Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 22

Morgunblaðið - 13.10.1996, Page 22
22 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANN J. Ólafsson er forstjóri Jóhanns Ólafssonar & Co. Morgunblaðið/Ásdís HUGSJÓNAMAÐUR OG HEILDSALI eftir Guðna Einarsson. JÓHANN Ólafsson & Co. fagnar 80 ára afmæli þann 14. október. Faðir Jóhanns J. Ólafssonar forstjóra, Jó- hann Ólafsson, stofnaði fyrirtækið ásamt Sigfúsi Blöndahl þennan dag árið 1916. Ári síðar gekk bróðir Sigfúsar, Sjghvatur, inn í fyrirtæk- ið. Þeir Blöndahl bræður gengu út úr fyrirtækinu þremur árum síðar og varð Björn Árnórsson þá með- eigandi Jóhanns Ólafssonar. Árið 1951 hætti Björn og seldi Jóhanni sinn hlut. Jóhann Ólafsson rak fyr- irtækið til dánardags 1963 að son- ur hans Jóhann J. Olafsson tók við. Fyrirtækið hefur gengið í gegn- um heimskreppu og tvær heims- styijaldir, en það voru afskipti stjómvalda sem komust næst því að knésetja reksturinn. „Faðir minn, fátækur sveitamaður, stofn- aði þetta fyrirtæki og byggði upp,“ segir Jóhann. „Hann seldi bíla frá General Motors og rak bílaverk- stæði fyrstu 20 árin. Árið 1935, sama ár og ég fæddist, var sam- þykkt að setja hér upp ríkiseinka- VIÐSKEPTIAIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI ►JÓHANN J. Ólafsson forstjóri stýrir áttræðu fjölskyldu- fyrirtæki sem sem kennt er við föður hans, Jóhann Ólafs- son & Co. Aðal starfsvettvangur fyrirtækisins hefur verið á sviði innflutnings og heildverslunar. Auk þess hefur félag- ið fjárfest I öðrum fyrirtækjum og stendur nú frammi fyr- ir skipulagsbreytingum til að laga sig að kröfum tímans. STARFSFÓLK Jóhanns Ólafssonar & Co. framan við aðalstöðv- ar fyrirtækisins í Sundaborg 13, Reykjavík. sölu á bílum. Faðir minn var svipt- ur bílaviðskiptunum í einu vet- fangi.“ Jóhann segir að aðförinni hafí ekki verið þar með lokið. Jó- hanni Ólafssyni var fundið það til saka að hafa þekkt Þjóðveija og að hafa verið í flokki þjóðernisjafn- aðarmanna um skamma hríð fyrir 1934. „í stríðinu voru stórlega brotin á honum mannréttindi,“ segir Jó- hann. „Hann fékk ekki að ferðast, póstur hans var stoppaður, hann fékk ekki að skrifa, hringja né senda símskeyti. Á sama tíma voru fulltrúar Sambandsins í viðskipta- nefnd ríkisins og fóru um allt í Bandaríkjunum. Sambandið og fleiri hirtu líka öll bestu umboðin sem hann hafði haft. Svo kom helmingaskiptareglan. Sum fyrir- tæki fengu allt sem þau vildu en við lentum utangarðs - vorum ekki innundir í kerfinu. Við vorum áfram með nokkur umboð og gátum selt þeim sem fengu innkaupaleyfi, til dæmis sjúkrahúsum og stofnunum. Þetta er meðal annars skýringin á því hvað við höfum verið með breitt vöruúrval allt fram á þennan dag. Þriðja kynslóðin ÞRIÐJA kynslóðin er tekin til starfa í fjölskyldufyrirtækinu Jó- hanni Ólafssyni & Co. Þar starfa systkinin Margrét Jóhanna og Jón Árni Jóhannsbörn. Yngsta systir- in, Ásta Guðrún, er enn í skóla. Margrét Jóhanna lauk BA prófi í sálfræði frá Háskóla íslands í sumar. Hún byijaði í sumarvinnu þjá fyrirtækinu 18 ára gömul og hefur unnið þar þegar hlé hefur verið á skólagöngu. „Ég hef aðallega fengist við dreifingu á gjafavöru í gjafavöru- verslanir," segir Margrét. Hún hefur selt í verslanir á höfuðborg- arsvæðinu og nágrenni þess. Auk þess að vera sölumaður hefur Margrét leyst af ritara, bókara, gert tollskýrslur og fleira svo hún er flestum hnútum kunnug. En hvers vegna fór hún ekki í við- skiptafræði? „Eg tók mér þriggja ára frí eftir Verslunarskólann, var ár í Frakklandi og vann svo hér í 18 mánuði samfleytt. Mér leist ein- hvern veginn best á sálfræðina og með þá menntun standa mér allar dyr opnar. Námið nýtist mér ágætlega, ég lærði að ná athygli fólks og að hafa áhrif á viðhorf þess sem kemur sér vel í sölu- mennskunni." Hún segir að á æskuárum hafi sér ekki þótt það áhugavert að vinna við fjölskyldufyrirtækið en reynslan hafi sýnt sér að þetta sé áhugavert starf. „Ég á frekar von á því að vinna hér í framtíð- inni, en það er annars óráðið," segir Margrét. Morgunblaðið/Ásdís JÓN Árni og Margrét Jóhanna Jóhannsbörn. Þessu ástandi linnti ekki fyrr en með Viðreisninni 1960.“ Fæddur inn í fyrirtækið „Ég fæddist inn í þetta fyrir- tæki,“ segir Jóhann. Hann byijaði að vinna hjá föður sínum sumarið sem hann var 16 ára. Jóhann kom þó víðar við, var í sveit og fór eitt sumar á togarann Neptúnus með Bjarna Ingimarssyni, nafntoguðum skipstjóra. Þegar Jóhann varð stúdent frá Verslunarskólanum 1956 fór hann að hugleiða hvaða stefnu hann ætti að taka í lífinu. Á þeim árum leist honum ekkert meira en svo á að ganga inn í fjölskyldufyrirtækið en dreymdi um að verða læknir. Ekki varð af því heldur skráði hann sig í lögfræði og segir áhrif æsku- vinar síns, Jóhanns heitins Ragn- arssonar, hafa ráðið mestu um það. Námið varð stopult fyrstu árin. Jóhann var rétt byijaður að lesa lög þegar faðir hans fékk snert af heilablóðfalli og var frá vinnu. Jó- hann fór þá að sinna fyrirtækinu í veikindum föður síns. Starfið tók mikinn tíma, það gafst ekki tóm til að lesa og námið sat á hakan- um. „Það fór allur tíminn í að jag- ast í bönkum um sjálfsagða hluti. Það var allt bundið leyfum," segir Jóhann. Eftir að birti til í viðskiptaum- hverfínu með Viðreisninni og bið- raðirnar styttust ákvað Jóhann að fara aftur að lesa lögfræði. Hann sótti ekki tíma heldur vann á morgnana og las eftir hádegið jafnt sumar sem vetur. „Vinur minn Sig- urður Gizurarson sótti tímana og las með mér,“ segir Jóhann. „Þegar við lukum námi varð hann efstur og með eina hæstu einkunn sem þá hafði verið gefín við deildina. Ég kom næstur honum með 215‘A stig,“ segir Jóhann. Arið 1963, um það bil sem Jó- hann var að ljúka fyrrihlutaprófínu, andaðist faðir hans. Jóhann tók þá við fyrirtækinu og hefur rekið það fram á þennan dag. Hann sér ekki eftir því nú að hafa gengið inn í reksturinn. „Þetta starf hefur veitt mér mikla lífsfyllingu, gleði og ánægju,“ segir Jóhann. Þrír meginþættir „Ég vona að enginn sjái að fyrir- tækið er 80 ára,“ sagði Jóhann þegar hann heilsaði blaðamanni í nútímalegum höfuðstöðvum Jó- hanns Ólafssonar & Co. Þrátt fyrir að mörg ár séu að baki er ekki dvalið um of við fortíðina á þessum tímamótum. Áherslan er á nútím- ann og framtíðina og það er sóknarhugur í forstjóranum. Þann 21. september síðastliðinn var opn- uð sérverslun með vörur frá Vill- eroy & Boch í Kringlunni þannig að fyrirtækið er aftur komið út í smásölu. Verslunin er í eigu Jó- hanns Ólafssonar & Co. en í söluk- eðju á annað hundrað Villeroy & Boch verslana víða um heim. Fyrir- tækið hefur gengið í gegnum skipu- lagsbreytingar til að styrkja það í harðri samkeppni og frekari skipu- lagsbreytingar eru á döfinni. Jóhann segir að hugmyndin sé að mynda eignarhaldsfélag sem haldi utan um þijár aðskildar Jón Árni byijaði sem sumar- maður þegar hann var á þrett- ánda ári og stjórnaði þá kústinum á lagernum. Hann hefur verið í fullu starfi frá því hann lauk stúdentsprófi frá Verslunarskó- lanum 1992 og situr nú í stjórn fyrirtækisins. Jón Árni fæst aðal- lega við sölu á hótelvörum og til veitingahúsa og skemmtistaða. „Það er mjög skemmtilegt að vinna svona í fjölskyldufyrirtæki, ég get meira að segja talað við ömmu um reksturinn," segir Jón Árni. „Mér finnst framtíðin björt. Ég reikna með að við eigum eft- ir að sjá miklar breytingar í verslun. Sjálfsafgreiðsla mun færast enn í vöxt, neytandinn fær að ráða meira,“ segir Jón Árni. Hann stefnir á nám í iðnrekstrar- fræði í Tækniskólanum eftir ára- mótin og býst við því að vinna við fyrirtækið að því loknu. > > > í ! ! \ Í i i l i i I f i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.