Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.10.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. OKTÓBER 1996 B 31 HAFSTEINN Hafsteinsson, staðarstjóri E. Phil & Sön í Ashdod. OKKAR maður í ísrael, Ólafur Gíslason verkfræðingur. ÞEIR deila ábyrgðinni á sljórn hafnargerðarinnar í Ashdod. Staðarstg órinn Þegar fyrirtæki leggur upp í til- tekna framkvæmd hefur mikið ver- ið reiknað, kannað og áætlað og sé rétt reiknað hreppir verktakinn hnossið og hefur samt eitthvað út úr tilboði sínu. Margt er og verður ófyrirséð og þá liggur árangurinn í þrennu: Trausti og reynslu verk- takans, þreki og kunnáttusemi þeirra sem verkið leiða á hvetjum stað og á góðum starfsanda meðal allra. Það er ekki ósanngjamt að segja að hvílupunktur flestra þess- ara forsendna sé skrifborð staðar- stjórans; ætti ég að segja persóna hans. Þess vegna leggur verktakinn uppúr því að fá í það hlutverk þann besta sem völ er á. E. Phil & Sön sótti sem staðarstjóra í þetta verk Hafstein Hafsteinsson, verkfræðing hjá ÍSTAK. Hann hafði áður unnið fýrir þá að hafnargerð í Færeyjum, en hjá ÍSTAK hefur hann unnið m.a. að vegagerð við Vestfjarða- göngin, stíflugerð við Blöndu auk margra annar verka eða verkhluta. Þannig hefur Hafsteinn kynnt sig að hann hefur reynst úrræðagóður og sérlega einarður, enda gamall íslandsmeistari í körfuknattleik með Val. Keppnisskapið er því vel ræktað og kemur þeim ekki á óvart sem þekktu hann á þeim ámm. Hann er einnig slíkur maður sem er náttúrlega til þess kjörinn að stýra liði. Verkið sem Hafsteinn stýrir er á margan hátt flókið og mikið. Miklir fjármunir eru í húfi fyrir alla aðila sem þessu verkefni tengjast. Hindr- anir sem þarf að yfirstíga em sum- ar jafnfyrirferðarmiklar og þjörgin sem hafnargarðurinn er byggður úr og sumar lausnirnar ganga manni jafngreitt úr greipum og sandurinn sem byggt er á. í vetur og fram eftir sumri hefur óvenjumikill sjógangur valdið töfum en nú sækist allt betur og góðar líkur á að verkinu verði lokið innan settra tímamarka. Hafsteini er ofarlega í huga þeg- ar um aðstæður er rætt hversu mikill mismunur er á mönnum eftir uppmna þeirra og hve ólíkt verklag þeirra er. Svo er hitinn sem gerir menn pirraða, langir vinnudagar og margir. Þá er eins gott að hafa styrka stjórn á öllu og vera viðbúinn hinum óvæntustu hlutum. ísraels- menn vinna ekki frá því um tvöleyt- ið á föstudögum. Þá fara þeir og dansa og skemmta sér, sumir við að versla þar til hvíldardagshelgin gengur í garð. Brúðhjónin í Kana Hera Hjálmarsdóttir kona Haf- steins er lyfjafræðingur og fylgdi honum til náms í Kaupmannahöfn með þá litla dóttur þeirra, Ingu Dís; síðar einnig til Færeyja með hana og soninn Vigni eftir að hann var kominn til sögunnar. Þau hafa öll verið í Ashdod í sumar og tekið á móti gestum. Þeirra á meðal var pílagrímur sá er þetta ritar og fylgdu þau honum á helstu helgi- staði hér í Landinu helga. Vignir, fermingarpiltur úr Dóm- kirkjunni frá því í vor, er hér með öðru í uppgötvunarferð guðsbarns- ins og vill allt vita sem gerst og verður sífellt fróðari. Hann var á dögunum sæmdur Jerúsalems- krossinum af fermingarföður sínum og þar með orðinn krossfari. Þetta elskulega fólk leiðsagði pílagrím þeim er þetta ritar í fót- spor Jesú í Galíleu þar sem m.a. var komið til Kana til þess að kaupa messuvín. Gat hann þá stoltur sett undir síðbúna brúðkaupsmynd af foreldrum sínum þennan texta: Brúðhjón sem ég gifti í Kana í Galíleu. Öll var ferðin góð og útaf fyrir sig frá mörgu að greina en þetta með hafnargerð íslendinga í Israel þykir mér ástæða til að fara með í blöðin. Ég sé fyrir mér þessa stráka koma hingað að tilskildum tíma liðnum með barnabömin sín og fara um ströndina frá norðri til suðurs og geta bent á flestöll hafn- armannvirki hér og sagt: Þetta byggðum við íslendingar! Þá verður komin hér í Ashdod stór sportbáta- höfn, lúxushótel og skemmtistaðir og fjöldi ferðamanna, það er ef vonir manna um frið hérna rætast. Höfunáur er Dómkirkjuprestur Brautarholt 8 - til leigu Tvö skrifstofuherbergi til leigu á 2. hæð. Upplýsingar í síma 562 1370. Verslunarhúsnæði, Hamraborg 20a Til sölu verslunarhúsnæði 90 fm á götuhæð + 90 fm á neðra gólfi. Frábærir útstillingar- gluggar. Að auki 90 fm á 2. hæð. Hlutdeild í bílageymslu og sameign. Upplýsingar í vs. 552 1555 og hs. 568 5075. Auglýsinga- og markaðsfólk Til leigu 1-2 skrifstofuherbergi (allt að 60 fm) í nýju sérhönnuðu auglýsingahúsnæði á Grensásvegi. Áhugasamir hafi samband í síma 568 6121 á skrifstofutíma. Skrifstofuhúsnæði Til leigu um 100 fm skrifstofuhúsnæði í Síðu- múla. Tilvalið undir lögfræðiskrifstofur eða skyldan atvinnurekstur. Húsnæðið getur leigst með vönduðum húsgögnum og skrifstofuáhöld- um. Um er að ræða 3 skrifstofuherbergi, ásamt móttöku og eldhúsi. Laust strax. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 2. nóvem- ber nk., merkt: „Lögmannsstofa - 4356“. Nálægt Hlemmi! Til leigu skrifstofuhúsnæði á 2. hæð (50-70 fm) og 3. hæð (70-80 fm) í Fossberghúsinu, Skúlagötu 63. Næg bílastæði. Upplýsingar hjá G.J. Fossberg vélaverzlun ehf. Sími: 561 8560. Til leigu Þrjár 3ja herb. íbúðir í sama húsi eru til leigu nú þegar. íbúðirnar eru nálægt Landspítala. Leiga getur verið til langs tíma. íbúðirnar eru ca. 100 fm hver og er mánaðarleiga kr. 46.000. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „A-7322" fyrir 31. október. Til leigu Til leigu ca 420 fm fallega innréttuð skrif- stofuhæð í húsi Sjóvár-Almennra, Kringlunni 5. Glæsilegt húsnæði. Góð staðsetning. Næg bílastæði. Húsnæði laust nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir Jón Guð- mundsson í síma 551 1540, og Fasteigna- markaðurinn ehf., Óðinsgötu 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.