svo
persónulegar og viðkvæmar fjöl-
skyldudeilur:
Eftir að hafa lesið greinina um
drengina mína, Rúnar og Arnar,
The Boys, í sunnudagsútgáfu
Morgunblaðsins, þann 8.9. ’96, þar
sem skilnaði mínum og Eyrúnar
Antonsdóttur er blandað saman
við frama þeirra, þykir mér rétt
að koma eftirfarandi á framfæri.
Það hefur staðið til síðastliðin
5 ár að fjölskylda okkar flyttist
til íslands. Við erum öll fæddir
íslendingar og eigum hvergi heima
annarstaðar en á íslandi þrátt fyr-
ir viðdvöl erlendis, við nám og störf
um tíma.
Okkur hefur liðið og gengið vel
í Noregi. Vegna starfsframa The
Boys urðu árin fleiri en áætlað
var. Hugur okkar allra stefndi
heim til Islands alla tíð, þar sem
Eyrún, móðir drengjanna, dvaldist
oft langtímum saman á íslandi hjá
ættingjum og vinum.
Ég hef kennt sonum mínum
Rúnari og Arnari að spila og
syngja síðan þeir voru litlir dreng-
ir. Þetta leiddi síðan af sér frægð
þeirra, sem The Boys. Ég hef
ávallt verið með þeim, sem aðstoð-
armaður og leiðbeinandi á öllum
hljómleikum og plötuupptökum,
innanlands og utan, frá upphafi,
og gætt þeirra eins og sjáaldurs
augna minna.
Vegna aldurs drengjanna urðu
tímamót á söngferli þeirra. Barna-
stjörnutímabilið var á enda. Þetta
olli því að hugur okkar snerist enn
sterkara um að flytja heim.
Eftir hljómleika sumarsins, í
sumar, var ákveðið að The Boys
skyldi hætta og að við flyttumst
til Óslóar eða helst til íslands, eins
og alltaf stóð til. Drengirnir hafa
séð ísland í hillingum í mörg ár
og langaði þar að auki að ganga
í íslenska skóla og læra íslenskuna
betur.
í fyrra var Eyrún á íslandi í 4
til 5 mánuði eftir að ég og hún
ákváðum að skilja. Þúsundir
hjónabanda enda, því miður, með
skilnaði og get ég ekki séð að
skilnaður minn og Eyrúnar þurfi
blaðaumfjöllun umfram aðra skiln-
aði. Við erum langt í frá meðlimir
ensku konungsfjölskyldunnar.
Fyrirtæki mitt og drengjanna
er ekki gjaldþrota, en hefur ekki
haft starfsfrið eftir skilnaðinn eða
síðan „tímasprengjan“ Eyrún fór
af stað með áróður sinn, sem síðan
lenti á forsíðu lítils „lokal“ dag-
blaðs hér í Þelamörk. Þetta dag-
blað er nú lögsótt fyrir að fara
rangt með staðreyndir, af lögfræð-
ingi Telemark Kreativitets AS,
sem getur lagt fram samþykkt,
endurskoðað bókhald af yfirvöld-
um hér.
Ég varð eftir hér í Noregi til
að ganga frá okkar málum og
hlakka til að flytjast heim í haust
og hitta drengina mína, systur
þeirra og aðra ættingja og vini.
Ég óska Eyrúnu góðs bata og
alls hins besta í framtíðinni og
vænti þess að hún hætti að blanda
skilnaði okkar og okkar lífí saman
við líf drengjanna okkar.
Ég sendi mínar bestu kveðjur
til allra vina og vandamanna á
Fróni.
HALLDÓR KRISTINSSON
Heimilis-
læknar
Frá Sigurbirni Guðmundssyni:
ÞAR sem ég er án heimilislæknis
vegna þess að hann er hættur
störfum eins og flestir aðrir heim-
ilislæknar vegna ágreinings við
ríkið, og ég hef fundið til sjúk-
dómseinkenna þess eðlis að ég tel
brýnt að fá úrskurð um hvort ég
þurfi skjótrar læknismeðferðar
við óska ég eftir tilboði frá heimil-
islækni í fyrstu rannsókn. Ég mun
greiða fyrir þá rannsókn úr eigin
vasa.
Nánari upplýsingar veiti ég í
síma 5685919.
SIGURBJÖRN GUÐMUNDSSON,
Álftamýri 47.
Hvað skal segja? 10
Væri rétt að segja: íslensku stjórnvöld afréðu það?
Svar: Ef lýsingarorðið er haft í sterkri beygingu (íslenskur),
væri rétt að segja: íslensk stjórnvöld. Sé lýsingarorðið hins vegar
beygt veikt (íslenski), er oftast nauðsynlegt að greinir fylgi, og
væri þá sagt annað hvort: Hin íslensku stjómvöld, eða: íslensku
stjórnvöldin. Sennilega þætti flestum fara betur að nota hér sterku
beyginguna og losna þannig við greininn: íslensk stjómvöld afréðu
það.
AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.