Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN Halldórsson er umsvifamikill á íslensk- um tónlistarmarkaði þetta haustið eins og jafnan áður, því hann á snaran þátt í tveimur breiðskífum, stýrði upp- tökum og framleiðslu á annarri, sem á er tónlistin úr Djöflaeyjunni, kvikmynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, og sá jafnframt um útgáfu á safni helstu laga Brimklóar, sem enn starfar hálfþrítug. Samhliða þessu syngur Björgvin í mikilli skemmtun á Hótel íslandi og er að auki í fullu starfi sem dagskrár- stjóri á Bylgjunni og hefur undir- búið stofnun nýrrar deildar innan íslenska útvarpsfélagsins, sem hann mun veita forstöðu. Björgvin segir að Skífan hafi leit- að til sín, eftir að samningar náð- ust milli hennar og Friðriks um að Skífan gæfi út breiðskífu með tón- list úr myndinni. „Ég hitti síðan Friðrik og gerði tillögu um lagaval í myndinni sem við unnum svo í sameiningu," segir Björgvin, en nokkru fleiri lög voru tekin upp fyrir myndina en eru á breiðskíf- unni, aukinheldur sem Björgvin samdi titillag myndarinnar sem leikið er í lok hennar, Þig dreymir kannski engil. Björgvin segir að þeir Þórir Baldursson, sem var hljómsveitar- stjóri, hafi orðið sammála um að haga málum sem líkast sem var á þeim tíma þegar myndin á að ger- ast, að reyna að fara sem næst lögunum í útsetningum, spila- mennsku og hljómi, enda unnu ís- lenskar hljómsveitir þannig á þess- um árum. Mikill tími fór í að smala saman mögnurum og gíturum, enda segir Björgvin að stefnan hafi verið tekin á gítarlög þess tíma. „Ég fór því í safn mitt og tíndi til ýmis lög úr þessari gerð brimtón- listar, Ventures, Link Wray og fleiri sem léku tónlist með „twangy“ gítarhljómi, sem er skemmtilega vinsæl aftur í dag, en öll tón- listin í myndinni er frá árunum 1956 til 1962 líkt og myndin. Við völdum lög sem okkur fannst eiga vel við vissar senur, svolítið hrá og ágeng í sam- ræmi við myndina, en fórum ekkert eftir því hvort þau höfðu verið vinsæl eða ekki, öll lög voru valin í samræmi við gæði þeirra." Eins og áður er get- ið var Þórir Baldursson hljómsveitarstjóri, hljómsveitin var kölluð Hljómsveit Bödda Billó og kemur fram í mynd- inni, en hana skipuðu Einar Scheving, Vil- hjálmur Guðjónsson, Arni Scheving, Rúnar Georgsson og Kristinn Svavarsson kom eilítið við sögu, en Björgvin og Guðrún Gísladóttir syngja. í myndinni leikur Tómas R. Ein- arsson á bassa, en Þór- ir Baldursson leikur á bassa á plötunni. Björgvin segir að vinnan við tónlistina hafi tekið allt sumarið meira og minna, en þeir Þórir voru alltaf að sjá nýjar og nýjar útgáfur af myndinni eftir því sem klippingu vatt fram og þurftu þá oft að breyta hinu og þessu. Hann segir að þetta hafi verið sér- staklega skemmtilegum tími; „það var afskaplega gaman að vinna með atvinnufólki eins og Friðrik hefur með sér og Kjartani Kjart- anssyni sem sá um að setja tónlist- ina í myndina. Við reyndum að koma okkur inn í anda tímabilsins, reyndum að finna rétta hljóminn, sem var heil- mikil pæling. Sum gítarlögin frá þessum tíma eru barnalega spiluð, sem gefur þeim sterkan „sjarrna" og við reyndum að fara sem næst því. Vitanlega var niðurstaðan bet- ur spiluð og miklu betri hljómur Björgvin Halldórsson er þekktur fyrir flest --------------------------------------*---- annað en að sitja með hendur í skauti. Ami Matthíasson hitti Björgvin að máli og komst að því að hann er á kafí í tónlistinni að vanda aukinheldur sem hann er í fullu starfí sem dagskrárstjóri og brátt tekur hann að sér að móta og stjóma nýrri framleiðslu- deild á markaðssviði íslenska útvarpsfélags- ins sem heita mun Vettvangur. þess að plöturnar sjálfar komist á geisladisk. „Við ákváðum að velja líka á safnplötuna lög sem kannski voru ekki sífellt glymjandi í útvarpinu,“ segir hann, „lög sem okkur fannst góð og sérstaklega af þeim plötum sem aldrei hafa komið út á geisla- disk. Það var úr svo miklu að velja að þetta hefði náttúrulega átt að verða tvöfaldur diskur, en við ákváðum að hafa lögin tuttugu og vonandi ýtir þetta safn undir það að plöturnar sjálfar verði gefnar út á diskum." Björgvin segir að plötunni hafi verið tekið mjög vel og salan farið vel af stað sem segi sitt um eftir- spurnina, en þær raddir hafi líka orðið háværari að rétt sé að gefa það sem eftir er líka út á disk, aukinheldur sem hann segir að hljómsveitin eigi í fórum sínum tölu- vert af upptökum sem aldrei kom- ust á plast. Til að skreyta safnið brá Brimkló sér í hljóðver að taka upp nýtt lag og fyrir valinu varð lag eftir Hoyt Axton, sveitarokk líkt og hljóm- sveitin lék á sínum mektartíma, en hann segir að þeir félagar hafi ákveðið að taka það upp í gamla Brimklóarstílnum, líkt og sveitin hefði gert á fýrstu plötunni. Allt önnur viðhorf Björgvin segist ekki geta gert upp á milli laganna á safndisknum, til þess sé hann of tengdur honum. „Sum lögin eldast illa eins og geng- ur en önnur furðu vel, sérstaklega er hljómur misjafn og oft bestur á elstu upptökunum sem teknar voru upp í Hljóðrita á átta rásum. Það er gaman að hlusta á lögin og rifj- ast upp fjölmargar minningar. Sér- staklega er gaman að hlusta á lög- þegar það er kvöð og gat verið erf- itt á árum áður, sérstaklega ef okk- ur gekk eitthvað illa, en núna erum við að þessu okkur til gamans fyrst og fremst, það eru allt önnur við- horf núna.“ Björgvin segir að Brimkló eigi eftir að halda áfram svo lengi sem menn hafi gaman af að spila sam- an. „Brimkló er einfaldlega til og við höldum áfram á meðan við nennum; við erum til í allt og þegar okkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug gerum við það,“ segir hann en hljómsveitina skipa núna Þórir Baldursson, sem er einskonar gest- ur, Amar Sigurbjömsson, Ragnar Sigurjónsson, Haraldur Þorsteins- son og Magnús Einarsson. Að sögn Björgvins hefur tekist vel til með þau böll sem Brimkló hefur leikið á undanfarið og hann segir sérstaklega ánægjulegt að sjá aldurssamsetningu ballgesta. „Við vomm í Sjallanum á Akureyri fyrir stuttu og langmestur hluti ballgesta var fólk á þrítugsaldri, tuttugu til tuttugu og fimm ára, sem kunni hvert einasta orð. Mörg þessara laga vom að hljóma í útvarpinu þegar þessir krakkar voru litlir og það er reyndar það skemmtilegasta við þetta stúss hvað unga fólkið er meira áberandi en liðið sem var á böllunum í gamla daga.“ Þrátt fyrir annir segist Björgvin ekkert farinn að þreytast. „Ég hef alltaf verið svona, alltaf haft mikið að gera, en reyndar er minni tími fyrir tónlistina núna, því ég er í fullu starfi sem dagskrárstjóri á Bylgjunni og er reyndar að færa mig um set í nýtt starf sem for- stöðumaður nýrrar deildar, Vett- vangs, sem er framleiðsludeild ís- lenska útvarpsfélagsins. Ég er að fara að búa til efni fyrir augu og þegar upp var staðið, en vonandi náum við að fanga „sjarmann". í gamla daga, áður en ég byij- aði í músfkinni, voru gítarhljóm- sveitirnar aðal hljómsveitirnar, hljómsveitir eins og Fjarkar og Strengir og ég upplifði þennan tíma í gegnum systkini mín og partíin heima þegar þau spiluðu Fats Domino, Ricky Nelson og Little Richard og þegar ég hlustaði á kanann sem krakki var þetta aðal tónlistin. Það var einhver sjarmi yfir þessari músík áður en Elvis fór í herinn og sérstaklega í Bandaríkjunum áður en Bítlarnir komu, músíkin áður en menn fóru til tunglsins. Það var svo mikið að gerast og menn voru að skapa svo mikið.“ Björgvin segir að í kjölfarið á upptökunum hafi kviknað sú hug- mynd að spila lögin á böllum, en ekkert orðið úr, ekki síst vegna tímaskorts. Mikil eftirspurn eftir Brimklóartónlist Eins og getið er í upphafi kom líka út fyrir skemmstu breiðskífa, Sannar sögur, með safni helstu laga Brimklóar, sem var ein vinsælasta hljómsveit landsins á sinni tíð, nán- ast allan áttunda áratuginn. Á þeim tíma gaf hljómsveitin út fimm plöt- ur, en ekki hefur nema ein þeirra komið út á geisladisk fram að þessu, fyrsta platan sem Rúnar Júlíusson gaf út fyrir stuttu. Björgvin segir að það hafi því verið mikil eftir- spum eftir Brimklóartónlist á geisladisk og þeir félagar hafí ákveðið að setja saman safnplötu, sen eigi vonandi eftir að verða til in af fyrstu plötunni, því þá var allt svo skemmtilega fmmstætt og á henni eru kannski einhver lög sem höfða meira til mín, en það er þá vegna minninga sem þeim tengjast." Eins og getið er í upphafí er Brimkló nærfellt hálfþrítug og enn að, því sveitin kom saman að nýju til að fylgja plötunni eftir, „mest okkur til gamans", eins og Björgvin segir. Hann segir sveitarmenn hafa lagt land undir fót og spilað hér og þar, á Húsavík, Akureyri og Höfn og víðar og stefni meðal ann- ars á Egilsstaði. Ekki segist Björg- vin Ieiður á því að fara um landið í ballstússi; „ég hef alla tíð verið meira og minna á ferðinni og yfír- leitt haft gaman af, sérstaklega þegar ég er á ferð með góðum félög- um. Vissulega getur verið erfitt að standa í ferðalögum sem þessum eyru, sem ég hef reyndar verið að vinna við alla tíð meðfram dag- skrárstjórninni. Núna losna ég við daglegan rekstur og get látið hug- myndirnar verða að veruleika." Björgvin segist ganga með ýmsar hugmyndir um plötur og fleiri verk- efni, en það sé erfítt að fínna tíma. „Ég er með ýmislegt í undirbúningi fyrir næsta ár, ætla til dæmis að taka upp gospelplötu um jólin, reyna að fanga stemmninguna sem ríkir þá og gefa hana síðan út á næsta ári. Ég hef alltaf verið heppinn með samstarfsmenn, maður gerir þetta ekki einn. Mér hefur fyrst og fremst vegnað vel vegna þess að ég hef unnið með svo góðum tónlistar- mönnum og tæknimönnum. Aðal málið er að velja rétta menn til að vinna með.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.