Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 B 9 „Biti af Reykjavík“ SÝNING er ber nafnið „Biti af Reykjavík" verður haldin í Perlunni um næstu helgi. Það er Lions-klúburinn Víðarr í Reykjavík sem stendur fyrir sýningunni en markmiðið er að gefa landsmönnum kost á að kynnast veitingahúsalífinu er þrífst í Reykjavii. Alls munu um 35 veitinga- staðir og þjónustufyrirtæki tengd veitingarekstri taka þátt í sýningunni sem verður opin laugardaginn 2. nóvember og sunnudaginn 3. nóvember klukkan 13-18. Veitingamenn munu kynna þjónustu sína, matseðla, sér- kenni og annað er þeir vilja leggja áherslu á varðandi veit- ingastaði sína. Einnig verður sýningargestum boðið upp á að smakka litla rétti er gefa mynd af matargerð staðanna og ræða við starfsfólk þeirra. Allur ágóði af sýningunni á að renna til góðra málefna en Lions-klúbburinn stefnir að því að gera Bita af Reykjavík að árlegum viðburði eða viðburði sem fram fer annað hvert ár. ELSASS, KAMPAVÍN OG PÚRTVÍN ÞAÐ ER orðið nokkuð flókið að fylgjast með nýjungum sem í boði eru í verslunum ÁTVR. Mánaðar- lega koma nýjar tegundir í reynslusölu í fjórar búðir (Kringl- an, Eiðistorg, Heiðrún og Akur- eyri) en einnig hefur sérpantana- lista ÁTVR heldur betur spunnið utan á sig. Sérpantanakerfið var tekið upp í vor og ekki voru margar tegund- ..... ir í boði í upphafi. Nú er sérpant- Steingrim Sigurgeirsson analistinn orðinn það umfangsmik- ill að á ákveðnum sviðum er hann farinn að slá út hinu hefðbundna úrvali ÁTVR, ekki síst þegar vandaðri vín, tii dæmis rauðvín, árgangspúrtvín eða kampavín, eru annars vegar. Vín þessi eru pöntuð í útibúum ÁTVR um allt land, þar sem einn- ig er hægt að fá lista yfir úrvalið, og eiga þau að berast í búðina innan nokkurra daga. Við hveija pöntun leggst sérstakt pöntunargjald, 400 krónur, þannig að það borgar sig fyrir fólk að panta nokkr- ar flöskur eða panta nokkur saman til að jafna út kostnaðinn. Nýtt frá Pfaffenheim Meðal vína sem er að finna á þessum lista eru þijú hvítvín frá framleiðandanum Pfaffenheim í Elsass-héraði í Frakklandi. Pfaffenheim er í raun samvinnufyrirtæki vínbænda í kringum Pfaffen- heim suður af Colmar en vínin þaðan hafa orð á sér að vera mjög vönduð. Þrennan sem hér er nú á boðstólum á það sameiginlegt að vera framleidd úr þrúgum sem tíndar voru seint að hausti og höfðu því náð hármarksþroska. Vínið er hins vegar gert þurrt ólíkt hinum sætu vendange tardive. Pinot Blanc „Cuvée Chevalier" 1993 ber þess greinileg merki að þrúgurnar hafi verið týndar seint og þær náð mikilli samþjöppun og þroska. Ilmurinn einkennist af þroskuðum safaríkum mel- ónum, marmelaði, og sætum hjúp er svífur yfir víninu. Bragð hefur mikla fyllingu, það endist lengi og það sem helst mætti setja út á er að sýrustig er í lægra lagi. Það hefur sæt einkenni án þess að vera væmið og minnti mig jafnvel á röndótta sleiki- bijóstsykurinn er á Norðurlöndum er nefndur „polkagris". Ljúffengt, aðlaðandi og þroskað vín er þyrfti nokkuð mikinn mat eigi það ekki að valta yfir hann. Skötuselur eða lúða í þungri sósu ætti að eiga vel við. Vínið kostar 1.610 krónur. Tokay Pinot Gris „Cuvée Rabelais" 1994 hefur jarðkenndari ilm og leynir töluvert á sér. Það er nokkuð „þurrt á manninn" þegar lyktað er á því en brýst síðan út um leið og það er komið upp í munn. Bragðið er haustkennt, fallin laufblauð og hunang. Lifandi vín með mikla vídd. Tokay er ein athyglisverðasta þrúga Elsass-héraðsins og þetta vín er gott dæmi um hvers vegna. Ætti að henta með öllum vönduðum fiskréttum, ljósu kjöti og asískum réttum. Vínið kostar 2.080 krónur. Gewurztraminer „Cuvée Bacc- hus“ 1994 er í klassískum stíl með angan af múskati, blómum og ilmsápu. Það er í sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart í þessu víni' en það er einstaklega vel gert og mikið, þykkt og ljúffengt. Vín sem færi vel með bragðmikl- um og krydduðum mat, asískum réttum og jafnvel sem vín með léttum eftirréttum, t.d. kökum (eplakökum, beijakökum o.s.frv.). Þetta Gewurztraminer-vín kostar 1.880 krónur. Ný kampavín Á reynslulista hafa bætst við tvö ný kampavín. Leval-Duroy Brut (1.910 kr.) og Th. Blondel Brut (2.390 kr.) Kampavínshúsið Leval-Duroy var stofnað 1859 og hefur ekki síst náð góðum markaði á Bretlands- eyjum, þar sem kampavín þess eru seld undir nöfn- um stórra verslunarkeðja. Það kampavín sem hér er nú til reynslu er á góðu verði en því miður ekki mjög spennandi. Bóluuppstreymi var jafnt og fal- legt í fyrstu en ilmur og bragð í daufara lagi. I upphafi mátti greina léttan ávöxt en bragðið renn- ur fljótt út í ekki neitt og það skortir gosið til að halda víninu uppi. Það er fremur karakterslaust og að lokum situr eftir fremur súrt og allt að því rammt bragð, sérstaklega ef vínið er ekki ískallt. Th. Blondel er framleiðandi í smærri kantinum en vínið er merkt sem „Premier Cru“ á flöskum- iða. Gosuppstreymi er hressilegt og ilmur vínsins ágætur, nokkuð gerkenndur. Bragðið er töluvert fyllra en hjá fyrrnefnda víninu og bragðending þokkaleg. Þetta er nett og fínt kampavín en tekur nokkuð fljótt af. Bólurnar hafa ekki nægilegt út- hald og er vínið fer að volgna verður bragð þess allvæmið. Sé vínið drukkið ískallt og hratt ætti það þó að vera þokkalegt. Púrtvínsfyrirtækið Warre’s er gamalgróið og virt púrtvínshús í Portúgal (fyrsta fyrirtækið sem Symington-fjölskylduveldið hafði afskipti af) og frá því er nú komið í reynslusölu hvítt púrtvín. Slík vín eru líkt og gefur að skilja framleidd úr hvítum vínþrúgum en ekki rauðum líkt og hin hefðbundnu púrtvín. Það er ekki mikið um hvítvínsrækt í Op- orto en með því að beita aðferðum púrtvínsfram- leiðslunanr fæst „White Port“. Hvítt púrtvín Þau eru líka frábrugðin hinum þekktari frændum sínum að því leyti að þau eru mun þurrari en rauðu púrtvínin (sé um gott vín að ræða) og henta best sem kældur fordrykkur. Warre’s Fine Selected White (1.560 kr.) er ágæt- is dæmi um þennan víngerðarstíl. Þykkt og áfengt, með bragði er minnir á vínlegnar hnetur og þroskaðar, jafnvel þurrkaðar appelsínu. Á fallanda fæti ÞÓTT ÞAÐ sé töluvert atvinnu- leysi hérna í henni Ameríku, virð- ist alltaf vera jafn tilfinnanleg vöntun á fólki til að gera við öll tæki og vélar, sem við, nútímafólk, erum búin að hlaða í kringum okk- ur, og virðast alltaf vera að bila. Þegar komið er á mannamót og fólk skortir umræðuefni, geta allir tekið þátt í því að segja hrakfalla- sögur af biluðum tækjum og bar- áttunni til að fá gert við þau. Einhvern veginn leyfi ég mér að vona það, að ástandið sé ekki orðið eins slæmt á íslandi, en ef til vill fer ég þar villur vegar. Ég hefði haldið, að á Fróni eimdi meira eftir af lönguninni til að vinna gott verk, vera stoltur af sínu fagi eða iðn o.þ.h. Þessu hefi ég haldið fram við Ameríkanana og sagt þeim, að iðnaðarmenn og viðgerð- arfólk á íslandi og annars staðar í Evrópu, væri í sérflokki. Um daginn varð ég samt fyrir álits- hnekki í þessum málum. Læsingin á útihurð skrifstof- unnar bilaði og var hringt í lása- smið, sem kom að vörmu spori. Talaði sá mjög bjagaða ensku og kvaðst vera tiltölulega nýfluttur frá Búlgaríu. Leizt mér strax mjög vel á manninn. Hvíslaði ég að Ameríkumönnunum, að hér væri nú hvorki meira né minna en kom- inn einn af þessum fagmönnum frá „gamla heiminum", sem hreyknir væru af iðn sinni, og legðu stolt sitt í að vinna gott verk. Búlgarinn tók læsinguna alla sundur og setti svo saman aftur. Kvaðst hann vera búinn að gera við bilunina og setti fram reikning fyrir klukkutíma vinnu upp á 35 dollara. Honum var borgað með glöðu geði og þakkað með virktum. Hann var rétt farinn og ég ákvað að skoða viðgerðina. Læsti ég hurðinni, en mér til skelfingar fann ég að ég gat ekki opnað hana aft- ur. Hún var kviklæst! Hringt var aftur í verkstæðið og var sá búlg- arski kominn innan tíðar. Ekki veit ég, hvor var niðurlútari, hann eða sá íslenzki. Við urðum að nota bakdyrnar á meðan hann slóst við læsinguna, sem honum tókst að laga á endanum. Hefi ég ekkert minnst á fagmenn frá „gamla heiminum“ síðan. Sumir eiginmenn eru með ein- tóma þumalfingur og geta varla skipt um ljósaperu, hvað þá gert við einföldustu bilanir á heimilinu. Konur þeirra eru algjörlega komn- Þórir S. Gröndal ar upp á ókunnugt fólk úti í bæ til að gera við það, sem aflaga fer. Kunningjakona okkar, sem gift er þumalputtamanni, lenti ný- lega í svæsnu viðgerðarævintýri. Þau hjónin búa á heilli dagsláttu, vendilega girtri, því þau eru með hesta og hunda. Lítil rúða hafði brotnað í millihurð stofu og borð- stofu, og hafði konan farið út og keypt nýtt gler, en vantaði mann til að setja það í hurðina. Hún leit- aði í auglýsingum dagblaðsins og fann símanúmer viðgerðarmanns, sem lofaði að koma á tilteknum degi. Vegna dýranna var hlið við inn- keyrsluna og urðu ökumenn að fara út úr bílum sínum til að opna það og loka síðan. Þegar viðgerðar- maðurinn kom, stöðvaði hann bíl sinn fyrir utan hliðið og lagðist á flautuna. Konugarmurinn mátti hlaupa niður afleggjarann til að opna fyrir honum. Þegar upp að húsinu kom og aðkomumaður sté út úr bíl sínum, kom í ljós af hveiju hann hafði ekki lagt í að opna hlið- ið sjálfur. Viðgerðarmaðurinn var einfættur og studdist við hækjur! Konunni leizt ekkert á blikuna. Hinn einfætti var kokhraustur og sagðist ekki myndu verða í neinum vandræðum með að skipta um rúðuna. Konan stóð í stofug- ættinni og fylgdist tortryggin með manninum, sem lagði frá sér aðra hækjuna og byrjaði að möndla við að ná rúðubrotunum úr karminum. Hann bar sig að eins og fimleika- maður á þverslá og enibeitti sér að því að halda jafnvæginu. Hús- freyjan vildi ekki horfa á sýning- una, svo hún fór fram í eldhús. Skömmu seinna opnaði hún hugsunarlaust eldhús-útihurðina til hleypa einum hundinum inn. Þetta var einn af þessum óþol- andi, stóru hundum, sem aldrei geta séð ókunnuga án þess að flaðra upp um þá. Þegar konan sá á eftir honum skokkandi inn í stof- una, hrópaði hún upp yfir sig og tók á rás á eftir honum. En ósköp- in dundu yfir á augabragði: Hún sá einfætta viðgerðarmanninum í loftköstum, detta aftur fyrir sig á stóra blómakerið, sem þau höfðu keypt í Mexíkó í fyrra. Það splundraðist og auðvitað mölbrotn- aði nýja rúðan, sem handverks- maðurinn hafði haldið á í sínum liljuhvítu höndum. Hækjan hentist út í horn. Öllum þessum látum fylgdi mik- ill hávaði; öskur viðgerðarmanns- ins, gelt hundsins, sem var sigri hrósandi yfir afreki sínu, brot- hljóðin og dynkirnir. Konugreyið hjálpaði manninum á fætur, náði í hækjuna, rak hundinn út og baðst afsökunar. Hinn einfætti var fokreiður, heimtaði fulla greiðslu og vippaði sér svo út í bíl sinn. Konan hljóp niður af- leggjarann og opnaði hliðið. Lítið varð um kveðjur. Af öllu þessu má álykta, að við- gerðarþjónusta sé á fallanda fæti í Ameríku. Líka skyldi fólk varast að hleypa hundi inn í húsið ef ein- fættur viðgerðarmaður er við vinnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.