Morgunblaðið - 13.10.1996, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Fjölmenni á ráðaíefnu fiskverkafólks
Komíð er að
uppskeruhátíð
ÍGMU -
LITLA Gunna og litli Jón eru komin til að ná í dúsuna sína, herra.
Rannsóknastofa í
gigtsjúkdómum opnuð
NÝ RANNSÓKNASTOFA í gigt-
sjúkdómum tók til starfa á Land-
spítala í gær og mun þar verða
unnið að vísindarannsóknum á
sviði gigtsjúkdóma, einkum með
tilliti til faralds- og erfðafræði.
Vísindaráð og Gigtarfélag íslands
hafa unnið að stofnun rannsókna-
stofunnar undanfarin ár og verður
hún starfrækt í samvinnu Gigtar-
félagsins, Landspítala og Háskóla
íslands. Ýmsir hafa lagt verkefn-
inu lið, svo sem hreyfing Lions-
manna, og þá vænta aðstandendur
stuðnings opinberra aðila.
Kristján Steinsson yfirlæknir á
gigtarskor Landspítalans segir ís-
land hafa sérstöðu þegar kemur
að rannsóknum á sviði faralds-
fræði og erfðafræði gigtsjúkdóma.
Sú skoðun hafí komið glöggt fram
á alþjóðlegu þingi um gigtsjúk-
dóma sem haldið var í Reykjavík
í sumar sem leið. Segir hann enn-
fremur að sakir sérstöðu þessarar
beri íslendingum skylda til þess
að leggja sitt af mörkum í slíkum
rannsóknum í samvinnu við erlend-
ar háskólastofnanir. Hann segir
FRÁ opnun rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum.
ennfremur að læknavísindin séu á
vissum tímamótum og að greining
erfðaþátta kunni að skipta sköpum
varðandi framfarir í lækningu gigt-
sjúkdóma. Sama gildi um rann-
sóknir á sviði ónæmisfræði því í
flestum alvarlegustu gigtsjúkdó-
munum sé truflun á starfí ónæmis-
kerfísins.
Kristján segir að gigtsjúkdómar
séu mjög ungir sem fræðigrein og
að viðhlítandi skýring hafí ekki
fundist á orsökum margra þeirra.
Því sé það forsenda framfara í
lækningum gigtsjúkdóma að graf-
ast fyrir um orsakirnar. Segir hann
flestar kenningar þar að lútandi
ganga út á það að um samverk-
andi þætti sé að ræða, það er
meðfædda erfðaþætti og ytri þætti.
Þannig séu náin tengsl ákveðinna
erfðamarka og ýmissa gigtsjúk-
dóma þekkt og til dæmis hafi rann-
sóknir hér á landi sýnt fram á að
sumir gigtsjúkdómar séu ættlægir.
Kristján segir ennfremur að á
síðustu árum hafí orðið ör þróun
og mikilvægar uppgtövanir í
grunnrannsóknum sem leitt hafi
til framfara í gigtlækningum.
Þetta hafi tekist með stuðningi
hins opinbera og einkaaðila um
allan heim, sem horft hafi til arð-
semisútreikninga og áttað sig á
því að fé sem varið er til slíkra
rannsókna sé vel varið. Alkunna
sé að gigtarsjúkdómar valdi
ómældri þjáningu og skapi auk
þess alvarlegan fjárhagsvanda fyr-
ir þjóðfélagið. Loks segir Kristján
að rannsóknarfé hafi verið af
skornum skammti hér á landi þótt
gigtsjúkdómar séu síst sjaldgæfari
hér en í nágrannalöndum.
Sendiherra Grikklands á Islandi
Gætum merkrar
arfleifðar
ELIAS Dimitrakopoul-
os, nýr sendiherra
Grikklands á íslandi,
með aðsetur í Noregi, tók
við í maí sl. og kom hann
hingað til lands í vikunni til
að afhenda forseta íslands
trúnaðarbréf.
„Við Grikkir teljum ísland
vera framandlegt land en
siðmenntað og ég hef enn-
fremur komist að því að hér
eru lífskjör og menning á
háu stigi. Ég verð ekki var
við annað að mikil vinsemd
ríki í garð Norðurlandanna
í Grikklandi og þá ekki síst
vegna þess að við erum einn-
ig smáþjóð eins og norrænu
þjóðimar, sér í lagi þó ís-
land. En ég viðurkenni fús-
lega að Grikkir þekkja lítið
til íslands enda hafa tiltölu-
lega fáir landsmenn mínir
komið hingað til lands.“
— Hvaða samskipti hafa veríð
á milli landanna?
„Þau hafa ekki verið mikil, hér
á árum áður flykktust íslenskir
ferðamenn á grískar sólarstrendur
en þeim hefur fækkað. Þá kaupa
Grikkir töluvert að íslenskum salt-
físki, sem þykir mikið lostæti. Lík-
lega eru þó helstu tengsl íslands
og Grikklands á sviði evrópskrar
samvinnu og vegna aðildar land-
anna að Atlantshafsbandalaginu
(NATO) en löndin eru afar mikil-
vægir meðlimir, segja má að bæði
löndin séu nokkurs konar útverðir
þess í suðri og norðri."
— Hvernig myndir þú lýsa
stöðu Grikklands á alþjóðavett-
vangi, hver eru helstu vandamáiin
sem við blasa?
„Við verðum að aðlaga efnahag
okkar betur að efnahag annarra
Evrópuríkja. Það er þó fjarri lagi
að okkur takist að uppfylla skil-
yrði peningalegs samruna Evrópu,
EMU, á næstu árum. Ég tel raun-
ar að það sé fullmikil bjartsýni
fólgin í því að stefna að sameigin-
legum gjaldmiðli Evrópu.
Því er ekki að neita að við höf-
um átt í erjum við nágranna okk-
ar, ekki síst þann í austri, Tyrk-
land. Við höfðum margsinnis lýst
því yfir að við séum reiðubúnir til
viðræðna um lausn deilnanna við
Tyrki en að þær verði að fara fram
samkvæmt alþjóðalögum. En við
búum við sífelldar ögranir af hálfu
Tyrkja, síðast í gær [fimmtudag]
rufu tvær þotur tyrkneska hersins
gríska lofthelgi. Þá er viðvarandi
spenna á Kýpur og raunar í tengsl-
um við flestar grískar eyjar nærri
Tyrklandsströndum eins og deila
okkar við Tyrki í fyrravetur leiddi
berlega í ljós.
Að báðar þjóðimar skuli vera í
NATO hefur komið til góða,
bandalagið telur að við eigum að
leysa ágreining okkar sjálfír. Þessi
afstaða hefur þó verið að breyt-
ast, NATO hefur aukið þrýsting
sinn á Tyrki en ekki okkur, enda
höfum við ekki staðið
fyrir ögrunum í þeirra
garð. Við krefjumst
hvorki lands né haf-
svæðis af þeim. Þá hafa
þeir gefið til kynna að
þeir séu ekki fúsir að
virða þau alþjóðalög sem til eru
um milliríkjadeilur, vegna þess að
þau séu of gloppótt. Slíkt nær
ekki nokkurri átt.“
— Grikkland er á miklu átaka-
svæði, þið hafið átt í eijum við
fleiri nágranna ykkar og stríð
geisaði á Balkanskaga þar til fyr-
ir tæpu ári?
„Ég vona að með tímanum
muni draga úr þessum deilum og
ágreiningur okkar við fyrrum
júgóslavneska lýðveldið Makedó-
níu er dæmi um slíkt. Við höfum
náð samkomulagi við þá um öll
Elias Dimitrakopoulos
► Elias Dimitrakopoulos er
fæddur í Aþenu árið 1941.
Lagði stund á lög við háskólann
í Thessaloniki og lauk dokt-
orsgráðu í lögum frá sama
skóla. Dimitrakopoulos hóf
störf þjá griska utanríkisráðu-
neytinu árið 1968 og hefur
starfað þar óslitið síðan, sem
sendiráðsfulltrúi, sendiráðsrit-
ari og konsúll. Hann hefur
starfað í Þýskalandi, á Ítalíu,
við Evrópuþingið, í Búlgaríu og
Kanada. Dimitrakopoulos var
skipaður sendiherra Grikk-
lands í Líbýu árið 1990 og í
maí á þessu ári tók hann við
stöðu sendiherra í Noregi og
íslandi, með aðsetur í Ósló.
Dimitrakopoulos er kvæntur
og þriggja barna faðir.
ágreiningsatriði okkar, nema það
er varðar nafn ríkisins. Það má
öllum vera ljóst hversu mikilvægt
það er okkur í sögulegu og menn-
ingarlegu tilliti og við getum ekki
sætt okkur við að sjálfstætt ríki
beri sama nafn og Makedóníuhér-
að í Grikklandi.
Við fylgjumst að sjálfsögðu
náið með þróun mála í lýðveldum
gömlu Júgóslavíu, enda gætir
áhrifa þaðan á öllum Balkan-
skaga. Mestar áhyggjur höfum við
af ástandi mála í Kosovo-héraði í
Serbíu. Þar eru Albanir í meiri-
hluta en Serbar ráða og ástandið
mjög eldfimt. Raunar gæti svipað
ástand skapast í Makedóníu, þar
sem er mikið af Albönum. Gripið
hefur verið til alþjóðlegra aðgerða
til að draga úr spennunni á svæð-
inu en ég held að gera megi enn
betur. Balkanskagi er mikið
átakasvæði enda suðupottur þar
sem mætast austur og vestur, ísl-
am og kristni."
— Hvaða mál ræddir þú við
íslensk stjómvöld?
„Aðild okkar að Evrópusam-
bandinu, við minntumst ekki á
Island í því sambandi,
þó að við myndum
vissulega fagna því ef
Island óskaði þess _að
ganga í sambandið. Ég
gerði stjórnvöldum
grein fýrir stöðu mála
í deilunni við Tyrki og hvaða áhrif
ástandið á Balkanskaga hefði í
Grikklandi. Mér þótti vænt um að
finna þá miklu samkennd og
áhuga sem er á Grikklandi og þá
ekki síður Grikklandi nútímans en
Grikklandi hinu forna. Það er mik-
il og merk arfleifð sem við gætum.
Við gerum okkar besta til að
mæta þeim væntingum sem til
okkar eru gerðar vegna hennar.
Því teljum við að við getum ekki
brugðist við þegar okkur er ögrað,
heldur reynum að sýna stillingu
og finna friðsamlega lausn.“
Grikkir þekkja
lítið til
íslands