Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 5 FRÉTTIR Eldur í sölutumi Flateyri - Eldur kom upp í söluturn- inum Kríunni á Flateyri á föstudags- morgun. Slökkviliðið á Flateyri var kallað út á áttunda tímanum og hóf þegar slökkvistörf. Slökkviliðið á Isafirði var einnig kallað út og var komið innan hálftíma frá útkalli. Mikill eldur og reykur var í húsinu og voru því sendir inn reykkafarar. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistarfi lokið á tveimur tím- um. Húsið var mannlaust með öllu. Talið er að kviknað hafi í út frá raf- magni. Lögreglan stóð vakt fram eftir degi og einnig voru menn frá RLR að rannsaka orsök brunans. Morgunblaðið/Egill Egilsson Stórt fíkniefnamál í Svíþjóð Islendingnr handtekinn 27 ÁRA gamall íslendingur situr í gæsluvarðhaldi í Svíþjóð grunaður um að vera höfuðpaur í stóru fíkni- efnamáli. Sex manns hafa verið handteknir í Stokkhólmi vegna málsins og hald lagt á 2-3.000 alsælutöflur og 300-350 skammta af LSD. Sam- kvæmt upplýsingum fíkniefnalög- reglu í Stokkhólmi er þetta eitt mesta magn fíkniefna sem gert hefur verið upptækt í einu lagi þar í landi. Samkvæmt heimildum sænska blaðsins Aftonbladet hefur íslend- ingurinn starfað sem plötusnúður á diskóteki í Stokkhólmi og einnig hefur hann skipulagt svokölluð „rave-teiti“. Hann hefur áður hlotið dóm fyrir fíkniefnabrot. Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra Breytingar á kosninga- kerfi Fram- sóknar flokki í hag HALLDOR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra og formaður Framsóknar- flokksins, segist vilja breytíngar á núverandi kosningakerfí, enda græði Framsóknarflokkurinn ekki á „vit- lausu kosningakerfi". Hann segist þó ekki hlynntur algerri jöfnun kosn- ingaréttar. Á fundi Framsóknarfélags Reykjavíkur, sem haldinn var á föstudag, sagði Halldór í svari við fyrirspurn frá einum fundarmanna að það væri mikill misskilningur að Framsóknarflokkurinn græddi sér- staklega á núverandi kerfí. Flest atkvæði á bak við þingmenn Framsóknarflokks „Það er ekkert sérstakt áhugamál flokksins að halda uppi þessu vitlausa kosningakerfí. Það eru fleiri atkvæði á bak við hvem þingmann Framsókn- arflokksins en nokkurs annars flokks í landinu, þannig að við emm frekar með færri þingmenn en hitt miðað við okkar atkvæðastyrk í landinu," sagði Halldór. „Spumingin er: Eru menn tilbúnir að afnema þetta mgl, vil ég nú segja, milli kjördæma, að menn viti aldrei hver er kosinn? Á Austurlandi er Framsóknarflokkurinn til dæmis með 47% atkvæða og tvo þingmenn, en Sjálfstæðisflokkurinn með 22% og líka með tvo þingmenn. Við emm með fyrsta og annan þing- mann kjördæmisins og ef tveir þing- menn væm í kjördæminu, væmm við með þá báða.“ Ekki hægt að ná fram algerum jöfnuði Halldór sagði að það væri því Framsóknarflokknum í hag að breyta kosningakerfinu. Hann sagðist hins vegar andvígur því að gera landið að einu kjördæmi. Slíkt myndi meðal annars hafa í för með sér að flokks- starfi yrði miðstýrt frá Reykjavík og ólíklegt væri að Framsóknarflokkur eða Sjálfstæðisflokkur gengjust inn á slíkt. Hann sagðist geta fallizt á að þing- mönnum yrði eitthvað fækkað í kjör- dæmum. „Það verður samt að vera einhver lágmarksfjöldi þingmanna, sem hvert og eitt kjördæmi hefur. Er það til dæmis sanngjamt að Vest- ijarðakjördæmi hafí einn þingmann? Mér fínnst það ekki. Mér fínnst lág- mark að hvert kjördæmi hafí þijá til fjóra þingmenn. En þá verður auðvit- að ekki alger jöfnuður, heldur einhver mismunur. Það er ekki hægt að ná fram algerum jöfnuði, sem menn kalla nú orðið mannréttindamál, þótt ég skilji það ekki,“ sagði Halldór Ás- grímsson. „Eru það til dæmis einhver mannréttindi að Vestfírðingar fengju bara einn þingmann?" VISSIR ÞÚ ÞETTA UM SH OG McDONALD'S Á ÍSLANDI? Fylgst er vandlega með allri framleiðslunni. Eftirlitsmenn McDonald’s heim- sækja frystihús ÚA og verk- smiðjuna í Grimsby reglulega og mánaðarlega eru send sýni til gæðastofu McDonald’s í Frankfurt. Þar er fylgst með því a allar kröfur um bragð og gæði séu uppfylltar. SH leggur mikla áherslu á gœt)i allra þeirra afurða sem fyrirtcekið selur og hefur gœðakerfi fyrirtækisins verið vottað. Það þýðir að kerfið viðurkennt samkvœmt alþjóðlega staðlinum ISO 9001. Með því m.a. hægt er að rekja hvað verður um fiskinn frá því hann ketnur spriklandi úr hafinu þar til hann hafnar á borði viðskiptavina, í Reykjavik eða London. er Hjá McDonald's á íslandi er fisk- borgarinn einnig framreiddur undir ströngu gæðaeftirliti. Hann er djúp- steiktur í sérstökum fiskpotti og olían í honum er hreinsuð 3-4 sinnum á dag. Brauðið er gufuhitað og á borgarann er síðan sett þykk ostsneið og sérstök McDonald's tartarsósa. Þetta hefur gert borg- arann að uppáhaldi um allan heim. Alltaf gæði • Alltaf góður matur • Alltaf góð kaup LYST ehf, er íslenskt fjölskyldujyrirtceki. Ef frekari upplýsinga er óskað, skrifið þá góðfúslega tihLYST ehf, Pósthólf8540, 128 Reykjavík, eða SH, Pósthólfl525, 128 Reykjavík. LYST Dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í Grimsby hefur framleitt fiskborgara fyrir McDonald’s í meira en áratug. Fiskurinn er unninn og frystur í frystihúsum Útgerðarfélags Akur- eyringa samkvæmt sérstökum vinnureglum SH og McDonald’s og síðan sendur til Grimsby. Þar er fiskurinn gæðaprófaður áður en hann er skorinn frosinn í litla ferninga, hjúpaðirr sérstöku McDonald’s deigi og brauðmylsnu og sendur áfram til veitingastaða á Englandi, Skotlandi, írlandi - og íslandi. Sérvalinn íslenskur fiskur, veiddur af skipum Útgerðarfélags Akur- eyringa, verður að úrvals fisk- borgurum í meðförum SH í Grimsby og McDonald’s. SH framleiðir ekki aðeins fisk- borgara fyrir McDonald’s á Islandi, heldur einnig fyrir McDonald’s á Englandi, Skotlandi og Irlandi - alls um 1,5 milljón borgara á mánuði. „Það er mikil viðurkenning fyrir gæði ffamleiðslu SH að McDonald's skuli hafa valið okkur sem fram- leiðanda og skipt við okkur í meira en áratug”, segir Agnar Friðriksson, forstjóri SH í Bretlandi. „Þeir eru fremstir í flokki varðandi vörugæði og gera gífurlegar kröfur um hrá- efni, hreinlæti, framleiðsluaðferðir, og eftirlit. 10 ára náið samstarf ÚA, SH og McDonald's tryggir að við- skiptavinir fá alltaf 1. flokks vöru.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.