Morgunblaðið - 13.10.1996, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
Vopnahlé rofið á Norður-írlandi
Ný alda
ofbeldis í
vændum?
Mikill óhugnr hefur grípið um sig á Norður-
írlandi efbir sprengjutilræðið í Iisbum-her-
stöðinni bresku í byrjun vikunnar. Margir
óttast að fdðarferlið sé úr sögunni og að
hefndir og blóðsúthellingar komi í stað vopna-
hlésins, sem ríkt hafði í tvö ár. Fréttaritarar
Morgunblaðsins í Belfast, þeir Broddi Sig-
urðsson og Davíð Logi Sigurðsson galla
um þá uggvænlegu stöðu sem skapast hefur.
VOPNAHLÉ það sem írski
lýðveldisherinn (IRA)
lýsti yfir fyrir réttum
tveimur árum á Norður-
Irlandi hefur verið rofið. Sprengjut-
ilræðið í Lisburn herstöðinni bresku
skammt frá Belfast á Norður-
írlandi á mánudag hefur vakið ugg
þar í landi og víða um heim um að
ný alda ofbeldis- og óhæfuverka sé
í vændum með tilheyrandi mann-
fómum og blóðhefndum. Rúmlega
30 manns særðust í árásinni,
óbreyttir borgarar og breskir her-
menn en nú óttast margir að óger-
legt verði að bjarga friðarferlinu,
sem vakið hafði svo bjartar vonir.
Eftir 25 ára ófrið sem hafði kost-
að yfir 3.000 manns lífið lýstu allir
aðilar yfir vopnahléi fyrir tveimur
árum og var ætlunin sú að kanna
möguleika á að finna varanlega
Iausn í málefnum Norður-írlands
við samningaborðið. Á þessum
tveimur árum hafa íbúar svæðisins
kynnst tilfínningu sem jafnvel elstu
menn voru búnir að gleyma; þeirri
að lifa í sæmilega friðsamlegu sam-
Reuter
DJÚPUR gigur myndaðist í bresku herstöðinni vegna sprengingarinnar og nálægir bílar lágu eins
og hráviði um allt. Tugir manna særðust í sprengingunni.
félagi. Eins og gefur að skilja var
þetta tilfinning sem venjulegt fólk
kunni vel að meta. Þeir svartsýn-
ustu sögðu reyndar að friðurinn
gæti aldrei varað þar sem sjónar-
mið lýðveldissinna (kaþólikka) og
sambandssinna (mótmælenda)
væru ósamrýmanleg en almenning-
ur var samt sem áður bjartsýnni
en áður.
Nú er staðan allt önnur. Friðar-
umleitanir eru í blindgötu. IRA rauf
vopnahlé sitt í febrúar síðastiiðnum
með öflugri sprengingu í London
þar sem tveir menn týndu lífi. Þar
til á mánudag höfðu samtökin að-
eins látið til sín taka á Englandi
og virtust hikandi við að hverfá á
ný til fyrri starfshátta á Norður-
írlandi. Nú hefur IRA
lýst yfir ábyrgð á
sprengjutilræðinu í
höfuðstöðvum breska
hersins á Norður-írlandi
á mánudag og markar
það því þáttaskil. Ákaft
hefur verið þrýst á herskáa sam-
bandssinna um að leita ekki hefnda.
Þeir hafa enn ekki rofið vopnahié
sitt þótt ýmis teikn séu á lofti um
að þeir séu að endurskoða afstöðu
sína. Sá brothætti friður, sem ríkt
hefur sfðastliðin tvö ár, virðist því
vera úti og enginn vafi er á að
ástandið getur orðið sérlega eldfimt
á ný.
Með frið í annarri hendi og
sprengju í hinni
Breska lögreglan fann fyrir
skömmu 10 tonn af sprengiefni í
húsnæði IRA í London og er þetta
stærsti vopnafundur sinnar tegund-
ar þar í landi. Allar líkur eru taldar
á að IRA hafi ætlað að láta til skar-
ar skríða innan tíðar á Englandi.
Fyrirhugað skotmark þeirra var lík-
lega tengt Ermarsundsgöngunum
og ætlunin sú að lama umferð um
þau eða eyðileggja þau. Fimm menn
voru handteknir og einn
drepinn í aðgerðum bre-
skra öryggissveita sem
náðu til bæði London og
Sheffíeld.
John Major, forsætis-
ráðherra Breta, sagði af
þessu tilefni að þessi fundur sann-
aði hversu lítið væri að marka orð-
róm um nýtt vopnahlé IRA. Að
hans mati er ómögulegt að sam-
ræma göfug fyrirheit Sinn Fein,
stjórnmálaarms IRA, um frið og
sífellda hryðjuverkastarfsemi IRA.
Bjartsýni á nýtt vopnahlé, sem að-
eins nokkrum dögum áður hafði
einkennt tal manna, hvarf út í veð-
ur og vind. í fyrirspurnatíma á írska
þinginu lenti forsætisráðherra ír-
lands, John Bruton, til dæmis í orra-
hríð frá stjórnarandstæðingum því
þeim fannst hann hafa sýnt ótíma-
bæra bjartsýni I heimsókn sinni í
Bandaríkjunum þar sem hann talaði
um auknar líkur 'á friði á Norður-
írlandi. Gerry Adams, leiðtogi Sinn
Fein, benti reyndar á að hann hefði
einmitt varað við óraunhæfri bjart-
sýni hvað þetta varðaði. Á hinn
bóginn viðurkenndi hann að upp-
ljóstranir um fyrirhugaða árás IRA
gerðu stöðu Sinn Fein erfiðari og
drægju jafnframt úr vonum flokks-
manna um að fá að setjast við
samningaborðið.
IRA í vanda?
Hvaða skilning leggja menn í
atburði síðustu daga? Ýmsir sér-
fræðingar telja að IRA eigi í vand-
ræðum vegna uppljóstrana innan
samtakanna. Sprengjufundinn í
London megi þó reyndar útskýra
Allir gætu
réttlætt að-
gerðir sínar
AÍSLANDI snúast fréttirn-
ar um eldgos og náttúru-
hamfarir en í Noregi
heitir fréttaefnið Kjell
Inge Rokke. Hann er 38 ára gam-
all, frá bænum Molde á Norð-
Mæri, og hann safnar fyrirtækjum
líkt og aðrir safna frímerkjum. Nú
síðast tryggði hann sér 20% hlut í
Aker-samsteypunni fyrir átta millj-
arða ísl. kr. og hefur þá alls keypt
33,2% hlutafjárins ásamt félaga
sínum, Bjarn Rune Gjelsten. Rokke
er trúlega ríkasti maður í Noregi,
eignir hans eru metnar á 30 millj-
arða isl. kr., og þessum auði hefur
hann safnað á aðeins 14 árum.
Rokke var ekki hár í loftinu þeg-
ar í ljós kom, að hann hafði gott
viðskiptavit, en hann hafði þó engan
áhuga á að feta í fótspor föður síns,
sem verslaði með húsgögn. Það
fannst honum ekki nógu spenn-
andi. Hann beindi augum sínum út
á sjóinn, ekki vegna þess, að hann
langaði til að leggja fyrir sig sjó-
mennsku, heldur vegna þess, að
hann sá, að þar voru meiri mögu-
leikar.
„Ég stend í þessu til að þéna
peninga, ekki til að veiða fisk,“
sagði hann nýlega í viðtali.
16 ára gamall fór hann fyrst til
sjós á fiskiskipinu „Svalbard“ og
síðan á togara, sem var á ufsaveið-
um við Alaska. 23 ára gamall var
hann orðinn bandarískur ríkisborg-
ari og sestur að í Seattle ásamt
Kari, þáverandi konu sinni.
„Bandarísk" skip á norskum
niðurgreiðslum
Það var hér, sem ævintýrið byij-
aði. Rokke hafði tekist að leggja
fyrir um fimm milljónir ísl. kr. og
þær notaði hann til að kaupa sinn
fyrsta bát, „Karinu“. Sú útgerð
varð þó fremur endaslepp því að
báturinn eyðilagðist í eldi og næsti
bátur, sem hann fjárfesti í, sökk á
tveimur mínútum eftir að hafa siglt
„Stend í þessu til
að þéna peninga“
Norðmaðurinn Kjell Inge Rekke keypti sinn
fyrsta bát fyrir 14 árum en nú koma skipin
hans með meiri afla að landi en allur norski
flotinn. Fyrírtækjaveldi Rokkes, RGI-sam-
steypan, hefur vaxið með ævintýralegum
hraða að því er fram kemur í grein Sveins
Sigrirðssonar og með samrunanum við
Aker-samsteypuna verður til þriðja stærsta
fyrirtæki í Noregi, næst á eftir Norsk Hydro
og Statoil. Ekki hugnast þó öllum vaxandi
ítök hans í norskum sjávarútvegi.
á sker. Þessi áföll urðu þó aðeins
til að herða Rokke, sem fjárfesti í
enn nýjum skipum, en það var þó
ekki fyrr en 1988, að siglingin hófst
fyrir alvöru.
Fyrsta verksmiðjuskipið á miðun-
um við Alaska kom þangað 1968.
Var það japanskt og fram til 1975
sátu Japanir næstum einir að ufsan-
um þar, einum gjöfulasta fiskstofni
í heimi. Þá var hins vegar orðið um
verulega ofveiði að ræða og 1976
settu Bandaríkjamenn svokölluð
Magnuson-lög, færðu efnahagslög-
söguna út í 200 mílur og komu á
strangri fiskveiðistjórn. Meðal ann-
ars var kveðið á um, að öll skip,
sem stunduðu veiðar innan lögsög-
unnar, yrðu að vera smíðuð í Banda-
ríkjunum.
Þetta leiddi til þess, að innlendum
verksmiðjuskipum fjölgaði en
bandarísk skipasmíði er dýr og hér
sá Rokke sér leik á borði. Fyrirtæki
hans í Seattle, Ameriean Seafoods
Company, keypti bandaríska skips-
skrokka fyrir lítið fé og sendi þá
síðan til Noregs þar sem þeim var
„breytt“. Fólst breytingin í því, að
skipin voru rifin sundur og ný verk-
smiðjuskip smíðuð utan um kjölinn
einan og með ríflegum styrk frá
norska ríkinu. Eftir sem áður voru
skipin „bandarísk smíði“ og fengu
því ufsakvóta við Alaska.
Rokke gerir nú út 21 verksmiðju-
skip og afli þeirra og annarra skipa
hans er meiri en alls norska flotans.
Með mörg járn í eldinum
American Seafoods hvarf síðan
inn í eignarhaldsfyrirtækið RGI eða
Resource Group International en
það er að 70% í eigu Rokkes. Er
fyrirtækinu skipt í fernt:
RGI Seafoods annast veiðar við
Alaska, Rússland, Argentínu og
víðar og undir það heyra einnig
vinnslufyrirtækin Skaarfish og
Norlax og Foodmark í Danmörku.
RGI Industries. Þar er um að
ræða skipasmíðastöðvarnar
Langsten og Brattvaag og sænska
fyrirtækið Constructor, sem fram-
leiðir geymslu- og flutningskerfi og
tengdan búnað.
RGI Distribution, sem er í alls
konar merkjavöru, til dæmis versl-
anakeðjunni Gresvig, sem er með
íþróttavörur, fataframleiðandanum
Helly-Hansen, Tomra Konfeksjon,
Brooks, Rena Box, EMO og fleiri.
RGI Real Estate er í fasteigna-
og sumarhúsaviðskiptum og meðal
fyrirtækja þar má nefna Avantor
og Koger Equity og Grand Harbour
á Florida. Ræður síðastnefnda fyrir-
tækið yfir 1.500 sumarhúsum.
Síðasta ár var mjög „gjöfult“ hjá
Rokke ef svo má segja því að þá
keypti hann Skaarfish, Norlax,
skipasmíðastöðina Soviknes, Helly-
Hansen og finnska geymslu- og
flutningskerfafyrirtækið Regalia
auk þess sem átta ný fiskiskip
bættust í Rokke-flotann. Á síðustu
þremur mánuðum hefur hann keypt
Constructor í Svíþjóð og Foodmark
í Danmörku og hefur átt í viðræðum
um að kaupa Melbu-útgerðar- og
vinnslufyrirtækið í Lófóten. Á það
fimm stóra og nýja togara og vegna
ítaka þess í öðrum fyrirtækjum á
staðnum gæti svo farið, ef samning-
ar takast, að Rokke eignaðist 13
togara í Lófóten.
I Lófóten segja margir, að gangi
þetta allt eftir hafi Rokke í raun
tekist að sölsa undir sig Lófótþorsk-
inn og upp frá því verði íbúarnir í
þessum landshluta að sitja og
standa eins og honum þóknast. Það
er því mikil andstaða við þessi
áform hans og sérstaklega innan
hagsmunasamtaka í norskum sjáv-
arútvegi.
Talið var ólíklegt, að ríkisstjórnin
myndi samþykkja kaup RGI á
Melbu og meðal annars vegna þess,
að RGI er ekki skráð í Noregi. Þetta
hefur þó breyst með samrunanum
við Aker því að nýja samsteypan,
Aker RGI, verður norskt fyrirtæki.
Það er því ekki víst, að neitt geti
komið í veg fyrir, að Rokke nái
undirtökunum í Lófóten.
Ótrúlegur vöxtur
Eins og fram hefur komið hefur
Rokke og RGI mörg járn í eldinum
en eftir sem áður er það fiskurinn,
sem er undirstaðan. Svarar hann
til 36% veltunnar en stendur undir
56% hagnaðarins.
Mikill vöxtur hefur verið í sjávar-
útvegsdeildinni. Á síðasta ári var
veltan í fiskinum 23 milljarðar ísl.
kr., þrisvar sinnum meiri en 1994,
—