Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 14

Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tréristur Þorgerðar ÞORGERÐUR Sigurðardóttir myndlistarmaður gerði árið 1995 röð af tréristum eftir fyrirmyndum á Marteinsklæð- inu, frægu, gömlu altarisklæði úr kirkjunni á Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu. Myndirnar voru fyrst sýnd- ar í Listasafni Kópavogs í nóv- ember 1995. Hluti þeirra var síðan á páskasýningu í Hvera- gerði 1996 og í anddyri Hall- grímskirkju í sumar. Nú sýnir Þorgerður tíu verkanna í safn- aðarheimili Fella- og Hóla- kirkju. Marteinsklæðið er refil- saumað, íslenskt altarisklæði frá 14.-16. öld. Myndir þess lýsa atvikum úr ævi dýrlings- ins Marteins. Kirkjan á Gren- jaðarstað, sem átti klæðið, var helguð heilögum Marteini í kaþólskum sið. Tíu sóknarkirkjur voru helgaðar heilögum Marteini á íslandi í kaþólskum sið og saga hans hefur varðveist í þremur gerðum á íslensku frá miðöld- um. ívar Török sýnir í Galleríi Sævars Karls ÍVAR Török hefur opnað sýn- ingu í Galleríi Sævars Karls. ívar er fæddur 1941 í Búda- pest og fluttist til íslands 1969 og varð íslenskur ríkisborgari 1974. Verkin á sýningunni eru ný og hafa ekki verið sýnd áður. Hann hefur starfað við leik- myndahönnun og hannað yfir 100 leikmyndir, ásamt þessu hefur hann starfað við útlits- hönnun og grafíska hönnun og kennt leikmynda- og þrí- víddarhönnun við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1981. ívar hefur haldið nokkrar einkasýningar hér á landi og í Noregi og Hollandi, það sem af er árinu hefur hann einnig haldið tvær samsýningar ásamt konu sinni Magdalenu M. Hermanns. „Ægilega þægilegt“ TRYGGVI Hansen og Vala Valrún sýna myndir og mál- verk á tveim veitingahúsum á Suðurlandi þessa dagana. Á Kaffi-Krús á Selfossi stendur yfir sýning á 9 mynd- um eftir þau tvö og á Kaffi Lefolii á Eyrarbakka sýna þau 18 myndir. Myndirnar verða til sýnis næstu 3-4 vikumar. „Myndefni Tryggva er sem fyrr vættir og verur landsins, hugans heimar og hjartans þrár. Myndefni Völu eru raun- veruleg ævintýri hversdags- lífsins, nautn og notalegheit,“ segir í kynningu. Mjallhvít í Möguleik- húsinu FURÐULEIKHÚSIÐ sýnir leikritið „Mjallhvít og dverg- arnir sjö“ í Möguleikhúsinu sunnudaginn 13. október kl. 14 og er miðaverð 600 kr. Þetta verður væntanlega eina sýningin að sinni sem opin er almenningi en þetta er farand- sýning sem hægt er að panta hvert á land sem er. Snegla listhús fimm ára um þessar mundir Tilgangurinn að gera list og listiðnað að- gengilegri LANGT og mjótt er yfirskrift sýn- ingar sem opnuð hefur verið í Sneglu listhúsi í tilefni af fimm ára afmæli myndlistar- og listiðn- aðargallerísins þar á bæ. Eiga fjórtán af fimmtán listakonum sem reka Sneglu verk á sýningunni. Samkvæmt orðabók Háskólans merkir orðið snegla vefjarspóla; harðvítug sauðkind eða kvenskass. Sneglur eru allar með viðurkennt listnám að baki og er listsköpun þeirra af margvíslegum toga, svo sem hönnun fjölbreyttra listmuna úr leir, textíl og tré og málun á silki og pappír en tilgangurinn með Sneglu listhúsi er að gera list og listiðnað aðgengilegri fyrir al- menning án milliliða. Starfsemin er því einskonar framlenging á vinnustofu listamannanna. Að sögn einnar sneglunnar, Helgu Pálínu Brynjólfsdóttur, á Snegla rætur að rekja til tveggja textílverkstæða sem starfrækt voru í Reykjavík. Hafi aðstandend- ur þeirra, ásamt nokkrum leir- listarkonum, listmálurum og myndhöggvurum, tekið saman höndum um að koma sér upp hús- næði sem gæti í senn verið verslun og gallerí. Tók hópurinn, alls fimmtán listakonur, á leigu gam- alt hús á horni Klapparstígs og Grettisgötu, sem staðið hafði autt um hríð, en þar var áður vefnaðar- vöruverslun og saumastofa. Gerðu þær húsið upp sjálfar. Hlaut það nafnið Snegla og var opnað 12. október 1991. Hafa listakonurnar allar götur síðan skipt með sér störfum en þar eru eingöngu seld verk eftir þær sjálf- ar. „Það voru settar skýrar reglur í upphafi og til þessa hefur ekki verið ástæða til að gera breytingar á fyrirkomulaginu," segir Sigríður Erla, önnur snegla, en listakonurn- ar gangast mánaðarlega fyrir fundum þar sem starfsemin er vegin og metin. „Snegla er rekin á lýðræðisgrundvelli - það er eng- in yfirstjórn hérna,“ segir þriðja sneglan, Elín Guðmundsdóttir. Sýningar eru fastur liður í starf- semi Sneglu. Eru einkasýningar og fámennar samsýningar lista- kvenna af líkum meiði algengastar en jafn fjölmenn samsýning og nú hefur ekki verið haldin í annan tíma. „Þetta er meira til gamans gert í þeim tilgangi að minna á afmælið en þetta hefur engu að síður verið skemmtilegt og ögrandi verkefni enda ekki hiaupið að því að koma jafn mörgum verkum fyrir í svona litlu rými,“ segir Helga Pálína. Næsta sýning sem fyrirhuguð er í Sneglu er skiptisýning frá galleríi í Björgvin, sem ku vera eins konar spegilmynd af Sneglu. Mikil forréttindi Listakonurnar ljúka sundur um það einum munni að það séu mik- il forréttindi að reka sitt eigið list- hús. „Þekking fólks á listiðnaði er i mörgum tilfellum takmörkuð. Sumir hafa til að mynda ekki hug- mynd um hvað hugtakið textíll stendur fyrir. Þess vegna er afar mikilvægt að geta verið sjálfur á staðnum til að leiðbeina fólki og aðstoða það,“ segir Jóna S. Jóns- dóttir, fjórða sneglan. Listakonurnar segja að mikið vatn hafi runnið til sjávar frá þvi Snegla hafi verið sett á laggirn- ar. Fjöldinn allur af sambærileg- Morgunblaðið/Ásdís TÓLF listakvennanna sem eiga verk á sýningunni í Sneglu. um galleríum hafi sprottið upp í nágrenninu, einkum á undanförn- um tveimur árum, og samkeppnin hafi því færst í vöxt. „Ætli þetta sé ekki bein afleiðing af hand- verkshvatningunni í samfélag- inu,“ segir Sigríður Erla, „sem hefur leitt til þess að virðingin fyrir handverkinu hefur aukist, þótt það endurspeglist að vísu ekki í verðinu sem fólk er tilbúið að borga.“ Sneglurnar segjast vera bjart- sýnar á þessum tímamótum. Þær séu komnar með fasta viðskipta- vini og list þeirra höfði bersýnilega til breiðari hóps en fyrir fimm árum. Það sé því engin ástæða til að láta deigan síga. Auk sneglanna sem vitnað hef- ur verið í hér að ofan eiga Arnfríð- ur Lára Guðnadóttir, Björk Magnúsdóttir, Erna Guðmarsdótt- ir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Jóna Thors, Sonja Hákansson, Vilborg Guðjónsdóttir og Þuríður Dan Jónsdóttir verk á sýningunni sem lýkur 2. nóvem- ber. Staða íslenskr- ar leikritunar „Reim- leikar á Reykja- nesi“ HANNA Bjartmars Arnarsddóttir hefur opnað málverkasýningu í Ris- inu, Tjarnargötu 12 í Keflavík. Sýn- ingin nefnist „Reimleikar á Reykja- nesi“. „Nafnið vísar til myndefnisins sem sótt er í frásagnir af draugum, skrímslum, tröllum og öðrum kynja- verum á Reykjanesi. Þarna birtast fyrirbæri eins og Arnarfellslabbi, strákhvelpingur sem gerði ferða- mönnum gletting, spillti farangri, fældi hesta og lamaði fé fyrir Krý- svíkingum, Útskáladraugurinn, sem meðal annars markaði ávallt fyrir gröfum í kirkjugarðinum á Útskálum áður en einhver dó þar í sókninni. Tröllskessurnar Krýs og Herdís koma einnig við sögu, skrímsli í Kleifarvatni og Grænavatni að ógleymdum marvætti og fleira ill- þýði,“ segir í kynningu. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Hanna Bjartmars Arnardóttir stundaði nám í Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og síðar í Grafík- HANNA Bjartmars Arnardóttir sýnir í Risinu í Keflavík. -skólanum Forum í Svíþjóð. Hún hef- ur haldið nokkrar einkasýningar á grafíkverkum og tekið þátt í samsýn- ingum. Þetta er önnur málverkasýn- ing Hönnu. Sýningin verður opin á laugardög- um og sunnudögum kl. 14-18 og á fimmtudag og föstudag kl. 17-20. Sýningunni lýkur 20. október. Á ÞESSUM haustmánuðum eru liðin 200 ár frá því að skólapiltar í Hólavallaskóla hófu að æfa fyrsta íslenska leikritið sem vitað er með vissu að leikið var hér á landi, en það var „Hrólfur“ eftir Sigurð Pétursson, síðar sýslumann. Af þessu tilefni efnir Listaklúbbur Leikhúsjallarans og Leikskáldafé- lags Islands til umræðukvölds um stöðu íslenskrar leikritunar tveim- ur öldum síðar. Umræðan fer fram í Leikhúskjallaranum 14. október og hefst kl. 21. Frummælendur eru; Ólafur Haukur Símonarson, leikskáld og formaður Leikskáldafélags íslands, Hafliði Amgrímsson, leiklistar- ráðunautur Leikfélags Reykjavík- ur, María Kristjánsdóttir, leikstjóri og leiklistarstjóri Ríkisútvarpsins, Hrafnhildur Hagalín Guðmunds- dóttir leikskáld, Steinunn Jóhann- esdóttir, leikskáld og rithöfundur, Hávar Sigurjónsson, leiklistarráðu- nautur Þjóðleikhússins. Þess má geta að Hafliði og Hávar eru báðir höfundar leik- gerða og Hrafnhildur Hagalín, sem hlaut leikskáldaverðlaun Norðurlandanna fyrir leikrit sitt „Ég er meistarinn“ og dvelst nú í París, er komin til landsins í nokkra daga til að taka þátt í umræðufundinum. Pallborð skipa; Jón Viðar Jóns- son, leiklistarfræðingur og gagn- rýnandisDagsljóss, Þórhildur Þor- leifsdóttir, leikstjóri og leikhús- stjóri L.R., Stefán Baldursson, leikstjóri og Þjóðleikhússtjóri, Árni Ibsen, leikskáld og rithöfundur, og Sveinn Einarsson, leikskáld og leikstjóri sem jafnframt stýrir umræðum. Eins og fyrr segir hefst um- ræðukvöldið kl. 21 en húsið verður opnað kl. 20.30. Aðgangseyrir er 400 kr. fyrir meðlimi í Lista- klúbbnum, Leikskáldafélaginu og Höfundasmiðjunni en 600 kr. fyrir aðra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.