Morgunblaðið - 13.10.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996 31
GUÐMUNDUR
HA UKSSON
+ Guðmundur
Hauksson
fæddist á Akureyri
24. október 1934.
Hann lést 6. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Jóns-
dóttir, fædd á Læk-
nesstöðum á
Langanesi 11.11.
1900, og Haukur
Sigurðsson, fædd-
ur á Akureyri
20.10. 1889. Hauk-
ur og Jóhanna
bjuggu allan sinn
búskap á Akureyri en eru nú
látin. Systkini Guðmundar eru
Jón, f. 1923, Sigrún, f. 1927,
Jóhanna, f. 1929, og Ásta, f.
1931. Eiginkona Guðmundar
er Theodóra Káradóttir, f.
31.3. 1935. Þau giftust 31.8.
1957. Hún er dóttir hjónanna
Kára Þórðarsonar fyrrverandi
rafveitusljóra í Keflavík og
Kristínar E. Theodórsdóttur.
Börn Guðmundar og Theodóru
eru Kári, f. 1959, eiginkona
hans er Anna G. Garðarsdóttir
og eiga þau 3 börn.
Haukur, f. 1960,
giftur Huldu G.
Hauksdóttur og
eiga þau tvö börn.
Sævar, f. 1962, gift-
ur Öddu Þ. Sigur-
jónsdóttur og eiga
þau 2 börn. Sigrún,
f. 1965, gift Jó-
hannesi Harðarsyni
og eiga þau 2 börn.
Guðmundur
stundaði nám við
Vélslj óraskólann
1952-1953, síðan
lauk hann námi frá
Stýrimannaskólanum og Loft-
skeytaskólanum á árunum
1955-1958. Guðmundur var
stýrimaður og skipstjóri á ýms-
um bátum frá Suðurnesjum,
aðallega á Keflvíkingi og Sæv-
ari frá Keflavík. Árið 1973 hóf
hann störf hjá Flugleiðum á
Keflavíkurflugvelli og vann
þar allt til hinsta dags.
Útför Guðmundar verður
gerð frá Keflavíkurkirkju
mánudaginn 14. október og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast elsku-
legs bróður okkar og vinar, sem
lést 6. október eftir hetjulega bar-
áttu við illkynja sjúkdóm, aðeins
62 ára gamall.
Þegar þeir sem eru okkur hjart-
fólgnir falla frá og það á besta
aldri, finnst okkur almættið ósann-
gjarnt. Við hefðum óskað þess
innilega að fá að njóta Guðmundar
bróður okkar miklu, miklu lengur,
en sú ósk rættist ekki.
Söknuðurinn er mikill og minn-
ingarnar hrannast upp hver af
annarri, því það er svo margs að
minnast frá æskudögum og til
þess síðasta. Guðmundur var
yngstur af okkur fimm systkinum
og augasteinn foreldra okkar og
síðan okkar systkinanna. Það var
ekkert undarlegt, jafn aðlaðandi
og vel gerður sem hann var. Það
var allaf líf og fjör þar sem hann
var, glettinn og skemmtilegur og
miðlaði þessum ferska léttleika til
okkar allra, þó svo hann væri líka
ákveðinn og vissi hvað hann ætl-
aði sér.
Bömum mínum var hann alltaf
uppáhalds frændinn og það ekki
að ástæðulausu. Guðmundur var
mjög laginn í höndum og hug-
myndaríkur, sama hvað hann tók
sér fyrir hendur, allt heppnaðist,
enda var hann gæfumaður sem
öllum þótti vænt um er honum
kynntust. Hann skar út í tré, lærði
að stoppa upp fugla af mikilli list,
átti íjöldann allan af íslenskum
fuglum sem hann setti upp á svo
skemmtilegan og listrænan hátt.
Hann gaf vinum og vandamönnum
marga fallega fugla, og var hann
alveg undir það síðasta að stytta
sér stundir við að stoppa upp.
Guðmundur var mikið náttúru-
barn. Hann naut þess sem náttúr-
an hafði upp á að bjóða og var
veiðimaður af guðs náð. Aldrei var
hann ánægðari en við alls konar
veiðiskap, og fylgdust þau hjónin
saman í ótal veiði- og skemmti-
ferðir um landið.
Eftirlifandi eiginkona hans,
Theodóra Káradóttir, er ættuð úr
Hafnarfirði. Hún er góð kona sem
hefur ekki látið sitt eftir liggja að
gera heimili þeirra fallegt og list-
rænt og höfum við öll notið gest-
risni þeirra hjóna í áraraðir og
glaðst með þeim á ótal gleðistund-
um. Þau áttu lengst af heima í
Keflavík, en byggðu sér fallegt
hús í Njarðvíkum sem okkur stóð
alltaf opið.
Guðmundur var til sjós í 20 ár
a.m.k. Hann fór í Sjómannaskól-
ann og lauk þaðan prófi með ágæt-
is einkunn. Seinna fór hann í Loft-
skeytaskólann og lauk þar námi,
svo það má með sanni segja að
hann hafi búið sig vel undir ævi-
starfið. Var hann lengst af stýri-
maður eða skipstjóri á ýmsum
skipum og var fengsæll og far-
sæll á sjónum. Hann fór svo í land
og vann hjá Flugleiðum á Kefla-
víkurflugvelli í fjöldamörg ár og
vann þar eins lengi og heilsan
leyfði.
Þau hjónin eignuðust fjögur
mannvænleg börn og eru barna-
börnin orðin átta.
Theodóra stóð eins og klettur
við hlið Guðmundar og gerði allt
sem hægt var til að gera honum
lífið bærilegra, hún á skilið þakkir
og aðdáun fyrir. Við systkinin og
fjölskyldur okkar þökkum Guð-
mundi samfylgdina alla ævi. Við
vitum að það verður vel tekið á
móti honum á æðri stöðum.
Elsku Theodóra, guð gefi ykkur
styrk í þessari miklu sorg. Við
sendum okkar hlýjustu samúðar-
kveðjur til þín, barna ykkar og
ættingja allra. Minningin um góð-
an dreng lifir.
Ásta.
Guðmundur Hauksson frændi
minn og vinur er látinn eftir langa
og stranga baráttu við illvígan
sjúkdóm.
Mundi eins og hann var jafnan
kallaður af okkur félögunum var
einn af þessum mönnum sem aldr-
ei kvartaði og sá alltaf björtu hlið-
arnar á öllum málum, á hveiju sem
gekk. Hann var mikill hagleiks-
maður til allra verka. Það var
nánast allt sem þessi maður tók
sér fyrir hendur vel gert og vand-
að.
Mundi átti marga góða vini,
bæði í leik og starfi enda hrókur
alls fagnaðar hvar sem hann fór.
Vinátta okkar Munda hófst strax
þegar ég var barn og hélst óslitin
fram á síðasta dag eða í hartnær
40 ár. Ég man eftir honum sem
ungum og glæsilegum manni ný-
giftum henni Theodóru, konunni
sem hann átti alla tíð. Börnin
komu eitt af öðru, þrír drengir og
ein stúlka. Tíminn líður og við
báðir orðnir afar.
Upp koma í hugann minningar
um ótal veiðiferðir bæði til sjós og
lands. Rennisléttur Eyjafjörðurinn
í sumarblíðunni eða Holtavörðu-
heiðin á heiðskírum vetrardegi. Það
var alltaf svo gott veður í kringum
hann Munda. Sennilega var það
glaðværðin og dugnaðurinn sem
gerir minninguna svo góða.
Kæri vinur, megi þér famast
vel á nýjum slóðum og hlakka ég
til að hitta þig aftur þegar að því
kemur. Elsku Theodóra og börn,
ég veit að sorgin er mikil á þess-
ari stundu en minningin um glaðan
og góðan dreng mun hjálpa til að
sefa þann harm sem í bijóstum
ykkar býr í dag. Megi Guð vera
með ykkur öllum.
Skúli E. Sigurz og fjölskylda.
Með nokkrum orðum langar mig
til að kveðja gamlan vin minn,
Guðmund Hauksson, sem er lát-
inn.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að kynnast honum vel á ungl-
ingsárunum, en við urðum bekkj-
arfélagar í GA 13 ára gamlir. Við
brölluðum margt saman á þeim
árum, bæði á sjó og landi, og trúð-
um hvor öðrum fyrir leyndarmál-
um. Ég gleymi seint er við óðum
og syntum yfir ósa Eyjafjarðarár,
innan um andarunga, og sólbrunn-
um svo að skinn flagnaði af okk-
ur. Eða þegar við fengum að fylla
trilluna hjá nótabátum á pollinum
svo af þorski að við urðum að
gæta mikillar varúðar við að kom-
ast í land. Mér varð smám saman
ljóst að Guðmundur var mikill
mannkostamaður, og hann var svo
sannarlega fremstur meðal jafn-
ingja. Hann var drengur góður og
hvers mann hugljúfi, en einnig
hraustur og hugrakkur ef með
þurfti. Hann var glæsimenni í sjón
og raun, eins og hann átti kyn til.
Ég blessa minningu Guðmundar
Haukssonar og votta aðstandend-
um samúð mina í þeirra mikla
missi.
Ólafur B. Jónsson.
Minningargreinar
og aðrar greinar
Eins og kunnugt er birtist jafn-
an mikill fjöldi minningargreina
í Morgunblaðinu. Á einum og
hálfum mánuði í byijun árs birti
blaðið 890 minningargreinar um
235 einstaklinga. Ef miðað er
við síðufjölda var hér um að
ræða 155 síður í blaðinu á þess-
um tíma.
Vegna mikillar fjölgunar að-
sendra greina og minningar-
greina er óhjákvæmilegt fyrir
Morgunblaðið að takmarka
nokkuð það rými í blaðinu, sem
gengur til birtingar bæði á
minningargreinum og almenn-
um aðsendum greinum. Rit-
stjórn Morgunblaðsins væntir
þess, að lesendur sýni þessu
skilning enda er um hófsama
takmörkun á lengd greina að
ræða.
Framvegis verður við það
miðað, að um látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd en lengd ann-
arra greina um sama einstakling
er miðuð við 2.200 tölvuslög eða
um 25 dálksentimetra í blaðinu.
I mörgum tilvikum er samráð
milli aðstandenda um skrif minn-
ingargreina og væntir Morgun-
blaðið þess, að þeir sjái sér fært
að haga því samráði á þann veg,
að blaðinu berist einungis ein
megingrein um hinn látna.
Jafnframt verður hámarks-
lengd almennra aðsendra greina
6.000 tölvuslög en hingað til
hefur verið miðað við 8.000 slög.
BJARNI
EINARSSON
+ Bjarni Einarsson var fædd-
ur í Túni á Eyrarbakka 15.
júní 1920. Hann lést á Landspít-
alanum 2. október síðastliðinn
og fór úför hans fram frá Eyr-
arbakkakirkju 11. október.
Sá góði félagi og samstarfsmað-
ur Bjarni Einarsson er horfinn á
braut. Okkar kynni urðu í Fornbíla-
klúbbi íslands en Bjarni var einn
af helstu frumkvöðlum að stofnun
hans. Bjarni hafði, ásamt sonum
sínum, komið á fornbílasýningum
hér í Reykjavík en þær voru neist-
inn sem varð til þess að Fornbíla-
klúbbur íslands var stofnaður.
Bjarni var heiðursfélagi klúbbsins
enda ávallt ötull við að safna heim-
ildum og myndum um sögu bílsins
á íslandi, en þess efnis naut Forn-
bílaklúbburinn m.a. þegar á hans
vegum var gefin út bókin „Bílar á
íslandi í myndum og máli 1904-
1922.“ Störf Bjama að heimildaöfl-
un og myndasöfnun voru sá grund-
völlur sem bókin byggist á. Sam-
vinna okkar Bjarna við bókina var
afar ánæguleg enda var Bjarni þá
glaðastur þegar honum gafst tæki-
færi til þess að ræða og fræða um
bílasögu landins. Við sem eftir lifum
munum lengi njóta verka Bjarna
og bílsögumenn mun i framtiðinni
þakka þessum heiðursmanni hans .
miklu og merkilegu störf.
Núna þegar Bjami er kominn
með nýtt stýri undir hendur, bið ég
honum blessunar og þakka samver-
una. Ástvinum hans votta ég samúð
mína. í Guðs friði.
Kristinn Snæland.
SÍÐASTA
HRAÐLESTRAKNÁMSKEIÐIÐ!
CQ Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í starfi?
£0 Viltu margfalda lestrarhraðann og afköst í námi?
Ef svar þitt er jákvætt við annarri ofangreindra spum-
inga skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestramámskeið
ársins sem hefst miðvikudaginn 23. október n.k.
Skráning er í síma 564-2100.
HFL^dE>LJEÍ>IT^AFCSK<ÓLIIsnNl
vandamál?
Silicol er náttúrulegt baetiefni
sem vinnur gegn óþægindum í
maga og styrkir bandvefi
líkamans og bein.
Silicol verkar gegn brjótsviða,
nábít, vægum magasærindum,
vindgangi, uppþembu
og bæði niðurgangi og harðlífi.
Silicol hentar öllum!
Silicol hjálpar
Vinsælasta heilsuefnið í Þýskalandi, Svíþjóð
og Bretlandi!
Silicol er hrein nóttúruafurð án hliðarverkana.
Fæst í apótekum.
SagúnA
smco
KlSELGEl.
hym -
AR0.AIKHKI,
JEET KUNE D0 & J06A
v i r k a r
Ragnheiður
-
Orville |öU9u“" Jimmy
Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar
Suðurlandsbraut 6 (bakhús! Sími : 588 8383