Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 9

Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 9 FRETTIR Utanríkisráðherra Lettlands í heimsókn Erindi um brýnustu úrlausnar- efni í utanríkismálum Lettlands DR. VALDIS Birkavs, utanríkisráð- herra Lettlands, flytur erindi á sam- eiginlegum fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu (SVS) og Varð- bergs í Skála á 2. hæð Hótel Sögu mánudag- inn 14. október nk. kl. 17. Fund- inum lýkur u.þ.b. kl. 18.30. Ráðherrann verður hér í op- inberum erinda- gjörðum en ís- land var fyrst ríkja til að viður- kenna sjálfstæði Lettlands eftir að það losnaði undan járnhæl Sovét- ríkjanna. íslendingar bera mikinn hlýhug til Eystrarsaltsríkjanna og er því forvitnilegt að heyra ráðherr- ann fjalla um ofangreint málefni. Dr. Valdis Birkavs, sem er lög- fræðingur að mennt, er fæddur í Riga árið 1942. Hann lagði stund á heimspeki, félags- og afbrota- fræði; auk laganámsins við háskól- ann í Lettalandi. Birkavs lauk BA prófi árið 1969, lagaprófi 1978 og doktorsprófi árið 1993. Hann kenndi afbrotafræði og réttarsál- fræði við háskólann í Lettlandi á árunum 1969-1986. Birkavs var aðstoðarrektor skólans frá 1986 til 1989. Hann gegndi ýmsum trúnað- arstörfum fyrir dómsmálaráðuneyti Lettlands 1969-1986. Dr. Birkavs hefur flutt fyrirlestra við fjölmarga háskóla og rann- sóknastofnanir víða um lönd; þar á meðal New York-háskóla, Yale og Harvard. Eftir hann liggja 70 bæk- ur og rit, þ.m.t. kennslubækur og rit um lögfræði og utanríkismál. Hann er einn stofnenda félags lög- fræðinga og samtaka lögfræðiþýð- enda í heimalandi sínu. Dr. Birkavs er jafnframt einn stofnenda stjóm- málasamtakanna Latvijas Cels eða Lettlandsleiðin og er nú formaður þeirra. Dr. Birkavs var fyrst kjörinn á löggjafarsamkundu Lettlands árið 1990 fyrir Alþýðufylkingu Lett- lands. Hann var kjörinn á lettneska þingið, Saeima, árið 1993 fyrir Latvijas Cels. Dr. Birkavs var for- sætisráðherra lands síns frá því í júlí 1993 fram í september árið 1994, er hann gerðist utanríkisráð- herra og aðstoðarforsætisráðherra í ríkisstjórn Máris Gailis. Eftir að hann náði endurkjöri í þingkosning- unum í september 1995 varð hann á ný utanríkisráðherra Lettlands í ríkisstjórn Andris Skéle. Eiginkona dr. Birkavs er Aina Birkava, sem einnig er lögfræðingur og eiga þau einn son. Fundurinn er opinn félagsmönn- um SVS og Varðbergs auk þess öllu áhugafólki um erlend málefni og þróun öryggis- og stjórnmála í Evrópu. Dr. Valdis Birkavs. Könnun á útbúnaði hjólreiðamanna Of fáir nota ljós og hjálma LJÓSABÚNAÐI á reiðhjóhim er mjög ábótavant og algengt er að hjólreiðamenn virði ekki umferðarreglur við gatnamót, ef marka má könnun á útbúnaði hjólreiðamanna sem nýlega var gerð í Reykjavík. Könnunina gerðu þær Herdís L. Storgaard, barnaslysavarna- fulltrúi Slysavarnafélags ís- lands, og Fjóla Guðjónsdóttir, verkefnissljóri samstarfsverk- efnis Reykjavíkurborgar og Slysavarnafélagsins, „Betri borg fyrir börn“. Könnunin fór fram á gatnamótum Snorra- brautar og Miklubrautar að morgni 3. október sl. Athyglinni var aðallega beint að fullorðnum hjólreiðamönnum en úttekt á útbúnaði yngri hjólreiðamanna verður gerð síðar í mánuðinum. Einungis 35% einstaklinga 20 ára og eldri sem könnunin náði til voru með hjálm og aðeins þrír af 118 fullorðnum hjól- reiðamönnum voru með ljósa- búnað samkvæmt reglugerð um gerð og búnað reiðhjóla. Aber- andi var að umferðarreglur væru ekki virtar nálægt gatna- mótum. Herdís sagði það mjög alvar- legt hversu fáir notuðu Ijós og benti á að það væri ekki nóg að kveðið væri á um notkun þeirra í reglugerð ef reglunum væri ekki framfylgt í reynd. f Danmörku væru hjólreiðamenn t.d. miskunnarlaust sektaðir ef þeir væru ekki með ljós á hjólum sínum. Hluti af skýringunni á því hversu ljósanotkun er ábóta- vant gæti verið sú staðreynd að ljós fylgja ekki nema fáum teg- undum reiðhjóla þegar þau eru keypt og því þarf oftast að kaupa þau sem aukabúnað. Laugardag 10-17 og sunnudag frá kl. 12-17 hjá Suzuki Bílum, Skeiíunni 17. Geturðu gert betri bílakaup? SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. Sýttíng um helgjata: SUZUKT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.