Morgunblaðið - 12.09.1996, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
BBIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Bridsdeild
Barðstrendingafélagsins
og Bridsfélag kvenna
FÉLÖGIN hafa ákveðið að starfa
saman í vetur og hefst vetrarstarf-
ið mánudaginn 16. september í
húsi Bridssambands Islands,
Þönglabakka 1. Þar mun deildin
spila alla mánudaga í vetur, stund-
víslega kl. 19.30.
Mánudaginn 16. september nk.
verður spilaður eins kvölds tví-
menningur. Upplýsingar og skrán-
ing í símum 587 9360, BSÍ, og
557 1374, Ólafur. Þá er einnig
Jiægt að mæta tímanlega, þ.e. fyrir
klukkan 19.30 og skrá sig á staðn-
um.
Spilastjóri í vetur verður Isak
Öm Sigurðsson.
Bridsfélag Suðurnesja
Spilamennska vetrarins er að
komast í fullan gang og var spilað
á 9 borðum síðastliðinn mánudag.
Spilaður var Michell-tvímenningur,
18 para, og urðu úrslit þessi í N/S:
Karl Hermannss. - Amór Ragnarsson 287
Sigurður Albertsson - Jóhann Benediktss. 234
Austur/vestur:
Jóhannes Siprðss. - Gísli Torfason 261
Óli Þór Kjartanss. - Kjartan Ólason 249
Næstkomandi mánudagskvöld
verður eins kvölds keppni en síðan
hefst þriggja kvölda Butler. Spilað
er í húsi bridsfélaganna við Sand-
gerðisveg kl. 20. Keppnisstjóri í
vetur verður ísleifur Gíslason.
kvöldMóu n
KOPAVOGS#
Tungumálanámskeið
Kennt er á byrjenda-, framhalds- og
talæfingaflokkum.
ENSKA - DANSKA - NORSKA
SÆNSKA - FRANSKA - ÍTALSKA
SPÆNSKA - ÞÝSKA - KATALÓNSKA
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
DÓKHALD - ÍSLENSKAI - VÉLRITUN
TÖLVUNÁMSKÐD
og fjöldi annarra námskeiða
Innrítun í símum:
564-1527, 564-1507 og 554-4391
kl. 17.00-21.00.
Verkstœði
CLINIQUE
Heimsóttu Clinipue verkstæðið oo þáðu sýnikennslu um allt
sem varðar augnlaröa. Ráðgjafar frá Clínique leíðbeina þér við val á
auonskuggum. augnkremum og öðru sem við kemur augum.
Prjá daga í HYGEU, Kringlunni Irá kl. 13-18. .....
AUSTURSTRÆTI Simi 5114511
BBIDS
Umsjón Guómundur Fáll
Arnarson
„ÉG vildi að ég hefði séð
þennan möguleika við borð-
ið.“ Skoski bridshöfundur-
inn Hugh Kelsey, sem lést
á síðasta ári, grét glatað
tækifæri í spilinu hér að
neðan, sem kom upp í land-
skeppni í Bretlandi (Cam-
rose Cup) árið 1986.
Norður gefur; NS á
hættu.
Norður
♦ KIO
¥ G6
♦ D75
♦ ÁD10874
Vestur Austur
♦ DG85432 <!> 6
¥ 875 IIIIH ¥ K1092
♦ G92 111111 ♦ K863
♦ - * KG93
Suður
♦ Á97
¥ ÁD43
♦ Á104
♦ 652
Vestur Norður Austur Suður
- 1 lauf Pass 1 hjarta
3spaðar Pass Pass 3 grönd
Pass Pass Pass
Útspil: Tígultvistur.
Keisey lét lítinn tígul úr
borði og drap kóng austur
strax með ás. Spilaði síðan
laufi. Legan var áfall og
Kelsey gaf austri slaginn á
níuna. Austur spilaði tígli og
Kelsey dúkkaði níu vesturs,
en fékk næsta slag á drottn-
ingu blinds. Staðan var nú.
þannig:
Norður
♦ K10
¥ G6
♦ -
♦ ÁD1087
Vestur Austur
♦ DG8543 ♦ 6
J 875 III ¥ K1092
♦ - ♦ KG3
Suður
♦ Á97
♦ ÁD43
♦ -
♦ 52
í þessari stöðu spilaði
Kelsey litlu laufi. Það voru
mistök, því austur gat nú að
skaðlausu losað sig út á
spaða eftir að hafa tekið frí-
slaginn á tígul. Vinningsleið-
in felst í því að leggja niður
spaðakóng áður en austri er
spilað inn á lauf. Austur
verður að gefa áttunda slag-
inn á hjarta, en síðan kemur
sá níundi með þvingun í
hjarta og laufi þegar suður
tekur spaðaásinn.
I DAG
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Netfang: lauga@mbl.is
Gott krem
MIG LANGAR að koma á
framfæri upplýsingum um
krem sem heitir SD sjá.v-
ar- og jurtasmyrsl. Ég
keypti þetta krem heima
á Islandi í vor og hef ég
ekki fengið betra krem,
hvorki fyrr né síðar.
Ég er með mjög þurra
húð, þoli illa kulda og er
gjörn á að fá þurra bletti
í andlitið, en síðan ég byij-
aði að nota þetta krem
hafa þurrkublettirnir horf-
ið og ég hef fengið rétta
rakastigið í húðina.
Ég nota þetta krem
jafnt á andlit sem hendur
og líkama og vil eindregið
benda þeim sem eiga við
húðvandamál að stríða á
að reyna þetta íslenska
krem.
Eva Davíðsdóttir,
Gautaborg, Svíþjóð.
Tapað/fundið
Úr tapaðist
SVART ólarlaust Casio
G-shock tölvuúr tapaðist á
tónleikunum með Blur sl.
sunnudagskvöld. Úrið hef-
ur tilfinningalegt gildi fyr-
ir eigandann og er
finnandi því vinsamlega
beðinn að hringja í síma
552-1268.
Gleraugu
töpuðust
SJÓNGLERAUGU í
gylltri umgjörð sem voru
í gulu skólaga hulstri töp-
uðst á hljómleikum Blur í
Laugardalshöllinni sl.
sunnudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma
561-1245.
Týndur
gítar
FYRIR nokkrum árum gaf
amma mín sáluga mér gít-
arinn sinn, erfðagrip sem
mér er afar annt um. Síð-
ar varð gítarinn fyrir
hnjaski og var sendur í
viðgerð snemma á þessu
ári. Eftir ítrekaðar til-
raunir við að sækja grip-
inn, náðist loks í viðgerð-
armanninn í sumar en þá
bar svo við að gítarinn
fannst ekki þrátt fyrir
mikla leit og eftirgrennsl-
an. Viðgerðarmaðurinn
heitir Eggert og var áður
til húsa á Óðinsgötunni
innaf Tónastöðinni.
Þetta var vel með far-
inn, meðalstór gítar í blá-
um vínilpoka og með
nafnaplötu með áletruðu
nafni ömmu minnar
Hrefnu Tynes (hugsanlegt
er að platan sé horfin).
Ef einhver hefur hugmynd
um hvar gítarinn er niður
kominn, þá vonast ég
sannarlega til að heyra frá
viðkomandi. Símanúmerið
mitt er 588-7515. Ég er
reiðubúinn að greiða vel
fýrir gripinn.
Salome Tynes,
Logalandi 2,
Reykjavík.
Gæludýr
Kettlingur
KOLSVARTUR átta
vikna kettlingur með hvít-
an blett á maga þarf að
fá gott heimili sem fyrst.
Kassavanur. Upplýsingar
í síma 551-1742.
HOGNIIIREKKVISI
r^BFAUP
þererfirjáist cti nota, nújU'
sjálTps&jtcin&s ohJcar. "
Pennavinir
FIMMTÁN ára sænsk
stúlka með áhuga á tónlist
og bréfaskriftum:
Margareta Márdner,
Vilhelminav. 12A,
921 34 Lycksele,
Sweden.
HOLLENSK 39 ára ein-
hleyp kona með mmikinn
íslandsáhuga vill eignast
pennavinkonur:
Marianne Overmeer,
Postbus 8874
1006 J.B. Amsterdam,
Netherland.
SAUTJÁN ára litháískur
piltur með margvísleg
áhugamál, m.a. langar
hann að læra íslensku:
Darijus Sukliauskas,
Jaunimo kv., 7-88,
LT-5730 Silute,
Lithuania.
Víkverji skrifar...
ITILEFNI sýninga á bandarísku
kvikmyndinni „Independence
Day“, sem fjallar um samskipti
jarðarbúa og geimvera, rifjaðist
það upp fyrir Víkvetja að hann
hefur bæði heyrt og lesið margt
um fljúgandi furðuhluti. Þar á
meðal hafa íslenzkir flugstjórar
sagt frá sérkennilegum atvikum
sem þeir hafa orðið vitni að í háloft-
unum.
En það eru fleiri en flugmenn
sem hafa séð fljúgandi furðuhluti.
Til er félag áhugamanna um fljúg-
andi furðuhluti sem gefur út
fréttabréf er heitir Geimdiskurinn.
í nýjasta fréttabréfinu segir af
sjómönnum á Suðurnesjum sem
fyrir nokkrum árum sigldu heim
að kveldi. Myrkur var skollið á en
himinn stjörnubjartur. Þegar þeir
voru komnir rétt framhjá Garð-
skagavita gerðist það á bakborða
að kviknaði á risastóru ljósaskilti
í nokkurri hæð. Skilti þetta var
ílangt og mjög stórt, sett litsterk-
um ferningum. Horfðu þeir á þetta
smástund, en þá tók furðuhlutur-
inn á rás í hánorður og hvarf á
augabragði. Þeir félagar áttu erf-
itt með að gera sér grein fyrir
stærð hlutarins, hvað þá þeim
hraða, sem hann fór á.
xxx
ÍKVERJI fékk á dögunum fax-
sendingu frá kunningja sín-
um og fylgdi þar eftirfarandi dæmi-
saga með.
„íslenskt og japanskt fyrirtæki
ákváðu að keppa í róðri á áttær-
ingi. Liðsmenn frá báðum fyrir-
tækjunum æfðu stíft og voru í topp-
formi þegar að sjálfri keppninni
kom. Japanarnir urðu 1 km á und-
an íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að
sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska
fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað
að fyrirtækið yrði að vinna keppn-
ina að ári. Var settur á fót vinnu-
hópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst
vinnuhópurinn að því að Japanarn-
ir létu sjö menn róa en einn stýea.
í íslenska liðinu var það einn sem
reri og sjö sem stjórnuðu.
Vegna þessarar miklu krísu afréð
yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að
fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna
strúktúr íslenska liðsins og gera
nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu
komust stjórnunarsérfræðingarnir
að því að í íslenska bátnum væru
það of margir sem stjórnuðu en of
fáir sem reru. Með hliðsjón af
skýrslu sérfræðinganna var strax
ráðist í skipulagsbreytingar. í stað
þess að hafa sjö stýrimenn og einn
áramann voru nú hafðir fjórir stýri-
menn, tveir yfirstýrimenn, einn
leiðtogi stýrimanna og einn ára-
maður. Að auki var áramaðurinn
„mótiveraður" samkvæmt megin-
reglunni: „Að breikka starfssvið
starfsmanna og veita þeim meiri
ábyrgð.“
Næstu keppni unnu Japanarnir
með 2 km forskoti.
Islenska fyrirtækið rak að sjálf-
sögðu áramanninn með tilliti til
lélegrar frammistöðu, en greiddi
bónus til stjórnarinnar vegna þeirr-
ar miklu vinnu sem hún hafði innt
af hendi.
Ráðgjafarfyrirtækið gerði nú
aðra úttekt og komst að þeirri nið-
urstöðu að valin hefði verið rétt
taktík og hvatning, því væri það
búnaðurinn sem þyrfti að einbeita
sér að. í dag er íslenska fyrirtækið
að láta hanna nýjan bát.“