Morgunblaðið - 13.10.1996, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Sá sterkasti
Magnús Ver Magnússon sigraði í keppni um titilinn Sterkasti maður
heims í fjórða skipti - nú á eyjunni Mauritius í Indlandshafi
MAGNÚS Ver lyftir 370
kílógrömmum - og fer létt með
það - á neðstu myndinni. Þar
með saxaði hann á forskot
Finnans Riku Kiris. Keppinaut-
ar Magnúsar í úrslitum voru
ekki af verri endanum, allir
langt yfir 100 kg og engin smá-
smíði eins og sjá má á myndinni
í miðjunni. Magnús Ver er fjórði
frá vinstri. A efstu myndinni
slap_pa þau svo af, Magnús Ver
og Asta Guðmundsdóttir, kær-
asta hans, sem hvatti sterkasta
mann heims af kappi á mótinu.
Magnús Ver Magnússon lætur
ekki að sér hæða. Fyrir
skömmu vann hann titilinn Sterk-
asti maður heims í
Gunnlaugur fjórða skipti og
Rögnvaldsson jafnaði þar með
skrifar afrek Jóns Páls
Sigmarssonar
heitins. Aflraunakeppnin þekkta
fór að þessu sinni fram á Mauri-
tius, eyju í Indlandshafi þar sem
tíðar heimsóknir ferðamanna og
vinnsla sykurreyrs heldur lífi í
eyjaskeggjum. Eyjan var áður fyrr
frönsk nýienda og Frakkar og
Þjóðveijar eru algengustu ferða-
mennimir.
En gestimir sem heimsóttu eyj-
una vegna aflraunakeppninnar
voru mun stæðilegri en gengur
og gerist. Þeir voru 24 talsins,
sumir yfir 2 metrar á hæð og hátt
í 200 kg að þyngd. Aldrei hafa
fleiri keppt í þessari keppni sem
laðar að sér sterka menn frá ólík-
ustu löndum. Með sigri í keppn-
inni á Mauritius vann Magnús
þriðja árið í röð og hann segir það
farið að pirra aðstandendur
keppninnar dálítið að sá sami taki
alltaf við fyrstu verðlaununum.
í fjögurra riðla forkeppni var
Magnúsi ekki farið að lítast á blik-
una þegar tveir kappar virtust
ætla að slá hann út. Þeir Nathan
James frá Ástralíu sem hafði
handleggsbrotnað í sömu keppni
árið áður og Finninn Jarmo Ojan-
ho voru fyrir framan Magnús að
stigum þegar tveimur greinum var
ólokið.
„Mér var ekki orðið um sel og
ákvað að spýta í lófana. Ég vann
næstu grein sem var hnébeygju-
lyfta. Svo tók við drumbalyfta með
110 kg drumb sem átti að lyfta
upp fyrir höfuð eins oft og maður
megnaði. Mér tókst að svifta
drumbnum 14 sinnum upp á þeim
75 sekúndum sem hver keppandi
fékk. Það reyndi mikið á að anda
rétt og þessi árangur nægði til að
ég komst í úrslit ásamt Jarmo, en
Nathan féll úr keppni,“ sagði
Magnús í samtali við Morgunblað-
ið.
Hjalti „Úrsus“ Ámason féll
einnig úr leik í undankeppninni,
varð fimmti í sínum riðli. Þjóðveij-
inn Heínz Ollesch, kærasti Biyn-
dísar Ólafsdóttur, fyrrum sund-
drottningar, varð einnig að draga
síg í hlé svo og Magnús Samuels-
son frá Svíþjóð. Báðum hafði ver-
ið spáð góðu gengi í keppninni.
Færeyingurinn Regent Vagadal
komst áfram í úrslit, en hann varð
að sætta sig við áttunda sætið
eftir ágæta frammistöðu. Forbes
Cowan og Gerd Badenhorst kom-
ust áfram úr riðli Hjalta. „Það
keppti einn fyrrum lyftingamaður
frá Búlgaríu, Popov heitir hann.
Hann er með sverustu mjaðmir
sem ég hef séð. Þær dugðu honum
samt ekki áfram i úrslitakeppnina,
sem stóð í fjóra daga,“ sagði
Magnús.
„Eftir íjórar greinar í úrslita-
keppninni leist mér hreint ekki á
blikuna. Riku Kiri frá Finnlandi
var með 4 stiga forskot, en stiga-
gjöfin var þannig að fyrir sigur í
einstökum greinum voru gefin 8
stig og síðan koll af kolli niður í
eitt.
Við byrjuðum á að draga 20
tonna traktor og tengivagn. Síðan
veltum við bíl í heilhring, en þar
brást mér dálitið bogalistin því
sylgjan á beltinu mínu festist í
augnablík við bílinn. Varð ég fjórði
í þeirri grein. Þriðja greinin fólst
í því að henda steini afturábak
yfir vegg. Sigurvegarinn náði að
kasta 6,60 metra en ég 6,35. Ég
grýtti að vísu steininum í sömu
hæð, en hann vó salt á veggnum
og féll aftur tilbaka. Það gerði
kastið ógilt. Varð ég að láta mér
lynda annað sætið í þessari grein.
Fjórða greinin gekk út á það að
halda fóiksbfl í sitthvorri hendi á
sérstökum palli. Þeir voru síðan
látnir síga og áttum við að halda
eins lengi og hægt var. Fjórða
sæti varð mitt hlutskipti. Kiri var
þama kominn með 4 stiga forystu
keppnin hálfnuð og ijórar greinar
eftir.
Ég mætti tiltölulega afslappað-
ur í lokaslaginn. Var ekkert of
bjartsýnn, en mér óx svo ásmegin
um leið og ég byijaði að takast á
við verkefnin. Fyrst þurfti að
burðast með stöng í fanginu sem
fest var við ás, svipað og dráttar-
hestar í gömlum myllum þurftu
að fást við. Labbaði ég sfðan í
hringi á tilheyrandi palli og komst
tæplega þrjá hringi. Lágu tæp 200
kg á bijóstinu og var_ erfitt að
anda í þessari grein. Ég saxaði
því á forskot Kiri og ætlaði ekki
að gefa honum titilinn baráttu-
laust.
Bóndaganga var næst. Þá voru
gengnir 60 metrar með 119 kg
vigt í hvorri hendi í kapp við
klukkuna. Ég vann þessa grein
og Kiri varð þriðji. Náði með því
tveggja stiga forskoti á Kiri þegar
tveimur greinum var ólokið. Það
var orðið ljóst að við myndum
heyja einvígi um titilinn í næst
síðustu greininni. Það var rétt-
stöðulyfta sem mér fínnst ekkert
ur. Held áfram að pirra þá sem
viija sjá ný andlit með titilinn,"
sagði Magnús glettinn.
Hann fer til Danmerkur innan
skamms til að keppa í aflrauna-
móti og ætlar að leggja heima-
menn að velli. í nóvember er hann
að velta fyrir sér að halda afl-
raunamót á Akureyri og fá m.a.
Flemming Rasmussen frá Dan-
mörku sem varð fjórði í keppninni
á Mauritius og Heinz Ollesch.
„Það er alltaf gaman að vinna
Dani eftir hið fræga 14:2 tap í
fótboltanum á Idrætsparken um
árið. En titiliinn sem ég vann í
fjórða skiptið er þó mun sætari
og hver veit nema ég haldi honum
á næsta ári. Ég mun að minnsta
kosti æfa af miklum krafti
áfram," sagði Magnús.
leíðinleg. Ég vissi að Badenhorst
yrði samt góður. Það skipti máli
að taka sem fæstar lyftur ef menn
yrðu jafnir í þyngdum og ég
sieppti því nokkrum þyngdum sem
keppinauturinn Kiri tók. Ég tók
370 kg og Kiri ákvað að taka 390
kg. En hann náði ekki lóðunum
upp og fékk í bakið. Badenhorst
bað um 400 og ég bað þá um
410. Þá hækkaði Badenhorst
töluna í 410 og náði því. Ég reyndi
við 410, en sleppti strax. Hafði
unnið á Kiri sem var nóg. Var
kominn með 3 stiga forskot á
hann fyrir lokagreinina.
Lokagreinin var geysilega erfið
og Kiri hætti strax. Bera átti þijá
200 kg steinklumpa upp stiga.
En það tók ilia í bakið á Kiri og
hann hætti. Ég hefði getað slakað
á, en ákvað stoltsins vegna að
klifra öll þrepin með þessa steypu-
hlunka. Það tókst en Badenhorst
var fljótastur. Það dugði honum
þó skammt. Kiri varð í öðru sæti
á eftir mér í keppninnij þótt hann
yrði að gefast upp. Ég fagnaði
því fjórða titlinum og er síst hætt-