Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 1
136 SIÐUR B/C/D
STOFNAÐ 1913
234. TBL. 84. ARG.
SUNNUDAGUR 13. OKTOBER 1996
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Taka bíl fram
yfir makann
ÞÝSKIR karlmenn taka bílinn fram
yfir kynlíf með eiginkonu eða unnustu,
ef marka má skoðanakönnun, sem gerð
var fyrir kvennablaðið Elle. Þegar
karlmennirnir voru spurðir hvers þeir
vildu síst án vera nefndu 92% þeirra
bílinn en 87% kynlíf með maka.
Yfir 2.000 karlar á aldrinum 18-49
ára tóku þátt í könnuninni. Var þeim
gefinn kostur á því að nefna fleiri en
eitt atriði. í þriðja sæti listans yfir
það, sem körlum er kærast, er „góð
staða“ en í ellefta sæti það að verja
tíma með börnunum.
Þá voru þátttakendur spurðir hvort
þeir væru reiðubúnir að „Iána“ konur
sínar eða unnustur fyrir eina milljón
marka, um 44 milljónir króna, og svör-
uðu 46% því játandi. Þá kváðust rétt
tæp 30% mundu játa slikri ósk þó að
tífalt minni fjárhæð væri í boði.
Öxi beitt í
kosningaslag
S JÓN V ARPSK APPRÆÐUM fimm
borgarstjóraefna í kosningum í Stutt-
gart í Þýskalandi lauk með óvæntum
hætti á dögunum þegar frambjóðand-
inn Udo Bausch rauf útsendinguna með
því að eyðileggja leiðslur með öxi.
Bausch, sem er 36 ára, hafði ekki
verið boðið að taka þátt í kappræðun-
um þar sem framboð hans var ekki
tekið alvarlega. í mótmælaskyni greip
hann því til þess ráðs að höggva leiðsl-
urnar í sundur skömmu eftir að útsend-
ingin hófst og var handtekinn.
Bausch var ekki sá eini sem var
meinað að taka þátt í kappræðunum.
Konrad Kujau, sem varð heimsfrægur
fyrir að falsa dagbækur Adolfs Hitl-
ers, er einnig í framboði og fékk ekki
að takast á við andstæðinga sína.
Áfengið á að
ylja Svíum
BRUGG og smyglað vín á að ylja Svíum
þegar kólnar í veðri í vetur en þó
ekki með venjulegum hætti, að sögn
sænsku tollgæslunnar. Akveðið hefur
verið að breyta áfengi, sem gert hefur
verið upptækt, í metangas og það verð-
ur notað til kyndingar í Stokkhólmi.
„Þannig kemur það að minnsta kosti
að góðum notum,“ sagði Böije Enoks-
son, talsmaður tollgæslunnar. Yfirvöld
í Stokkhólmi og nágrenni hafa gert
180.000 lítra af áfengi upptæka það
sem af er árinu og neyðst til að leigja
dýrt húsnæði til að geyma það.
DREGUR UR GOSINUIVATNAJÖKLI
Morgunblaðið/Þorkell
GREINILEGA hefur dregið úr gosinu í Vatnajökli en gjáin í
jöklinum hefur breikkað verulega við gíginn, sem enn gýs úr.
Þegar Ijósmyndari og blaðamaður Morgunblaðsins flugu yfir í
gærmorgun sáust öðru hvoru öskusprengingar, en þær voru litl-
ar og svartur reykurinn hvarf fljótt inn í hvítan gufumökkinn,
sem steig beint upp i loft. Engin ummerki sáust um eldvirkni
annars staðar.
Spáð er austanátt við eldstöðvarnar í vikunni og má þá búast
við að lítið skyggni verði næstu dagana. Erlendum fréttamönnum
á vettvangi hefur heldur fækkað, enda biðin orðin löng.
Óvissa ríkir eftir þingkosningarnar á Nýja-Sjálandi
Clark kveðst stefna
að myndun sljórnar
Wellington. Reuter.
SÍÐUSTU kosningaspár á Nýja-Sjálandi
bentu til þess í gær að Verkamannaflokkurinn
fengi nægilegt fylgi til að geta myndað stjórn
með stuðningi tveggja annarra flokka. Helen
Clark, leiðtogi Verkamannaflokksins, kvaðst
ætla að hefja viðræður um myndun nýrrar
stjórnar og takist henni það verður hún fyrsta
konan sem gegnir embætti forsætisráðherra
á Nýja-Sjálandi. Þjóðarflokkur Jims Bolgers
forsætisráðherra verður þó enn stærsti flokk-
urinn á þingi og Bolger sagði, að til greina
kæmi að hann myndaði minnihlutastjórn.
Samkvæmt kosningaspám þegar 97% at-
kvæða höfðu verið talin fær Verkamanna-
flokkurinn 37 þingmenn af 120 og gæti mynd-
að stjórn með tveimur öðrum flokkum sem
var spáð 30 þingsætum. Annar þeirra, Nýsjá-
lenskir hagsmunir, sem er þjóðernissinnaður
og undir stjórn maóríans Winstons Peters, fær
17 þingsæti, samkvæmt spánum. Hinum
flokknum, Bandalaginu, samtökum fimm
vinstriflokka, var spáð 13 þingsætum.
Peters í oddaaðstöðu
Þjóðarflokknum, sem er hægrisinnaður og
hefur verið við völd í sex ár, var spáð 44
þingsætum og hugsanlegur samstarfsfiokkur
hans, Nýsjálenskt framtak, sem aðhyllist rót-
tæka markaðshyggju, fær að öllum líkindum
átta þingmenn.
Margir fréttaskýrendur sögðu líklegast að
mynduð yrði vinstristjóm, en Winston Peters
hefur þó ekki útilokað að Nýsjálenskir hags-
munir, sem eru í oddaaðstöðu, semji við Þjóðar-
flokkinn. Bandalagið segir ekki koma til greina
að það eigi aðild að hugsanlegri stjóm Verka-
mannaflokksins en Ijær máls á stuðningi við
hana í mikilvægum málum.
Clark lofaði í kosningabaráttunni að beita
sér fyrir því að allir landsmenn fengju að
njóta ávaxta efnahagsbatans á síðustu árum
og kvaðst ætla að auka útgjöldin til heilbrigð-
is-, mennta-, og veiferðarmála. Bolger lagði
hins vegar áherslu á árangur stjórnarinnar í
að auka hagvöxt og lækka skatta.
Sagnauppsprettan Aggi og
rangan á Djöflaeyjufyndninni
I kfirlum um hfim allin,
■krtfir llufi ÚUhaoa.
Isliyidinifv kUu að leRuj.
Kfn.iwntrin »f þcun tagi
flnnat I auknura maili I
úLhfifuntim og i norfiur*
afireiáuégá varað víð
FRAMTÍÐ?
20
VB&amXIVDMUIÍF
A SUIMNUDEGI
KOMPAKT VM) UCHTBTM
HUGSJONAMAÐUR
OG HEILDSALI
' MhjÐ * s \ •
ortiðina
í FARTESKINU
B