Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 13

Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 13 líka með klaufaskap þeirra er þar áttu í hlut enda er talið að margir af reyndustu sprengjumönnum IRA hafi sest í helgan stein á meðan vopnahléið varði. Þótt auðvitað telj- ist sprengjufundurinn sigur í bar- áttunni gegn hryðjuverkum eru þó ýmsir uggandi um að hann verði til þess að meðlimir IRA telji nauð- synlegt að bregðast við þessu bak- slagi, til dæmis með sprengjuher- ferð einhvers staðar á Bretlandi. Þeir hinir sömu setja þetta því í samhengi við þá ákvörðun IRA af- lýsa vopnahléinu á Norður-írlandi. Hafa ber í huga að á tímabilinu 1969 og fram til þess að vopnahlé var boðað 1994 áttu flest hryðju- verk sér stað á Norður-írlandi og nálega helmingur allra ódæðanna var framinn í Belfast-borg einni. Spurningin nú virðist því miður ekki vera sú hvort horfið verður aftur til fyrri vinnubragða. Miklu frekar hafa menn leitt hugann að því hvaða hópur yrði fyrstur til að ijúfa friðinn. Svo virðist sem IRA hafi afráðið að svara þessari spurn- ingu á mánudag. Hún mátti að sönnu teljast mikilvæg, því herskáir lýðveldissinnar verða nú gerðir ábyrgir, skelli ný alda ofbeldis á langþreyttum íbúum Norður- írlands sem eiga munu erfitt með að fyrirgefa slík griðrof. Lögreglan er ekki ein um löggæsluna Reyndar eru ýmis vandkvæði á því að tala um frið á Norður-írlandi í þessu sambandi því bæði IRA og hryðjuverkahópar sambandssinna stunda nokkurs konar „löggæslu" í eigin hverfum. Þessir hópar refsa glæpamönnum ýmist með barsmíð- um, morðum eða með því að reka viðkomandi úr landi. Snemma í síðustu viku stóð hópurinn Direct Action Against Drugs (DAAD) fýrir morði á þekktum eiturlyfjasala og nauðgara sem áður hafði verið rekinn úr landi en lét sér ekki segjast. Þetta morð var ekkert einsdæmi og það er á allra vitorði að DAAD er hið sama og IRA. Þar að auki eru á' ferli klofningsfélög Sjaldan meiri spenna og tortryggni úr sveitum bæði lýðveldissinna og sambandssinna sem líta svo á að ekkert hafi áunnist með friði og því sé ekki um annað að ræða en að grípa til vopna að nýju. I fyrri viku komu samtök sem nefnast „Irish Continuity Army“ (ICA) bílsprengju fyrir í miðbæ Belfast en ICA er lítill hópur manna sem hafa sagt skilið við IRA. Breski herinn gerði sprengjuna óvirka, eft- ir að hringt var í fréttastofu dag- blaðs í Belfast og tilkynnt um hana. Þetta hefði orðið fyrsta sprengingin í Belfast í meira en tvö ár. Þessi sami hópur, ICA, lýsti yfir ábyrgð á sprengingu í Enniskillen í júlí síð- astliðnum þar sem hótel var eyði- lagt. Sprengingin í Enniskillen kom í kjölfar verstu óeirða á Norður- írlandi frá 1969, þegar ófriður und- anfarinna áratuga hófst. Sprengingar í Dublin á haustmánuðum? Óeirðirnar í júlí urðu vegna deilna um göngur sambandssinna sem kröfðust þess að fá að ganga í fylk- ingu í gegnum kaþólsk hverfi í óþökk íbúa þeirra. Þessar deilur og harkaleg meðferð lögreglunnar (rúm 90% lögregluþjóna eru mót- mælendur) á kaþólskum borgurum hafa skilið djúp sár eftir sig í samfé- laginu. Spenna og tortryggni á milli trúarhópanna tveggja hefur sjaldan verið meiri en nú. Fjöldi kaþólikka neitar að skipta við fyrir- tæki og verslanir í eigu mótmæl- enda og hinir síðarnefndu hafa síð- astliðna sunnudaga safnast saman fyrir utan kaþólskar kirkjur víða í héraðinu til að hræða og/eða meina kirkjugestum aðgang að messu. Slíkir atburðir gera lítið annað en að auka enn frekar á þá spennu sem rfkir í samfélaginu. Þessi spenna, auk her- ferðar IRA á Englandi, hefur beint kastljósinu að vopnahléi herskárra sam- bandssinna. I sumar sem leið hótuðu þeir í tvígang sprengjuárásum í Dublin og menn óttast nú í kjölfar yfirlýsinga hátt- settra meðlima þeirra að slíkar hót- anir verði að veruleika. Og með því opinberast líka ógnvænlegur mögu- leiki vopnfúsra til að koma á aftur- hvarfi á Norður-írlandi; með því að standa fyrir hryðjuverki í Dublin tækist sambandssinnum líklega að hrinda IRA út í samskonar aðgerð- ir í Belfast. Og þá gætu allir gripið til vopna án þess að telja sig undir þá sök selda að þeir bæru ábyrgð á ofbeldinu, allir gætu réttlætt að- gerðir sínar. Deilt um leikreglur Þótt eini vettvangur varanlegs friðar sé við samningaborðið þá hefur friðarviðræðunum, sem kosið var til í maí síðastliðnum, hins veg- ar ekkert miðað áfram. Þátttakend- ur deila enn um vinnureglur og starfsaðferðir sem veldur því að viðræður um þau málefni sem máli skipta hafa setið á hakanum. Sinn Fein, sem hlaut um 15% atkvæða, er enn meinaður aðgangur að við- ræðunum, þar sem nýtt vopnahlé IRA er ekki á döfinni. Og jafnvel þótt vopnahléi yrði lýst yfir að nýju myndi það sennilega breyta litlu því talsmenn beggja stærstu flokka sambandssinna hafa sagt að þeir ræði ekki við fulltrúa Sinn Fein fyrr en IRA afhendir eða eyðir stórum hluta vopna sinna. Óhætt er að full- yrða að til slíks kemur ekki í fyrirsjá- anlegri framtíð. Þar eð sambands- sinnar hvika í engu frá þessu skil- yrði sínu hamla þeir gegn öllum til- raunum, sem miða að því að leysa þennan vanda. „Málamiðlun" er hugtak sem hvorki þeir né herskáir lýðveldissinnar virðast þekkja. Eftir tveggja ára frið og bjartsýni hafa menn nú vaknað upp við vond- ann draum. Vandinn er enn óleystur og hryðjuverkastarfsemi hefur verið hafin að nýju. Hættan er nú sú að öfgasinnar fyllist óþolinmæði og steypi Norður-írlandi í algert öng- þveiti borgarastríðs. Hætt er við að ef svo fer þá verði átökin enn blóð- ugri en áður því ýmsir munu telja sannað að friðsamlegar leiðir séu ófærar og að best sé að útkljá mál- in með vopnaskaki. Að einhver standi uppi sem sigurvegari að sliku striði loknu er ólíklegt því í ná- grannaeijum verða allir fyrir skakkaföllum og allir tapa. og hagnaður jókst úr rúmum millj- arði ísl. kr. í 3,5 milljarða. Óhætt er að segja, að fyrirtækja- veldi Rokkes hafi vaxið með ævin- týralegum hætti. Á fyrstu 13 árun- um tvöfaldaðist verðgildi eignanna árlega og á síðustu þremur árum um 65% á ári. Rokke segir, að þann- ig geti það að sjálfsögðu ekki geng- ið miklu lengur en hefur þó sett sér það markmið að auka verðgildið um 25% árlega. Þegar Kjell Inge Rokke er beðinn um skýringu á velgengni sinni svar- ar hann því til, að hjá honum hafi heppni og dugnaður haldist í hend- ur. Um dugnaðinn efast heldur eng- inn og hann hefur vissulega verið heppinn. Sem dæmi um það eru nefnd kaup hans og sala á skuldum sænskrar hótelkeðju 1993. Hann gaf 10 milljónir ísl. kr. fyrir réttinn til að kaupa þriggja milljarða kr. skuld á 1,3 milljarða og seldi síðan þennan sama rétt innan mánaðar fyrir 1,2 milljarða kr. Reyndiað kaupa Leeds íbúarnir í Molde eru eðlilega stoltir af „gamla, góða Kjell Inge“ og hann hefur heldur ekki gleymt sínum gamla heimabæ. Hann var að vísu aldrei mikið gefinn fyrir knattspyrnu en keypti samt knatt- Kpyrmifélagið á st.aðniim og hofnr síðan dælt í það milljónum kr. Knattspyrnuliðið, sem hefur aldrei verið upp á marga fiskana, keppti ný- lega við Rosenborg, og þá komu þeir félagarnir, Rakke og Bjorn Rune Gjelsten, til leiksins á þyrlu. Skömmu síðar komu 30 rútur með stuðningsmenn liðsins frá „Rósabænum" eins og Molde er kallaður. Allt á kostnað Rokkes. Rokke hefur nú einnig boðist til að kosta byggingu nýs leikvangs í Molde en sú gjafmildi hans hefur þó mælst misjafnlega fyrir í bænum. Hann setur það nefnilega sem skilyrði, að hann fái sjálfur að ráða því hvar honum verður komið fyrir. Meðal evrópskra auðkýfinga þykir það fínt að eiga fótboltafélag en líklega munu sparkararnir í Molde seint verða til að auka hróð- ur Rokkes meira en orðið er. Því var það, að þeir Rokke og Gjelsten þreifuðu fyrir sér með kaup á Leeds í Englandi fyrir þijá milljarða ísl. kr. Af því varð þó ekki en síðan hafa gengið sögur um, að þeir væm á höttunum eftir öðrum knatt- spyrnufélögum í Englandi. Enska blaðið The People Ort Sunday sagði nýlega, að norsku „undradrengirn- ir“ væru að semja um kaup á Manc- hester City en Gjelsten vísar því á bug. Segir hann, að þeir hafi ekki lengur neinn áhuga á að kaupa enskt knattspyrnulið. Minni hagnaður Eins og áður segir hefur RGI-ris- inn vaxið hratt en þó hafa orðið nokkur umskipti til hins verra að undanförnu. Síðasta árið hefur velt- an aukist um 30%, aðallega vegna kaupa á öðrum fyrirtækjum, en rekstrarhagnaðurinn hefur minnk- að um 42% og um 34% fyrir skatt. Á fyrra misseri 1995 var hagnaður 7.7% af veltu en ekki nema 3.9% á fyrra árshelmingi nú. Minnkaði hagnaðurinn mest í veiðum og vinnslu- þótt veltuaukningin hafi jafnframt verið mest þar. Rokke segir, að skýringin á þessu sé fyrst og fremst verðþróunin í surimi, sem sé nú aftur á uppleið, en rekstur sumra annarra fyrir- tækja hefur líka gengið illa. Má meðal annars nefna Constructor- samsteypuna í Svíþjóð og skipa- smíðastöðvarnar Brattvaag og Langsten og í merkjavörudeildinni hefur orðið samdráttur hjá Gresvig, EMO og Brooks. Þá hefur RGI ekki haft neinar tekjur enn af Skaarfish, Norlax og Foodmark. Á það raunar líka við um EMO og Constructor. Rokke gerir þó lítið úr þessu og segir, að hann hugsi jafnan nokkur ár fram í tímann. Sá tími verði notaður til að endurskipuleggja fyr- irtækin og gera þau arðbær eða arbærari. Þriðja stærsta fyrirtæki í Noregi Fullvíst er talið, að samruni R og Aker verði samþykktur á að fundum fyrirtækjanna í nóvemt og Aker RGI verður þá þric stærsta samsteypan í Noregi á ef ir Norsk Hydro og Statoil. Á þa að taka til starfa um áramótin oj ársveltan verður um 190 milljarðar ísl. kr. og starfsmenn um 17.000. Verða þrjár meginstoðirnar undir rekstrinum veiðar og vinnsla; sem- entsframleiðsla og tækni og búnað- ur við olíu- og gasframleiðslu. Rekke hefur síðustu árin verið búsettur á Bahamaeyjum en er nú að flytjast búferlum til London. Af skattalegum ástæðum verður lík- lega bið á því, að hann flytji lög- heimilið til Noregs en sjálfur segir hann, að flutningurinn til London endurspegli umsvifin. „Ég er á ferð og flugi 250 daga ári,“ segir Rokke um leið og hann stígur upp í einka- þotuna sína, sem kostaði hann 1,3 milliarða ísl. kr. Eg þakka öllum þeim, sem heiÖruðu mig á sex- tugsafmœli mínu 5. október sl. Góðar undirtektir og örlœti viö stofnun „Frœðslusjóðs um líf í al- heimi" þennan daggladdi migjafnframt mjög. Þór Jakobsson, veðurfræðingur. Jörð til sölu Tilboð óskast í jörðina Fitja, Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðar- sýslu, sem nú er laus til kaups og ábúðar. Land jarðarinnar er um 20 ha að stærð, allt gróið, þar af 11 ha tún. Á jörðinni er 2ja hæða steinsteypt íbúðarhús, að flatarmáli 90 fm hvor hæð. Við húsið eru tjaldstæði með góðri snyrtiaðstöðu. Hitaveita er á býlinu. Útihús eru járnbogaskemma, byggð 1974, um 1800 rúmmetrar að stærð, gamalt fjós og hlaða. Ekkert greiðslumark er á jörðinni. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari uppl. eru gefnar í símum 852 5344, 453 8040, 453 5189 og 453 5624. Mikið stökk fyrir lítið |17. - 20. október w Auka-helgarferð á einstöku verði Nú eru flestar helgarferðir uppseldar og vió bætum vió aukaferð til Newcastle 17. október i 3 nætur. Innifalið í verði: Flug, gisting í tvíbýli, morgunverður, akstur til og frá flugvelli erlendis, fararstjórn og flugvallarskattar. Ódýrasta verslunarborgin - dýrasta knattspyrnuborgin Tvær staðreyndir um Newcastle sem við getum öll verið sammála um. MþÚRVALÚTSÝN Lágmúla 4: stmi 569 9300, Hafnarfirði: sími 565 23 66, Keflavík: sími 421 1353, Selfossi: sími 482 1666, Akureyri: sími 462 5000 - og hjá umboðsmötitium um land allt. KJDoatiaS/®

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.