Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 11

Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 11 MENN hafa beðið í ofvæni niðri á Skeiðarársandi eftir hlaupi úr Grímsvötnum í kjölfar eldsumbrotanna inni á jöklinum. Grímsvötnin eru sem kunnugt er askja í miðjum Vatnajökli með jarðhita undir. Safnast bræðslu- vatnið í þessa ösku og í hana hefur nú til viðbótar verið að renna bræðslu- vatn frá eldgosinu rétt norður af vötn- unum. Fjallgarðar eru umhverfis stöðuvatnið í öskjunni, lægstir mót austri þar sem er hin venjulega færa leið niður. Sunnan megin er Gríms- fjall með skála Jöklarannsóknafélags- ins og að vestan Hamarinn. Hve yfir- borðið hefur nú hækkað mikið má sjá úr flugvél af því hve stutt er orðið af íshellunni upp á Hamarinn og Gríms- íjall. Jökullinn í kring rennur ofan í öskjuna frá nær öllum hliðum og þykkt íslag liggur alltaf yfir vötnunum, svo ekki sést í vatn. íshellan lyftist smám saman upp um leið og hækkar í vötn- unum og er hækkunin mæld árlega, til að spá í hvenær yfirborðið er orðið nægilega hátt til að finna sér farveg í hlaupi undanjökli. j Ofan á Grímsvötnunum flýtur sam- sagt allt að 200 m þykk íshella, sem hangir í lausu lofti eftir vatnshlaupið niður í Skeiðará. Það gerir hún ekki lengi, en fer að hrynja. Algengt að hún hrynji um 100 metra, en getur orðið mun meira í stórhlaupi eins og verður nú. Verður þar af mikill atgangur. - ísinn brotnar upp, einkum þegar hann lendir á hólum eða hryggjum á botninum, og er hrikalegt að sjá. Við þær aðstæður myndast m.a., gjarnan norðvestan í öskjunni, gjá við það að hluti ef hellunni situr eftir ofan á nögg- um á botninum meðan ísinn á milli heldur áfram að síga. ísinn verður þ.á eins og skorin lagterta og íslögin blasa við. Þessi gjá er kölluð Stóragjá og sést á stóru myndinni sem tekin var 1972, af Elínu Pálmadóttur, sem gekk með nokkrum félögum sínum í köðlum niður í hana. Þegar meðfylgjandi myndir voru teknar eftir Grímavatnahlaup 1972 var vatnsmagnið í því áætlað 3,2 kúbikten- ingsmetrar. Nú kann að vera að eftir yfirvofandi hlaup verði Stóragjá ekki alveg eins hrikaleg, þótt vatnið standi nú hærra, vegna þess að Grímsvötn hafa minnkað að ummáli á undanförn- um árum. Þótt af rannsóknum sé mik- ið vitað um Grímsvötnin og hvergi í heiminum sé botn undir jöklum jafn vel kortlagður sem undir Vatnajökli er aldrei hægt að lesa af öryggi úr náttúruhamförum eða stóla á „nátt- úruöflin". Eitt er þó víst, að eftir að allt þetta vatnsmagn hefur flætt undan ísnum í Grímsvötnum mun þessi þykka íshella hrynja niður á botn þeirra og brotna upp. Verður þar hriídegt um að litast þegar komist verður niður í þau í vor. Tvö hundruð unglingar í Reykjavík stríða við vímuefnavanda Engin sérhæfð meðferð er við vanda unglinganna Hópur foreldra, sem segir að sér ofbjóði úr- ræðaleysi yfirvalda í meðferðarmálum ungl- inga, hefur ákveðið að hefja harða baráttu fyr- ir úrbótum. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við hjónin Jórunni Magnús- dóttur og Stefán H. Stefánsson, sem segja að það verði að hlusta á raddir foreldra. Þeir viti hvað komi börnun- um best. „ Morgunblaðið/Sverrir JÓRUNN Magnúsdóttir og Stefán H. Stefánsson. IOKKAR hópi eru foreldrar unglinga í vímuefnaneyslu, en jafnframt foreldrar ungl- inga, sem hafa náð að sigrast á fíkninni. Reynsla okkar hefur kennt okkur, að unglingar þurfa sérhæfða meðferð og því miður fínnast slík úrræði ekki lengur; ekki eftir að meðferðarheimilinu Tindum á Kjalarnesi var lokað, segja Jórunn og Stefán. Foreldrahópurinn hefur verið óformlegur hópur foreldra sem hitt- ist reglulega til að bera saman bækur sínar, en ætlar nú að skipu- leggja starf sitt og mun gera það með aðstoð og innan vébanda Vímulausrar æsku. „Við ætlum okkur að betjast til að opna augu manna fyrir vandanum, en við vilj- um samt ekki að litið sé svo á að við séum í stríði við stjórnvöld. Það hlýtur að vera allra hagur að eyða því ófremdarástandi, sem nú ríkir.“ Tíu þúsund undirskriftir Fyrsta skref hópsins var að leggja fram undirskriftalista á bensínstöðvum, þar sem skorað er á stjórnvöld að opna nýtt meðferð- arheimili. Á skömmum tíma söfnuð- ust yfir tíu þúsund undirskriftir, sem hópurinn segir að sýni vel hug almennings til málsins. Hópurinn vonast til að geta fljót- lega afhent Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra listann. Þau segja hann hafa orðið fyrir valinu, þar sem málið snerti svo mörg ráðuneyti, ijármála-, dómsmála-, mennta- mála-, heilbrigðismála- og félags- málaráðuneyti. 12 rými í stað 26 En var ekki opnað nýtt meðferð- arheimili fyrir unglinga nú í sept- ember, Stuðlar í Grafarvogi? „Jú, en Stuðlar anna engan veg- inn þörfinni," svara Jórunn og Stef- án. „Þar eru tólf rými fyrir 13-16 ára unglinga og þau eiga að koma í stað 26 rýma fýrir 13-18 ára áð- ur. Nú er búið að loka _____________ greiningarstöðinni í Efstasundi, heimilinu að Sólheimum 7 þar sem unglingar með hegðunar- vanda eða erfiðar heimil- isaðstæður hafa fengið meðferðarheimilinu á Morgunblaðið/Golli „EIGUM við að bíða þar til unglingarnir sökkva til botns?“ spyrja foreldrar unglinga í vímuefnavanda. eða nota efni í minna mæli, heldur aðeins þá sem eru að brenna allar brýr að baki sér. Ástandið er auðvit- að misjafnt eftir sveitarfélögum, en til samanburðar má nefna, að sé sama hlutfall unglinga í Kópavogi í vanda, þá eru þar 35 unglingar á þessari hættulegu braut. Fólk getur svo rétt gert sér í hugarlund hver fjöldinn er á landinu öllu.“ Ekki sömu meðferð fyrir unglinga og fullorðna mm og Tindum á Kjalarnesi. Allt er þetta sett undir einn hatt á Stuðlum. Af tólf rýmum þar eru ljögur fyrir neyðarvistun, en á sama tíma eru 200 unglingar undir 16 ára aldri í Reykjavík einni í harðri neyslu. Þá teljum við ekki með þá, sem eru að hefja neyslu Jórunn og Stefán segja að SÁÁ hafi einnig sinnt meðferð unglinga. „Við gerum alls ekki lítið úr því að SÁÁ er með mjög góða meðferð fyrir fullorðna. Okkur finnst hins vegar augljóst að 13-18 ára ung- lingar eigi ekki heima innan um eldra fólk í meðferð, fólk sem er kannski mjög illa farið af neyslu. Börn þurfa að fá meðferð sem börn. Það þarf að hjálpa þeim að ná virð- ingu og sjálfsáliti á ný. Þrátt fyrir að þau séu fíkniefnaneytendur, þá eru þau bara óþroskuð ungmenni." ------------------- Þau segja að reynslan Studlar anna af Tindum sýni líka, að ekki meðferð- það sé nauðsynieKt að . .. .. . veita Dolskyldunni alln arþorfinm hjálp Xáá er ekki með ““““sárstal{a fjölskyldumeð- ferð. Fólk getur að vísu farið á námskeið, en þau kosta sitt og það eru ekki allir sem ráða við slíkt.“ Foreldrarnir segja að á Tindum hafi fjölskyldan öll verið í eftirmeð- ferð og ekki veitt af. „Það var styrk- leiki Tinda, að heimilið sinnti fjöl- skyldunum, sem ganga í gegnum mjög mikla erfiðleika þegar barnið er í neyslu. í augum barnanna eru foreldrarnir versti óvinurinn, því þeir vilja stöðva neysluna. Á heimil- unum logar allt í ófriði og allt traust hverfur. Við þurfum hjálp til að komast út úr þeim vítahring og það verður að vera hægt að grípa fljótt inn í. Þess í stað er komið upp miklu bákni; umsóknir um vistun á Stuðlum þurfa að fara fyrir hverja sérfræðinganefndina á fætur ann- arri, þær funda á nokkurra vikna fresti og á meðan hallar hratt und- an fæti hjá unglingunum." Jórunn og Stefán segja að mikil reynsla sé að fara forgörðum, því fyrrverandi starfsmenn Tinda, sem voru sérhæfðir í áfengis- og vímu- efnameðferð, hafi tvístrast um allt og í þeirra stað starfi sálfræðingar og félagsfræðingar með börnunum. 8 mánaða biðlisti Þau riíja upp, að við opnun Stuðla hafí komið fram að biðtími eftir vistun þar væri 8 mánuðir. „Við vitum, að um leið og foreldra grunar að barnið þeirra sé í neyslu, þá verður að hlusta á þá og grípa inn í strax, því neyslan er undantekningarlaust orð- in enn meiri en þá grun- ar. Það er ekki hægt að bíða í 8 mánuði. Unglingar í neyslu missa tökin á tilverunni miklu hraðar en fullorðnir. Fólk leitar sér fyrst hjálpar þegar það er ráðþrota og þá þýðir ekki að segja því að bíða í marga mánuði. Nú er ástandið slíkt, að við þekkjum til fjölskyldu þar sem 15 ára drengur hefur þeg- ar beðið í 3 mánuði eftir að komast í áfengismeðferð." Foreldrar ungra vímuefnaneyt- enda finna oft að litið er á þá sem sökudólga. „Skömmin og sektar- kenndin er svo mikil, að það er ekki á bætandi ef fólk mætir þessu viðhorfi þegar leitað er hjálpar. Á Tindum ríkti mikill skilningur á þessum vanda foreldranna og for- eldravaldinu var ekki kippt af okkur með yfirgangi.“ Foreldrarnir eru mjög ósáttir við þær ástæður, sem gefnar voru fyr- ir lokun Tinda. „Það er mikið virð- ingarleysi að halda þvf fram að lít- ill árangur hafi náðst á Tindum, enda þekkjum við fjölda dæma um annað. Auðvitað voru dæmi þess að meðferðin skilaði ekki árangri, en það sama má segja um öll önn- ur meðferðarúrræði. Þá var sagt að nýtingin á Tindum væri slæm, en það hefði kannski verið nær að vísa öllúm unglingum þangað, í stað þess að meðferðarstofnanir væru að bítast um þá. Nýtingin var líka verri en ella því sífellt var talað um að loka ætti heimilinu, svo ekki var tekið við unglingum í meðferð undir það síðasta. Loks var svo tíundað að rekstur Tinda væri allt of dýr, 50 milljónir á ári. En hvað kostar þjóðfélagið að hafa unglingana á götunni? Þeir flosna upp úr skóla, stunda ef til vill inn- brot, leita eftir fjárhagslegri aðstoð Félagsmálastofnunar, lifa í heimi ofbeldis, komast aldrei á vinnu- markaðinn og greiða því aldrei skatta. Hvað kostar þetta á einu ári? Hefði ekki mátt reyna að hag- ræða á einhvern hátt, í stað þess að loka?“ Verða að viðurkenna mistökin Ástandið í meðferð unglinga nú er hið sama og það var í meðferð fullorðinna áður en SÁÁ tók til starfa, að mati foreldranna. „Mun- urinn er kannski sá, að við hvorki viljum né getum sent börnin okkar --------- á meðferðarheimili í út- löndum, sem var þrauta- lending fullorðinna fyrir daga SÁÁ. Það þýðir ekkert að loka augunum og segja að ástandið sé nú kannski ekki svo slæmt. Eigum við að bíða þar til unglingamir sökkva til botns? Hver verður þá næstur? Vímuefnin spyija ekki um stétt né stöðu. Menn verða að viður- kenna mistökin sem fólust í því að loka Tindum. Þá eru þeir menn að meiri," segja Jórunn Magnúsdóttir og Stefán H. Stefánsson. Öll fjölskylda fíkilsins þarf meðferð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.